Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 REYKJAVÍKURBORG og Félag eldri borgara hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um kaup Reykjavík- urborgar á 12 íbúðum í væntanlegu fjölbýlishúsi í Efra-Breiðholti af Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík. Á fundi borgarráðs hinn 8. janúar sl. var Félagi eldri borgara úthlutað byggingarrétti fyrir 49 íbúðir í fjöl- býli í Efra-Breiðholti. Félagsbú- staðir munu eiga og reka íbúðinar sem verða í eigu Reykjavík- urborgar en FEB sér um byggingu þeirra. Úthlutun íbúðanna verður á vegum úthlutunarteymis á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkur. Nýjar þjónustu- byggingar aldraðra UTANRÍKISMÁLANEFND mun taka til umfjöllunar ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í þýskri útgáfu Financial Times og nefndin verður upplýst um hvað gert hefur verið til að lægja öldur í Þýskalandi vegna gagnrýni á Ís- land í tilefni að því sem í blaðinu sagði. Forsetaembættinu verður gefinn kostur á að tjá sig við nefnd- ina um viðtalið. Fjallar um forseta Í DAG, föstudag, efnir Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga til ráðstefnunnar og verðlaunaafhend- ingarinnar „Íslenski þekkingardag- urinn“ kl. 13.30 til 16.30 í Salnum í Kópavogi. Veitt verða verðlaun fyr- ir fyrirtæki ársins og viðskipta- fræðing/hagfræðing ársins. Þemað að þessu sinni er „Tækifæri á nýj- um tímum – Nýsköpun“. Morgunblaðið/Kristinn Hörður Arnarsson, forstjóri Marels, fékk á sínum tíma verðlaunin. Þekkingardagurinn SEX umsóknir bárust um stöðu rektors við Háskólann á Akureyri. Umsækjendur eru Bjarki Jóhann- esson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar, Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við HA, Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við HA, Ívar Jónsson, for- stöðumaður þjóðdeildar Lands- bókasafnsins, Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar HÍ, og Zhanna Suprun verkfræð- ingur. Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt til- nefningu háskólaráðs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorsteinn Gunnarsson er fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri. Sex sóttu um rekt- orsstöðu við HA SVIFRYKSMENGUN fór á þriðju- dag sl. í fyrsti skipti yfir heilsu- verndarmörk á þessu ári. Sólar- hringsmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en þau mældust 115,8 á Grensásvegi. Árið 2008 mátti svifryk fara 18 sinnum yfir mörkin en fór 25 sinnum yfir. Svifryksmengun STUTT Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóm yfir karlmanni á 21. aldursári sem gerðist sekur um manndráp af gá- leysi í ágúst árið 2006. Maðurinn var dæmdur í níu mánaða fangelsi, en sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði. Áður hafði Héraðs- dómur Reykjaness dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en bundið fjóra þeirra skilorði. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í þrjú ár. Maðurinn olli umferðarslysi á Garðskagavegi rétt norðan við Sandgerði. Hann missti vald á bif- reið sinni sem fór við það yfir á rangan vegarhelming og framan á bifreið sem kom á móti. Tveir menn í bifreiðinni sem ekið var á létust af sárum sínum. Mennirnir voru allir skyldir. Maðurinn gat ekki lýst atvikum vegna minnisleysis, en hann slas- aðist mikið sjálfur; hlaut m.a. heila- mar og heilahristing. Doktor í véla- verkfræði og prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Ís- lands taldi að maðurinn hefði ekið á 128 km/klst. Mögulegur hámarks- hraði hafi verið 139 km/klst en lág- markshraði 114 km/klst. Hin bif- reiðin var á um 80 km/klst. Annar mannanna ekki í belti Við