Morgunblaðið - 05.02.2009, Qupperneq 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
✝ Aðalsteinn P. Ma-ack, húsasmíða-
meistari og fyrrver-
andi forstöðumaður
byggingareftirlits rík-
isins, fæddist í
Reykjavík 17. nóv-
ember 1919. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
laugardaginn 24. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Pét-
ur Andreas Maack
skipstjóri, f. 11.11.
1892, d. 11.1. 1944,
hann fórst með togaranum Max
Pemberton, sem hvarf úti fyrir Snæ-
fellsnesi í janúar 1944, og Hallfríður
Hallgrímsdóttir húsmóðir, Bene-
diktssonar, landspósts, f. 7. 6. 1895,
d. 5. 1. 1967. Systkini Aðalsteins eru,
Pétur Andreas Maack, stýrimaður, f.
24.2. 1915, d. 11.1. 1944, Karl Maack
húsgagnasmíðameistari, f. 15.2.
1918, d. 5.11. 2005, Viggó Einar Ma-
ack skipaverkfræðingur, f. 4. 4.
1922, og Elísabet Maack Thor-
kvæntur Kristbjörgu Áslaugs-
dóttur (skilin) þau eiga tvö börn,
Sigríði Ásu og Árna Pétur, kvænt-
ur aftur Köru Margréti Svaf-
arsdóttur. 5) Sigríður, f. 8.11. 1963,
gift Má Mássyni, þau eiga 3 börn,
Má, Jarþrúði Iðu og Hrafnkel.
Aðalsteinn ólst upp í Reykjavík.
Að loknu barna- og gagnfræða-
skólanámi hóf hann iðnnám í húsa-
smíði, lauk sveinsprófi 1941 og öðl-
aðist meistararéttindi í iðninni
1946. Hann var starfandi húsa-
smíðameistari í Reykjavík og ná-
grenni fram til ársins 1966 er hann
hóf störf við byggingareftirlit
skóla. Árið 1968 var hann settur
forstöðumaður byggingareftirlits
ríkisins við embætti Húsameistara
ríkisins og síðar skipaður for-
stöðumaður af dómsmálaráðherra
með veitingabréfi dagsettu 13. jan-
úar 1969. Hann lét af því starfi 1.
janúar 1990. Hann hefur hlotið
margskonar viðurkenningar fyrir
störf sín, einnig í sambandi við mót-
töku erlendra þjóðhöfðingja og
gesta. Hann ferðaðist mikið um
landið vegna starfa sinna sem
byggingareftirlitsmaður.
Útför Aðalsteins verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag kl. 13.
steinsson húsmóðir, f.
23.2. 1925, d. 7.9.
2003.
Aðalsteinn kvæntist
Jarþrúði Þórhalls-
dóttur, f. 8. maí 1920,
d. 11. ágúst 1993. For-
eldrar hennar voru
Þórhallur Ólafsson,
smjörlíkisgerð-
armaður í Smára,
Ólafssonar prentara.
Móðir Jarþrúðar var
Sigríður Bjarnadóttir,
Elíassonar skipstjóra.
Börn Aðalsteins og
Jarþúðar eru: 1) Aðalheiður, f. 5.9.
1944, gift Óðni Geirssyni, þau eiga
tvö börn, Aðalstein og Ingibjörgu,
barnabörnin eru 5. 2) Pétur Andr-
eas, f. 21.2. 1949, kvæntur Kristjönu
Kristjánsdóttur, þau eiga fjögur
börn, Kristján, Erlu Vigdísi, Að-
alstein og Ómar Val, barnabörnin
eru 10. 3) Þórhallur, f. 27.9. 1950,
kvæntur Gyðu Bárðardóttur, þau
eiga tvö börn, Fanný Ernu og
Trausta. 4) Gísli, f. 11.3. 1953, var
„Þetta er ekki afi minn, þetta er
pabbi minn“ átti ég að hafa svarað,
varla talandi, þegar kona nokkur
hafði orð á því að afinn væri heldur
glannalegur að standa með barnið á
bjargbrún Almannagjár. Ég treysti
pabba mínum augljóslega þá, og æ
síðan. Það var aldrei neinn vafi hjá
mér á því að pabbi gæti tekist á við
allt, jafnvel það að lifa án mömmu og
jafnvel það að verða gamall. Það
sýndi sig líka. Aldrei kvartaði hann
og aldrei lét hann bugast. Hann hélt
sinni reisn og sínum persónuleika til
hins síðasta. Hann mætti því sem
kom af æðruleysi. Það var lærdóms-
ríkt að fá að fylgjast með því.
