Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Nú þegar elsku amma hefur kvatt okkur og er komin á betri stað hrannast upp minningarnar enda eyddum við amma miklum tíma saman. Það er margt sem hún hefur kennt mér sem gleymist aldrei. Amma var ekki bara amma mín, heldur líka besta vinkona sem nokkur getur átt. Henni var hægt að treysta fyrir öllu og þau voru mörg leyndarmálin sem amma tók með sér. Hún var alltaf tilbúin með útrétta hjálparhönd. Það var ótrúlegt þegar maður hugsar til baka að það var nánast ekkert sem amma gat ekki. Hún reddaði öllu, alveg sama hvað var. Amma skammaði aldrei og hafði óþrjótandi þolinmæði. Það voru allt- af rólegheit og þægilegt andrúms- loft hjá ömmu. Hún var aldrei að flýta sér og hafði alltaf tíma. Amma sagði aldrei „bíddu aðeins“. Kær- leikurinn og væntumþykjan til okk- ar barnanna var dýpri en svo að hægt sé að skilja það til fullnustu. U.þ.b. hálfum sólarhring áður en amma dó sat ég við rúmið hennar. Elín Sigurbjört Sæmundsdóttir ✝ Elín SigurbjörtSæmundsdóttir fæddist í Eyjarhólum í Mýrdal 10. sept- ember 1922. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 10. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 23. janúar. Ég hélt að hún væri meðvitundarlaus. Ég hallaði mér að henni og sagði: „Elsku amma, mér þykir svo vænt um þig.“ Mér brá heldur þegar amma opnaði augun, tók utan um mig og sagði: „Mér þykir líka svo vænt um þig.“ Svo sofnaði hún aftur. Ég og amma löbbuðum oft út í Jóabúð. Þar var ekki verið að fylgjast með hvað fór í körfuna og allt var látið eftir manni. Svo voru það föstu liðirnir: Pipar- mintukexið í grænu pökkunum og rauða teið handa Gumma, kara- mellukex handa okkur krökkunum og perubrjóstsykur handa Finni. Þegar við komum heim fór hann innst í efri skápinn svo enginn tæki hann nema Finnur. Amma vissi al- veg hvað hverjum fannst best og passaði alltaf upp á að nóg væri fyr- ir alla. Í sveitinni sátum við amma tím- unum saman og spiluðum. Ein- hverra hluta vegna vann ég alltaf! Þegar ég fór að sofa sat amma við rúmstokkinn og bað með mér bænir og sat hjá mér þar til ég sofnaði. Hún reyndi aldrei að laumast út. Mörgum fannst amma dekra of mik- ið við okkur og stríddu henni. „Já, geriði bara grín!“ sagði hún þá. Henni var sko alveg sama. Það er ótrúlegt að það eru bara rúm þrjú ár síðan amma og mamma heim- sóttu okkur Odd til Óslóar. Þar ark- aði amma um alla borg í ískulda og blés varla úr nös. Allt farið í strætó og lestum og sú elsta gaf okkur ekk- ert eftir og naut þess að skoða sig um. Eftir að við fluttum heim og á neðri hæðina hjá ömmu tók ég hana stundum með mér í bíltúr og í búðir. Alltaf ef ég bauð henni með mér sagði hún: „Já, ef þér leiðist að fara ein.“ Hún leyfði sér aldrei neitt af því að hana langaði það. Það þurfti allt að vera fyrir aðra gert. Ef mað- ur kom með eitthvað handa henni sagði hún alltaf: „Hvað ertu að gera?“ Það var svo gaman að gera eitthvað fyrir ömmu. Hún var alltaf svo innilega þakklát fyrir minnstu hluti. Hún setti sig alltaf í síðasta sætið, allir aðrir gengu fyrir. Það minnir á góð orð úr Biblíunni: Þeir síðustu verða fyrstir og Sælir eru hógværir því þeirra er Guðs ríki. Þannig treysti ég að hafi verið tekið á móti ömmu og það huggar í sorg- inni. Ég kveð ömmu með sömu orð- um og hún kvaddi mig alltaf: Bless ástarengillinn minn og Guð veri með þér. Þín ömmustelpa, Ella Björg. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Mér fannst alltaf svo gott að koma heim til þín og afa með pabba að horfa á meistaradeildina. Þú tókst fullan þátt í fótboltanum og svo í hálfleik þá bakaðir þú alltaf pönnu- kökur handa okkur. Ég kveð þig með söknuði, amma mín. Finnur Þór. Það er svo skrítið að koma á Borgó núna þegar amma er farin. Þegar stóllinn hennar er auður. En það er svo margs að minnast þegar ég hugsa um ömmu, þessa góðu konu sem setti sjálfa sig alltaf í síð- asta sætið. Það var alltaf hún sem vildi gera allt fyrir alla, þegar ein- hver gerði eitthvað fyrir hana sagði hún alltaf „þið hafið svo mikið fyrir mér“. Það var svo gaman að gleðja ömmu, bara að heimsækja hana var nóg. Ég minnist mest allra stund- anna sem við áttum saman í sveit- inni. Þar gisti ég