Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 6 3 4 8 5 2 3 4 4 2 7 8 5 5 9 2 7 4 2 8 3 8 7 4 2 5 7 9 3 6 8 9 7 3 9 3 1 4 1 5 8 3 8 5 4 5 8 6 5 4 6 7 7 6 1 3 6 4 5 7 2 8 4 4 2 8 2 4 5 9 6 7 5 5 7 3 3 9 5 8 3 1 5 8 3 7 7 3 8 8 2 4 1 5 9 2 7 5 8 1 3 2 9 4 6 9 6 1 7 4 5 3 8 2 4 2 3 6 8 9 1 7 5 8 4 5 3 9 6 7 2 1 2 3 7 5 1 4 6 9 8 1 9 6 8 2 7 4 5 3 6 8 2 9 7 3 5 1 4 3 7 4 2 5 1 8 6 9 5 1 9 4 6 8 2 3 7 9 6 7 2 8 5 1 4 3 1 5 2 4 6 3 8 9 7 8 4 3 7 9 1 2 6 5 3 7 5 1 2 4 9 8 6 2 8 6 3 5 9 7 1 4 4 9 1 6 7 8 3 5 2 7 3 8 5 1 6 4 2 9 6 2 9 8 4 7 5 3 1 5 1 4 9 3 2 6 7 8 9 4 7 1 6 5 2 8 3 2 1 6 8 3 9 5 4 7 8 5 3 7 2 4 1 6 9 4 6 8 2 7 1 9 3 5 7 2 9 3 5 6 4 1 8 1 3 5 9 4 8 6 7 2 6 9 4 5 8 3 7 2 1 5 8 2 6 1 7 3 9 4 3 7 1 4 9 2 8 5 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þann- ig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Krossgáta Lárétt | 1 glámskyggn, 8 lágfóta, 9 óveður, 10 sé, 11 hafna, 13 mál, 15 danskrar eyju, 18 lækna, 21 hreinn, 22 lélega, 23 ævi- skeiðið, 24 örlagagyðja. Lóðrétt | 2 skikkju, 3 glitra, 4 hali, 5 ber, 6 málmur, 7 venda, 12 málmur, 14 reiðihljóð, 15 er til, 16 markleysa, 17 bikar, 18 angi, 19 heldur, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 halli, 4 þústa, 7 sessa, 8 ómaka, 9 nær, 11 alin, 13 etin, 14 ertur, 15 holt, 17 rækt, 20 hró, 22 tútna, 23 tekin, 24 rúmum, 25 kenni. Lóðrétt: 1 hósta, 2 losti, 3 iðan, 4 þjór, 5 spakt, 6 arann, 10 æmtir, 12 net, 13 err, 15 hatar, 16 lútum, 18 æskan, 19 tangi, 20 harm, 21 ótæk. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Nýirborgarar Keflavík Sólrún Glóð fæddist 31. desember kl. 24. Hún vó 4.165 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Jana María Guðmundsdóttir og Jón Þorsteins Jóhannsson. Reykjavík Þorsteinn Snæland fæddist 11. ágúst kl. 5.40. Hann vó 3.125 g og var 48 cm langur. For- eldrar hans eru Þórdís Steinsdóttir og Halldór Þór Snæland. Akranes Þórhalla Guðný fæddist 26. ágúst kl. 6.28. Hún vó 3.730 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Halla Birgisdóttir og Daníel Helgason. Í dag er fimmtudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.) Fyrir stuttu uppgötvaði Víkverjisér til hrellingar, og reyndar þó nokkurrar undrunar, að fyrir tuttugu árum var hann nákvæmlega tuttugu kílóum léttari en nú. Þannig er útlit fyrir að Víkverji hafi að meðaltali þyngst um eitt kíló á ári í tuttugu ár! Vissulega komu kílóin þó ekki svo hægt og hljótt heldur hafa þau dottið á hann í talsverðum slumpum. Víkverji er ekkert rosalega spæld- ur yfir þyngdaraukningunni en þó varð þessi uppgötvun honum til tals- verðrar umhugsunar. Þannig er nefnilega mál með vexti að Víkverji leit ekkert öðruvísi á sjálfan sig fyrir þessum tuttugu árum … og kílóum, nefnilega sem fitubollu. x x x Íbreskum skoðanakönnunum, í þaðminnsta tveimur sem Víkverji man eftir í fljótu bragði, hefur komið fram að breskar konur hafa mestar áhyggjur af holdafari sínu. Þær hafa miklu minni áhyggjur af því að maki þeirra haldi fram hjá, nú eða streitu, krabbameini og hjartasjúkdómum. Áhyggjuleysi Víkverja yfir þyngd- araukningunni gæti verið vísbending í þá átt að svipað hugarfar ríki hjá honum og breskum konum. Hvernig mætti það annars vera að hann líti á sig sem fitubollu bæði með og án tutt- ugu kílóa? Og hvernig gæti það ann- ars átt við að Víkverji taldi sig eins feitan fyrir tuttugu kílóum og hann er í dag? x x x Sá hinn sami