Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 18
VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109
OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16
TOPPSKÓR Á
RUGLVERÐI
afsláttur af öllum LLOYD
herraskóm
40%
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Þau sem sýna verk sín íKaaber-húsinu eru á öll-um aldri og með mjögólíkan bakgrunn. Öll eru
þau mikið áhugafólk um myndlist í
víðri merkingu þess orðs. Menntun
og reynsla er líka mjög ólík. Sum
eru að sýna verk sín í fyrsta sinn,
önnur hafa jafnvel haldið einkasýn-
ingar.
Sýnir verk sín í fyrsta sinn
Stefán Hermannsson, húsasmíða-
meistari og framkvæmdastjóri fyr-
irtækis sem þjónar byggingariðn-
aði, er í fyrsta sinn að taka þátt í
opinberri sýningu. Hann segir að
ekki hafi verið erfitt að stíga það
skref að sýna verk sín.
„Þetta er ákveðið framhald af því
sem ég hef verið að gera og þáttur í
þróuninni,“ sagði Stefán. Hann
sagðist hafa byrjað að leggja stund
á myndlist af einhverri alvöru fyrir
10-15 árum. Stefán hefur sótt nám-
skeið í módelteikningu og fleira hjá
Myndlistaskóla Reykjavíkur.
„Þetta er ýmist hlutbundið eða
óhlutbundið hjá mér. Ég hef mikið
verið í andlitsmyndum undanfarið.
Þetta er mikið blýantsteikningar á
pappír og eins hef ég mikið notað
akrýlkrít á pappír,“ sagði Stefán.
Honum finnst hugtakið „frístunda-
málari“ því ekki eiga beint við sig,
það væri nær að kalla hann „frí-
stundamyndlistarmann“.
Guðlaug Magnúsdóttir bók-
Frístundaverkin fyrir allra augu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frístundamálarar Stefán Hermannsson, Guðlaug Magnúsdóttir og Björk Magnúsdóttir voru mætt með verkin sín.
Sýning frístundamálara í
Kaaber-húsinu við Sæ-
braut verður opnuð kl.
17 í dag. Sýningin er lið-
ur í Vetrarhátíð í Reykja-
vík. Um 40 einstaklingar
sýna þar um 200 verk.
bindari hefur fengist við myndlist í
frístundum frá árinu 1971, þó með
löngum hléum. Hún hefur sótt nám-
skeið bæði í Myndlistaskóla Reykja-
víkur og einnig í Myndlistarskóla
Kópavogs.
„Ég fór í gegnum grunninn,
teikningar og kyrralífsmyndir, og
var lengi í því. Nú er ég komin í ab-
strakt, stærri myndir og meiri „ak-
sjón“. Aðallega nota ég olíuliti og
mála stórar myndir, alveg upp í
tveggja metra stórar,“ sagði Guð-
laug. Hún hefur nokkrum sinnum
tekið þátt í samsýningum.
Guðlaugu þótti það frábær hug-
mynd að halda sýningu frístunda-
málara. „Það þarf að opna svona
fyrir almenning. Það er svo þröngur
hópur sem telst „alvöru“ listamenn
en það eru svo margir sem fást við
þetta í dag,“ sagði Guðlaug.
Íslenskir litir, ljós og skuggar
Björk Magnúsdóttir, text-
ílmenntakennari í Foldaskóla, lærði
fatahönnun í Danmörku og hefur
starfað síðan á því sviði. Námið var
fjölbreytt og m.a. kennd litafræði,
listasaga og módelteikning. Björk
fór að fást við myndlist árið 1991.
„Ég fór að vinna á næturvöktum
á Hrafnistu í Hafnarfirði og tók
með mér vatnsliti í staðinn fyrir
prjónana. Þar bjó ég til fyrstu
myndirnar mínar. Þær voru litlar,
sætar og nettar. Ég náði að láta lit-
ina þorna á meðan ég var að sinna
gamla fólkinu. Þannig fór ég að
vinna við litina,“ sagði Björk.
Björk bjó í Danmörku í 14 ár og
var þar í hópi sjálfmenntaðs mynd-
listarfólks sem kennir sig við Stóra-
Belti. Þau héldu oft samsýningar.
Björk hefur einnig sýnt hér heima,
m.a. í Gallerí Lind þar sem myndir
hennar voru einnig til sölu.
„Ég nota mest olíuliti og mála
bæði abstrakt og fígúratíft. Ég læt
litina meira ráða í hvert skipti sem
ég byrja á nýrri mynd og eins
hvernig mér líður. Danirnir sögðu
að ég væri svolítið íslensk í mótívum
og að ég velji jarðliti, skugga og ljós
eins og Íslendingur,“ sagði Björk.
Sýning frístundamálara í Kaaber-
húsinu við Sæbraut verður opin í
dag kl.17.00-24.00, á morgun, laug-
ardag, kl. 12.00-18.00 og á sunnudag
15. febrúar kl. 12.00-18.00.
