Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 ✝ Sigurður Ein-arsson fæddist á Hvalnesi í Lóni 23. júní 1925. Hann lést á Landspítala, Landakoti 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Einar Eiríksson frá Hvalnesi, bóndi og kaupmaður, f. 10.6. 1883, d. 3.1. 1973, og Guðrún Þórð- ardóttir frá Viðborði á Mýrum, f. 14.9. 1884, d. 9.7. 1926. Systkini Sigurðar voru: Stúlka, f. 19.10. 1911, d. 25.10. 1911, Eirík- ur, f. 1.4. 1913, d. 11.4. 1913, Guð- björg f. 9.7. 1914, d. 31.7. 1999, Þorbjörg, f. 16.5. 1916, d. 14.12. 2004, Eiríkur, f. 28.4. 1919, d. 21.10. 1994, Sólrún, f. 26.8. 1921, d. 14.12. 1996. Sigurður kvæntist 30. október 1959 Guðnýju Egilsdóttur frá Þór- isdal í Lóni, f. 27. desember 1936. Foreldrar Guðnýjar voru Egill gamall og ólst hann upp hjá föð- ur sínum á Hvalnesi, föðurömmu og föðursystkinum, Oddnýju Sig- ríði og Sigurði. Guðný og Sig- urður byrjuðu búskap sinn árið 1958 í Reykjavík. Þau fluttust á Höfn árið 1959 og bjuggu þar til ársins 1989. Þá fluttust þau til Reykjavíkur og áttu heimili á Ás- vallagötu 17, þar sem Sigurður bjó til æviloka. Sigurður byrjaði ungur að stunda sjómennsku. Hann lauk vélstjóranámi árið 1949 og stýrimannaskólanum ár- ið 1959. Mestalla ævi stundaði hann sjómennsku, sem vélstjóri en einnig stýrimaður og skip- stjóri, lengst sem vélstjóri á Frey sf. Samhliða sjómennskunni stundaði hann ýmiskonar vinnu við viðhald og smíðar. Sigurður fór í land árið 1979 og vann við smíðar og viðhald hjá Varnarlið- inu á Stokksnesi ásamt fleiru. Eftir að hann flutti til Reykjavík- ur vann hann við viðhald á tæknideild Borgarspítala Reykja- víkur allt til starfsloka. Útför Sigurðar Einarssonar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstudaginn 13. febrúar, kl. 13. Benediktsson, f. 7.2. 1907, d. 18.11. 1986, og Guðfinna Sig- urmundsdóttir, f. 25.1. 1911, d. 25.8. 1999. Dætur Sig- urðar og Guðnýjar eru: 1) Oddný Þóra, f. 20.2. 1960, maki Hrafn S. Melsted, f. 15.10. 1959. Börn þeirra eru: Sigurður Már og Sigursteinn Orri. 2) Hildur Ár- dís, f. 27.6. 1961. Barnsfaðir Brynjar Einarsson, f. 9.2. 1965. Börn þeirra eru: Einar og Guðný Hödd, d. 2004. 3) Eva Guðfinna, f. 8.6. 1962. 4) Erna Guðrún, f. 8.6. 1962. 5) Anna Signý, f. 13.9. 1963, maki Kamel Benhamel, f. 18.2. 1967. Börn þeirra eru: Örn Calvin, Sólon og Embla Signý Helena. Áður átti Guðný dótt- urina Huldu Árdísi, f. 22.8. 1954, d. 9.6. 1957. Sigurður missti móður sína árs- Þú valdir fallegasta vetrardaginn til að kveðja, enda mikill áhugamað- ur um veðrið. Undanfarna daga og reyndar mánuði hafa óteljandi mörg dýrmæt minningabrot farið í gegnum hugann og þar hljómar líka söngurinn „ó, pabbi minn, hve und- ursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag“. Mánuðir sem ég er svo þakklát og sátt við að hafa fengið að vera svo mikill þátttak- andi í. Það sem upp úr stendur og allt um kring er endalaust þakklæti fyrir allan kærleikann, væntum- þykjuna og stóru, hlýju, sterku og traustu höndina þína sem var svo ótrúlega gott að halda í alveg fram á síðustu stundu. Ég var strax mikil pabbastelpa, getur verið að ég muni tæplega þriggja ára eftir að hafa laumast með þér á fætur áður en þú fórst í vinnuna til að fá kaffisopa með þér, kannski komin skýring á mínum kaffivenjum? Þú byggðir Miðtúnið, miðju alheimsins, smíðaðir bátinn í bílskúrnum og við fengum allar að hjálpa til. Endalaus sumur og alltaf gott veður með silungsveiði í Firð- inum og uppi í Lóni þar sem stund- um var líka veidd lúra, selur og áll og endalaust verið að gera við mót- orana. Átti alltaf jafn erfitt með að skilja hvernig þú fannst alltaf öll bólin aftur. Forréttindi að vera með þér í þessu stórbrotna og fallega umhverfi og læra að umgangast það af virðingu og taka eftir öllu því undursmáa sem spilaði svo stórt. Þið mamma voruð