Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 19. febrúar
Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir
Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 26. febrúar
Magnús Þór Sigmundsson og Stefán Hilmarsson
Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 5. mars
Valgeir Guðjónsson og Páll Óskar Hjálmtýrsson
Græni hatturinn Akureyri
14. mars - Magnús Þór Sigmundsson
15. mars - Magnús Eiríksson
Salurinn í Kópavogi
Tími:
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:30
Miðasala:
www.miði.is og www.salurinn.is
og við innganginn ef ekki er uppselt
Miðaverð:
2.900 kr. á hverja tónleika
7.500 á alla tónleikana
Nánari upplýsingar:
www.prime.is / prime@prime.is
og í síma 534 4000 á milli 10-16
Græni Hatturinn Akureyri
Tími:
Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20:30
Miðasala:
www.miði.is og við innganginn
ef ekki er uppselt. Eingöngu verða
seldir 130 miðar á hverja tónleika
Miðaverð:
2.500 kr. á annað kvöldið
4.500 á bæði kvöldin
Nánari upplýsingar:
www.prime.is / prime@prime.is
og í síma 534 4000 á milli 10-16
Fyrsti gestur Jóns er enginn annar en Magnús Eiríksson
sem hefur samið ótal lög og texta sem íslenska þjóðin hefur
tekið upp á arma sína. Lög eins og Hudson Bay, Ómissandi
fólk, Reyndu aftur, Garún og Ó þú eru bara nokkur dæmi.
Magnús mætir með gítarinn og saman flytja þeir félagarnir
þekktustu lög Magnúsar og spjalla þess á milli.
Sérstakur gestur þetta kvöld er Ellen Kristjánsdóttir sem hefur
sungið mörg laga Magnúsar inn á plötur og gert að sínum.
Magnús Þór Sigmundsson er annar gestur Jóns. Þar á
ferðinni einn okkar hæfasti laga- og textahöfundur.
Ísland er land þitt, Blue Jean Queen, Dag sem dimma nátt
og Ást eru til að mynda allt lög eftir Magnús Þór.
Þessi magnaði tónlistamaður fer í gegnum lagabunkann
með Jóni og segir sögurnar á bak við lögin.
Sérstakur gestur þetta kvöld er Stefán Hilmarsson og
saman flytja félagarnir lög úr smiðu Sigmundssonar.
Þriðji aðalgestur Jóns er Valgeir Guðjónsson oft kenndur
við Spilverk þjóðanna og Stuðmenn. Sérstakur gestur hans
verður Páll Óskar Hjálmtýsson.
Hér mætast menn tveggja kynslóða, alls óskyldir en með
rótsterka tengingu. Valgeir er sagnamaður mikill og hefur
sett saman tugi laga og texta sem flestir kunna utan að.
Það verður spennandi að fylgjast með endurfundum þessara
frábæru listamanna sem eru landsþekktir fyrir létta lund og
óbeislaða sviðsframkomu.
ÚR öskunni í stórveldi er
sú framtíðarsýn sem við eig-
um nú að setja okkur sem
framtíðarmarkmið Íslands. Í
gegnum alla mannkynssöguna
hafa þjóðir lifað sín blóma-
skeið, þegar þær hafa átt það
sem alla aðra vantar, sem í
dag er orka, vatn og matur.
En þá lifum við í kreppu-
ástandi.
Sú framtíðarsýn sem ég tel vænlegasta fyrir
íslensku þjóðina er ríkjasamband með Noregi.
Með þeim hætti höldum við forræði yfir þeim
málum sem við viljum ekki missa en losnum við
þá málaflokka sem okkur hefur reynst erfitt að
standa ein fyrir.
Í ríkjasambandi með Noregi höldum við for-
ræði yfir sjávarútvegi og landbúnaði en losum
okkur við utanríkismál og peningamálastjórnun.
Norðmenn sjá þá um öll sendiráð (engin spilling
með stöður sendiherra) og þeir sjá um seðla-
bankann og fjármálaeftirlitið. Við notum þá
norsku krónuna. Loftrýmisgæsla verður þá í
höndum Norðmanna og varnarmál.
Mér hefur alltaf fundist að hvorki Færeyingar
né Grænlendingar eigi samleið með Dönum held-
ur fari hagsmunir þeirra, Íslendinga og Norð-
manna miklu betur saman utan ESB. Í Atlants-
hafi eru tveir þorskstofnar, annar þolir upp í 8°
hitastig en hinn upp í 12°. Stór hluti þorskstofns-
ins við Færeyjar er 8° stofninn, sem með áfram-
haldandi hlýnun færir sig norðar. Hlýnunin er
því ógn við Færeyinga.
Það er því einboðið að bjóða Færeyingum og
Grænlendingum aðild að ríkjasambandi með Ís-
landi og Noregi.
