Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 TILBOÐSDAGAR 30-50% afsláttur af völdum legsteinum á meðan birgðir endast MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is ✝ Stefán Björnssonfæddist á Grjót- nesi á Melrakka- sléttu 8. mars 1914. Hann lést á Drop- laugarstöðum að- faranótt 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigurðsson frá Ær- lækjarseli í Ax- arfirði, f. 8.12. 1870, d. 5.8. 1938, og Vil- borg Guðmunds- dóttir frá Grjótnesi, f. 10.5. 1877, d. 25.9. 1962. Systkini Stefáns voru: Guðmundur, f. 1899, látinn, Kristín, f. 1901, látin, Jó- hanna, f. 1903, látin, Guðrún, f. 1904, látin, Sigurveig, f. 1906, lát- in, Sigurður, f. 1909, látinn, Jak- obína, f. 1911, látin, Björn, f. 1916, látinn, Gunnlaugur, f. 1916, látinn og Arnþrúður, f. 1918, látin. Stefán giftist 1948 Svanhvíti Friðriks- dóttur frá Efrihólum í Núpasveit, fyrrverandi skólastjóra við Hús- rik Viðar, f. 30.10. 1992. 3) Guðrún Stefánsdóttir arki- tekt, f. 7.7. 1957. Sambýlismaður hennar er Einar Þorsteinn Þor- steinsson, f. 3.10. 1949. Sonur hennar og Sigurjóns Gunn- arssonar tölvufræðings, f. 15.4. 1954, er Svanur mennta- skólanemi, f. 25.8. 1989. Stefán ólst upp á Grjótnesi á Melrakkasléttu. Hann gekk í gagnfræðaskóla Akureyrar, sinnti búskap á Grjótnesi eftir nám. Hann vann í kaupfélaginu á Raufarhöfn í tvo vetur, hélt síðan á vertíð í Vestmannaeyjum og fór síðan til Reykjavíkur, þar sem hann vann við skrifstofustörf, þ.á m. hjá versluninni Ultima, Shell og Útflutningssjóði . Síðan vann hann sem endurskoðandi hjá Skattstofu Hafnarfjarðar og Skattstofu Reykjavíkur. Stefán var um tíma formaður Bygginga- samvinnufélags Reykjavíkur og formaður Taflfélags Reykjavíkur. Stefán vann svo sem sjálfstætt starfandi endurskoðandi allt fram á níræðisaldur. Útför Stefáns fer fram frá Há- teigskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 15. mæðraskólann á Laugalandi í Eyja- firði og síðar lektor við Kennaraskóla Ís- lands. Börn þeirra eru: 1.) Friðrik viðskipta- fræðingur, f. 11.6. 1949. Friðrik giftist 1972 Sigríði Hjálm- arsdóttur, f. 5.1. 1950, kennara. Börn þeirra eru: a) Svan- hvít sagnfræðingur, f. 19.10. 1978, gift Jóni Ólafi Sigurjónssyni tannlækni, f. 2.4. 1975, b) Hjálmar, f. 22.3. 1988, háskólanemi. Þau skildu. Friðrik er giftur Samruai Donkanha. 2.) Björn framleiðslu- tæknifræðingur, f. 26.1. 1955. Son- ur hans og Matthildar Ágústs- dóttur, f. 7.6. 1956, er Stefán Þór viðskiptafræðingur, f. 14.7. 1973, giftur Svöfu Þóru Hinriksdóttur viðskiptafræðingi, f. 7.5. 1970, og eiga þau einn son, Hektor, f. 20.4. 2003, og fóstursonur Stefáns, Hin- Nú er kær tengdafaðir minn fallinn frá í hárri elli tæplega 95 ára gamall. Ég minnist hans með ríku þakklæti fyrir allar góðu stundirnar á liðnum árum. Stefán var glæsimenni, hár og grannur, sannur herramaður, þrátt fyrir að hafa fæðst á hjara veraldar. Ég kom inn í fjölskylduna rétt rúm- lega tvítug og átti samleið með þeim Stefáni og Svanhvíti í tuttugu og sjö ár, bar þar aldrei skugga á. Mér var vel tekið frá fyrsta degi. Þegar við Stefán hittumst var löngum rætt um stjórnmál. Hann var á tímabili um það bil að sannfæra mig um að Framsókn- arflokkurinn væri eini flokkurinn sem hægt væri að kjósa. Hann var trúr stefnu flokksins allt til dauðadags. Við Stefán höfðum alltaf nóg um að tala, svo sem ættfræði og atburði líð- andi stundar. Stefán var fæddur á Grjótnesi á Melrakkasléttu 8. mars 1914. Hann sagði margar skemmtilegar sögur frá bernsku sinni, svo sem þegar hvíta- björn gekk á land og vinnumennirnir