einstakar fyr- irmyndir sem létuð þetta ekki nægja heldur fóruð í ótal útilegur og bíltúra með stóra hópinn ykkar. Alveg fram undir það síðasta varstu að fást við útreikninga. Ég nýtti mér óspart stærðfræðikunn- áttu þína þegar ég þurfti aðstoð og voru það ljúfar stundir. Við kosn- ingar varst þú alltaf löngu búinn að reikna allt út áður en úrslit lágu fyrir. Þú fylgdist alltaf vel með þjóðmálaumræðunni og hafðir sterkar skoðanir á henni og mikla réttlætiskennd, ástandið í dag kom þér ekki á óvart miðað við hvernig haldið hafði verið á spilunum und- anfarin ár. Það var ljúft að hefja búskap á loftinu hjá ykkur mömmu og þar ætlaði ég einu sinni alltaf að búa. En það fór öðruvísi eins og svo margt annað. Það er þyngra en tár- um taki en ég mun berjast áfram. Öll mín bros og öll mín tár eru þaðan runnin, gleðin ljúf og sorgin sár af sama toga spunnin. (Ö.A.) Frumburðurinn nýfæddur og með hendur alveg eins og þú sem að sjálfsögðu fékkst nafna sem er þegar farinn að tileinka sér hluta af fjölmörgum eiginleikum þínum. Sá yngri fékk veiðiáhugann og þótti þér ótrúlega gaman að fylgjast með ákafanum hjá honum. Þú þurftir meira að segja að taka bátinn hans sem þú smíðaðir í slipp. Þúsund þakkir fyrir að skjóta skjólshúsi yfir fjölskylduna mína þegar við vorum að byggja. Það var erfitt að þiggja en yndislegt að sjá hvernig strákarnir mínir kynntust þér allt öðruvísi. Ekki bara að við rændum herberginu ykkar heldur líka þér þar sem þú stóðst alltaf tilbúinn að fara upp í hús. Þar áttu óteljandi handtök og ennþá fleiri góð ráð, öll fallegu listaverkin sem þú töfraðir fram og húsgögnin. Minning þín lifir að eilífu og ég mun alltaf sakna þín. Þín Oddný. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt, þú varst yndislegur pabbi og ennþá yndislegri afi. Allt sem þú gafst mér og börn- unum mínum mun aldrei gleymast. Það setti að mér djúpan söknuð þetta fimmtudagskvöld, þegar mér var sagt að þú værir dáinn, en mitt í allri sorg er hægt að finna gleði. Ég vissi að vel yrði tekið á móti þér af litlu yndislega fallegu stelpunni sem þér þótti svo undurvænt um. Allar fallegu minningarnar með þér komu upp í huga mér; hvað gaman var að fara með þér að veiða, þegar ég var lítil stelpa, upp í lón á árabátnum þínum, sem þú smíðaðir svo faglega með aðstoð fimm smástelpna. Þeirri hlið á þér kynntust börnin mín aldrei, en þess í stað fórum við fjögur oft upp að Elliðavatni til að veiða á stöng, öll- um til mikillar ánægju, þó að lítið færi fyrir aflabrögðum, ég minnist þess ekki að við höfum fengið fisk en það skyggði ekkert á gleðina að fara að veiða með afa. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og varst mjög handlaginn við allt, það skipti þá ekki máli hvað það var, þetta hefur sonur minn lært af þér og stendur sig mjög vel, ég er stolt af honum. Börnin mín kynntust þér best sem afa sem alltaf var til staðar og ef þú varst týndur þá varstu bara niðri í kjallara á Ásvallagötunni að smíða og lærðu þau bæði mikið um smíðar hjá þér og elskuðu þig skil- yrðislaust. Ég veit að við höfðum líkt skap og húmor. Það kom fyrir að þú sagðir við mömmu að þú ætlaðir að- eins að skreppa í BYKO, en sú stund, að þú kæmir heim aftur, dróst oft því þá hafði þér dottið í hug að líta inn hjá mér til að spjalla og áttum við alltaf mjög góðar stundir saman og enduðu alltaf heimsóknir þínar með hlátri, þeim mikla hlátri sem einkenndi þig ein- an og sem mér þótti svo undurvænt um, því það var ekki annað hægt en að hlæja með þér. Einn daginn þegar sonur minn var u.þ.b. þriggja ára sat hann við eldhúsborðið heima með báðar hendur á höfði sér og var að reyna að krumpa á sér ennið. Ég spurði hann hvað hann væri að gera, hann vildi líkjast þér meira (sem sagt líka í útliti) og ef hann gerði þetta oft þá mundi hann fá hrukkur á ennið eins og þú. Þú varst svo mikið elskaður af minni fjölskyldu að ég ætla að fara með bæn sem börnunum mínum þótti vænst um. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Ég bið algóðan guð að vera með mömmu, syni mínum, systrum, mágum og barnabörnum þínum öll- um á þessum erfiðu stundum. Þín dóttir, Hildur Árdís. Þú kvaddir á fallegum vetrardegi elsku pabbi minn. Þá leitaði á mig minning er ég hélt um höndina þína sem eitt sinn leiddi mína. Ein af fyrstu æskuminningunum, ég og þú á göngu til Eiríks bróður þíns. Ég að leiða pabba minn á sólríkum degi, minning um stóra, hlýja, trausta föðurhönd. Ég man ferðir upp í Bæ að veiða, þar sem við misstum þann stærsta. Upp í Lón og Nes að vitja um álagildrur. Báta- smíðar í bílskúrnum og úti á firði var gaman að vera með að vitja neta eða að horfa eftir sel. Þú og fjallið þitt, fjörurnar og ýmsar göngur. Hendurnar þínar nánast töfruðu fram húsgögn, rúm, kommóður, skrifborð, stóla og borð og seinni árin bættust við útskurður, renndir munir og tálgaðir fuglar. Öll áhrifin sem það hafði á mig að fylgjast með og sjá þig vinna. Að upplifa alla þá þolinmæði, útsjónarsemi og vinnu- lagni sem þú bjóst alltaf yfir. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf til staðar, fyrir alla. Alla tíð stóðuð þið mamma saman svo samstiga í að vera til staðar fyr- ir þá sem ykkur þótti svo vænt um og það gerðuð þið heilshugar og af hjartahlýju. Og þannig var það líka frá því að systir mín kom heim frá Kristjaníu, fársjúk, með Einar litla með sér. Þið voruð stoð og stytta eins og alltaf og það var ekki alltaf auðvelt. Að þurfa svo síðustu æviár- in að ganga í gegnum þá sorg og upplifa að lífið breyttist í hið svart- asta víti hér á jörð. Sem það gerði, þegar systir mín tók líf dóttur sinn- ar, Guðnýjar Haddar. Það var svo óbærilegur sársauki að lifa við. Á þeirri stundu átti ég erfitt með að ímynda mér hvernig öldungnum í hópnum leið. Í tæp fimm ár höfum við nú leitað svara frá heilbrigðis- og félagslega kerfinu, velferðarkerfi sem stendur ekki undir nafni og kýs að láta að- standendur sitja uppi með allan þann sársauka sem af slíku hlýst. Í okkar samfélagi er líf fólks lítils metið og víða lokast dyr. Við bíðum enn svara og faðir minn spurði frétta stuttu fyrir jól, nú er hann dáinn. Sigurður Einarsson ✝ Óskar GústafIngjaldur Jensen fæddist 18. ágúst 1906 á Ísafirði. Hann lést 4. febrúar sl. en síðustu árin dvaldist Óskar á hjúkr- unarheimilinu á Víf- ilsstöðum. Foreldrar hans voru Jens Friðrik Jensen frá Færeyjum og Málfríður Magn- úsdóttir frá Ísafirði. Móðir Óskars lést ár- ið 1914 þegar hann var 8 ára gamall. Var hann þá send- urn í fóstur til Færeyja ásamt 3 yngri bræðrum. Óskar lærði prent- iðn í Þórshöfn og fluttist aftur til Ís- lands um tvítugt. Árið 1930 hóf hann sambúð á Ísafirði með Hans- ínu Hannibalsdóttur. Þau eignuðust 5 börn: Aðalheiður, búsett í Bandaríkj- unum, Gústaf sem kvæntur er Krist- björgu Mark- úsdóttur, þau búa í Hveragerði, Mál- fríður, búsett í Dan- mörku, Anna Júlía, búsett í Hafnarfirði, Ómar sem er kvænt- ur Ólafíu Sigur- garðsdóttur, búsett í Kópavogi. Óskar starfaði við prent- verk, lengst af á Ísa- firði, í Kaupmannahöfn og Reykja- vík. Frá 1956 bjuggu þau Hansína í Kópavogi. Hansína lést árið 1995. Afkomendur þeirra eru í dag 65 talsins. Útför Óskars verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Sólin snertir sjóinn og bráðnar í kyrrð hans. Hún rennur út í ljósveg í roðnuðu ljóstrafi. Ljósvegurinn flýtur á glampandi gárum. Dimman sveimar yfir, en friðurinn ríkir. Ljósvegurinn flöktir og tíminn nemur staðar. Ég sé fyrir mér svip himnaríkis. Dagurinn er liðinn, eilífðin er eftir. (Toshiki Toma) Megi elsku afi okkar hvíla í friði. Ingibjörg Lilja, Ninja og Sóley. Þú kenndir mér að tefla, er oftast það fyrsta sem kemur í huga mér þegar ég hugsa til þín. Þú komst í heimsókn til okkar á Suðureyri þeg- ar ég var lítil, og þér fannst það ekki gott mál að ég kynni ekki að tefla. Við sátum í stofunni heima og þú lagðir mér skákreglurnar og svarað- ir endalausum spurningum um „hvers vegna?