Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Útboðsþing 2009 Verklegar framkvæmdir í mannvirkjagerð og byggingariðnaði Árlegt útboðsþing um verklegar fram- kvæmdir verður haldið föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00 á Grand Hótel Reykjavík. Á þinginu verður gefið yfirlit yfir öll helstu útboð opinberra aðila á verklegum framkvæmdum. Verktökum gefst ein­ stakt tækifæri að skyggnast inn í verk­ efnaboð ársins. Nánari upplýsingar veitir Árni Jóhanns- son í síma 591 0100, netfang, arni@si.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is UMSÓKN Íslands um inngöngu í Evrópusambandið myndi styrkja umsóknarferli Albana, að sögn Lul- zim Basha, utanríkisráðherra Alban- íu. Basha, sem er í opinberri heim- sókn hér á landi, segir engan ágreining um það í heimalandi sínu að stefna beri að upptöku evrunnar. Basha er varfærinn þegar hann er spurður um tímasetningar í þessum efnum en af svörum hans má ráða að hann telji afar líklegt að Albanar leggi fram aðildarumsókn sína í ár. Ráðherrann vonast til að hún verði lögð fram sem fyrst. „Við vonumst til þess. Ég myndi ekki miða við mars í þeim efnum, því viðræður standa enn yfir. Við bind- um vonir við að Tékkar, sem nú fara með forsæti í ESB, muni taka við umsókn okkar og leggja hana í kjöl- farið fram innan sambandsins.“ – Er rétt með farið að þú lítir svo á að aðildarumsókn Íslendinga myndi styðja við inngöngu Albaníu og Montenegro í sambandið? Enginn myndi vísa til stækkunarþreytu „Ég held því ekki fram, því ég hef ekki rétt til að dæma um það fyrir- fram. En ef þú spyrð mig þá er svar- ið já. Ég held að aðildarumsókn Ís- lands væri frábærar fréttir fyrir albanskan almenning og fyrir íbúa suðausturhluta Evrópu, sem nú horfa til aðildar að sambandinu.“ Enginn myndi vísa til stækkunar- þreytu.“ – Hvers vegna? „Þrátt fyrir þann vanda sem Ís- land stendur frammi fyrir hefur landið framúrskarandi orðspor á meðal Evrópuþjóða. Leyfðu mér að vitna til þeirra orða hins tékkneska kollega míns Karel Schwarzenberg, sem fer nú fyrir Tékkum í Evrópuforsætinu, í München fyrir fjórum dögum, að „Við vitum öll að ef Ísland myndi sækja um aðild myndi enginn grípa til orðsins stækkunarþreyta“. Þessi stækkunarþreyta er áhrif sem við þurfum að horfast í augu við í suðausturhluta Evrópu,“ segir Basha og gefur því næst í skyn að í þessum hluta álfunnar sé því ekki alls staðar til að dreifa, líkt og hér, að stjórnkerfið virki sem skyldi. Ým- is atriði sem brjóti í bága við aðildar- skilyrði sambandsins geti reynst hindranir í suðausturhluta álfunnar. Skoðun hans er sú að ESB þurfi á árangursríku stækkunarferli að halda eftir reynslu síðustu ára. Óháð stjórnmálaafstöðu Inntur eftir því hvort afstaðan til evruupptöku í Albaníu fari eftir stjórnmálaafstöðu segir Basha svo ekki vera. Þrátt fyrir að því fylgi ýmsir kostir fyrir smærri ríki að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil hafi evr- an og sá stöðugleiki sem henni fylgir sýnt fram á ágæti sitt. Að mati Basha er einhliða upp- taka evrunnar ekki fýsilegur kostur, heldur beri að líta á evruupptöku sem lið í samrunaferlinu við Evrópu að lokinni inngöngu í sambandið. Hvað varðar það sjónarmið að jafn sterkur gjaldmiðill og evran geti komið illa niður á útflutnings- iðnaði ríkja sem nýlega hafa losnað úr viðjum miðstýringar, á borð við Albaníu, svarar Basha á þann veg að þarlend stjórnvöld séu hlynnt opnun markaða og frjálsri samkeppni og óttist því ekki slík áhrif. Albanskur almenningur myndi fagna aðildarumsókn Íslands Enginn ágreiningur um að stefna skuli að evruupptöku í Albaníu á næstunni Frá Tirana Hraðar breytingar hafa orðið í albönsku þjóðlífi á síðustu árum og hagvöxtur í landinu verið góður. Eftir Sigtrygg Sigtryggson sisi@mbl.is „VIÐ sjáum engan tilgang í því að hefja framkvæmdir við Hallsveg fyrr en búið er að ákveða legu Sundabrautar alla leið upp á Kjalarnes,“ segir Elísabet Gísla- dóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að setja Hallsveg, frá Víkurvegi að Vesturlandsvegi, í matsferli. Hún gagnrýnir að málinu skuli vera ýtt úr vör án samráðs við sér- stakan samráðshóp fólks úr öllum flokkum, sem hafi haft málið til skoðunar og hyggist gefa umsögn fljótlega. Elísabet segir þetta mál með miklum ólíkindum. „Á meðan stefnan í öðrum hverf- um borgarinnar er að loka þeim fyrir utanaðkomandi umferð og svona stórum hraðbrautum eru áform um að