Á þeim árum sem liðu frá því að
mamma dó skynjaði maður hina
miklu ást sem pabbi bar til hennar,
ást sem lifað hafði í gegnum súrt og
sætt, en líka í gegnum hversdags-
leikann. Ást sem náði út yfir gröf og
dauða. Það er huggun harmi gegn að
sjá þau fyrir sér sameinuð á ný.
Þegar maður lítur til baka yfir
lífshlaup mömmu og pabba, eða
Dúru og Alla eins og þau voru köll-
uð, þá sér maður að kærleikurinn
var sem rauður þráður í gegnum líf
þeirra, eins og ljós sem þau tóku við
af fyrri kynslóð og báru til sinna af-
komenda og allra sem nærri þeim
voru. Ég velti því oft fyrir mér hvað
fékk pabba, þetta hörkutól sem
hann oft virtist vera, til að predika
við messur eða tala á AA-fundum.
Ég held að það hafi einmitt verið
þessi kærleikur sem hann fann sig
knúinn til að miðla til annarra. Ég
þakka öllum þeim fjölmörgu sem
hafa á förnum vegi spurt um líðan
hans og beðið fyrir kveðju til hans.
Honum þótti ákaflega vænt um þær
kveðjur.
Sigríður Maack.
Í minningu hjóna
Kynni mín af Alla og Dúru hófust
þegar ég og Sigga, dóttir þeirra, hóf-
um samvistir. Þau voru þá orðin ráð-
sett hjón, rúmlega sextíu ára. Ég og
Sigga dvöldum oft hjá þeim þegar
við dvöldum heima frá námi erlend-
is. Við Dúra sátum þá oft í eldhúsinu
og ræddum margt. Hún sagði mér
það sem á daga þeirra hafði drifið og
frá fólkinu þeirra. Þau höfðu gengið
í gegnum erfiðleika en ég fann alltaf
hve samband þeirra var sterkt. Þau
voru ósjaldan ósammála en það risti
ekki djúpt. Ég held að þau hafi haft
gaman af því að vera á öndverðum
meiði um menn og málefni, sérstak-
lega þegar þau sátu við sjónvarpið
og sneru „verra eyranu“ hvort að
öðru.
Dúra hafði alltaf mikinn áhuga á
fólki og því sem var að gerast. Hún
hafði gaman af því að fara í veislur
sem voru haldnar í tengslum við op-
inberar móttökur, en Alli starfaði
við undirbúning þeirra. Þessi áhugi
hélst fram á síðustu árin þegar hún
var orðin heilsutæp og þetta orðið
henni erfitt. Henni gekk alltaf vel að
ræða við ólíklegasta fólk og fékk það
til að segja margt af sér. Dúra hafði
brennandi áhuga á fólki og var vin-
kona margra. Þannig minnist ég
hennar helst, sem góðrar vinkonu.
Alli hugsaði allan tímann, sem ég
þekkti þau, vel um Dúru, enda vanur
maður. Sem strákur var hann uppá-
tækjasamur. Við keyrðum oft
framhjá húsgaflinum í vesturbæn-
um þar sem hann „spengdi kamar-
inn“ og hann sagði ýmsar aðrar sög-
ur sem ekki er hægt að hafa eftir
hér.
Einu sinni handleggsbrotnaði
vinnukonan á heimili foreldra hans
vegna einhverra ærsla sem hann og
bræður hans stóðu fyrir. Alli var þá
látinn taka frí frá skólanum og var
látinn vinna störf vinnukonunnar í
nokkar vikur. Eftir það var hann
kallaður „Alli vinnukona“ af skóla-
félögunum. Þetta kom honum samt
til góða seinni árin þegar hann þurfti
að verlegu leyti að sjá um heimilis-
verkin þegar Dúra var orðin hjart-
veik og mátti lítið gera. Hann vann
þessi verk, eins og önnur, rösklega
og lét það ekki trufla sig þótt Dúra
hefði orð á því að hlutirnir væru
gerðir á full-„karlmannlegan“ hátt.
Eftir að Dúra dó 1993 hugsaði
hann vel um sig og stundum einnig
um nágranna sína í Hvassaleitinu.
Alli sinnti öllum sínum vel og af
kostgæfni. Svo var líka um AA-
starfið en hann ræddi það lítið því
hann virti þann trúnað sem það starf
byggist á. Hann var ekki að skafa ut-
an af hlutunum, sagði oft meira en
flestir hefðu sagt. Hann var líka
ákveðinn og það þýddi líka lítið að
ráðskast með Alla. Stríðni og
strákapör voru heldur ekki fjarri
honum. Sumum gat sárnað en hon-
um var nú samt fyrirgefið því sam-
ferðamennirnir vissu, eins og forð-
um, að Alli var góður strákur, og
þeim þótti vænt um hann.
