Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 17
Kaupþing fékk bætur frá Ekstra Bladet vegna skrifanna. DANSKA dagblaðið Ekstra Bladet birti á haustmánuðum 2006 viða- mikla úttekt á íslensku útrásinni. Þar var Kaupþing ásamt dótt- urfélögum bankans í Lúxemborg og Bretlandi meðal annars tekið sérstaklega fyrir. Í umfjöllun blaðs- ins var því haldið fram að tekjur og arður af fyrirtækjum í ýmsum lönd- um væri fluttur til Lúxemborgar og þaðan í þekkt skattaskjól á borð við Bresku Jómfrúaeyjarnar. Þannig væri viðskiptavinum Kaupþings gert kleift að sniðganga lög og reglur og á sama tíma væri nánast ómögulegt fyrir yfirvöld í heima- löndum fyrirtækjanna að gera sér grein fyrir eignarhaldi félaganna. Gerðu dómsátt í Bretlandi Í febrúar 2008 gerði Ekstra Bladet dómsátt í Bretlandi við Kaupþing um að greiða bankanum 100 þús- und pund, sem á þeim tíma voru um þrettán milljónir króna, vegna um- fjöllunarinnar auk málskostnaðar og baðst afsökunar á henni. Dóm- sáttin var gerð í Bretlandi þar sem greinaflokkurinn hafði verið þýdd- ur á ensku og birtur á netinu. Bent Falbert, aðalritstjóri Ekstra Bladet, sagði á þessum tíma að blaðið hefði farið á hausinn vegna málskostnaðar ef málið hefði farið fyrir dóm. Í viðtali við Berlingske Tidende sagði hann að blaðið hefði talið sig vera að skrifa að „Kaup- þingsmenn væru sniðugir og hefðu fundið göt á lögunum en í Bretlandi var þetta skilið þannig, að þeir hefðu framið lögbrot“. Úttekt á Kaupþingi ' ( ) * + , - . / '0 '' '( ') '* '+ ', ' ( ) * + , - . / '0 '' '(   2= D H D!    H     "38   " #  3  =9 "8    I  2 =  7! 929  H89 7  >8   929 7    =9 = != JJ 1! =9 E J 1=  =   3 2= ! =9 4JJ @   H @! =9 K3#3 H     H  "   >  H H ?88=   ! 4G H3 "9 9 29 %9 9 19 !   %  H38 3 ! =# L= H 1! 3 ! 4  7 # =3   1   1E 3 !   1M 3 !  D  "9 9 1 G# N   M G G# = 1!  9 9 9 G G!  "8  1 TORTOLA-EYJA er ekki eina þekkta skattaskjólið sem er heimili félaga sem hafa fengið leyfi til að starfa á Íslandi. Sextán félög skráð í Panama fengu slíkt leyfi á árunum 2001 til 2007, en þorri þeirra var skráður á árunum 2006 og 2007. Landsbankinn og Kristján Gunnar Valdimarsson, fyrrum forstöðumað- ur skattasviðs bankans, eru skráðir umsjónarmenn níu þessara félaga. Kaupþing og Glitnir voru skráðir umsjónaraðilar síns félagsins hvor og Deloitte var skráð umsjónarmaður eins þeirra. Þá voru tveir ein- staklingar skráðir fyrrir þeim tveim- ur félögum sem upp á vantar. Félög frá bönkunum á Cayman Alls voru tólf félög sem skráð eru til heimilis á Cayman-eyjum með leyfi til að stunda bankastarfsemi á Íslandi. Kaupþing var skráður umsjónar- aðili sjö þeirra, Landsbankinn sá um tvö og Glitnir eitt. Hin tvö félögin eru í eigu íslensks einstaklings. Panama og Cayman-eyjar Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Gjaldskrárhækkun Básaskersbryggju 900 Vestmannaeyjar Sími 481 2800 Fax 481 2991 www.herjolfur.is Þann 16. febrúar næstkomandi hækka fargjöld Herjólfs til samræmis við ákvæði í rekstrar- samningi Vegagerðarinnar og Eimskips. Hækkunin nemur rúmum 12 prósentum. Ítarlegri verðlisti liggur frammi í afgreiðslu Herjólfs og eins má finna þessar upplýsingar á www.herjolfur.is FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FÉLÖG sem íslenskir aðilar, mest- megnis viðskiptabankarnir, stofnuðu á Tortola-eyjum eru mörg hundruð talsins samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Flest þeirra eru hins vegar stofnuð af dótturfélögum bankanna erlendis, helst í Lúxem- borg, og því eru upplýsingar um þau ekki skráðar í Fyrirtækjaskrá á Ís- landi. Heimildir Morgunblaðsins herma að langflest þessara félaga hafi verið stofnuð í Kaupþingi í Lúxemborg. Sagt var frá því í gær að 136 félög sem skráð eru á Tortola-eyju fengu leyfi til að stunda bankaviðskipti á Íslandi á árunum 2000 til 2008. Hófst fyrir meira en áratug Stofnun félaganna hófst um miðj- an tíunda áratuginn þegar íslensk fjármálafyrirtæki fóru að bjóða stórum viðskiptavinum sínum að láta söluhagnað af hlutabréfaviðskiptum renna