Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 45
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FRÍRITIÐ frjóa Grapevine hleypir nýrri tónleikaröð af stokkum í kvöld í nýlenduvöruverzlun Hemma & Valda á Laugaveginum. Kallast hún Grapevine grasrót, er keyrð í sam- starfi við Gogoyoko.com og eru það hljómsveitirnar Bárujárn, Swords of Chaos og Faðir vor sem ríða á vaðið. Gengið yfir mörk Bárujárn var stofnuð í haust og vakti rækilega athygli í hljóm- sveitakeppninni Global Battle of the Bands sem haldin var í nóvember. Landaði hún þriðja sæti en í umsögn Morgunblaðsins sagði m.a.: „Frum- leg og nýskapandi og blandar ólíkum stefnum og stílum óhikað saman. Brimbrettarokk, þeramín, naskt sýrurokk og go-go-píur voru í blönd- unni … Þetta á ekki að virka en það gerir það samt. Snilldarband.“ Leif- ur Ýmir Eyjólfsson trymbill segir að bandið hafi orðið til á „náttúrulegan“ hátt, meðlimir hafi verið innan sama vinahrings æði lengi. Hekla, þeram- ínleikarinn knái, setti svo kommuna yfir í-ið eins og hann orðar það. Æfa mikið, semja mikið, spila mikið Efnilegt Framsækin rokkspeki hljómsveitarinnar Bárujárns virkar. „Ham að spila í mynd eftir David Lynch. Það er eitt af því sem ég hef heyrt. Við lögðum upp með það að hræra saman og ganga yfir mörk. Brimbrettatónlist varð okkur snemma hugleikin og svo er alls kyns dóti hent saman við. Þetta hljómar furðulega út á við en meikar fullkominn sens innan bandsins. Tónlistin rennur frekar auðveldlega upp úr okkur.“ Tónleikar sveitarinnar þykja æv- intýralegir og snúast stundum hálf- partinn upp í súrrealískan gjörning. „Go-go-dansararnir sturlast venjulega á tónleikum og detta út um allt, m.a. á trommusettið. Þá er enginn hægðarleikur að leika á við- kvæmnislegt hljóðfæri eins og þe- ramín inni á sveittum, troðnum búll- um. Þetta getur orðið ansi skrautlegt.“  Hin ofurefnilega sveit Bárujárn spilar í nýrri tónleikaröð Grapevine í kvöld  Tónlistinni lýst eins og „Ham að spila í mynd eftir David Lynch“ Leifur segir að bandið sé í miklum gír akkúrat núna. Þau æfi mikið, spili mikið og semji mikið. „Við erum að taka upp stuttskífu í hljóðveri Listaháskólans. Við ætlum að pressa hana sjálf í 100 eintökum eða svo, dreifa á tónleikum og svo- leiðis. Við viljum dúndra því sem við höfum núna út strax. Svo langar okkur mjög mikið til að leggja í breiðskífu þegar fram líða stundir.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Sýnd kl. 3:30, 5:45, 8 og 10:20 SÝND Í SMÁRABÍÓI BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þegar tvö brúðkaup lenda upp á sama daginn fara bestu vinkonur í stríð! HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON - DÓRI DNA, DV - K.G., FBL - Ó.T.H., RÁS 2 - S.V., MBL 550 kr. fyrir b örn 650 kr. fyrir f ullorðna OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 10 POWERSÝNING POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Fanboys kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Fanboys kl. 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Bride Wars kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Hotel for dogs kl. 3:40 - 5:45 LEYFÐ Skógarstríð 2 kl. 3:45 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ Sýnd kl. 4 og 6Sýnd kl. 8 SÝND MEÐ Í SLENSKU T ALI Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku taliSýnd kl. 8 og 10:20 -bara lúxus Sími 553 2075 HANN ELSKAR ATHYGLI HANN ER VINSÆLL MEÐAL KVENNA Frábær gamanmynd um fimm vini sem brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I. Sjón er sögu ríkari! Með aðalhlutverk fer m.a. Dan Fogler úr Balls of Fury, Good Luck Chuck og School For Scoundrels. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI - S.V., MBL Valkyrie kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Villtu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Skoppa og Skrýtla í bíó kl. 4 DIGITAL LEYFÐ OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI NÝJASTA FJÖLSKYLDUGRÍNMYND WALT DISNEY SEM VAR TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS Frábær gamanmynd! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! besta leikkona í aukahlutverki. Leik- stjóri myndarinnar er Darren Aro- nofsky sem á baki myndir á borð við Requiem For A Dream, Pi og The Fountain. Erlendir dómar: Metacritic: 81/100 The Hollywood Reporter: 80/100 Variety: 100/100 The New York Times: 90/100 Beverly Hills Chihuahua Fjölskylduvæn gaman- og æv- intýramynd sem segir frá snobbaða Chihuahua-hundinum Chloe sem er í eigu hinnar fínu Vivian. Þegar Vivian fer til Evrópu og skilur Chloe eftir í umsjá hinnar óábyrgu frænku sinn- ar, Rachel, verður fjandinn hins veg- ar laus. Rachel ferðast til Mexíkós með vinum sínum en ekki líður á löngu þar til henni hefur tekist að týna Chloe, sem lendir í miklum vandræðum. Með aðalhlutverk og raddir fara Drew Barrymore, Jamie Lee Curtis, Andy Garcia, Placido Domingo og George Lopez. Erlendir dómar: Metacritic: 41/100 The Hollywood Reporter: 70/100 Variety: 60/100 The New York Times: 50/100 Mörgum þykir nafn sveitarinnar torkennilegt, t.a.m. fer lítið fyrir bárujárnsrokki í annars fjöl- skrúðugu rokki sveitarinnar. „Eins og við sjáum þetta, þá er þetta tvískipt orð sem á að kalla fram ólíkar tilfinningar,“ útskýrir Leifur. „Rómantískur særinn og svo hart járnið. Ljóð- rænt nafn. Í raun er þetta ekki tilvísun í klæðningarefnið – og ekki heldur í tónlistarstefnuna en við föttuðum þá tengingu ekki fyrr en eftir á!“ Bárujárn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.