Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Í HNOTSKURN
»Project Sunrise var unniðí fullri sátt við Lands-
bankann og er skýrslan
byggð á tillögum skilanefnd-
ar bankans, að sögn Stefáns
Hilmarssonar, fjármálastjóra
Baugs.
»Heildarskuldir Baugs viðíslenska lánveitendur
nema 1.100 milljónum punda.
Það eru 178,5 milljarðar kr.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÓÖRUGGAR veðkröfur íslenskra
lánveitenda á Baug Group nema 51
milljarði íslenskra króna, samkvæmt
Project Sunrise, sérstakri skýrslu um
endurreisn Baugs. Hér er um að
ræða lán annarra en föllnu bankanna
þriggja.
Stefán H. Hilmarsson, fjármála-
stjóri Baugs, segir að veðkröfur lán-
veitenda Baugs á síðari veðréttum
séu flokkaðar „óöruggar“ í Project
Sunrise, þrátt fyrir að tryggingar séu
í reynd til staðar, þar sem veðin hafi
rýrnað töluvert í verði eftir banka-
hrunið.
Sparisjóðir meðal kröfuhafa
„Þessir lánveitendur Baugs eru
með tryggingar að einhverju leyti en
þær eru lakari heldur en tryggingar
stóru bankanna þriggja,“ segir Stef-
án. Föllnu bankarnir eru stærstu inn-
lendu kröfuhafar félagsins.
Meðal lánveitenda eru sparisjóðir
og smærri fjármálafyrirtæki.
Krafa VBS fjárfestingarbanka
hljóðar upp á 13,5 milljónir punda
sem eru rúmlega 2,2 milljarðar króna.
Jón Þórisson, forstjóri VBS, vill ekki
tjá sig um lánveitingar til einstakra
fyrirtækja og vísar í bankaleynd.
Honum finnst lánveitingin óeðlilega
há og segir að samkvæmt reglum
FME geti fyrirtæki ekki veitt ein-
stökum aðila lán sem nemur meira en
25% af eigin fé. „Ég kannast ekki við
þessa tölu,“ segir Jón. Spurður hvort
lánið hafi ekki hreinlega verið veitt
áður, þegar eiginfjárstaða VBS var
betri, ítrekar Jón að hann geti ekki
tjáð sig um málefni einstakra lántak-
enda.
Aðspurður hvort VBS myndi þola
útlánatap upp á 2,2 milljarða segir
Jón að eiginfjárstaða VBS sé þannig
að fyrirtækið geti ekki veitt útlán sem
nemur hærri fjárhæð en 1,5 milljörð-
um króna, en tekur fram að VBS
myndi þola útlánatap sem því næmi.
Baugur skuldar Sparisjóðabankan-
um 37,9 milljónir punda eða 6,1 millj-
arð íslenskra króna. Agnar Hansson,
forstjóri Sparisjóðabankans, vill ekki
staðfesta þessa tölu. Hann segir að
bankinn hafi aldrei lánað Baugi í
pundum, aðeins krónum. Stærstur
hluti krafna bankans sé veðtryggður,
en hann tekur fram: „Við lifum í veru-
leika þar sem einu sinni var veð sem í
dag er mjög óáþreifanlegt í einhverj-
um tilfellum.“
Samkvæmt skýrslunni á Byr 19,3
milljónir punda inni hjá Baugi, sem er
3,1 milljarður króna. Ragnar Zoph-
onías Guðjónsson, sparissjóðsstjóri
Byrs, vill ekki staðfesta þessa tölu og
ber fyrir sig bankaleynd. „Mér er
óheimilt að veita upplýsingar um mál-
efni einstakra lántaka.“
Meira en þriðjungur hinna óör-
uggu veðkrafna er vegna skulda
Baugs við tengda aðila eins og Landic
Property, Fons og Stoðir. Nema þær
samtals 131,4 milljónum punda, eða
19,3 milljörðum króna. Stærsti eig-
andi Stoða er Styrkur Invest, sem er í
eigu Gaums, eignarhaldsfélags Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.
Landic er dótturfélag Stoða.
Þrot Baugs yrði þungt
högg fyrir sparisjóðina
„Óöruggar“ veðkröfur innlendra lánveitenda 51 milljarður samkvæmt skýrslu
Morgunblaðið/Golli
Félagar Jón Ásgeir Jóhannesson
ásamt Pálma Haraldssyni í Fons.
