Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Tvö sjónar-mið takastá í hug- myndum nefndar um endurreisn ís- lenska bankakerf- isins. Annars veg- ar sú staðreynd, sem sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson hefur lagt áherslu á, að ríkið er eigandi nýju bankanna og ber að beita sér sem slíkur. Hins vegar hræðslan við aukin pólitísk af- skipti af töku ákvarðana innan bankanna, sem bjóða heim hættu á óeðlilegri fyrir- greiðslu, kunningjaráðn- ingum og spillingu. Sporin hræða í þeim efnum. Ábending Josefssons um að stjórnvöld verði að beita sér ákveðnar innan bankanna er að vissu leyti ágæt. Tregða við ákvarðanir hefur tafið end- urreisnarferlið og fjölmörg fyrirtæki fá ekki þá fyrir- greiðslu og úrlausn sem nauð- synleg er. Hluti af ástæðunni liggur í óskýrri stefnumótun stjórnvalda. Geir H. Haarde upplýsti í Morgunblaðinu í fyrradag að það skilyrði hefði verið sett af stjórnarformönnum Glitnis og Kaupþings, sem nú hafa sagt af sér, að pólitísk afskipti af störfum stjórnanna yrðu eng- in. Almennt var það vilji síð- ustu ríkisstjórnar að lág- marka pólitísk ítök við stjórnun bankanna og stjórn- endum falið að taka ákvarð- anir á faglegum forsendum. Menn vildu forðast í lengstu lög að taka upp starfshætti sem viðgengust fyrir einka- væðingu. Það er ljóst að Jóhanna Sig- urðardóttir er því ekki sam- mála. Samkvæmt því sem kom fram í ræðu hennar á Alþingi á mánudaginn taldi hún ekk- ert óeðlilegt við að skipta út úr bankaráðum ríkisbank- anna eftir að ný ríkisstjórn tók við. Það er þá líklega til að tilnefna talsmenn ráðherra sem geta ýtt á eftir þeirra stefnumálum og áherslum. Strax eftir bankahrunið var markmiðið að fjarlægja ríkis- reknu bankana stjórnmál- unum eins og kostur var. Áherslur núverandi forsætis- ráðherra eru skref í þá átt að færa bankana nær stjórnmál- unum. Þetta er líklega óum- flýjanleg þróun á meðan eignarhaldið er opinbert. Bankarnir verða á endanum fullkomlega flokkspólitískir og beita sér í þágu þeirra afla, sem fara með völdin á hverj- um tíma. Gamli tíminn er ekki langt undan. Þessi þróun þjónar ekki langtímahagsmunum almenn- ings. Josefsson upplýsti í Kastljósviðtali í fyrrakvöld að endurfjármögnun ríkisbankanna mundi kosta skattgreiðendur að minnsta kosti 385 milljarða króna. Ekki minna. Óvissan felst í því að bankarnir eru reknir með tapi. Á meðan hækkar sú upp- hæð sem ríkið þarf að leggja til þeirra svo þeir komist í gang á ný. Það er nauðsynlegt að skera niður kostnað og draga úr umsvifum. Í því sam- bandi þarf að fækka starfs- fólki í takt við færri verkefni. Íhuga verður af alvöru hvort ekki sé tilefni til að sameina tvo ríkisbanka. Í ljósi þessara staðreynda er hægt að velta fyrir sér hvernig þingmenn bregðast við ef það þarf til dæmis að sameina útibú austur á fjörð- um. Verða ekki gamaldags byggðasjónarmið dregin upp? Og gerð krafa um að lána í óarðbæra atvinnustarfsemi? Sérhagsmunagæslan og kjör- dæmapotið mun ráða og kostnaðinum verður velt yfir á alla landsmenn. Það verður að gera ríkis- bankana sjálfbjarga eins fljótt og kostur er. Sé ákveðnari að- koma stjórnmálamanna að því ferli nauðsynleg verður það að vera tímabundið. Hægt er að hugsa sér aukið samráð á meðan verið er að vinna úr erfiðustu málunum, t.d. í kringum stofnun eignaum- sýslufélags sem hefur það hlutverk að leysa stærstu vandamál bankanna. Nýju bankarnir geta ekki komið sér almennilega af stað með of þungar byrðar á efnahags- reikningnum sem keyra þá strax í þrot. Þau fyrirtæki sem eru færð í opinbert eigna- umsýslufélag fara þá í fjár- hagslega og rekstrarlega end- urskipulagningu og eru svo seld hæstbjóðanda. Ríkið á ekki að standa í fyrirtækja- rekstri. Mats Josefsson færir þess- ari vinnu nauðsynlegan trú- verðugleika sem er mikil- vægur í núverandi umhverfi. Hann hefur