inn í slík félög. Á þeim tíma voru skattalög á Ís- landi þess eðlis að greiddur var tíu prósent skattur af slíkum söluhagn- aði upp að 3,2 milljónum króna. Allur annar hagnaður umfram þá upphæð var skattlagður eins og hverjar aðr- ar tekjur, sem á þeim tíma þýddi 45 prósent skatt. Stofnuð frá Lúxemborg Vegna þessa sáu margir stórir fjárfestar sér hag í því að geyma ávinning af hlutabréfasölu í hluta- félögum sem voru skráð annarsstað- ar en á Íslandi, meðal annars á Tor- tola-eyju, og greiddu sér síðan arð úr þessum félögum. Í flestum tilfellum sáu dótturfélög íslenskra banka í Lúxemborg um að stofna þessi félög og heimildir Morg- unblaðsins herma að Kaupþing hafi haldið sérstakar kynningar fyrir við- skiptavini sína þar sem þeim var sýnt fram á hagræðið sem fékkst af þessari aðferð. Þetta fyrirkomulag var ekki talið ólögmætt en þeir aðilar sem áttu þessi félög komu sér hjá því að greiða skatta á Íslandi. Lögum um skattlagningu fjár- magnstekna var hins vegar breytt um síðustu aldamót. Eftir lagabreyt- inguna var allur söluhagnaður af hlutabréfum skattlagður um tíu pró- sent og íslenskt skattaumhverfi því orðið afar samkeppnishæft. Við lagabreytinguna hvarf það skattahagræði sem hafði verið af því að geyma eignir inni í þessum fé- lögum. Frá aldamótum hafa því þau fyrst og síðast verið stofnuð til að fela raunverulegt eignarhald í skjóli mjög sterkrar bankaleyndar á Bresku Jómfrúreyjunum eða til að dylja tekjur eða eignir sem eitthvað athugavert var við hvernig myndast höfðu. Hundruð félaga hafa verið stofnuð á aflandssvæðum eftir þessa lagabreytingu. Þurfa að sanna á sér deili Líkt og kom fram í Morgun- blaðinu í gær voru 136 félög sem skráð eru á Tortola með leyfi til að stunda bankaviðskipti á Íslandi. Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti sem tóku gildi 1. jan- úar 2007 þurfa bankar og aðrir til- kynningaskyldir aðilar að gera þá kröfu til allra nýrra viðskiptamanna að þeir sanni á sér deili. Það þýðir að bankar þurfa að sannreyna hver er raunverulegur eigandi eða stjórnandi þess félags sem hefur viðskipti við hann. Frá 1. janúar 2007 hafa 40 félög frá Tortola-eyju fengið leyfi til að starfa á Íslandi. Kaupþing er skráð- ur umsjónarmaður 30 þeirra. Því ættu upplýsingar um raun- verulega eigendur eða stjórnendur þessara félaga samkvæmt lögunum að liggja fyrir hjá viðkomandi bönk- um. Tortola-félögin eru mörg hundruð  Einungis brot af þeim félögum sem íslenskir aðilar stofnuðu á Tortola-eyju er með starfsleyfi hér- lendis  Bankarnir hafa stofnað mörg hundruð slík félög  Fyrst og fremst verið að fela eignarhald Road Town Íslenskir aðilar hafa stofnað hundruð félaga sem eru skráð til heimilis í höfuðborg Tortola-eyju. „EITT stærsta vandamálið í skattaframkvæmdinni er þessi gífurlegi fjöldi félaga sem skráð eru á aflands- svæðum. Þetta er í raun svipað og tjald á leiksviði. Tjaldið er dregið fyrir og þú sérð ekki leikarana. Þú sérð bara tjaldið og veist ekki hvað er að gerast á bak við það,“ segir Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri. Dulið eignarhald Hann segir ekki liggja fyrir hverjir séu raunverulegir eigendur þeirra félaga sem skráð eru á slíkum stöð- um. „Það er að vísu hægt að rekja líkur á eigenda- tengslum og sú vinna er í gangi innan embættis ríkisskattstjóra. Í því felst að það er hægt að sjá viss auðkenni, en þau eru takmörkuð. Í stjórnum margra þessara félaga situr fulltrúi banka erlendis, sem stundum eru í eigu Íslendinga, og jafnvel eitt eða tvö félög annars staðar frá.“ Skúli Eggert segir þrjár hugsanlegar skýringar vera á því að stofna félag á aflandssvæðum. „Í fyrsta lagi getur það skýrst vegna einhverra löglegra skattaráðstafana, það er ekkert hægt að útiloka þann mögu- leika. Í öðru lagi er verið að fela eignarhald af einhverri ástæðu og í þriðja lagi gætu menn verið að dylja tekjur eða eignir sem eitthvað at- hugavert er við hvernig hafi myndast.“ Eins og tjald á leiksviði Skúli Eggert Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.