leggja fjögurra ak- reina stofnbraut, sem er partur af hringvegi landsins í gegnum Graf- arvogshverfið, sem er friðsælt íbúðahverfi,“ segir Elísabet. Hún segir að þessi vegalagning hafi komið inn í aðalskipulag Reykjavíkur upp úr 1990 en þá hafi forsendur verið allt aðrar. Til dæm- is hafi hvorki Blikastaðavegur né Víkurvegur verið til staðar og hug- myndir um uppbyggingu íbúða- hverfis undir Úlfarsfelli ekki verið komnar á blað. Mannlausar byggðir við Úlfarsfell „Nú hafa framkvæmdir verið stöðvaðar í Úlfarsfellsbyggðum og við sjáum ekki neina þörf á að tengja okkar hverfi við íbúðahverfi sem er nánast mannlaust og verður það um langa hríð, miðað við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag.“ Hallsvegur og Úlfarsfellsvegur, sem nú eru að fara í umhverfismat, verða hluti af vegi sem ætlað er að liggja allt frá Strandvegi við Gufu- nes og upp á Suðurlandsveg. Hugs- unin er sú að bílar sem komi af Suð- urlandi og ætli norður eftir nýrri Sundabraut, þurfi ekki að aka niður í Reykjavík. Elísabet segir að ekki komi til greina að hafa þessa braut ofan- jarðar í gegnum Grafarvogshverfið. „Þessi braut verður öll að fara í stokk, annað kemur ekki til greina,“ segir Elísabet. Hún segir að umferðarspár um tugþúsundir bíla á dag miðist við að Sundabraut sé komin í gagnið alla leið upp á Kjalarnes. Það sé ekki á dag- skránni um ófyrirséða framtíð. „Við munum ekki sætta okkur við þetta. Peningunum er betur varið í brýnni verkefni eins og ár- ferðið er hérna, til dæmis til að laga frekar þær götur sem fyrir eru í hverfinu. Það er fáránlegt að henda milljöðrum króna í framkvæmd sem er í andstöðu við vilja íbú- anna.“ Elísabet hefur trú á því að íbúar Grafarvogs séu samtaka í þessu máli. „Það verður uppreisn ef þetta verður keyrt í gegn.“ Mótmæla Hallsvegi  Tilgangslaust að hefja framkvæmdir fyrr en Sundabraut verður ákveðin  Gerir kröfu um að stofnbraut fari í stokk Elísabet Gísladóttir Í HNOTSKURN »Birt hefur verið frummats-skýrsla um umhverfisáhrif af lagningu Hallsvegar og Úlf- arsfellsvegar. »Reikna má með að margarathugasemdir berist við skýrsluna og gæti matsferlið tekið 1-2 ár. „VIÐ REYNDUM hina leiðina í fimmtíu ár, leið sem kallaði miklar hörmungar yfir landið. Áætlunarbú- skapur á háu stigi gaf ekki góða raun í Albaníu,“ segir Basha þegar hann er inntur eftir því hvort Albanar hafi tekið stefnuna til vinstri eftir fjármálahrunið í haust. Hann bendir á að innleiðing viðskiptafrelsis sé til- tölulega nýhafin í Albaníu og að samhliða þeirri upp- byggingu hafi íhaldssemi fremur en áhættusækni ríkt í bankakerfinu. Þeim vanda sem blasi við mörgum ríkj- um, svo sem Íslandi, sé því ekki til að dreifa í landinu. Aukið frelsi einstaklinga til viðskipta og athafna hafi verið til mikillar blessunar fyrir þjóðina, sem muni vel eftir yfir 80 prósentustiga atvinnuleysi ári 1992, árið eftir fall Sovétríkjanna, þegar opinber fyrirtæki fóru á hliðina. Pýramídakreppan svonefnda, árið 1997, þegar fjöldi fólks missti sparifé í svikamyllum, hafi verið áfall en einkaframtakið átt þátt í að rétta úr kútnum síðan. „Sem Albani get ég sagt þér að það versta sem þú getur gert er að setja traust þitt alfarið á stjórnvöld,“ segir Basha, sem bendir á að ásamt aðildarumsókn að ESB sé innganga landsins í Atlantshafsbandalagið, NATO, hluti af nýrri stefnu landsins. Albanía hafi í gegnum tíðina þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum og með inngöngu í bandalagið skapist því öryggistrygging sem geri kleift að skipuleggja mikilvæg þjóðfélags- mál langt fram í tímann. Til að geta færst nær vestrænni samvinnu hafi Albanar komið á um- bótum á mörgum sviðum. Í fyrsta lagi með baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem mansali og eiturlyfjasölu, sem nú sé hart tekið á. Í öðu lagi hafi verið reynt að uppræta spillingu og ófáir embætt- ismennirnir verið settir á bak við lás og slá. Í þriðja lagi hafi verið komið á umbótum í efnahagslífinu, meðal annars með innleiðingu flatra 10 prósent skatta. Spurður um tilefni heimsóknar hans, með hliðsjón af núverandi sambandi Íslands og Albaníu, segir Basha að ríkin tvö hafi enduruppgötvað hvort annað á síðustu 18 mánuðum. Albanar vilji læra af árangri Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku, vatnsmiðlunar og sjávar- útvegs. Hart tekið á spillingu og mansali Lulzim Basha

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.