Síðustu árin var hann orðinn lít-
ilfjörlegur og þurfti því umönnun á
dvalarheimili. Hann tók því eins
öðru sem að höndum bar og ég
heyrði hann aldrei kvarta yfir því
hvernig fyrir honum var komið.
Hann gaf samt ekkert eftir af sínu,
áfram þýddi lítið að ráðskast með
Alla og áfram var hann sami góði
„strákurinn“. Ég minnist Alla af
virðingu og söknuði.
Már Másson.
Kraftmikil rödd óperusöngvarans
Ivans Rebroff hljómar um húsið á
hæsta styrk á meðan heimilisfólkið
sinnir sínum erindum, hvert í sínu
horni, eins og ekkert sé eðlilegra.
Þetta eru mínar bernskuminningar
af heimili afa og ömmu. Amma pass-
aði okkur systkinin þegar mamma
fór út á vinnumarkaðinn og mínar
fyrstu minningar eru því meira
bundnar við þeirra heimili en mitt
eigið á þeim tíma.
Afi var af gamla skólanum og
vann alla tíð mikið. Heimilið kom því
í hlut ömmu. Við barnabörnin vorum
óendanlega stolt af því að eiga afa
sem var forstöðumaður bygginga-
eftirlits ríkisins og tók á móti öllu
fræga fólkinu og fékk boð í fínar
veislur. Ekki spilltu orðurnar fyrir
þó að afi hafi ekki verið mikið að
hampa þeim. Starfið kallaði á ferða-
lög víða um land og oft fékk amma
að fara með. Þau ferðuðust víða á
jeppanum og höfðu bæði jafngaman
af.
Það hefur án efa haft sín áhrif á
afa að missa föður sinn og elsta
bróður í sjóslysi aðeins 25 ára gam-
all. Hann var alla tíð harður af sér og
ósérhlífinn og kvartaði sjaldan. Sem
dæmi um einbeittan vilja lauk hann
ekki bara sveinsprófi heldur hélt
áfram og tók meistararéttindi í
húsasmíði sem ekki var algengt á
þeim tíma. Hann var framúrskar-
andi fagmaður og mikils metinn sem
slíkur.
Ég kynntist þeirri hlið á honum
við kaup á minni fyrstu íbúð. Ég
fann hina fullkomnu íbúð og ætlaði
að gera tilboð en bað afa svona
meira sem formsatriði að leggja
blessun sína yfir hana áður. Eftir 15
mínútna hraðferð úr einu herbergi í
annað tiltók hann a.m.k. 10 atriði
sem þurfti að lagfæra, allt eitthvað
sem mér hafði yfirsést en kom í ljós
síðar að nauðsynlegt var.
Afa kynntist ég svo upp á nýtt í
gegnum börnin mín. Þá hafði hann
meiri tíma og sýndi á sér aðra hlið.
Hann hafði óskaplega gaman af
heimsóknum þeirra og otaði alltaf að
þeim annaðhvort sælgæti eða pen-
ingaseðli. Hann var ótrúlega örlátur
og kærleiksríkur langafi. Sjálfur átti
hann þó alla tíð erfitt með að þiggja
eitthvað frá öðrum og forðaðist það
eins og heitan eldinn að vera upp á
aðra kominn. Notalegur húmor
fleytti honum í gegnum lífið og féll í
góðan jarðveg hjá okkur hinum.
Hann kallaði t.d. bílinn sinn af gerð-
inni Micra alltaf Viagra.
Kærleik sinn sýndi hann jafn-
framt í verki með starfi sínu fyrir
AA-samtökin. Afi hafði sjálfur hætt
að drekka með þeirra aðstoð löngu
fyrir mína tíð en öll mín fullorðinsár
hef ég af og til heyrt í fólki sem ber
ótakmarkaða virðingu fyrir störfum
hans þar og frétt af einstaklingum
sem eiga honum líf sitt að launa.
Elsku afi, það voru forréttindi að
fá að þekkja þig og umgangast. Nú
ertu komin á betri stað og aftur í
faðminn hennar ömmu. Ég veit að
þú hlakkaðir mikið til þeirra endur-
funda, þið voruð alltaf sem eitt.
Bestu kveðjur í betri heim frá okkur
öllum.
Ingibjörg.
Þakkir eru mér efst í huga þegar
ég minnist föðurbróður míns, Aðal-
steins P. Maack. Hann varð mér
mjög snemma á ævinni bæði traust-
ur klettur í lífinu og kærleiks- og
skilningsríkur frændi. Honum var
vel ljóst að föðurmissir yrði okkur
systrum aldrei að fullu bættur, en
Alli frændi gerði sitt og raunar
miklu meira en hægt var til að ætl-
ast að bæta okkur missinn. Tildrög-
in voru þau að togarinn Max Pem-
berton fórst í janúar 1944 með 29
menn innanborðs, þar á meðal föður
minn og afa; föður og bróður Að-
alsteins. Þeir hétu báðir Pjetur.
