Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 22
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki í febrúar frá kr. 19.990* Beint morgunflug! Ótrúleg sértilboð - aðeins örfá sæti! Kr. 99.990 - Vikuferð Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað án nafns (stökktu tilboð) með morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 14. og 21. febrúar. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Frá kr. 39.990 - Báðar leiðir Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð 14. febrúar. Ath. aðeins 8 sæti í boði. Flugsæti báðar leiðir með sköttum 21. febrúar kr. 49.990. Örfá sæti laus! Kr. 149.990 - Vikuferð með hálfu fæði Hotel Unterberghof **** / Hotel Neue Post **** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í 7 nætur eða á Hotel Neue Post í Zell am See með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 14. og 21. febrúar. Kr. 119.990 - Vikuferð, hálft fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 21. febrúar. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sértilboð á flugsæt- um 14., 21. og 28. febrúar (ath. 28. feb. aðeins aðra leið) og á flugsætum og gistingu 14. og 21. febrúar. Tryggðu þér besta verðið og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Athugið aðeins örfá sæti laus í hvorri brottför og mjög takmörkuð gisting í boði á þessum frábæru kjörum! * Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum, sértilboð 28. febrúar. Flugsæti aðra leið með sköttum 14. eða 21. febrúar kr. 29.990. Sértilboð. 22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 ÞAÐ urðu talsverð tíðindi nú í endaðan janúar að í fyrsta sinn frá bankahruni tókst ís- lensku fyrirtæki að njóta lánafyrirgreiðslu hjá erlendri fjár- málastofnun. Það var Orkuveita Reykjavíkur sem bar kyndilinn og tókst að sýna Evrópska þróunarbankanum fram á að fyr- irtækið sjálft og arðsöm verkefni þess á Hellisheiði eru traustsins verð. Afgreiðsla lánsins þýðir að nú verður slegið í nára og af fullum krafti ráðist í áframhaldandi upp- byggingu umhverfisvænnar orku- framleiðslu á Hengilssvæðinu. Meiri- hluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík hefur lagt á það áherslu í stefnu sinni og störfum nú í efnahagslægðinni, að ráðist verði í mannaflsfrekar fram- kvæmdir og verja störf hjá Reykja- víkurborg með öllum hugsanlegum ráðum. Á næstu mánuðum og misserum munu 250 til 400 manns starfa við byggingu Hellisheið- arvirkjunar. Það munar svo sannarlega um slík- ar stærðir, þegar ekki er í mörg horn að líta í verklegum fram- kvæmdum. Orkan frá þeirri uppbyggingu sem Orkuveita Reykjavíkur er nú að halda áfram með, mun nýtast nýju álveri Norðuráls í Helguvík. Uppbygging þess kallar á um 1.800 ársverk. Með raforku- sölusamningi við Norðurál, sem lá til samþykktar í borgarstjórn, er búið að tryggja sölu á framleiðslunni áður en ráðist er í uppbygginguna, vitaskuld til að draga úr áhættu við hinar miklu fjárfestingar sem nema tugum millj- arða króna. Samningur um raforkusöluna var til afgreiðslu í borgarstjórn Reykja- víkur þriðjudaginn 3. febrúar. Þá brá svo við að eingöngu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins greiddu honum atkvæði. Aðrir – þar á meðal fulltrúar rík- isstjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri grænna – greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá. Við Íslendingar erum að fást við snúnasta efnahagsvanda sem við okk- ur hefur nokkurn tíma blasað. Þjóð- arinnar bíður hugsanlega mesta at- vinnuleysi sem sést hefur frá lýðveldisstofnun. Á slíkum ögur- stundum má ekki bregðast. Starfsfólk og stjórnendur Orku- veitu Reykjavíkur þurftu að leggja mikið á sig til að afla fjár til fram- kvæmdanna, nú þegar traust á ís- lensku efnahagslífi er almennt ekki upp á marga fiska. Það er von mín að sú vinna sendi þau skilaboð að það eru öflugar stoðir í atvinnulífi lands- ins, sem ekki bregðast þótt brimi um þær. Orkuveita Reykjavíkur megi þannig verða ísbrjótur fyrir íslenskt atvinnulíf, sem