Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
42. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGTLÍF
ÞAU ERU MÁLARAR Í
FRÍSTUNDUM SÍNUM
ÍÞRÓTTIR
Stefán kom á óvart
á HM í Frakklandi
Morgunblaðið/Sverrir
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
RÍKISSAKSÓKNARI hefur falið
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra að rannsaka hvort stjórnar-
menn í SPRON hafi gerst sekir um
fjársvik þegar þeir seldu stofnfjár-
hluti í SPRON sumarið 2007 eftir
að ákveðið hafði verið að stefna að
skráningu sjóðsins á hlutabréfa-
markað.
Þrír fulltrúar í stjórn SPRON
seldu hluta af stofnfjárhlutum sín-
um eftir að stjórnin ákvað, á sum-
armánuðum 2007, að stefna að
skráningu félagsins á hlutabréfa-
markað. Samtals seldu Hildur Pet-
ersen, Ásgeir Baldurs og Gunnar
Þór Gíslason stofnfjárhluti fyrir 196
milljónir að nafnvirði sem nam á
milli tveggja og þriggja milljarða á
þeim tíma.
Þar af var sala Gunnars Þórs,
gegnum félag hans Sundagarða hf.,
umfangsmest eða sem nam 188
milljónum króna að nafnvirði.
Byrjunargengi bréfa í SPRON
við skráningu á markað í október
2007 var 18,7.
Strax í kjölfarið fór gengið hratt
lækkandi í mikilli niðursveiflu á
hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa í fé-
laginu er nú 1,9.
Ekki var tilkynnt um sölu stjórn-
armannanna opinberlega. Nokkrir
fyrrverandi stofnfjáreigendur í
SPRON, þar á meðal Árni
Gunnarsson fyrrverandi þingmaður,
kærðu sölu stjórnarmannanna til
lögreglu og fóru fram á rannsókn.
Stjórnarmenn í rannsókn
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„VIÐ höfum sagt að þeir sem eru á 1.
veðrétti séu öruggir en þeir sem aft-
ar koma séu minna tryggðir,“ segir
Stefán H. Hilmarsson, fjármála-
stjóri Baugs, um flokkun á lánum ís-
lenskra lánveitenda til félagsins í
Project Sunrise, sérstakri skýrslu
um endurreisn Baugs.
Í skýrslunni kemur fram að „óör-
uggar“ veðkröfur innlendra lánveit-
enda Baugs nemi 314,8 milljónum
punda sem eru rúmlega 51 milljarð-
ur íslenskra króna á núverandi
gengi. Þar af nema lán frá sparisjóð-
unum BYR, VBS og Sparisjóðabank-
anum 75,3 milljónum punda eða 12,2
milljörðum króna. Meira en þriðj-
ungur upphæðarinnar eru lán frá
tengdum aðilum eins og Stoðum,
Fons og Landic Property, eða 21,3
milljarðar króna alls.
Jeff Blue, framkvæmdastjóri smá-
sölusviðs hjá Baugi í Lundúnum,
hefur kynnt kröfuhöfum niðurstöður
Project Sunrise. Stefán segir skýrsl-
una unna í sátt við Landsbankann og
byggða á tillögum hans. Ef veðin
reynast ótrygg og ekkert fæst upp í
kröfur smærri fjármálafyrirtækja
yrði það þungt högg fyrir eiginfjár-
stöðu þeirra, en sum þeirra eru í
nokkrum vandræðum. Stjórnendur
sumra þeirra segja þó að slíkt út-
lánatap yrði viðráðanlegt, en vilja
ekki tjá sig efnislega um málið.
Gætu tapað 51 milljarði
Útlánatap smærri fjármálafyrirtækja
vegna lána til Baugs gæti orðið verulegt
Í HNOTSKURN
»HeildarskuldbindingarBaugs við innlenda kröfu-
hafa eru 1.100 milljónir
punda. Stærstu innlendu
kröfuhafarnar eru föllnu
bankarnir þrír.
