Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 DOFRI Her- mannsson býður sig fram í 5.-6. sæti í Reykjavík fyrir Samfylkinguna í komandi kosn- ingum. Dofri hefur tekið virkan þátt í starfi Samfylk- ingar undanfarin ár. Hann er fyrsti varaborgarfulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylking- arinnar í umhverfismálum. Í fréttatilkynningu segist Dofri ætla að beita sér fyrir umhverf- isvernd og nýsköpun í atvinnu- málum með áherslu á hátækni- og sprotafyrirtæki, ferðaþjónustu, menningar- og listastarf. Dofri í framboð í Reykjavík Dofri Hermannsson Samfylking og Vinstri hreyfing- in grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjör- um, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 EYRÚN Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði, gefur kost á sér til for- ustusætis í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í NV-kjördæmi. Eyrún Ingibjörg hefur átt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins sl. tvö kjörtímabil. Hún hefur um árabil sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og situr í miðstjórn hans. Hún er einnig viðskiptafræðingur að mennt. Eyrún Ingibjörg er gift Tryggva Ársælssyni, útgerð- armanni og skipstjóra og eiga þau fjögur börn. Eyrún Ingibjörg í framboð í NV Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir SIGURÐUR Ingi Jóhannsson hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokks- ins í Suður- kjördæmi. Sig- urður Ingi hefur verið í sveit- arstjórn Hruna- mannahrepps í 15 ár, þar af sjö ár sem oddviti og fjög- ur ár sem varaoddviti. Hann er dýralæknir og einn af eigendum og starfsmönnum Dýralæknaþjónustu Suðurlands. Hann býr í Syðra- Langholti, Hrunamannahreppi, fæddur og uppalinn Árnesingur. Sigurður Ingi í fram- boð á Suðurlandi Sigurður Ingi Jóhannsson ÖRVAR Steinn Marteinsson gefur kost á sér í 3.-5. sæti á framboðs- lista Sjálfstæð- isflokksins í NV- kjördæmi í kom- andi prófkjöri. Örvar hefur unnið sem sjómaður mestan hluta æv- innar og stundar nám í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Hann á sæti í miðstjórn flokksins og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Snæfellsbæ. Örvar Steinn í framboð í NV Örvar Steinn Marteinsson STUTT ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 45 11 7 02 .2 00 8 Kringlunni · sími 5684900 www.kello.is Með hækkandi sól… Fatnaður fyrir öll tækifæri. Árshátíðarkjólar og yfirhafnir Litadýrð í bolum og blússum. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NIÐURSVEIFLAN í efnahagslíf- inu virðist ætla að verða meiri en áð- ur var talið. Atvinnuleysi mun aukast hraðar en áður var óttast. Úr- lausnarefnin þola enga bið og stjórn- málamenn verða að láta af karpi. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þegar rætt var um efnahagsmál á Alþingi í gær. Jóhanna sagði, að metnaðarfullum markmiðum í áætlun ríkisins og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefði ekki verið fylgt eftir af nægilegum krafti í síðustu ríkisstjórn, vegna ákvarðanafælni og seinagangs. Þeirri vinnu verði nú hraðað. Með þessu skaut hún á Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokks- ins, sem var málshefjandi umræð- unnar. „Standi ríkisstjórnin við fyr- irætlanir fyrri stjórnar er engu að kvíða,“ sagði Geir þegar hann viðraði áhyggjur af framgangi efnahags- áætlunar AGS. Hann ítrekaði að frekari lánafyrirgreiðsla frá sjóðn- um sé háð því að ríkisstjórnin haldi sig við efnið og hið sama gildi um gjaldeyrislán frá nágrannalöndum Íslands. Geir gagnrýndi ekki síður manna- breytingar í ráðuneytum og banka- ráðum. Endurreisn bankakerfisins sagði hann mikilvægasta efnahags- málið núna, ásamt því að ná niður verðbólgu og vöxtum. Stjórnendur og starfsfólk banka þyrftu því vinnu- frið. Mjög væri miður, og raunar óskiljanlegt, að ríkisstjórnin hefði gert það að sínu fyrsta verki að stugga svo við formönnum banka- ráða Nýja Kaupþings og Nýja Glitn- is að þeir hefðu sagt af sér. Einnig sagði hann hörmulegt og ómaklegt að ráðuneytisstjórum forsætis- og fjármálaráðuneyta hefði verið vikið til hliðar. Þeir hefðu gegnt lykilhlut- verki í stjórnkerfinu frá banka- hruninu. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði hins vegar að sjálfstæðismenn hefðu meiri áhyggj- ur af atvinnu tveggja flokksgæðinga en atvinnuleysi 13-14 þúsund manns. Dýpri kreppa en áður var talið Geir H. Haarde Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.