Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞETTA eru dýrustu dagar ársins og það er ekki gott ef þeir sigla hjá hver af öðrum,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, í gær. Hann er áhyggjufullur vegna þess hve lítið hefur fundist af loðnu en verðmæti loðnunnar er mest um þessar mundir. „Hver dagur er hundraða milljóna króna virði og gjaldþrota þjóð veitir ekki af,“ segir Sigurgeir. Fyrstu loðnunni var reyndar land- að í Vestmannaeyjum í gær er Kap kom með um 400 tonn úr leitarkvót- anum og fór farmurinn að mestu í frystingu. Hrognafylling var um 18% og fer hrygnan á Japansmarkað, en hængurinn til Rússlands. Þá landaði Ásgrímur Halldórsson rúmlega 700 tonnum á Höfn í Hornafirði. Ekki er talið að margir dagar séu í hrygn- ingu. Sigurgeir segir að loðnan skipti gíf- urlega miklu máli fyrir atvinnulífið í Vestmannaeyjum. Sem dæmi nefnir hann að loðnuvertíðin standi undir yf- ir 25% af árstekjum félagsins í „eðli- legu árferði“. Loðnan var einnig dyntótt í fyrra- vetur og þá þurfti að gera hlé á veið- um þar sem Hafró hafði ekki tekist að mæla upp í útgefinn byrjunarkvóta. Síðan kom sterk ganga flestum að óvörum upp úr Reynisdýpi og að lok- inni mælingu þar var gefinn út 207 þúsund tonna kvóti samtals, en rúm 150 þús. tonn komu í hlut Íslendinga. Hagsmunir til framtíðar Sigurgeir Brynjar leggur áherslu á að mögulegar loðnugöngur verði rækilega vaktaðar á næstu dögum. „Ég er ekki til í að drepa niður loðnustofninn, til þess eru of miklir hagsmunir í húfi til framtíðar. Mun- urinn á loðnu og þorski er sá að ef þú veiðir ekki þorskinn í ár eru miklar líkur á að þú veiðir hann á næsta ári. Ef þú veiðir ekki loðnuna í ár eru hins vegar litlar eða engar líkur á að þú veiðir hana á næsta ári. Í loðnuleitinni síðustu daga er búið að leita úti fyrir Suðurlandi, grunnt og djúpt, langt austur á bóginn að færeysku lögsögunni, austurdjúpin og norðausturkantinn. Sú loðna sem fundist hefur er að mestu grunnt undan Suðurlandi á hraðri vesturleið. Þessi ganga virðist um tíu dögum fyrr á ferðinni en var í fyrra. Morgunblaðið/Sigurgeir Dýrustu dagarnir sigla hjá  Loðnu úr leitarkvótanum landað í Eyjum og á Höfn  Hrognafylling um 18% og styttist í hrygningu  Rækilega þarf að vakta mögulegar loðnugöngur næstu daga Verðmæti Margir bíða eftir að loðnuvertíð byrji af krafti. Það tekur um hálfan annan sólarhring að frysta þau 400 tonn sem Kap VE kom með til Eyja. EKKI hefur verið tekin ákvörðun um framtíð Bauhaus-bygginga- vöruverslunarinnar á Íslandi. „Við bíðum eftir framvindu mála. Ástand efnahagsmála þarf að kom- ast í jafnvægi áður en við tökum endanlega ákvörðun,“ segir Mads Jørgensen, forstjóri Bauhaus í Dan- mörku, í skriflegu svari til Morgun- blaðsins. Hann segir markmiðið auðvitað að opna byggingavöruverslunina en fyrst þurfi jafnvægi í efnahags- málum að komast á. „Það hefur alls ekki verið til um- ræðu að taka bygginguna niður og flytja hana til Danmerkur eða eitt- hvað annað,“ tekur Jørgensen fram. Til stóð að opna verslun Bauhaus á Íslandi í lok desember en fyrr í mánuðinum var tilkynnt að fresta yrði opnuninni. Hornsteinn var lagður að bygg- ingunni, sem er 22 þúsund fermetrar að flatarmáli, síðari hluta júnímán- aðar í fyrra. Byggingin er stálgrind- ahús, klætt samlokueiningum. Til að byrja með stóð til að ráða 150 manns í vinnu hjá Bauhaus. ingibjorg@mbl.is Örlög Bauhaus enn óráðin Beðið eftir jafnvægi í efnahagsmálum HULDA Gunn- laugsdóttir, for- stjóri Landspítala (LSH), hefur ráð- ið Björn Zoëga til áframhaldandi