Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is TIL stendur að stofna sérstakt eigna- umsýslufélag um stór fyrirtæki með miklar skuldir sem eiga í rekstrarerf- iðleikum vegna þeirra. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að lík- lega fengju 15 til 20 fyrirtæki þessa meðferð. Markmiðið með þessu er að tryggja að eignir fyrirtækja, sem teljast sam- félagslega nauðsynleg, verði ekki að engu. Fyrirtæki sem undir þetta gætu fallið, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, eru tryggingafélög, fjar- skiptafélög og samgöngufyrirtæki. Þar á meðal eru flugfélög og skipa- flutningafyrirtæki, svo dæmi séu tek- in. Þá koma einnig stærri fyrirtæki til greina sem vegna umsvifa sinna í til- teknum atvinnuvegum, til dæmis verslunarrekstri eða sjávarútvegi, geta talist samfélagslega mikilvæg. Nauðsynlegar aðgerðir Félögin sem skammstöfuð hafa ver- ið AMC (Asset Management Comp- any) munu öðru fremur vinna að því að endurreisa og styðja við fyrirtæki sem nauðsynleg þykja fyrir íslenskt efnahagslíf. Á fundi með sænska efna- hagsráðgjafanum Mats Josefsson á þriðjudag kom fram að nauðsynlegt væri af hálfu íslenskra stjórnvalda að hafa hraðar hendur í þessum efnum. Marka þyrfti stefnu, hratt og vel, svo mögulegt yrði að koma hlutum í framkvæmd. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur verið unnið að því baki brotnu að undanförnu að kort- leggja stöðu stærstu skuldara bank- anna. Þetta hefur verið gert samfara heildarmati á eignum og skuldum gömlu bankanna. Samráðsvettvangur? Þrátt fyrir að ríkið sé eigandi nýju bankanna þriggja, sem urðu til þegar innlend starfsemi gömlu bankanna var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu, eru þeir keppinautar samkvæmt lög- um. Heimir Örn Herbertsson hrl. hjá lögmannsstofunni Lex, segir nauð- synlegt að fara að samkeppnislögum í þessum efnum. Það geti hins vegar verið snúið. „Samkeppniseftirlitið lít- ur svo á að ríkisbankarnir þrír séu samkeppnisaðilar og þurfa því að virða lög sem banna samráð og sam- stilltar aðgerðir keppinauta. Hver og einn banki getur ákveðið, ef hann hef- ur tekið yfir fyrirtæki, og stofnað fé- lag sem umsýsla fyrirtækis er í. Ef hugmyndin er sú að stofna eitt félag sem allir bankarnir setja sína stærstu skuldara inn í, þá er verið að stofna samráðsgrundvöll keppinauta um starfsemi þessara fyrirtækja. Frá sjónarmiði samkeppnislaga eru þess- ar hugmyndir um inngrip af fyrr- nefndu tagi verulega mikið umhugs- unarefni,“ segir Heimir Örn. Hann áréttar enn fremur að laga- breytingar kunni að breyta stöðu mála á þann veg að stofnun sérstakra félaga kringum tiltekin fyrirtæki þurfi ekki að fela í sér samkeppn- islagabrot. AÐ mörgu þarf að hyggja þegar kemur að því að setja málefni stórra skuldara bankanna inn í sérstök eignaumsýslufélög. Líklegt er að ströng skilyrði verði sett til þess að auka gagnsæi þegar gripið verður til þess að setja tilteknar eignir skuldara inn í sérstök félög. Viðmælendur Morg- unblaðsins sögðu ljóst að ýmis álitaefni gætu komið upp sem væru besta falli „mjög óþægileg“ þegar kæmi að því að ákveða hvenær félög gætu tal- ist í þeirri stöðu að gripið væri til sértækra aðgerða. Önnur félög sem ekki væru í sömu stöðu ættu einnig „heimtingu á“ því að vita hvernig það gæti samræmst eðlilegum samkeppnisviðmiðum að vernda ákveðnar eignir á tilteknum sviðum á meðan önnur félög þyrftu að „halda áfram að berjast“, eins og einn viðmælenda komst að orði. Hvaða fyrirtæki fá aðstoð? Bankar Að ýmsu þarf að hyggja þegar kemur að því að setja málefni stærstu skuldara bankanna í sérstök félög. Stoðirnar styrktar  Fyrirtæki sem eru talin mikilvæg í efnahagslegu tilliti geta farið í inn sérstök eignaumsýslufélög lendi þau í vanda Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2009-2011. Tillögur skulu vera um 7 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins og bráðabirgðaákvæðum um fækkun stjórnarmanna frá aðalfundi félagsins 2008. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 13. febrúar 2009. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 20. febrúar nk. Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Efling-stéttarfélag auglýsir framboðsfrest Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar vorið 2009 fari fram 14. mars næstkomandi. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboðsfrests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu. b) Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í alþingiskosningunum. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en sex. Nánari upplýsingar um prófkjörið er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, framkvæmdastjóra kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í síma 899-2200 eða með því að senda tölvupóst á netfangið skapti@xd.is Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi á tölvutæku formi, á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 12.00 föstudaginn 27. febrúar 2009. ÓHÆTT er að segja að mörgum vegfarendum hafi brugðið nokkuð þar sem þeir fylgdust með reglulegri björgunar- æfingu með þyrlu á sundunum út af Sæbraut í Reykjavík í gærdag. Nýbúið var að hífa „mannveru“ upp í þyrluna úr gúmmíbát á hafinu fyrir neðan, þegar hún féll skyndilega út- byrðis úr þyrlunni á ný og lenti með miklum látum og gusu- gangi í sjónum. Það sem fæstir áhorfendur hins vegar vissu var að mann- veran var ekki manneskja í reynd heldur aðeins dúkka sem notuð er til æfinga og því varð henni sem betur fer ekki meint af fallinu eða volkinu í sjónum. Í framhaldinu var dúkkan lát- in dúsa í sjónum í dágóða stunda eða þar til hún var veidd upp á ný. Hún verður væntanlega klár aftur í slaginn næst þegar æfa þarf bjarganir af sjó og lætur sér fátt um finnast þó henni sé kastað til og frá. silja@mbl.is Af reglubundinni björgunaræfingu með þyrlu á sundunum út af Sæbraut í Reykjavík Morgunblaðið/RAX Urðu skelfingu lostnir þegar „maður“ féll útbyrðis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.