Víkverji gengst þó viðþví að hann hefur ekki miklar áhyggjur af því hversu feitur hann er. Gott form og heilbrigt líferni í hófi eru hans uppáhaldsorð, hvort sem vigtin fer upp eða niður. Daglegir göngutúrar í íslensku, hreinu lofti og nammibitar hér og þar munu áfram verða hluti af lífi Vík- verja og lystisemdir lífsins munu því ekki hverfa, hvað sem öllum tuttugu kílóum og árum líður. Þó er því ekki að neita að ef svo heldur fram sem horfir og eitt kíló bætist við á ári, að Víkverja langar ekki til að verða hundrað ára því þá yrði hann … hundrað og tuttugu kíló. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Bc4 0-0 8. Bb3 a5 9. 0-0 Rg4 10. Dxg4 Rxd4 11. Dd1 Rxb3 12. axb3 Ha6 13. Bd4 Bxd4 14. Dxd4 Hd6 15. Rd5 b6 16. Had1 Bb7 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur. Þorvarður F. Ólafsson (2.182) hafði hvítt gegn Stef- áni Arnalds (1.953). 17. Rxe7+! Dxe7 18. Dxd6 Dxe4 19. f3 Dxc2 20. Dxb6 Bc6 21. Dxa5 Dxb2 22. Db6 Ha8 23. Hf2 De5 24. Dd4 Dg5 25. He1 Hb8 26. Hfe2 f6 27. Dd6 Hf8 28. He8 og svart- ur gafst upp. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hin rétta röð. Norður ♠D4 ♥K1076 ♦10 ♣ÁG10843 Vestur Austur ♠87 ♠G1095 ♥G42 ♥9853 ♦9763 ♦K842 ♣K952 ♣6 Suður ♠ÁK632 ♥ÁD ♦ÁDG5 ♣D7 Suður spilar 7G. Hálfslemma í grandi var algengasti samningurinn í þessu spili tvímenn- ings bridshátíðar, en tveir sagnhafar keyrðu alla leið í 7G. Annar fór niður, hinn fékk þrettán slagi með tígli út upp á kóng! Hjálplegt, en 7G standa á borðinu með réttum tökum, þrátt fyrir til dæmis hjarta út. Sagnhafi svínar fyrst ♣D. Tekur svo þrjá efstu í spaða til að kanna leguna þar og hinn hjartaslaginn ÁÐ- UR en hann svínar aftur í laufi. Spaðinn brotnar ekki og laufið er 4-1, en ♥G fellur í kónginn. Þá eru ellefu slagir mættir og sá tólfti mun koma með tígulsvíningu. En sá allra síðasti skilar sér með þvingun á austur í spaða og tígli. Sagnhafi hendir fyrst spaða og tígli í ♥K10, spilar svo ♣Á og dæmir austur til að fara niður á ♦Kx. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í góðu jafnvægi andlega. Samstarfsfélagar virða það sem þú segir vegna þess að það er skynsamlegt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa aðra er ekki þar með sagt, að allir viðhlæj- endur séu vinir. Nú verðurðu að gera upp við þig hver staðan er heima fyrir og hverju þú vilt bindast. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Komandi mánuður mun ein- kennst af skemmtunum og annríki í fé- lagslífinu. Stundum er það best gert með því að taka þátt í því að láta öðrum líða vel, en ekki í dag. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Varastu að vera stöðugt kvartandi út af öllum sköpuðum hlutum. Frum- kvæðið sem þú tekur gerir þig svo aðlað- andi að þú eignast aðdáendur hvarvetna. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft ekki að vera með nein láta- læti í umgengni við aðra. Ekki gera úlf- alda úr mýflugu vegna þess að það þjónar engum tilgangi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er mikill áhugi í kringum þig á starfi þínu og menn bíða spenntir eftir út- komunni. Oftar en ekki er það þó bara kurteisi til þess að fylla upp í eyðurnar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er eins og allt standi á haus í dag. Reyndu að gera það með reisn og sýna þannig sjálfri/sjálfum þér og öðrum þá virðingu sem þú vilt að aðrir sýni þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hegðun þín laðar að sér fólk með þarfir sem eru ekki skilgreindar. Ráðstefnur, fundir og samræður einkenn- ast af hressleika, bjartsýni og jákvæðni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sumar aðstæður hefur þú ekki á valdi þínu svo þú þarft að reikna með þeim án þess að geta breytt þeim. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þetta er dagurinn til þess að láta ljós sitt skína. Vandaðu framsetningu þína svo hún særi engan en komi til skila þeim atriðum, sem þú leggur áherslu á. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Almenn svartsýni virðist ríkja í kringum þig í augnablikinu. Farðu vel yfir fyrirmæli frá yfirboðurum og foreldrum því mikill misskilningur er á ferðinni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samtöl við vini gegna mikilvægu hlutverki. Reyndu að borða minna af skyndibitamat og meira af ávöxtum og grænmeti. Stjörnuspá 5. febrúar 1967 Silfurhesturinn, bókmennta- verðlaun dagblaðanna, voru veitt í fyrsta sinn. Snorri Hjartarson hlaut þau. Verð- launin voru síðast veitt árið 1974. 5. febrúar 1988 Jóhann Hjartarson sigraði Vikt- or Kortsnoj í und- ankeppni einvígis um rétt til að skora á heimsmeistarann í skák, með 4,5 vinningum gegn 3,5. „Mesta afrek í íslenskri skák- sögu,“ sagði Dagur. Jóhann tefldi ári síðar við Anatoly Karpov í átta manna úrslitum en beið lægri hlut. 5. febrúar 1989 Vátryggingafélag Íslands hf., VÍS, var formlega stofnað og var hlutur þess á trygg- ingamarkaðnum um 36%. Að stofnun félagsins stóðu Bruna- bótafélag Íslands og Sam- vinnutryggingar. 5. febrúar 1994 Sameining Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna var samþykkt í kosningum. Þetta er nú fimmta stærsta sveitarfélag landsins, Reykjanesbær, með rúmlega fjórtán þúsund íbúa. 5. febrúar 1997 Mikið eignatjón varð en lítil meiðsl á fólki í fjöldaárekstri í hálku á Kringlumýrarbraut, undir göngubrúnni. „Tuttugu og þrír bílar í einni kös,“ sagði Morgunblaðið og hafði eftir lögreglunni að þetta væri mesti fjöldi bíla í einu umferð- aróhappi til þess tíma. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „ÞETTA verður afskaplega heimilislegt. Ég ætla að bjóða mínum nánustu í kvöldmat og verður boðið upp á hefðbundið íslenskt lambakjöt, kóte- lettur í raspi með tilheyrandi fíneríi,“ segir Frið- rik Rafnsson þýðandi og forseti Alliance française á Íslandi, sem heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í dag. Matarvalið er engin tilviljun þar sem á heim- ili Friðriks er hefð fyrir því að afmælisbarnið fái að ráða hvað er á borðum. „Og þetta hefur verið uppáhaldsmaturinn minn síðan ég var svona tíu ára.“ Friðrik hyggst svo verja næstu dögum í sveita- sælu á Suðurlandi í félagskap fjölskyldu sinnar – og andlegum fé- lagsskap Milan Kundera. „Ég er að byrja að þýða nýjustu bók Kun- dera en hún kemur út í Frakklandi á útmánuðum og vonandi í haust hér á landi. Ég fékk fékk frá honum handritið, búinn að lesa og er svona að byrja á verkinu,“ segir Friðrik sem þýtt hefur flest verk Kundera. Það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður út í bók- ina. „Hún er frábær, eins og allt sem hann hefur skrifað.“ Önnur verkefni á döfinni tengjast Alliance française, s.s. Vetr- arhátíð sem senn hefst í höfuðborginni. andri@mbl.is Friðrik Rafnsson þýðandi fimmtugur Fær kótelettur í raspi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.