starfa sem lækn- ingaforstjóra. Þyngst vó í ráðn- ingu Björns reynsla hans í ákvarðanatöku á efsta stigi stjórn- unar á LSH á umbreytingartímum. Ráðið var til starfsins á grundvelli auglýsingar, viðtals og niðurstöðu nefndar landlæknis sem mat alla um- sækjendur hæfa til starfsins, eins og segir í tilkynningu frá LSH. Aðrir umsækjendur voru Friðbjörn Sig- urðsson, Kristján Sigurðsson og Vil- helmína Haraldsdóttir. Björn var ráðinn yfirlæknir á LSH í lok árs 2002 og sviðstjóri skurð- lækningasviðs árið 2005. Frá sept- ember 2007 hefur hann leyst af sem framkvæmdastjóri lækninga. Björn stýrir LSH áfram Björn Zoëga EFNAHAGSÁÆTLUN stjórnvalda sem unnin er í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (International Mo- netary Fund, IMF) gengur almennt vel, heildarmarkmið áætlunar ís- lenskra stjórnvalda og sjóðsins eru enn raunhæf, en nauðsynlegt er að vinna af einurð til þess að árangur náist. Þetta kemur fram í skýrslu starfsmanna IMF , sem birt var í gær að beiðni íslenskra stjórnvalda. Skýrslan byggist á vinnu sendi- nefndar sjóðsins sem hér var í des- ember. Í skýrslunni kemur fram að brýn- asta verkefnið til skamms tíma hafi verið að koma ró á gengi krónunnar og að mati IMF hafi það að mestu gengið eftir. Fjárlög ársins 2009 hafi einnig verið í samræmi við áætlunina og mótun stefnu í ríkisfjármálum til meðallangs tíma sé hafin. Endur- skipulagningu bankakerfisins miði sömuleiðis í rétta átt en þar séu þó meiriháttar verkefni framundan að mati starfsmanna sjóðsins. Í frétta- tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að það mat sé í sam- ræmi við skoðun íslenskra stjórn- valda á málinu. „Þrátt fyrir að aðgerðir í peninga- málum hafi þegar skilað árangri telja starfsmenn IMF að enn sé of snemmt að breyta um stefnu. Með auknum stöðugleika á gjaldeyris- markaði og í verðlagi geti skapast tækifæri til þess að losa smám sam- an um hömlur á fjármagnsflæði og lækka vexti í litlum skrefum,“ segir m.a. í tilkynningunni. Fyrsta form- lega endurskoðun efnahagsáætlun- arinnar fer fram í febrúar. Þá munu starfsmenn IMF ásamt íslenskum stjórnvöldum meta stöðu hennar og hugsanlega framvind. silja@mbl.is Efnahagsáætlunin gengur almennt vel Starfsmenn IMF segja að aðgerðir í peningamálum séu að skila árangri en telja þó of snemmt að breyta um stefnu Morgunblaðið/Ómar Fyrri stjórn Geir og Ingibjörg. „Þessum áfanga loðnuleitar er um það bil að ljúka, án teljandi árangurs,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar síðdegis í gær. Fiskifræðingar hafa miðað við að gefa ekki út upp- hafskvóta fyrr en tryggt væri að 400 þúsund tonn af loðnu kæmu til hrygningar. Því marki er enn ekki náð að sögn Þorsteins. „Að fenginni reynslu undanfarinna ára gefum við ekki strax upp alla von, en með hverjum deginum minnka vonir um að stórar göngur komi. Þessi árgangur hefur hins vegar verið ákaflega lélegur í öllum mælingum og það eykur okkur ekki bjartsýni,“ sagði Þorsteinn. „Það getur hins vegar ýmislegt gerst enn.“ Hafrannsóknastofnun er að skipuleggja næstu skref í loðnuleitinni með útgerðum sem eiga leitarkvóta. Fyrirhugað er að m.a. að skip fari í dag til leitar út af Vestfjörðum. Á móti afla sem skipin veiða samfara loðnuleit skuldbinda útgerðir sig til að skila ákveðnum dögum í loðnuleit. Til þessa hafa Lundey, Aðalsteinn Jónsson, Súlan, Kap VE og Hákon tekið þátt í leit- inni auk hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Næstu skref skipulögð Þorsteinn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.