ákvörðun refsingar leit Hæstiréttur til þess að með stór- kostlega háskalegri háttsemi sinni olli maðurinn dauða tveggja manna. Einnig að ekkert hafi komið fram um að rekja megi slysið til ástands bifreiðar mannsins eða aðstæðna á veginum. Til refsilækkunar kom ungur aldur mannsins, hreint saka- vottorð og sú staðreynd að hann hlaut sjálfur töluverða áverka í árekstrinum. Þá virti rétturinn það manninum einnig til refsilækkunar að annar mannanna sem lést í slysinu var ekki í bílbelti. Segir í dóminum að það kunni að hafa átt þátt í að bani hlaust af. Með vísan til þess að tæp- ir átján mánuðir liðu frá því að slys- ið varð og þar til ákæra var gefin út þótti rétt að hluti refsivistarinnar yrði bundinn skilorði. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Mark- ús Sigurbjörnsson. Dæmdur fyrir að valda dauða tveggja manna „HUGMYNDIN er að fólk komi saman í hjarta borgarinnar til að senda jákvæða strauma út í sam- félagið. Það er mikilvægt á þessum erfiðu tímum,“ segir Bergljót Arn- alds, hugmyndasmiður og verkefn- isstjóri hátíðarinnar Kærleikar sem haldin verður kl. 18 á morgun, laug- ardag. Hátíðin hefst á Austurvelli með orðum ýmissa þjóðkunnra ein- staklinga og pappírshjörtum sem festa má í barminn verður dreift til fólksins. Að því loknu verður blys- ganga kringum Tjörnina ásamt brassbandi Samúels og félaga sem leikur þekkt ástarlög. Reykvískir kórarkoma þá sameiginlega fram við Iðnó og taka tvö lög undir stjórn Harðar Áskelssonar og að því loknu verður kertum fleytt á Reykjavík- urtjörn. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru biskup Íslands, alls- herjargoðinn og Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari. Svo hafa rúmlega þrjú hundruð manns boðað komu sína á Facebook-síðu hátíð- arinnar. „Það væri gaman ef fólk myndi koma með rautt með sér. Rautt er einkennislitur hátíðarinnar, litur ástarinnar,“ segir Bergljót Arnalds. Íslendingar sam- einast í kærleika Hátíðardagskrá í hjarta borgarinnar Bergljót Arnalds, hugmyndasmiður og verkefnisstjóri hátíðarinnar Kærleikar, klæðist lit ástarinnar. ALLS bárust 33 tilboð í endur- innréttingu 5. hæðar í húsakynnum Landsvirkjunar en tilboð voru opn- uð í gær. Verkið felur m.a. í sér að rífa, fjarlægja og farga núverandi inn- réttingum, þ.e. léttum innveggjum, parketi af gólfum ásamt veggflísum og tækjum af salernum. Síðan að flota gólfin og dúk- leggja, setja nýjar innréttingar og hurðir á salerni, mála og setja upp kerfisloft. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 23 milljónir. Sérverk ehf. átti lægsta tilboð, tæplega 16,3 millj- ónir en K1 verk átti hæsta tilboð, rúmlega 44,6 milljónir. Margir vilja innrétta • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSÖLU lýkur á laugardag Enn meiri afsláttur Mjódd, sími 557 5900 Síðustu dagar útsölunnar Erum að taka upp nýjar vörur á sérlega góðu verði Verið velkomnar Eddufelli 2 sími 557 1730 • Bæjarlind 6 sími 554 7030 3.900 kr. buxurnar komnar aftur. Litur: Svartur ✶ ✶ ✶ ✶ ✶ ✶ ✶ Hnepptar peysur á 4.500 kr. Þorgeir tók forsíðumyndina Rangt var farið með nafn ljósmynd- arans sem tók forsíðumynd af for- setahjónunum í heimsókn í Hvols- skóla. Myndina tók Þorgeir Sigurðsson nemandi í 10. bekk skól- ans. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jóhannes býður sig fram til formanns Í fréttaskýringu um kosningu á for- ystu Sjálfstæðisflokksins í blaðinu í gær var þess ekki getið að Jóhannes Birgir Jensson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokks- ins. Tveir hafa því lýst yfir kjöri, Jó- hannes og Bjarni Benediktsson al- þingismaður. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.