reynslu og þekk- ingu sem vissulega mun nýt- ast stjórnvöldum við að koma bankakerfinu aftur í gang áð- ur en of mikil verðmæti og störf tapast. Upplegg vinn- unnar er traustvekjandi. Lögð er áhersla á samræmi á milli úrlausna, gagnsæjar ákvarðanir og að ferlið sé öll- um ljóst. Þetta ferli þarf ekki að taka langan tíma eða innan við tvö ár. Ríkisstjórnin á að marka þá stefnu að alls ekki síðar en að því loknu verði stefnt að því að selja eignarhluti ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Það verður að gera ríkisbankana sjálf- bjarga eins fljótt og kostur er} Tímabundin afskipti N ú höfum við loksins fengið til liðs við okkur erlendan sérfræðing til að kljást við efnahagshrunið. Við fengum að vísu ekki sviss- neskan hrokagikk með spanga- gleraugu eins og ég hefði vonað. Við fengum geðþekkan Svía, Mats Josefsson, sem ætlar að veita ríkisstjórninni góð ráð við endurreisn bankakerfisins. Mats hefur þegar komið fram á blaðamannafundum. Hann talar við okkur á ensku. Ég hef ekkert út á Mats Josefsson að setja. Hann virðist tala prýðilega ensku og gerir það eflaust í þágu okkar Íslendinga sem skiljum ekki sænsku. Í stærra samhengi hlutanna er þetta samt furðulegt. Líkt og að heyra bolabít mjálma þegar hann hittir labrador. Fyrir tuttugu til þrjátíu árum hefði sænskur sérfræð- ingur talað sænsku á Íslandi. Okkur hefði þótt akkur í því að fá sérfræðing sem talaði skiljanlegt og skylt tungumál. Haldreipi enskunnar hefði þótt óþarft. Síðan þá hefur margt breyst. Ungir Íslendingar nota ekki leng- ur Norðurlandamál í samskiptum við Norðurlandabúa. Ástæðan er svo augljós að það er beinlínis þreytandi að taka hana fram. Enska er aðaltungumál netsins, tækni og hvers kyns afþreyingar auk viðskiptaheimsins. Það þýðir samt ekki að allar þjóðir heimsins kokgleypi ensk- una og gleymi málum sér skyldari. Ekki tala Katalón- íubúar ensku við spænskumælandi. Jafnvel Frakkar bjarga sér á eigin tungu í Portúgal og öfugt. Þetta eru viðeigandi dæmi. Þessar þjóðir grípa ekki til enskunnar því þeim finnst eitthvað varið í þann sameiginlega arf sem hin skyldu tungu- mál spruttu úr. Það sama hefur ætíð átt við um okkur Norðurlandabúa. En ekki lengur. Sjálfur lærði ég dönsku í átta ár og bjó auk þess í þrjú ár í Svíþjóð. Samt finnst mér gríð- arlegt afrek að panta kaffibolla á máli þessara landa. Tortryggnin er gagnkvæm. Ekkert er jafn leiðinlegt og danskir gelgreiddir af- greiðslumenn sem skilja ekki íslenska grunn- skóladönsku, yppta öxlum og segja „sorrí“ með dansk-amerískum hreim. Í kjölfarið tek- ur við pínleg samræða á yfirborðskenndri sjónvarpsensku sem opinberar þá ömurlegu staðreynd að ég og danski afgreiðslumað- urinn eigum það einkum sameiginlegt að borða báðir KFC og horfa á Friends. Enginn Saxo Grammaticus eða sögur af Amlóða prins. Bara Ross og Rachel í sleflausum amerískum sleik fyrir alla aldurshópa Og ég sé þetta varla breytast. Jafnvel Svíar tala nú ensku í Kaupmannahöfn. Enginn vill gefa eftir eigið tungumál. Svíar vilja að Danir tali sænsku og öfugt. Ís- lendingar gera ekki kröfu um að neinn tali íslensku en læra dönsku sem hljómar eins og málfræðilega röng norska. Rétt eins og í tækninni þá vantar okkur staðal. Annaðhvort eitthvað sem allir kunna eða allir kunna jafn lítið. Það má ekki halla á neinn. Það skal vera finnska eða friendska – því við erum jú friendur. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Friendska FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is Í svokölluðu góðæri síðustu ára úthlutuðu átta sveit- arfélög ekki einni einustu lóð til íbúðabygginga. Flest þessara sveitarfélaga voru lítil eins og til dæmis Árneshreppur á Ströndum og Tjörneshreppur í Norður-Þingeyjarsýslu en meðal þeirra voru tvö stærri sveitarfélög Vesturbyggð og Bolungarvík. Þetta má lesa úr svari samgöngu- ráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar á Alþingi um íbúðabygg- ingar. En náði góðærið ekki til þess- ara byggða? „Nei, góðærið, náði aldrei hingað samanber það sem gerðist á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vest- urbyggð, sem nær um Patreksfjörð, Bíldudal og Barðaströnd. „Þenslan náði ekki hingað enda er höggið ekki eins mikið fyrir vikið. Við klifruðum ekki hátt og því er fallið það ekki heldur.“ Einfalt sé að skýra hvers vegna enginn byggði. „Hér hefur fólki stöð- ugt fækkað síðustu tuttugu árin. Því fækkaði um 28 milli ára nú og það gefur auga leið að ekki eru byggð hús þegar fólkið fer.“ Hann segir að líkja megi því við eignaupptöku þeg- ar fólkið hafi farið. Verð einbýlis- húsa á svæðinu hafi verið 12-15 millj- ónir á sama tíma og um 60 milljónir fengust fyrir svipað einbýlishús í þokkalegu úthverfi höfuðborg- arsvæðisins á uppgangstímunum. „Enginn byggir þegar hann getur keypt gott hús á um fimmtán millj- ónir króna sem kostar 30 til 35 millj- ónir að byggja.“ Ekki hefur verið byggt í Vesturbyggð frá árinu 1985. Sleppa við lóðaskilaskellinn Í svari samgönguráðherra má sjá að staða stærstu sveitarfélaganna þegar horft er til lóðaúthlutana og skila er mjög misjöfn. Sum þeirra, s.s. Reykjavík, Hafnarfjarðabær, Reykjanesbær og Akureyri úthlut- uðu miklu og hafa þurft að end- urgreiða hundruð lóða með miklum kostnaði á meðan önnur; Mosfells- bær og Garðabær, sömdu við einka- aðila sem sáu að mestu leyti um lóða- sölu og uppbyggingu. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að á sínum tíma hafi verið ákveðið að of mikil áhætta fælist í því fyrir sveitarfélagið að ráðast í gatnagerð og undirbúning nýrra hverfa. Hann sjái ekki eftir þeirri ákvörðun nú þegar stóru sveitarfélögin endurgreiði þeim sem skila lóðum háar fjárhæðir. „Það skiptir sköpum að þurfa ekki að taka lán fyrir endurgreiðslu á lóð- um,“ segir hann. „Það hefði getað riðið sveitarfélaginu að fullu, eða í það minnsta farið langt með það.“ Leiðin sem valin var verði hér eftir ofan á. Lausar íbúðir og vinnu að fá Þrátt fyrir að svokallað góðæri hafi ekki náð til Vesturbyggðar er staðan þar ekki slæm. „Hér hefur vantað fólk frekar en hitt,“ segir Ragnar, bæði vanti starfsfólk á sjúkrahúsið og í fiskvinnslu. Fiskirí sé yfirdrifið en sölutregða mikil og því erfitt að meta framhaldið. Sveitarfélagið byggði 48 fé- lagslegar íbúðir upp úr 1980. „Það eru alltaf sex til tíu íbúðir lausar á hverjum tíma,“ segir Ragn- ar. „Og okkur líður vel þótt við séum uggandi eins og landsmenn yfir því hvernig þróunin verður.“ Mátti líkja sölu húsa við eignaupptöku Morgunblaðið/Júlíus Helgafell Einkaaðilar sjá um uppbygginguna í Mosfellsbæ og því hefur bærinn ekki þurft að endurgreiða lóðahöfum vegna lóðaskila í ástandinu. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar um íbúðabyggingar á árunum 2004-2008 kemur fram að eng- inn opinber aðili hafði það hlut- verk að safna upplýsingum um fjölda lóðaúthlutana sveitarfé- laga. Studdist ráðuneytið því einn- ig við tölur frá Fasteignamati ríkisins. Reyndust samkvæmt þeim 8.282 lóðir vera á fast- eignaskrá 12. desember 2008 sem ekki voru það í árslok 2003. Ráðuneytið náði ekki ut- an um hversu margar eignir voru fullgerðar á þessum lóð- um. „Ýmist hafa sveitarfélögin ekki yfirlit yfir stöðu fram- kvæmdanna eða þau svara þessum hluta erindisins ekki.“ Hins vegar heldur Hagstofan ut- an um tölurnar og kemur þar í ljós að á þessum árum, 2004- 2008, voru 19.487 íbúðir í bygg- ingu og 12.103 þeirra fullgerðar. Viðbrögðin við fyrirspurn samgönguráðherra voru ekki góð. Aðeins 37 sveitarfélög af 78 svöruðu erindinu. Kópavogur svaraði ekki fyrirspurninni og harmar ráðuneytið þetta mjög. Engin heildaryfirsýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.