nú hægir fljótt á í hel- frosti fjármálamarkaða. Þegar meirihluti Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur stóð í bar- áttunni gegn atvinnuleysinu í borg- arstjórn þriðjudaginn 3. febrúar var vont að sjá afstöðuleysi fulltrúa Sam- fylkingarinnar og trúfestu Vinstri grænna sem leyfir þeim ekki að efla atvinnu í landinu. Orkuveita Reykja- víkur brýtur ísinn Guðlagur G. Sverr- isson fjallar um Hellisheiðarvirkjun » 250 til 400 manns munu starfa við byggingu Hellisheiðar- virkjunar. Það munar svo sannarlega um slíkar stærðir. Guðlaugur G. Sveinsson Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. ÖSSUR Skarphéð- insson, utanríkis- og iðnaðarráðherra, vék nokkrum orðum að til- lögum ríkisstjórnar- innar um stjórnar- skrárbreytingar í grein hér í blaðinu sl. laugar- dag. Tilefnið var að Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, hafði í þingræðu nokkrum dögum fyrr lýst efasemdum sjálfstæðismanna um áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Össur lætur hins vegar ógert að vitna beint í þessi efasemdaorð Þorgerðar, enda hefði slík tilvitnun gert allar túlkunaræfingar hans varð- andi meinta stefnubreytingu sjálf- stæðismanna ómerkar og innihalds- lausar. Varnaðarorð Þorgerðar lutu að því að ekki mætti ráðast í stjórnarskrár- breytingar af offorsi eða hvatvísi. Hún vísaði til þess að stjórnarskrárbreyt- ingar hefðu til þessa byggst á vand- aðri vinnu og þver- pólitískri sátt í þinginu. Slíkt vinnulag væri for- senda þess að stjórn- arskráin nyti þess trausts og hefði þann sess sem hún ætti skilið. Svo sagði hún: „Við sjálf- stæðismenn lýsum okkur tilbúna til vinnu við end- urskoðun stjórnarskrár- innar að því gefnu að vandað verði til verka og leitað verði samráðs um þær breytingar sem til greina koma, ekki bara á lokastigi eins og nú er verið að boða. Það er ný- lunda.“ Tillögurnar liggja ekki fyrir Þorgerður fjallaði ekki efnislega um tilteknar tillögur ríkisstjórnar- innar um stjórnarskrárbreytingar, enda liggja þær ekki fyrir. Í stefnu- yfirlýsingu stjórnarinnar er vikið að þremur breytingum með almennu orðalagi, en útfærslan hefur hvorki verið kynnt þingi né þjóð. Þessi þrjú atriði eru í fyrsta lagi ný aðferð við að breyta stjórnarskrá þannig að þær verði bornar undir atkvæði í þjóðarat- kvæðagreiðslu, í öðru lagi að ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóð- aratvæðagreiðslur og í þriðja lagi að tekið verði upp ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Um öll þessi atriði má segja, að við sjálfstæðismenn höfum verið tilbúnir til að ræða þau og finna útfærslu sem samstaða gæti náðst um. Þá hef ég einkum í huga starf stjórnarskrár- nefndar á síðasta kjörtímabili, þar sem við Össur áttum báðir sæti. Hann þekkir því vel áherslur einstakra flokka í þessu sambandi og veit að um útfærslu breytinga af þessu tagi voru talsvert skiptar skoðanir. Hann man líka vel að fjallað var um mun fleiri þætti stjórnarskrárinnar í nefndar- starfinu og að við sjálfstæðismenn lögðum áherslu á að þessar breyting- ar væru allar skoðaðar í samhengi, enda var yfirlýst markmið nefndar- innar að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það var raunar gert að kröfu Samfylkingarinnar, eins og Össur man áreiðanlega. Útfærslan getur skipt sköpum Sem kunnugt er dugði stjórnar- skrárnefndinni ekki sá tími sem ætl- aður var til verksins. Var það sameig- inleg niðurstaða hennar að skila af sér einni útfærðri tillögu, en hún laut að því að breyta aðferðinni við stjórnar- skrárbreytingar. Frá því segir Össur í grein sinni og er það trúlega það eina í þeim skrifum sem ekki er afbakað með einhverjum hætti. Eins og sakir standa vitum við sjálfstæðismenn ekki hvort ríkisstjórnin ætlar sér að leggja þá tillögu fram óbreytta eða hvort hún hefur einhverjar aðrar út- færslur í huga. Við vitum heldur ekki hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og um auðlindir, en margar mismun- andi leiðir er hægt að fara í þeim efn- um. Niðurstaðan getur