Hafdís Harðardóttir, frístundamálari
og umsjónarmaður sýningar frí-
stundamálara í Kaaber-húsinu,
sagðist lengi hafa gengið með þá
hugmynd að efna til sýningar með
myndum frístundamálara. Hún
sendi stjórnendum Vetrarhátíð-
arinnar tillögu og þeir gripu hug-
myndina og ákváðu að efna til sýn-
ingar. Hafdís sagði að tæplega
fjörutíu manns hefðu skráð sig til
þátttöku. Engin skilyrði voru sett
fyrir því að vera með í sýningunni.
Hver og einn mátti skila inn allt að fimm myndum og reiknaði Hafdís með
að flestir þátttakendur yrðu með þann fjölda mynda. Hún sagði að ekki
yrði valið úr og vonaði að hægt yrði að hengja öll verkin upp í sýning-
arsalnum.
Hafdís sagði að Félag frístundamálara hefði starfað í Reykjavík á árum
áður. Það hélt m.a. sýningu á Laugavegi 166 árið 1949. Þar sýndu 115 frí-
stundamyndlistarmenn 410 myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikn-
ingar og höggmyndir.
„Ég hef sagt við fólk sem tekur þátt að það væri gaman að búa til ein-
hvers konar hóp – að það kæmi eitthvað út úr þessu. Það eru svo margir
að mála,“ sagði Hafdís.
Margir eru að mála
Hugmynd Hafdís Harðardóttir
frístundamálari.
Eftir Stefán Vilbergsson
Föstudagurinn þrettándinærist á hræðslu fólkssem tengir hann óhöppumog margir fara helst ekki
út úr húsi á þessum degi. Í dag er
föstudagurinn þrettándi og í mars
ber þrettánda daginn líka upp á
föstudag. Það er því ærin ástæða til
að fara varlega um þessar mundir,
eða hvað?
„Fyrir mér er föstudagurinn
þrettándi gæfudagur því að þá
fæddist Alma dóttir mín,“ segir Sig-
urður Helgason verkefnastjóri hjá
Umferðastofu. Hann segist ekki
hafa greint breytingu á óhappatíðni í
umferðinni á þessum degi. „Það eru
þá örugglega ekki merkjanleg
áhrif.“
„Við höfum ekki orðið vör við það
að fá fleiri heimsóknir þennan dag
en aðra daga,“ segir Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir sviðsstjóri hjúkrunar
á slysa- og bráðasviði Landspítala.
„Það er frekar að veðrabreytingar
og aðrar breytingar í umhverfinu
verði til að fleiri leiti til okkar. Það
er engin ástæða til að fólk haldi sig
heima.“
Gríska orðið paraskevidekatria-
fóbía þýðir beinlínis föstudagur,
þrettán, hræðsla. Óttinn við þennan
dag hefur fylgt okkur lengi og margt
bendir til að hún eigi sér rót í
kristninni. Kristnir hafa löngum litið
föstudaga hornauga enda var Jesús
krossfestur á föstudegi. Eins kom
Júdas róti á síðustu kvöldmáltíðina
sem þrettándi maður og hefur síðan
þótt óheillamerki að sitja þrettán til
borðs.
Fólk lærir snemma að föstudag-
urinn þrettándi sé óhappadagur og
leitar svo oft að merkjum í umhverfi
sínu til að staðfesta það. Þó virðist
sem fátt renni stoðum undir hræðslu
manna við þennan dag sem ber upp
einu sinni til þrisvar á hverju ári.
Hins vegar bendir ýmislegt til að
slysum fækki á föstudeginum þrett-
ánda. Einfaldlega af því að fólk fer
varlegar en aðra daga.
Ástæðulaust að
halda sig heima
Morgunblaðið/Þorkell
Ógæfa? Hjátrúin segir að föstudag-
urinn 13. sé óhappadagur – en heim-
sóknum á slysadeild fjölgar ekki.
Föstudagur + þrettán = hræðsla
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Pétur Stefánsson fór með bílinn,sem hann keypti fyrir tæpu
ári, á verkstæði í liðinni viku. Og
komst að því að ekki borgaði sig að
gera við hann. Tveimur klukku-
stundum síðar hafði hann keypt sér
nýjan bíl, en saknar þó enn þess
gamla, eins og heyra má af eftirfar-
andi kveðskap:
Mig hefur lífið sárum sært,
af söknuði grætur bráin.
horfið er mér sem helst var kært;
Hyundai-inn minn er dáinn.
Hann var þýður og þægilegur
með þokkalegustu vetrardekk.
Ekki var til sá vondi vegur
í veröld sem hann stöðvað fékk.
Þó gerði hríð og grimmdarkalt,
hann gekk sem klukka væri,
og léttur rann um landið allt
í lélegu skyggni’ og færi.
Er gaf ég í var aflið slíkt
að uppí hundrað rauk’ann.
Ef bjart var veður og blíðuríkt
bónaði ég og strauk’ann.
Sit ég hér með sorg í hjarta,
sárindin þykja engu lík.
– Nú fer ég inn í framtíð bjarta
á franskri Renault Clio tík.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Erfiljóð um gamlan bíl