oftast, hjá ömmu í hennar bústað. Við fundum okkur alltaf eitthvað að gera. Spiluðum, horfðum á sjónvarpið eða einfald- lega spjölluðum saman. Þegar ég var yngri fórum við stundum í hár- greiðsluleik, þá mátti ég greiða ömmu og setja í hana „tígó“ eða tagl. Ömmu leið alltaf best í sveitinni. Þó að amma væri ekki mikil fé- lagsvera vildi hún alltaf vera umvaf- in fjölskyldunni. Amma var alltaf til staðar og hún átti allan tímann í heiminum fyrir okkur barnabörnin. Hún gerði allt sem við báðum hana um. Hún sagði aldrei nei. Amma hefur alltaf verið dugleg kona og gert allt sjálf. Málað sumarbústað- inn, gert við allt heima á Borgó og þrifið allt í hólf og gólf. Amma var besta amma í heimi og hún muna ávallt lifa í minningunni sem einstök kona sem alltaf vildi allt fyrir aðra gera. Ég á alltaf eftir að sakna ömmu. Við vorum bestu vinkonur og við hittumst næstum á hverjum degi. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. Þessa bæn varstu síðan vön að fara með fyrir mig áður en ég sofn- aði: Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. Hvíldu í friði elsku besta amma mín. Þín besta vinkona, Hrefna Björk. Elsku amma mín, það er erfitt að kveðja þig en ég er svo heppin að eiga svo margar yndislegar minn- ingar, hvar á ég að byrja? Fyrsta almennilega minningin mín er frá því þú varst að passa mig og ég gisti hjá þér. Þú lást við hlið- ina á mér og varst að svæfa mig en ég vissi að þú myndir fara þegar ég sofnaði en þú sagðir: „Nei, nei elsk- an mín, ég verð hjá þér.“ Ég gafst ekki upp fyrr en þú varst komin í náttfötin og búin að bursta tennur og allt. Morguninn eftir vaknaði ég og þú varst ekki í rúminu, þú sagð- ist hafa þurft að fara upp að gera morgunmatinn. Svona varstu alltaf góð við okkur og gerðir allt, alveg sama hvað það var. Alltaf áttir þú grænan frostpinna í frystikistunni eða karamellukex inni í skáp og nægan tíma til að spjalla eða hlusta, alveg sama hvað maður var að bulla, aldrei dæmdir þú. Það var ekki lítið sem við spjöll- uðum þegar ég gekk með hana Anítu Björk mína, þá kom ég til þín á hverju kvöldi og við prjónuðum saman; ég peysu á Anítu og þú peysu á Ellu, en peysan var svo handa mér. Og hvað þú hlóst að mér þegar ég prjónaði peysuna á hann Bjarna og hálsmálið var svo þröngt. Þú spurðir hvort ég hefði ruglast á erminni og hálsmálinu og lagaðir það fyrir mig. Það verður skrítið að koma á Borgó og sjá þig ekki efst á pallinum að taka á móti manni. Ég vil þakka þér fyrir öll árin sem ég átti með þér og fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst, elsku amma mín. Oddný Marie Guðmundsdóttir. Elsku amma. Lengi hef ég vitað að einhvern tímann kæmi að því að þú myndir yfirgefa þennan heim en þegar til þess kom var ég þrátt fyrir allt ekki undir það búin. Allar góðu minningarnar um samverustundir okkar streyma um hugann. Það var alltaf gott að koma til þín enda dekraðir þú við mig eins og prins- essu. Um leið og ég lærði á strætó 7 ára gömul lá leiðin ósjaldan í heim- sókn til þín. Eitt sinn tæmdi ég baukinn minn til að eiga fyrir far- gjaldinu í strætó og mætti í vagninn með fullan nestispoka af 10- og 5- eyringum til að eiga fyrir fargjald- inu sem var um 8 krónur. Aldrei sá ég eftir þessum aurum enda biðu mín ávallt hlýjar móttökur og skemmtilegar umræður og síðast en ekki síst skápur fullur af góðgæti. Ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér, elsku amma mín. Vildi bara óska þess að hann hefði verið lengri. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) María Kristín. Mín fyrstu kynni af Ellu voru þegar ég fór til hennar á Borgar- holtsbrautina og var að sækja lykil að bíl Guðmundar sonar hennar, sem ég var að fá að láni til að kom- ast á í réttir. Ég dauðkvíðin að hitta hana, því mér fannst ég dálítið frökk að fá bílinn lánaðan. Ég hringdi bjöllunni og þá er svarað um hæl, „komdu bara upp“. Það gerði ég og þá tók á móti mér yndisleg kona, mjög hispurslaus í fasi og bauð mér strax kaffi. Auðvitað var kaka á borðum, heimabökuð. Ég fór að af- saka lánið á bílnum en þá svaraði Ella um hæl: „Hvað heldur þú manneskja, þú verður komast í rétt- irnar.