Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 LJÓÐASLAMM fer fram á Borgarbókasafni Reykjavíkur í kvöld kl. 20 í aðalsafninu að Tryggvagötu 15. Slammið er ætlað ungu fólki og viðfangs- efnið er hrollur. Ljóðaslamm er einskonar ljóðagjörningur og er áherslan ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þátttakendur eru á aldrinum 14 til 29 ára og verða ellefu at- riði flutt, bæði af ein- staklingum og hópum. Fimm manna dómnefnd velur þrjú bestu atriðin og kynnir kvöldins er Ragnheiður Eiríksdóttir. Ljóðaslamm er hluti af dagskrá Safnanætur á Vetrarhátíð í Reykjavík. Bókmenntir Ljóðaslamm á Safnanótt Halldóra vann Ljóðaslamm 2008. LEIRLISTAKONAN Mar- grét Jónsdóttir heldur erindi í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 14.50. Erindið nefnist „Handverkið í listinni og listin í handverkinu“ og fjallar hún í því um mikilvægi handverksins í eigin listaverkum og listina sem oft birtist í handverkinu. Um þessar mundir heldur Listasafnið á Akureyri sýningu á verkum Margrétar. Fyrirlesturinn er skipulagður af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menning- armiðstöðvarinnar í Grófargili. Fyrirlesturinn er opinn öllum og enginn aðgangseyrir Fyrirlestur Erindi um hand- verkið í listinni Margrét Jónsdóttir MIÐSTÖÐ munnlegrar sögu hefur staðið fyrir söfnun svo- kallaðra kreppusagna frá því í byrjun október síðastliðins. Nú á Vetrarhátíð í Reykjavík um helgina býður miðstöðin fólki að koma í heimsókn í lítið garð- hús sem komið verður fyrir á Glasgowtorgi við Fischersund. Þar verða starfsmenn með tæki til hljóðupptöku og hægt verður að líta inn og þiggja kakósopa og segja reynslusögur úr kreppunni. Gestir Vetrarhátíðar fá með þessum hætti tæki- færi til að taka þátt í að skapa heimildir sem eru hluti af menningarsögu landsins. Allir þátttak- endur fá sendan geisladisk með sinni sögu. Munnleg geymd Safna kreppusög- um á Vetrarhátíð Segja má sögur af mótmælum. EITT sinn stóðu þau saman á sviði Íslensku óperunnar. Þá söng Sigríður móður Ólafs en Hulda konu hans og Snorri gaf skötuhjúin saman. Þetta eru söngvararnir fjórir sem syngja saman á Óperutónleikum, eða óperugala, í Salnum á morgun kl. 17. Söngvararnir eru Sigríður Að- alsteinsdóttir mezzósópran, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Snorri Wium tenor og Ólafur Kjartan Sig- urðarson bariton. Óperan sem þau sungu saman í var Brúðkaup Fígarós. Píanóleikari með þeim verður Helga Bryndís Magnúsdóttir. Þau kalla tónleikana Töfratónleika í Tíbrá og eins og við mátti búast ætla fimmmenningarnir að töfra fram at- riði úr alþekktum óperum, aríur, dú- etta, tríó og kvartetta. Og viðbúið að þau töfri áheyrendur líka, öll mikils- metnir söngvarar, og efnisskráin það sem kalla má algjört gúmmelaði. Lítill bleikur hattur á kodda Þau ætla að byrja á kvartetti úr Fidelio eftir Beethoven, einu alvöru óperu tónskáldsins. Þá koma stór- númerin á færibandi. „Donda lieta usci“ úr La bohéme eftir Puccini er sungin af Mímí og á sér þá forsögu að kærastinn, Rodolfo, ætlar að slíta sig frá Mímí, sem er dauðvona af berkl- um og Rodolfo treystir sér ekki til að horfa upp á hana deyja og kveðst vilja slíta sambandinu vegna þess að hún sé alltaf að daðra við aðra menn. Við vitum að þetta er handónýt og ósönn ástæða hjá Rodolfo. Í aríunni syngur Mímí til hans og biður hann að skila öllu til sín sem hún hefur lagt frá sér í íbúðinni