“ og „af hverju er það ekki hinsegin?“ með ótakmarkaðri þolinmæði. Ég man að ég bað mömmu um að leyfa þér að vera hjá okkur, og bauðst til að láta eftir þér herbergið mitt og ég myndi vera á ganginum. En þú tókst það ekki í mál. Sagðir að ung stúlka eins og ég þyrfti að hafa herbergi. Kristbjörg Árný Jensen. Óskar Jensen Fyrir hálfri öld var orðið náttúrufræðing- ur heiti yfir stétt manna. Nú nota fáir það sem starfs- heiti. Það hefur þokað fyrir titlum sem endurspegla síaukna sérhæf- ingu. Freysteinn var náttúrufræð- ingur í víðasta og besta skilningi þess orðs. Hann jarðfræðingur að mennt og vann lengst að vatnarann- sóknum en hafði eina breiðustu þekkingu í almennri náttúrufræði sem við höfum kynnst. Fáir þekktu Ísland jafnvel og hann. Freysteinn var eftirsóttur liðs- maður í ótal verkefnum, bæði vegna yfirburðaþekkingar sinnar og líka vegna þess að hann lagði gott til allra mála og var einstaklega bón- góður. Hann var fulltrúi Land- verndar í Rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma 1999-2003 og starfaði þar með okk- ur í faghópi 1. Verkefni faghópsins var að meta og raða mögulegum virkjunarkostum út frá áhrifum á náttúru og menningarminjar. Frey- steinn var í raun margra manna maki. Jarðfræðingurinn Freysteinn kunni skil á berggrunni og lausum jarðlögum, vatnafræðingurinn hafði á takteinum upplýsingar um rennsl- ishætti einstakra vatnsfalla og gat upplýst um stöðu þekkingar í jarð- hita á hverju háhitasvæði. Frey- steinn starfsmaður Orkustofnunar sá um að útskýra virkjunartilhögun einstakra kosta, meðan orðasmið- urinn Freysteinn lagði til haganleg nýyrði fyrir aðferðafræðina sem hópurinn þróaði. Hann þekkti af eigin raun nánast öll svæðin sem voru til mats, nöfn á öllum kenni- Freysteinn Sigurðsson ✝ Freysteinn Sig-urðsson fæddist á Reykjum í Lundarreykjadal 4. júní 1941. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 8. janúar. leitum og gat rakið sögu héraða og sagt frá atburðum. Freysteinn hafði jafngaman af því að skoða hið smáa í nátt- úrunni og grúska í hinu stóra samhengi hlutanna. Hann naut sín hvergi betur en sem leiðsögumaður um náttúru Íslands eins og þeir mörgu geta borið vitni um sem námu fróðleik hans í ótal ferðum sem hann leiddi, ekki síst sem for- maður Hins íslenska náttúrufræði- félags um árabil. Það duldist engum sem ferðaðist með Freysteini að hann var tengdur landi sínum sterkum böndum. Tungutak Freysteins var kjarn- yrt og mjög persónulegt. Hann var ötull við að snúa erlendum fræði- heitum á íslensku, tókst oftast prýðilega upp og faðernið leyndi sér sjaldan. Skrif hans endurspegla hvernig hann naut náttúrunnar sem fagurkeri og um leið sem óþreyt- andi fræðimaður. Lokaorð Frey- steins sjálfs í grein í Árbók Ferða- félags Íslands 1988 lýsa í senn sýn hans og stíl: „Enginn þarf að láta sér leiðast að Fjallabaki sem yndi og ánægju hefur af fegurð jarðar og hlýða kann á hljómkviður jarðlag- anna. Þar má una löngum stundum. Fátt eitt hefur verið fært í letur af furðum jarðar á þessum slóðum, en sá sem fer þar um með opin augu mun fljótt finna margt athugunar- vert sem hér er ekki nefnt. Vona ég að greinarkorn þetta megi greiða einhverjum götu að jarðgleði, eins og sumir jarðfræðingar segja.“ Að Freysteini gengnum er skarð sem erfitt verður að fylla, en verk hans munu lifa og nýtast við nýtingu og verndun íslenskrar náttúru um ókomna tíð. Missir okkar er mikill, en missir fjölskyldu hans er enn meiri. Við færum henni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Gísli Már Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.