“ Ekki þurfum við bílinn og Guðmundur í Þýskalandi og rétti mér lykilinn. Svona var Ella, ekki með neinar vífilengjur um hlutina, þeir voru bara gerðir án orða. Ég kom af og til á Borgó, eins og heimili hennar var kallað. Við Ella spjölluðum um heima og geima en mest þó um barnabörnin hennar. Þau voru heppin að eiga svona ömmu sem var alltaf til staðar og miklu meira en amma, líka vinkona þeirra. Oft sagði hún mér hvað hún væri heppin að eiga öll þessi ynd- islegu börn og barnabörn, „þau eru sko mikið góð við mig“. Hún talaði oft um veru sína með Ellu dóttur sinni og hennar fjölskyldu í sum- arbústaðnum á Bergsstöðum, þar leið henni vel úti í náttúrunni með sínum nánustu. Ég heimsótti Ellu í hinsta sinn rétt fyrir jólin, þá var ég búin að heyra af veikindum hennar. Við fengum okkur kaffi saman og spjöll- uðum, en það vantaði neistann hjá minni vinkonu. Ekki kvartaði hún, sagði að hún fyndi hvergi til. Við kvöddumst innilega og það seinasta sem Ella sagði við mig var „ég vona að ég lifi að hitta þig aftur Dísa mín“. Það varð ekki, en ég veit að Ella varð hvíldinni fegin og sín veikindi tók hún af sama æðruleysinu og allt hennar líf byggðist á. Eldri sonur minn sagði við mig fyrir nokkrum árum að „sér fyndist erfitt til að hugsa hve margir af okkar vinum væru orðnir gamlir því maður getur ekki hugsað lífið án þeirra“. Þannig verður það með Ellu, það verður tómlegt að hafa hana ekki, þó okkar samskipti væru í raun aldrei mikil, þá voru þau ákaflega góð og notaleg. Ég á eftir að hugsa oft til hennar. Að síðustu votta ég og fjölskylda mín manni hennar Grími og fjöl- skyldunni allri, okkar dýpstu sam- úð. Þórdís Einarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elskuleg Elín Sigurbjört hefur nú gengið lífsins veg. Minningarnar eru margar um sterka konu sem þekkti tímana tvenna. Hún hefur lif- að hraða þróun mannlífsins og verið þátttakandi í sigrum og ósigrum. Ella var ein af „frumbyggjum“ Kópavogs ásamt manni sínum Grími. Þar kynntist ég Guðmundi, syni þeirra, þegar við hófum skóla- göngu í Kársnesskóla. Við urðum bestu vinir. Sú vinátta hefur enn styrkst og dýpkað og nýtur við enn þann dag í dag. Mér er minnisstæð þessi ljúfa og hægláta kona sem alla tíð hélt börn- um og stórri fjölskyldu saman á fal- legu heimili. Tengslin við fjölskyld- una eru mér ómetanleg þar sem ég fann mig ávallt velkominn. Mig langar að rifja upp eina æskuminn- ingu, „bílskúrsbandið“ hans Guð- mundar. Einu sinni sem oftar voru nokkrir tólf og þrettán ára áhuga- samir unglingsstrákar að tilbiðja tónlistargyðjuna og reyna á tónlist- arhæfileika sína í bílskúrnum á Borgarholtsbrautinni. Eftir á að hyggja hlýtur þessari hljóðu konu að hafa ofboðið hávaðinn því þegar hún kom inn til að bjóða okkur upp á hressingu var hún auðvitað að þagga niður óhljóðin. En aldrei voru neinar skammir og alltaf var Ella yfirveguð sama á hverju gekk. Mig langaði að deila þessari minningu til að lýsa persónuleika þessarar sterku en jafnframt afar ljúfu konu. Elsku Grímur, Jón, Guð- mundur, Finnur, Elín, tengdabörn og afkomendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Baldvin Einarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JASONAR JÓHANNS VILHJÁLMSSONAR, Frostafold 6, Reykjavík. Kærar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilis Eirar á 4. hæð og 2. B. Guð blessi ykkur öll. Anna María Lárusdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Ómar Jóhannsson, Rósa Valdimarsdóttir, Anna Rósa Jóhannsdóttir, Páll Sturluson barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR SIGURÐARDÓTTUR ljósmóður, Miðtúni, Grímsey, og heiðruðu þannig minningu hennar. Bjarni Magnússon, Siggerður Hulda Bjarnadóttir, Ólafur Árnason, Sigurður Ingi Bjarnason, Steinunn Stefánsdóttir, Kristjana Bára Bjarnadóttir, Grétar Erlendsson, Magnús Þór Bjarnason, Anna María Sigvaldadóttir, Bryndís Anna Bjarnadóttir, Jón Andri Finnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, JÚLÍUS HUXLEY LOFTSSON tölvuforritari, lést á heimili sínu í Los Angeles þriðjudaginn 16. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey og hann jarðsettur í Hólavallakirkjugarðinum við Suðurgötu. Loftur Loftsson, Rósa Loftsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.