Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 48
ÞAÐ komu óhjákvæmilega á aura- teljara brosviprur þegar hann frétti að það kostaði heilar 3.400 krónur fyrir fullorðið fólk að baða sig í Bláa lóninu. Lækningar- máttur lónsins hefur löngum verið talinn mikill en fyrr má nú vera. Verðið er reyndar komið niður í 3.000 kr., mögulega vegna heitrar umræðu um verðlagið. Íslendingar eru temmilega sund- óðir og best búnu sundlaugar geta hæglega vegið upp á móti vatninu helga á Suðurnesjum en verðlag þar er oftast í kringum 350- kallinn. Ódýrasti kosturinn í þessum efnum er þó allt um kring. Sjóböð hafa verið í nokkurri tísku að undanförnu og þeir sem þau stunda ræða gjarnan um þau mögnuðu áhrif sem slíkir sprettir hafa á líkama og sál. Lækningar- mátturinn sé mikill – og um leið algerlega ókeypis. arnart@mbl.is Auratal FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Ábyrgðarfullur Forystugrein: Tímabundin afskipti Pistill: Friendska Ljósvaki: Þú færð það í Harðviðarvali Á fleygiferð í heila öld Nýtt ú́tlit en hóflega breyttur kjarni VW boðar Touareg-tvinnbíl BÍLAR » 3 $ 4)&  . )+  567789: &;<97:=>&?@=5 A8=858567789: 5B=&A)A9C=8 =69&A)A9C=8 &D=&A)A9C=8 &2:&&=%)E98=A: F8?8=&A;)F<= &59 <298 -<G87><=>:,2:G&A:?;826>)H9B=>  " "I  I I "I I  I" >   ! )) %) .  ) I""  " "I  I I "I " I   - A1 &  I  " I  "I  I I  "I" I Heitast 6°C | Kaldast 1°C  A og SA 8-15 m/s og rigning, en sums stað- ar talsverð rigning. Skýjað og úrkomulítið fyrir norðan. »10 Það er hægt að lýsa borgir á fleiri vegu en með þráðbeinum ljósastaurum. Berg- þóra Jónsdóttir komst að því. »39 HÖNNUN» Flott borg- arlýsing ÍSLENSKUR AÐALL» Einar Þorsteinsson velur erfiðari leiðina. »40 Birgir Örn Stein- arsson veltir fyrir sér hvort bylgja af pólitískri tónlist gangi yfir í kjölfar kreppunnar. »41 AF LISTUM» Nýir bar- áttusöngvar TÓNLIST» Bárujárn blandar ólíkum stílum saman. »45 FJÖLMIÐLAR» Eva og Ragnhildur eru andlegar systur. »40 Menning VEÐUR» 1. „Aldrei kynnst eins miklum …“ 2. Læknar sem vinna miklu hraðar 3. Lést eftir að hafa drukkið … 4. Föst í of lítilli íbúð  Íslenska krónan styrktist um 0,8% »MEST LESIÐ Á mbl.is EYJAMENN, sem greiða tugmillj- ónir árlega í ferðakostnað íþróttaliða sinna, sjá fram á enn erfiðari tíma vegna aðhaldsaðgerða hjá sam- gönguráðuneytinu því frá og með 1. apríl verður flugvellinum í Vest- mannaeyjum lokað snemma á kvöld- in. Þar með geta þeir væntanlega ekki snúið aftur heim að kvöldi eftir leiki á meginlandinu. „Ég sé ekki bet- ur en að við verðum að spila í hádeg- inu,“ sagði Friðbjörn Ó. Valtýsson, framkvæmdastjóri ÍBV. | Íþróttir „Sé ekki betur en að við verðum að spila í hádeginu“ Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjamenn Sjá fram á erfiða tíma vegna kvöldlokunarinnar. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is STEFNT er að því að smíðuð verði víkingaskip í Víkingaheimum við Naust Íslendings á Njarðvík- urfitjum í sumar. Viðræður standa yfir við framleiðendur vík- ingakvikmyndar um smíði tveggja langskipa, eins og Íslendings. Skipa- smíðin yrði jafnframt aðdráttarafl fyrir gesti safnsins. Búið er að byggja hús yfir vík- ingasafnið í Reykjanesbæ og hafin vinna við að setja upp víkingasýn- ingu þar sem Íslendingur er í aðal- hlutverki. Við sýninguna eru notaðir munir frá víkingasýningu Smith- sonian-stofnunarinnar sem sett var upp í Washington árið 2000 og fór til fimm annarra borga í Bandaríkj- unum og Kanada. Sýningin verður opnuð í maí. Þekking Gunnars nýtist vel Gunnar Marel Eggertsson smíð- aði