komu kolsvartir inn eftir að aska hafði borist norður yfir heiðar í Kötlugos- inu 1918. Fyrst og fremst vil ég þakka fyrir hve góður afi hann var börnunum mínum Svönu og Hjálmari. Heimili þeirra góðu hjóna Svanhvítar og Stef- áns stóð þeim alltaf opið. Eftir að Svana og Jónsi komu heim frá námi bjuggu þau í Hvassaleitinu hjá afa og ömmu þar til þau keyptu sér sína eigin íbúð síðastliðið vor. Þetta lýsir best gestrisni þeirra hjóna og umhyggju fyrir unga fólkinu. Ég votta öllum eftirlifandi aðstand- endum samúð mína. Sigríður Hjálmarsdóttir. Elskulegur afi minn er látinn, næstum 95 ára. Hann hafði ætlað sér að verða hundrað ára en hann var í hálfgerðri keppni við Gunnar Björns- son, frænda sinn, sem lést þegar mán- uður var í hundrað ára aldurinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja afa minn mjög vel, bjó í sama húsi og hann og amma sem barn. Ég kom til þeirra á hverjum degi og alltaf var mér jafn vel tekið. Þau tóku mér líka opnum örmum þegar ég varð eldri en ég fékk að búa hjá þeim þegar ég dvaldi heima á Íslandi á sumrin og einnig þegar ég kom heim frá námi erlendis. Afi sagði mér margar skemmtileg- ar sögur og var sjaldan þreyttur á því að segja frá frostavetrinum mikla 1918 en þá var hann fjögurra ára. Eft- irminnilegasta sagan var þegar birna kom á land á Grjótnesi með tvo húna og varð því miður að skjóta þau ör- yggisins vegna. Þetta var ein af fyrstu æskuminningum afa. Afi var sannkölluð alfræðiorðabók, það var hægt að spyrja hann um ýmsa atburði og hann mundi alltaf öll ártöl. Hann fór einnig með heilu ljóðabálkana án þess að hika. Afi kenndi mér mannganginn og tók mig með sér á fundi hjá Taflfélagi Reykjavíkur en hann var formaður þess um tíma. Það var siður hjá okkur að koma við í sjoppu á Háaleitisbraut og kaupa saltfiska sem mér þótti gott að japla á meðan ég horfði á skák- snillingana. Hann fór einnig oft með mig í göngutúr niður í móa þar sem Kringlan stendur nú en þar voru stundum hestar og komum við gjarn- an með strá eða blóm í vasa handa ömmu. Hann var alltaf viljugur til að hjálpa mér og á unglingsárunum keyrði hann mig um bæinn þrátt fyrir að sjónin væri farin að daprast. Eitt sinn keyrði hann óvart öfugum megin upp Fellsmúlann og þegar upp hæð- ina var komið prísuðum við okkur sæl að ekki hefði farið verr. Ég keyrði áður fyrr á gömlum bíl sem við kölluðum litla Rauð og oft þegar ég var að leggja af stað fór hann með vísur eftir Pál Ólafsson. Mér verður alltaf hugsað til afa þegar ég heyri þessar vísur. Ég hef selt hann Yngri-Rauð, og er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Aldrei sofna ég sætan blund, svo mig ekki dreymi að litli Rauður litla stund lifi í þessum heimi. Tveimur dögum áður en afi dó kom ég til hans og bað hann mig um að halda í höndina á sér. Þótt hann væri orðinn veikur og gamall var hönd hans sterk og mjúk. Ég mun sakna þín, afi minn. Svanhvít Friðriksdóttir. Hann var fæddur og uppalinn á nyrstu slóðum lands okkar, á Grjót- nesi á Melrakkasléttu. Það er harð- neskjulegur hljómur í þessum staða- heitum og svo var einnig um lífsbaráttuna. En allt lætur undan hugvitssömum hagleiksmönnum, baráttunni við náttúruöflin var snúið í sigur; það var myndarbúskapur á Grjótnesi. Erfitt er fyrir nútíma sófa- setufólk að greina á milli blíðra og óblíðra lífskjara. Stefán Björnsson bar ekki utan á sér merki harðræðis, ruglaði ættingja og vini með fáguðu yfirbragði og greifalegu útliti. Engan gat grunað að þar færi maður sem al- ist hefði upp við Íshafið og sótt þang- að björg í