Þegar frá leið sjóslysinu, sem reynd-
ar lét engan Íslending ósnortinn, tók
lífsbaráttan við og þá var gott að
eiga gott frændfólk að. Maackfjöl-
skyldan með Maríu frænku í farar-
broddi reyndist okkur ákaflega vel,
en við fráfall Aðalsteins leitar hugur
minn til hans og Jarþrúðar konu
hans með miklu þakklæti. Þau voru
nálæg mér á stærstu stundum lífs
míns, bæði í sorg og gleði.
Mikill samgangur var ætíð með
fjölskyldunum og nú við fráfall Að-
alsteins rifjast upp fjöldi góðra
minningabrota um yndislegar sam-
verustundir með Alla og Dúru ásamt
börnum þeirra, bæði hversdags og
við hátíðleg tilefni í fjölskyldunum.
Það var alltaf svo gaman þegar þau
komu í heimsókn, og ekki voru þau
síðri heim að sækja. Mér finnst að sá
kærleikur og umhyggja sem Alli
frændi minn ávallt sýndi mér og fjöl-
skyldu minni sé lýsandi fyrir lífsvið-
horf hans og lífshlaup allt. Það ein-
kenndist af skyldurækni,
trúmennsku og vinnusemi, en einnig
af ómældum kærleik og hjálpsemi
við fjölskyldu, vini og ættingja. Alli
var einstaklega greiðvikinn og vildi
hvers manns vanda leysa og ætíð vel
þau verkefni sem honum var trúað
fyrir. En umfram allt: Hann var
góður maður. Blessuð sé minning
hans. Við Sverrir vottum börnum
hans og öðru venslafólki samúð okk-
ar og barna okkar.
Guðrún Hallfríður Maack.
Á vordögum 1964 fór ég á minn
fyrsta AA-fund í II. deild AA-sam-
takanna, sem þá voru í leiguhúsnæði
á efstu hæð Hverfisgötu 116. Á móti
mér tóku tveir menn. Annar þeirra
var Aðalsteinn Maack. Hann lést 24.
janúar.
Við vorum báðir fæddir á sömu
torfunni í Vesturbænum, hann á
Ránargötu 30 en ég á Bræðraborg-
arstíg 4. Alli, eins og hann var yf-
irleitt kallaður, var 12 árum eldri en
ég en við vissum deili hvor á öðrum.
Það var mér því mikill léttir þegar
hann sneri sér að mér og bauð mig
velkominn. Þar með hófst meira en
40 ára samferð innan AA-samtak-
anna, sem aldrei sló skugga á.
Alli var dugnaðarforkur sem aldr-
ei vílaði neitt fyrir sér, gat verið
fastur fyrir ef því var að skipta en
yfirleitt ljúfur og raungóður og ætíð
reiðubúinn að liðsinna öðrum, ef til
hans var leitað. Í áratugi voru
reynsluspor AA-samtakanna hans
leiðarljós.
Við sem stundum fundi í deildinni
hans Alla minnumst hans með þakk-
læti og virðingu um leið og við send-
um ástvinum hans samúðarkveðjur.
Hörður.
Aðalsteinn P. Maack
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma,
LILJA BRYNJÓLFSDÓTTIR
frá Króki,
Norðurárdal,
síðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík,
lést þriðjudaginn 3. febrúar.
Lárus Sigurgeirsson,
Gunnar Lárusson,
Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir.
✝
Systir okkar, mágkona og frænka,
MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
frá Háagerði,
Eyjafjarðarsveit,
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 29. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30.
Benedikt Jóhannsson,
Aðalsteinn Jóhannsson, Guðbjörg Stefánsdóttir,
Guðrún Jóhannsdóttir,
Freygerður Geirsdóttir, Örn Hansen.
✝
Þökkum sýnda samúð og virðingu við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa okkar,
MARKÚSAR GUÐMUNDSSONAR
skipstjóra.
Hallfríður Brynjólfsdóttir,
Unnur Markúsdóttir,
Brynjólfur Markússon,
Jörundur Markússon,
Markús Sveinn Markússon,
Erlendur Markússon
og fjölskyldur.
✝
GUÐJÓN BJARNFREÐSSON,
til heimilis að Eir,
Hlíðarhúsum 7,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.00.
Fyrir hönd systkina,
Magnús Bjarnfreðsson.