Íslending, sigldi honum til Am- eríku árið 2000 og hefur alla tíð fylgt honum eftir. Hann hefur lengi haft áhuga á því að smíða knörr. Stefnt hefur verið að því að ráðast í það verkefni í sumar. Nú hefur það kom- ið upp að fyrirtækið sem framleiðir væntanlega víkingamynd Baltasars Kormáks kvikmyndaleikstjóra hefur sýnt áhuga á að láta smíða tvö lang- skip til að nota við kvikmyndatökur og ef til vill fleiri leikmuni. Einar Bárðarson, verkefnisstjóri vík- ingasafnsins, segir smíði skipanna skemmtilegt verkefni þar sem þekk- ing Gunnars Marels myndi nýtast vel. „Við treystum okkur vel til þess að gera þetta,“ segir Einar. Skipasmíðastöðin yrði í garðinum við Naust Íslendings þar sem fyr- irhugað er að koma upp lifandi vík- ingagarði. Smíði skipanna fellur vel að þeirri hugmynd og telur Einar að starfsemin muni draga að gesti. Þá yrði þetta atvinnuskapandi verkefni sem ekki veitir af vegna þess mikla atvinnuleysis sem er á Suðurnesjum. Ráða þarf 8 til 14 handverksmenn til smíðinnar. Elisabeth Ward, sem var aðstoð- arsýningarstjóri við víkingasýningu Smithsonian, setur upp sýninguna í víkingasafninu. Hún er af íslenskum ættum og er að ljúka doktorsritgerð um víkingatímann. Lögð er áhersla á skipasmíðar og siglingar við uppsetningu sýning- arinnar. „Víkingaskipið er mik- ilvægt. Ef ekki væri fyrir þau, hefðu engir víkingar orðið til,“ segir El- isabeth. Sagt er frá landnámi nor- rænna manna á eyjunum í Norður- Atlantshafi og siglingum þeirra til Ameríku. Einnig er fjallað um mik- ilvægi skipanna í hernaði, verslun og trúarbrögðum, eins og til dæmis kemur fram í því að fornmenn létu heygja sig í bátum. Vitaskuld er fjallað um smíði Íslendings og sigl- ingu Gunnars Marels á skipinu vest- ur um haf árið 2000. Verið er að gera heimildarmynd um það afrek. Líf færist í Víkingaheima í Reykjanesbæ í maí þegar sýning verður opnuð Hyggjast smíða tvö langskip í víkingagarðinum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Víkingar Gunnar Marel Eggertsson, Elisabeth Ward og Einar Bárðarson vinna við að koma upp víkingasýningu í Nausti Íslendings í Njarðvík.  Yrðu hluti leikmyndar fyrirhugaðrar víkingamyndar Baltasars Kormáks Skoðanir fólksins ’Til að virkja kortin þurfa hand-hafar augljóslega að kaupa flugeða skipsfar til Íslands, borða og nýtaíslensk þjónustufyrirtæki meðan ádvöl stendur þannig að afleiddar tekjur ríkisins verða gríðarlegar. » 24 KARL RÚNAR SIGURBJÖRNSSON ’Tökum höndum saman um aðhalda gömlu flokkapólitíkinni ogþeirra klíkum frá því verki. Það er til nógaf öðru fólki í landinu sem hefur hug-myndir, sanngirni og lýðræðislega sýn til framtíðar. Gefum stirðnaðri flokka- pólitík frí frá stjórnlagaþingi. » 24 ÞÓRÓLFUR ÁRNASON ’Við höfum verið óupplýst um eðlikapítalismans. Þeirri þekkinguhefur verið haldið frá okkur og þegarvið stöndum frammi fyrir veru-leikanum eftir að hafa verið leidd í blindni áratugum saman bregðumst við reið við. » 24 SIGURJÓN BJARNASON ’Erlendir bankar geta yfirtekið öllsjávarútvegsfyrirtæki landsinsmeð því að gjaldfella lánin án þess aðvið getum gert nokkuð í því. Aðrarskuldir þjóðarinnar eru um 1.800 millj- arðar sem við ráðum engan veginn við án utanaðkomandi aðstoðar. » 25 LÁRUS STEFÁN INGIBERGSSON ’Sú framtíðarsýn sem ég tel væn-legasta fyrir íslensku þjóðina erríkjasamband með Noregi. Með þeimhætti höldum við forræði yfir þeim mál-um sem við viljum ekki missa en losn- um við þá málaflokka sem okkur hefur reynst erfitt að standa ein fyrir. » 25 FRIÐBJÖRN NÍELSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.