uppvextinum, fisk í sjó jafnt sem rekavið til smíða. Hann slapp við að bogna undan þrældómi, teinréttur stóð hann fram á tíræðisaldur og varð vart misdægurt. Hefur fengið kjarn- meti í uppvextinum og áfram sérvalið fæði og gott atlæti hjá Svanhvíti í meira en sextíu ára hjúskap. Hann var heimsmaður í rykfrakka kominn til borgarinnar í seinna stríði og fylgdist grannt með innreið nú- tímans, einkum með því að skoða hagstærðirnar. Stefán var minnugur með afbrigð- um, talnaglöggur og skákmaður góð- ur, sem fann snemma líkindin með skáklistinni og pólitíkinni. „Jæja hvernig líst þér á pólitíkina?“ Honum fannst alltaf jafn spennandi að spá í leikfléttur stjórnmálanna. Það glaðn- aði yfir honum þegar talið barst að nýjustu leikjunum á því skákborði, þótt sjónin væri farin að mestu og erfitt orðið að lyfta glasi. Stefán tregaði ekki forna tíma en var ákaflega minnugur á menn og málefni. Hann var prúðmenni, sem ekki fjölyrti um eigin ævi. Minntist þó stundum hin síðari ár á þann tíma þegar Jón Trausti, jafnaldri móður hans, var að alast upp í sveitinni. „Draumalandið var býsna gott kvæði,“ sagði Stefán með vott af undrun í röddinni, en áhugi á furðum og leikfléttum lífsins fylgdi honum til hinstu stundar. Við kveðjum Stefán Björnsson með þakklæti og virðingu. Guðrún og Ævar. Stefán Björnsson Það er mikill harm- ur að Auður vinkona mín sé farin frá okk- ur, ég sé hana svo ljóslifandi fyrir mér, fulla af orku, hlæjandi, komandi með sín skondnu innlegg. Auður var sterkur persónuleiki sem laðaði fólk að sér með já- kvæðni sinni, svona dálítill töffari og fátt sem hún treysti sér ekki til. Það var henni lítið mál að keyra 50 manna rútu fulla af túristum hring- inn í kringum landið. Við hjónin kynntumst Auði í gegnum Nonna vin okkar fyrir 13 árum og það leyndi sér ekki að þetta var rétta konan fyrir hann, enda kynnti hann okkur hana með miklu stolti, ástfanginn upp fyrir haus. Auður var ein af óeigingjörnustu konum sem ég hef þekkt, það sýndi hún svo sannarlega gagnvart börn- unum hans Nonna sem á 4 börn með þremur góðum konum. Hún tók þeim eins og sínum eig- in og vildi allt fyrir þau gera og talaði mikið um þau og það sama á við um barnabörnin hans. Auður fékk sem betur fer að njóta þess að verða amma sjálf þegar sólargeislinn hennar Auður María kom í heiminn fyrir rúmum fimm árum. Því betri ömmu hefði nafna hennar ekki getað fengið. Hjá Auði og Nonna voru allir velkomnir og betri gestgjafar Auður Kristmundsdóttir ✝ Auður Krist-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1951. Hún andaðist á líknardeild Landspítala 12. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. jan- úar. vandfundnir, viltu ekki bara borða með okkur heyrði ég oft þegar gest bar að garði. Auður talaði oft um hvað væri gott að hún byggi á Austurbrún, því það væri svo stutt fyrir pabba sinn að skjótast yfir, en hann býr í íbúð á vegum Hrafnistu. Undir það síðasta hafði hún meiri áhyggjur af honum en sjálfum veikindum, þau voru mjög náin. En svona er bara lífið, kærleik- urinn og góðu minningarnar verða mótvægi okkar allra þegar sorgin ætlar að hafa yfirhöndina. Auður mín fékk að eyða ynd- islegum jólum með fjölskyldu sinni sem var hennar takmark og annan í jólum kom öll stórfjölskyldan saman á Austurbrún sem var henni mikils virði. Það var ánægjulegt þegar sonur hennar og tengdadóttir fluttu á efri hæðina á Austurbrún, það veitti Auði ómælda ánægju þar sem Auð- ur María gat komið til ömmu á hvaða tíma sem var. Það var líka mikið öryggi fyrir Auði að hafa þau, enda voru