!= >8
3
= 1
>%?4
@ 2 2
39 63 3 ? A
? A
B
B
? A
B
B
CD E
4
B
B
1G"
C2A
B
B
? A '+
? A *0
B
B
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Finanzas Forex (FF), sem starfar
hér á landi undir nafninu FFX.is,
hefur verið bannað af fjármálaeft-
irlitinu í Quebec í Kanada og þá hafa
svipaðar eftirlitsstofnanir á Spáni,
Austurríki og Frakklandi varað við
fyrirtækinu. Er svo komið að á vef-
síðu móðurfélagsins segir að ekki sé
lengur tekið við viðskiptavinum frá
Evrópusambandinu.
Í fyrrahaust sendi íslenska Fjár-
málaeftirlitið (FME) frá sér yfirlýs-
ingu varðandi FF, þar sem kemur
fram að FME hafi hvorki veitt Fin-
anzas Forex leyfi til að sinna starf-
semi samkvæmt lögum um fjármála-
fyrirtæki né sé kunnugt um að
fyrirtækið hafi slíkt starfsleyfi innan
EES. Þá tekur FME fram að ein-
göngu fyrirtæki með slíkt starfsleyfi
megi taka við fjármunum frá al-
menningi eða veita þjónustu með
fjármálagerninga eins og gjald-
miðlaskiptasamninga.
Við lestur íslensku vefsíðunnar,
www.ffx.is, hringja óneitanlega
margar viðvörunarbjöllur. Í fyrsta
lagi er fjárfestum lofað hærri ávöxt-
un því meira fé sem þeir leggja inn í
fyrirtækið. Allir sem þekkja til
markaða vita að hlutfallsleg ávöxtun
er ekki að neinu leyti tengd stærð
höfuðstóls. Styrkist dalurinn um 3%
gagnvart krónu þýðir það að eig-
endur dollara hafa hagnast um 3%,
hvort sem þeir hafa fjárfest fyrir
1.000 krónur eða 100.000 krónur.
Hefur ekki starfsleyfi
Í öðru lagi er fullyrt að FF hafi
fengið staðfestingu á lögmæti sínu af
fjármálaeftirlitinu í Panama (CNV).
Á vefsíðu eftirlitsins er hins vegar að
finna yfirlýsingu þar sem segir að
FF hafi ekki leyfi eða viðurkenningu
frá CNV og geti eftirlitið ekki mælt
með félaginu eða tryggt starfsemi
þess.
Á vefsíðunni er að finna upplýs-
ingar um þá ávöxtun, sem við-
skiptavinir geti vænst. Er þar haldið
fram að hægt sé að ná fram 21%
vöxtum á mánuði, sem jafngildir ríf-
lega 700% ársávöxtun. Það segir sig
sjálft að slík ávöxtun er ekki raun-
hæf.
Erfitt er að færa tvímælalausar
sönnur á að um píramídasvindl sé að
ræða, en óneitanlega bendir margt
til að svo sé. Í ljósi ofangreinds er
líklega skynsamlegt að taka ekki þá
áhættu að treysta FF fyrir pen-
ingum sínum.
Panama-svikamylla
starfrækt á Íslandi
FFX.is hefur ekki starfsleyfi hér, en lofar gríðarlegri ávöxtun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Finanzas Forex Skrifstofa FFX.is er í þessu húsi, Síðumúla 25, en blaða-
maður Morgunblaðsins náði ekki í starfsmenn fyrirtækisins í gær.
ÞEGAR meðlimir í vildarklúbbi Ice-
landair nota vildarpunkta sína til að
kaupa sér flugmiða til útlanda þurfa
þeir samt sem áður að leggja fram
peninga fyrir ákveðnum sköttum og
gjöldum. Þar á meðal er eldsneyt-
isálag, sem hefur verið innheimt allt
frá árinu 2004, þegar eldsneytisverð
hækkaði umtalsvert á skömmum
tíma.
Álagið er endurskoðað reglulega,
en samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er álagið nú mjög svipað
því sem það var um mitt síðasta ár.
Heimsmarkaðsverð á olíu náði há-
marki um miðjan júlí í fyrra, þegar
það fór yfir 145 dali á fatið, en í gær
var eldsneytisverð hins vegar um 35
dali á fat. Hafa ber í huga að á sama
tíma hefur gengi krónunnar gagn-
vart bandaríkjadal veikst umtals-
vert þannig að ekki er um raunlækk-
un upp á 76% að ræða. Á gengi hvers
tíma kostaði fatið af olíu 11.380
krónur 3. júlí 2008, 13.040 krónur 1.
desember 2008 og 4.025 krónur í
gær. Frá júlí 2008 hefur verðið því
lækkað um 65%, en eins og áður seg-
ir hefur eldsneytisálagið lítið breyst
á þessum tíma. bjarni@mbl.is
Lægra olíu-
verð skilar
sér ekki
Icelandair með
óbreytt álag
Icelandair Krefst eldsneytisálags.