»Veðin að baki lánumsmærri fyrirtækja hafa
rýrnað verulega í verði eftir
bankahrunið og þess vegna
eru lánin flokkuð óörugg, þótt
tryggingar séu til staðar.
Þungt högg | 16
„NEI, Davíð,“ gæti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra verið að segja
við Spaugstofumanninn Pálma Gestsson sem hér leikur Davíð Oddsson
seðlabankastjóra í dulargervi við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þorvaldi
Gylfasyni prófessor virðist ekki síður skemmt við þennan óvænta fund sem
aldrei er að vita nema rati inn í næsta Spaugstofuþátt. „Þarna er Davíð að
reyna að komast í vinnuna óséður,“ segir Pálmi og bætir við að til að það
ætlunarverk takist beiti seðlabankastjóri Spaugstofumanna fyrir sig stað-
genglum sem villi um fyrir fjölmiðlafólki sem aldrei láti hann í friði.
Össur hittir Davíð í dulargervi
Morgunblaðið/Kristinn
RÁÐGERT er að skip haldi til
loðnuleitar út af Vestfjörðum í dag,
en suður og austur af landinu hefur
ekki fundist nægilegt magn til að
gefa út upphafskvóta. Mikil
hrognafylling er komin í loðnuna
og er verðmæti hennar því mikið.
„Hver dagur er hundraða milljóna
króna virði og gjaldþrota þjóð veit-
ir ekki af,“ segir Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum. »6
Loðnu leitað fyrir vestan
FÉLÖG sem ís-
lenskir aðilar,
aðallega við-
skiptabankarnir,
stofnuðu á Tor-
tola-eyju eru
mörg hundruð
talsins, sam-
kvæmt heim-
ildum Morg-
unblaðsins. Flest eru stofnuð af
dótturfélögum bankanna erlendis,
aðallega í Lúxemborg, og því ekki
skráð í Fyrirtækjaskrá á Íslandi.
Langflest félaganna eru stofnuð af
Kaupþingi í Lúxemborg.
Árið 2006 gerði danska Ekstra
Bladet úttekt á Kaupþingi, þar sem
því var m.a. haldið fram að bankinn
flytti peninga í þekkt skattaskjól.
Í kjölfarið höfðaði Kaupþing mál
gegn blaðinu. Gerð var dómsátt.
Blaðið greiddi bankanum stórfé og
baðst afsökunar. »17
Mörg hundruð íslensk félög
stofnuð á Tortola-eyju
ÍBÚAR í Grafarvogi sjá engan til-
gang í því að leggja nýjan Hallsveg
fyrr en búið er að ákveða legu
Sundabrautar alla leið upp á Kjal-
arnes. Þetta segir Elísabet Gísla-
dóttir, formaður Íbúasamtaka
Grafarvogs.
Elísabet segir ekki koma til
greina að leggja hraðbraut of-
anjarðar í gegnum friðsælt íbúða-
hverfið. Brautin verði öll að fara í
stokk. »13
Vilja ekki Hallsveg
MIKIL eftirspurn virðist vera eftir ferðum
til útlanda þessa páska og eru margar slík-
ar ferðir þegar uppseldar.
Ferðaskrifstofur hafa vissulega dregið
úr framboði miðað við fyrri ár, en að sögn
forsvarsmanna þeirra ferðaskrifstofa sem
Morgunblaðið ræddi við hefur ekki verið
erfiðara að selja páskaferðir nú en und-
anfarin ár. Var meðal annars uppselt í
þrjár ferðir Úrvals-Útsýnar til Alicante á
Spáni og útvega þurfti aukasæti til Tenerife til að anna þeim biðlistum sem
höfðu myndast.
„Páskaferðir seljast alltaf vel. Reglan er sú að færri fá en vilja,“ segir
Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða.
Það er fyrst og fremst fjölskyldufólk sem fer í páskaferðir, líkt og ferðir
um jól og á sumrin, og nýtir þar skólafríin til ferðalaga. | 4
Færri komast utan
um páskana en vilja