Mar- grét, Diddi og Halla ásamt Nonna vakin og sofin yfir henni allan sól- arhringinn undir lokin. Það eru okkur hjónum mikil for- réttindi að hafa kynnst Auði, í henni var svo mikill kennari og það fann ég alltaf þegar við töluðum saman, enda menntuð sem slík. Á síðustu vikum sá ég hvað hún var umvafin fjölskyldu sinni, föður og systrum. Einstök vinkona Auðar sem hef- ur verið með henni allan tímann í hennar veikindum er Dana og á hún miklar þakkir fyrir. Ég votta Nonna og allri stór fjöl- skyldunni samúð okkar hjóna og megi guð og englar vera með ykk- ur. Helga og Konráð. Nú þegar komið er að kveðju- stund, leita svo margar fagrar minningar á huga minn. Auður kom inn í tilveru minnar fjölskyldu í gegnum samband sitt við Magnús bróður minn. Hann var svo yfir sig skotinn og síðar djúpt ástfanginn, að það ljómaði af honum. Ekki nema von, Auður var falleg og smart stúlka. Svo truflaði nú ekki, að hún var líka bráðgreind, dugleg og ákveðin. Kostir sem við bræður vorum aldir upp við að virða í fari kvenna, sem og annarra. Auður var sem driffjöður í fram- kvæmdum þeirra hjóna og lét ekk- ert aftra sér við að skila sem bestri þjónustu í fyrirtæki þeirra hjóna. Tók meiraprófið og rútuprófið og trukkaði um landið eins og herfor- ingi alveg til jafns við sverustu trukkara, ekki nóg með það, var líka leiðsögumaður og gæddi túrana lífi svo ógleymanlegt varð fyrir ferðamennina. Þetta var ekki næg viðspyrna við kraftinn í henni, hún vann að framgangi kvenna innan Bandalags kvenna. Hún skipulagði og hélt ráðstefnu eftir ráðstefnu og allt gekk þetta fram eins og ekkert væri mikið verk unnið. Skipulagið var henni svo auðvelt og tel ég, að þar hafi hjálp- að nokkuð menntun hennar sem kennari. Hún var frændrækin og sam- band hennar við „hennar fólk“ var fallegt, sérstaklega við Hannes heitinn frænda sinn en þar á milli var afar kært, eins og bróður hennar Hannes sem dó aðeins 19 ára að aldri. Það varð henni mikil raun, að horfa upp á baráttu hans við sín veikindi og síðan dauða. Þá varð mér ljós trú hennar á fram- haldið og í þeim krafti tókst hún á við sitt áframhald og verkefni sem hennar beið. Móðurhlutverkið lék í höndum hennar og þrátt fyrir að því er virtist ómanneskjulegt álag, var ætíð tími fyrir börnin hennar þau Margréti og Kristmund. Það var fallegt að verða vitni að því, að dauðþreytt ljómaði hún upp þegar heim var komið og lét sem þreyta væri ekki til. Sami krafturinn og sama þrautseigjan tók við, þegar Maggi varð bráðkvaddur langt fyr- ir aldur fram. Auður tók við öllu og landaði með þeim besta hætti mögulegum. Hann Kristmundur eignaðist litla dóttur, sem auðvitað fékk nafnið hennar Auðar, hvað annað. Með í för var yndisleg verðandi tengdadóttir, Halla S. Sveinbjörns- dóttir, stúlka sem Auður var svo þakklát forsjóninni fyrir að hefði tengst honum „Didda“. Seinna hitti hún Auður annan mann og felldu þau hugi saman. Hann Jón var henni afar góður, það er ekki öllum gefið að koma inn í svo þétta ein- ingu sem Auður og börnin mynd- uðu. Ég þakka Jóni fyrir allt sem hann var henni og börnum hennar. Hún lauk síðasta verki sínu með stæl, hún kláraði hátíðirnar með sínu fólki. Það er nú ljóst, að það hefur hún gert á hnefanum einum saman. Hún var töffari hún Auður. Fyrir það erum við þakklát og kveðjum með virðingu. Eftirlifandi aðstandendum bið ég líknar og huggunar en sárin munu seint gróa, menn læra að lifa við sorg og þannig hverfur sárasti broddurinn. Farðu í friði mín kæra. Bjarni Kjartansson „á Sóló“. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.