● STJÓRN Íbúðalánasjóðs hefur ákveð-
ið að láta kanna þann möguleika að
stofna nýjan flokk íbúðabréfa til lengri
tíma en núverandi útgáfa býður upp á.
Segir í tilkynningu frá sjóðnum að slík
útgáfan myndi falla vel að greiðslu-
flæði sjóðsins.
Almenn útlán Íbúðalánasjóðs eru í
dag til allt að 40 ára og er hægt að
lengja lánstímann til allt að 70 ára að
vissum skilyrðum uppfylltum. Þá eru
leiguíbúðalán til allt að 50 ára og fer
hlutfall þeirra af heildarútlánum sjóðs-
ins hækkandi. Áfram yrði þó stuðst við
útgáfu núverandi flokka íbúðabréfa.
gretar@mbl.is
Nýr flokkur íbúðabréfa
● Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s
Investor Services hefur lækkað láns-
hæfiseinkunn sína á langtímaskuld-
bindingum gamla Glitnis. Lækkar ein-
kunnin úr Caa1 í C. Frá þessu er greint í
tilkynningu frá Glitni til Kauphallarinnar
á Íslandi.
Hins vegar hefur Moody’s staðfest
óbreyttar einkunnir gamla Glitnis ann-
ars vegar fyrir skammtímaskuldbind-
ingar og hins vegar fjárhaglegan
styrkleika bankans. Þá segir í tilkynn-
ingu Glitnis að Moody’s telji að horfur á
langtíma- og skammtímaskuldbind-
ingum bankans séu stöðugar.
gretar@mbl.is
Lánshæfiseinkunn
gamla Glitnis lækkar
● Gylfi Magn-
ússon, við-
skiptaráðherra,
segir í viðtali við
Reutersfréttastof-
una að upptaka
evru sé rökréttara
framhald á leið Ís-
lands í átt að fjár-
málastöðugleika
en taka upp gjald-
miðilssamband við Norðmenn.
Gylfi segir, að efasemdir séu um það
á Íslandi að ganga í Evrópusambandið,
einkum vegna sjávarútvegsstefnu ESB
sem margir Íslendingar vilji ekki und-
irgangast. „En ef við viljum fá trúverð-
ugan gjaldmiðil með trúverðugan
seðlabanka sem bakhjarl virðist evran
vera rökréttasti kosturinn,“ segir Gylfi.
Hann segir að það kunni að taka tíma
þar til Ísland getur tekið upp evru. Hins
vegar gæti aðild að evrópska geng-
issamstarfinu, svonefndu ERM II, verið
fyrsta skrefið. jonpetur@mbl.is
Gylfi vill evru
Gylfi Magnússon
● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk-
aði um 1,55% í viðskiptum gærdagsins
og var lokagildi hennar 901,15 stig.
Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði um
13,94% og Marels um 5,37%, en bréf
Straums-Burðaráss hækkuðu um
2,33%.
Afar lítil velta hefur verið með hluta-
bréf í Kauphöllinni frá hruni bankanna
og varð engin breyting þar á í gær.
Samanlögð velta gærdagsins var 293,4
milljónir króna. thorbjorn@mbl.is
Lækkun í Kauphöll
ÞETTA HELST…
● Hagnaður Coca-Cola fyrirtækisins,
stærsta drykkjarvöruframleiðanda
heims, dróst saman á fjórða fjórðungi
síðasta árs í samanburði við sama
tímabil árið áður. Engu að síður var
hagnaðurinn meiri en sérfræðingar
höfðu spáð. Helsta skýringin er aukin
sala í Kína, á Indlandi og í Austur-
Evrópu.
Hagnaður Coca Cola á fjórða fjórð-
ungi síðasta árs var 995 milljónir doll-
ara, jafnvirði um 115 milljarða íslenskra
króna, en var um 1.210 milljónir dollara
árið áður. Heildartekjur drógust sama
um 2,7% á milli ára og námu um 7,1
milljarði dollara á síðasta ársfjórðungi.
Heildarsalan jókst hins vegar um 4%
milli ára. Í Bandaríkjunum dróst salan
hins vegar saman um 3%.
Kókið selst vel í Kína