hans, en ef hann finni lítinn bleikan hatt á koddanum sínum, megi hann eiga hann til minningar um hana. Hulda Björk syngur; þetta er auðvitað skelfilega súrsætt, en arían er ein sú fallegasta sem Puccini samdi. Snorri syngur „É la solita storia“ úr Stúlkunni frá Arles eftir Cilea, Sigríður „Parto, parto“ úr Mildi Títós eftir Mozart og Ólafur Kjartan „Eri tu“ úr Grímudansleik eftir Verdi. Allt eru þetta stórir smellir. Dúettinn úr Lakmé eftir Delibes sem konurnar syngja er enn ein lysti- semdin og ekki er dúettinn úr Perlu- köfurunum sem karlarnir syngja síð- ur vinsæll. Þau halda áfram með glæsinúm- erin og enda á Bella figlia dell’amore, kvartettnum glæsilega úr Rigoletto. begga@mbl.is Töfrar og Perlur óperunnar  Mikil óperuhelgi framundan  Óperugala í Salnum í Kópavogi  Sýningin Óperuperlur í Íslensku óperunni  Sjö söngvarar á sviði og tveir píanóleikarar Perlur Sigríður Aðalsteinsdóttir og Ágúst Ólafsson syngja saman. Sýningar eru á dagskrá í kvöld, 13. febrúar, svo 21. febrúar og 1. mars. VETRARHÁTÍÐ hefst í dag með alls kyns list- viðburðum og uppákomum í höfuðborginni. Strax eftir opnun hátíðarinnar kl. 19 í Fóg- etagarðinum verður gestum boðið í fortíð- arflakk í Grjótaþorpinu. Þorpið er elsti hluti Reykjavíkur og þar er sagan bundin við hvern stein og hverja fjöl. Með aðstoð lýsingar, hljóða, kvikmynda og leiklistar hverfur Grjótaþorpið aftur til 19. aldar og borgarbúar eru hvattir til þess að mæta í fornum klæðum. Með Vetrarhátíð hefst einnig Safnanótt og öll söfn borgarinnar verða opin langt fram á kvöld. Meðal safna sem bjóða upp á forvitnilegar sýn- ingar er Leikminjasafnið sem fræðir gesti og gangandi um vöggu leiklistarinnar á Íslandi - í Kvosinni, þar sem fyrstu leiksýningarnar fóru fram á 18. og 19. öld, fyrstu leikhúsin voru reist og fyrstu stjörnur leiksviðsins komu fram. Sýn- ingin hefst í morgunsárið, kl. 9, og er í Fógeta- stofunni, Aðalstræti. Leikbrúðuhátíðin í Ráðhúsinu hefst einnig snemma, eða nú kl. 10, en þar verða sýndar leikbrúður, gamlar og nýjar og leikið. Í Nýlistasafninu verða tónleikar kl. 20.30, þar sem Íslenski hljóðakórinn frumflytur ný verk eftir Magnús Pálsson og stjórnandann, Hörð Bragason. Dagskrá morgundagsins á Vetrarhátíð er jafn margslungin og fjölbreytt. Frá hádegi tek- ur starfsfólk Kraums á móti gestum með heitt kaffi á könnunni en þar má kynnast og nálgast hönnun um hundrað íslenskra hönnuða. Það verður varla hljóðlaus samkoma, því milli 14 og 15 spilar Jóel Pálsson djassmúsíkant af fingr- um fram. Þeir sem hafa áhuga á fuglum fá sannarlega eitthvað við sitt hæfi, því Fuglaverndarfélag Ís- lands opnar sýninguna Fagurt galaði fuglinn sá kl. 13 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við hlið- ina á Iðnó. Þar verða einstakar ljósmyndir af ís- lensku fuglalífi. Sýningin verður gædd lífi með líflegum fuglahljóðum úr gamalkunnum dag- skrárlið RÚV, Fugli dagsins. Frostrósir á skautum er yfirskrift sýningar skautahópsins Frostrósa sem verður í Egilshöll kl. 16 á morgun. Frostrósirnar eru sérhæfðar í samhæfðum skautadansi, en félagar í skauta- félaginu Birninum sýna líka listhlaup á skaut- um. Þá sýna listhlaupadeildir Skautafélags Reykjavíkur, Norðurljósin, dans á ís í Skauta- höllinni kl. 19. Kærleiksganga með kærleiks- söng hefst svo á Austurvelli kl. 18. Nánar um dagskrána á vef Vetrarhátíðar. Tugir viðburða á Vetrarhátíð ÞJÓÐARSAFNIÐ í Írak verður opn- að aftur í þessum mánuði, eftir end- urnýjun vegna skemmda og hörm- unga sem stríðið í landinu leiddi yfir það. Á safninu eru ómetanlegar forn- minjar, en til forna var mikið menn- ingarríki í Mesópótamíu, landinu milli ánna Evfrat og Tígris, og þar stóð borgríkið forna, Babýlon. Opnun safnsins er sögð marka ný tímamót í sögu þess þar sem yfirvöld fólu því það erfiða verk að gæta þeirra staða í landinu þar sem minjar eru, og jafnframt að ná aftur munum og minjum sem hurfu í stríðinu. Qaht- an al-Jibouri, ráðherra ferðamála og fornminja í Írak, segir að stjórnvöld hafi lagt allt í sölurnar til að vernda fornminjarnar og hafi nú nánast byggt innviði safnsins upp á nýtt. Safnið, sem er í Bagdad, hefur fengið í sína þjónustu sérstaka sérsveit sem sinna mun því verki að gæta forn- leifasvæða víðs vegar um landið, og muna á safninu, en það er forsæt- isráðuneytið sem borgar brúsann og rekur nýju fornminjasveitina. Fornminjar sýndar á ný Minjar Endurheimtir forngripir. FÉLAG fagfólks á skólasöfnum hefur tilnefnt bókina Drauga- slóð eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur til Norrænu barna- bókaverðlaun- anna 2009. Verð- launin, sem eru veitt af Nordisk skolebibliotekarforening, hafa verið veitt árlega frá 1985 en sú breyting hefur orðið á að nú eru þau pen- ingaverðlaun og veitt annað hvert ár. Verðlaunin verða afhent á ráð- stefnu Nordisk skolebibliotekarfor- ening í Finnlandi næsta haust. Draugaslóð tilnefnd Kristín Helga Gunnarsdóttir Myndlistarmaðurinn Erlingur Jón Valgarðs- son, Elli, opnar einkasýningu á Vetrarhátíð í Sjónlistamiðstöð Korpúlfsstaða á morgun, laugardaginn 14. febrúar, kl. 13. Á sýning- unni, sem listamaðurinn kallar Hugverur, eru málverk af kynlausum mannverum sem endurspegla hugsun og tjáningu. Erlingur er menntaður frá Myndlist- arskólanum á Akureyri og stundaði nám í málun hjá Rafael Lopes í Svíþjóð og list- nám við Haraldsboskolan. Vinnustofur listamanna á Korpúlfs- stöðum og nokkrar einkavinnustofur víðs- vegar um borgina verða opnar almenningi á morgun milli kl. 13 og 17. Auk einkasýn- ingar Erlings verða gangar Korpúlfsstaða skreyttir með verkum eftir listamenn húss- ins. Sýningin Erlings er opin laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 17. Hugverur á Korpúlfsstöðum Hugvera Eitt verka Erlings. vetrarhatid.is Útvarp er miðill 21. aldarinnar, þar starfar granna og fallega fólkið 40 » Íslenska óperan tekur forskot á óperuhelgina, því í kvöld kemur aftur á svið sýningin Óperuperlur sem fyrst var sett upp í fyrra, en færri en vildu náðu að sjá vegna þess hve sýningar þá voru fáar. Í Óperuperlunum eru flutt svið- sett atriði úr yfir tuttugu óperum, meðal annars eftir Mozart, Verdi, Bizet, Donizetti, Puccini, Rossini og Wagner auk söngleikja- og óperettuatriða eftir Gershwin, Bernstein og Lehár. Atriðin eru tengd saman og samtvinnuð í leik og glensi, en það er óperustjórinn, Stefán Baldursson, sem er leik- stjóri sýningarinnar. Söngvararnir eru Ágúst Ólafs- son, sem var lengi vel fastráðinn við Óperuna, Bjarni Thor Krist- insson, einn af okkar fremstu bassasöngvurum, Sigríður Að- alsteinsdóttir sem sungið hefur víða hér heima og erlendis og Sig- rún Hjálmtýsdóttir, sem þarf tæp- ast að kynna fyrir Íslendingum. Antonía Hevesi leikur með þeim á píanó. Óperuperlur í Íslensku óperunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.