skipt sköpum um það hvort samstaða næst um að gera slíkar breytingar. Eðlileg varnaðarorð Í ljósi þessa voru fyrirvarar og varnaðarorð Þorgerðar K. Gunnars- dóttur í síðustu viku eðlileg og sjálf- sögð. Sjálfstæðismenn geta ekki skrifað upp á óútfylltan tékka þegar til umfjöllunar er mikilvægasta grundvallarlöggjöf þjóðarinnar. En burtséð frá einstökum hugmyndum um breytingar á stjórnarskrá er það líka verulegt umhugsunarefni, hvort skynsamlegt er að fara út í stjórnarskrárbreyt- ingar á þeim fáu vikum sem nú eru eftir af starfstíma Alþingis. Áform ríkisstjórnarinnar í þeim efnum hafa á sér svip ákveðins óðagots, ekki síst þegar horft er til þess að þingið mun á þessum tíma þurfa að fjalla um fjöl- mörg brýn mál sem lúta að efnahags- málum og afkomu heimila og fyr- irtækja í landinu. Það er síðan sjálfstæð spurning, sem Össur og félagar hans í ríkis- stjórn þurfa að svara, hvers vegna þeir telja ástæðu til að klára tilteknar stjórnarskrárbreytingar fyrir vorið þegar þeir leggja á sama tíma til að sett verði á fót sérstakt stjórnlaga- þing, sem hafi það hlutverk að endur- skoða stjórnarskrána. Ef talin er þörf á stjórnlagaþingi, hvers vegna má það ekki fjalla um þessa þætti? Það skipt- ir máli að talsmenn ríkisstjórnarinnar útskýri þetta, enda virðist einhver óskiljanleg mótsögn felast í þessum mismunandi hugmyndum hennar. Birgir Ármannsson skrifar um hug- myndir um breyt- ingar á stjórn- arskrá » Sjálfstæðismenn geta ekki skrifað upp á óútfylltan tékka þegar til umfjöllunar er mikilvægasta grundvall- arlöggjöf þjóðarinnar. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Össur, Þorgerður og stjórnarskráin EINAR S. Hálfdánarson sem titlar sig bæði hæstaréttarlög- mann og löggiltan endurskoðanda skrifaði grein í sunnudagsmogg- ann 9. febrúar s.l. Greinin bar yfir- skriftina Indriði Þorláksson og var, að ég held, skrifuð til að vekja athygli lesenda á skattaþekkingu greinarhöfundar og skattavan- kunnáttu fyrrverandi ríkisskatt- stjóra. Ekki ætla ég mér að bera í bæti- fláka fyrir Indriða. Hann er fullfær um það sjálfur. Það sem hins vegar vakti athygli mína var uppspuni og ósannindi greinarhöfundar. Hann hélt greinilega að auðveldara væri að gera Indriða tortryggilegan með því að ljúga því til að Indriði hefði fengið menntun sína í Aust- ur-Þýskalandi og gott ef hann átti ekki að hafa kennt þar líka. Þetta er uppspuni. Við Indriði vorum saman í menntaskóla og fórum síðan báðir í hagfræðinám til Vestur-Berlínar. Eftir nám þar fór Indriði heim. Hann hvorki lærði né kenndi nokkurn tíma í Austur-Þýskalandi. Ég vona að Einar meðhöndli staðreyndir í endurskoðunarstörf- um sínum af meiri nákvæmni og áreiðanleika en hann gerir í þess- ari grein. Mér er málið að því leyti skylt, að nokkru eftir að ég kom heim frá námi í Vestur-Þýskalandi (haustið 1968) og hóf þátttöku í landsmálaumræðunni, birtust á áberandi stað í nafnlausum dálki Morgunblaðsins hörð andmæli við málflutning minn. Það var að sjálf- sögðu í góðu lagi, en greinin end- aði á þann veg, að ekki mætti bú- ast við öðru af þessum manni sem numið hafði í kommúnískum skóla í Austur-Þýskalandi. Blaðið birti að vísu síðar leiðréttingu á lítt áberandi stað. Því mátti líkja við pólitíska holdsveiki að hafa dvalið eða num- ið í Austur-Þýskalandi. Á þeim tíma dugði það eitt til að ómerkja málflutning hvers og eins, hversu vandaður sem hann annars var. Enn þann dag í dag glymur þetta af og til í eyrum mínum. Ný- lega hitti ég gamlan kunningja sem síðar varð þingmaður Sjálfstæðisflokksins um skamman tíma. Hann rauk á mig á götu með offorsi og skammaði mig fyrir já- kvæða afstöðu mína til Evrópu- sambandsins. Eftir að hann hafði látið móðan mása endaði hann raus sitt á þann veg að sennilega væri ekki hægt að ætlast til þess að maður sem numið hefði í Aust- ur-Þýskalandi skildi hvað hug- tökin sjálfstæði og fullveldi þýddu. Lengi lifir í gömlum glæðum. Þröstur Ólafsson Athugasemd við óvendi Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.