Þannig komum við á fót stórveldi með gíf-
urlegar orkuauðlindir í olíu, fallvötnum og jarð-
varma. Það verður stórfenglega víðfeðmt haf-
svæði á Norður-Atlantshafinu sem tilheyrir slíku
ríkjasambandi, enda þörf í nánustu framtíð fyrir
stóraukið eftirlit með siglingum. Það lá t.d. rúss-
neskt flutningaskip í vari við Reykjanesið hlaðið
geislavirku úraníum núna um daginn, ef þessi
dallur hefði strandað hefði lífsafkoma Íslendinga
hrunið.
Það er engin spurning að þetta ríkjasamband
yrði heimsveldi, sem hefði með höndum stjórnun
siglinga þegar siglingaleiðin opnast um Norður-
Íshafið.
Nú er tíminn upprunninn, vinnuheitið fyrir
verkefnið gæti verið titillinn. ABS-bremsur hafa
að minnsta kosti reynst vel í bílum.
Nýtt ríkjasamband við Norður-Atlantshaf
Friðbjörn Níelsson,
kaupmaður í Keflavík.
VINSTRI
grænir og fleiri
heimta kosningar
til að komast í
stjórn en yrði það
til góðs fyrir
þjóðina?
Það er nú að
bera í bakka-
fullan lækinn að
tala um að Íslendingar hafi eitt-
hvert val, við erum ofurseldir lán-
ardrottnum. Sjávarútvegurinn
skuldar þrefalda ársframleiðslu
greinarinnar sem gerir hann í raun
gjaldþrota. Erlendir bankar geta
yfirtekið öll sjávarútvegsfyrirtæki
landsins með því að gjaldfella lánin
án þess að við getum gert nokkuð í
því. Aðrar skuldir þjóðarinnar eru
um 1.800 milljarðar sem við ráðum
engan veginn við án utanaðkomandi
aðstoðar. Gera menn sér grein fyrir
hvað skeður ef öll þessi lán yrðu
gjaldfelld, þá skipti engu máli hver
væri við stjórnvölinn. Líkur eru á
að það verði gert ef hér kemur
kommúnistastjórn undir forystu
SJS. Ástæðan er að hinn alþjóðlegi
fjármálamarkaður treystir ekki
kommúnistastjórnum því þær enda
alltaf í einræði, jafn vel einangrun
þjóða (sjá Rússland, Kína, Kúbu og
Norður-Kóreu.) Hann gæti haldið
að sér höndum með skelfilegum af-
leiðingum fyrir íslenska þjóð. Stað-
reyndin er sú að íslenskt þjóðfélag
er gjaldþrota, spurningin er aðeins
sú hvernig við verðum gerð upp af
lánardrottnum. Það er erfitt að
þurfa að kyngja þessu en svona er
staðan í raun. Engin ríkisstjórn,
sama hvaða flokkur er, jafnvel ekki
vinstrimenn, getur bjargað okkur
út úr þessu án þess að fara á skelj-
arnar og biðja kröfuhafa miskunnar
því tekjur okkar nú duga rétt fyrir
vöxtum af öllum skuldunum að frá-
dregnum rekstri þjóðarbúsins. Við
gætum þurft að standa frammi fyr-
ir því að tekjuafgangur sjáv-
arútvegsins rétt dygði fyrir afborg-
unum og vöxtum af lánum
greinarinnar vegna minnkandi sölu
og lækkunar á erlendum mörk-
uðum.
Álverð getur komist á það stig að
það standi ekki undir fram-
leiðslukostnaði vegna heimskrepp-
unnar. Verðið hefur hríðfallið svo
óvíst er um tekjur þar. Því væri
gagnlegt að fá svar við því hvar
vinstrimenn ætla að fá fé til að
standa undir rekstri þjóðarbúsins
og greiða þær skuldir sem við erum
búnir að koma okkur í án aðkomu
AGS. Járnblendið er að framleiða á
lager núna og ef salan verður eins
og hún er getur tekið mörg ár að
selja þann lager, einskis gjaldeyris
er að vænta þaðan nema fyrir
rekstri meðan hann er í gangi.
Halda menn að Norðmenn eða
aðrir séu tilbúnir að lána gjaldþrota
þjóð? Munduð þið lána þeim pen-
inga sem væri gjaldþrota og tekjur
hans dygðu ekki fyrir núverandi
skuldum. Ekki ef þið væntuð end-
urgreiðslu á láninu. Því fyrr sem við
áttum okkur á þessu og samein-
umst um lausn vandans án flokka-
drátta, því þeir eiga ekki við núna,
eru meiri líkur á að við komumst
standandi út úr þessu. Það er ekki
vinstri-, hægri- eða miðjumanna að
leysa þann vanda sem við erum
komin í, öll þjóðin verður að leggj-
ast á eitt til lausnar á aðsteðjandi
vanda, það þarf að kalla til alla
málsmetandi menn erlenda sem
innlenda ef lausn á að finnast svo
vel fari til framtíðar.
Er það til góðs fyrir þjóðina að
fara út í kosningar og hafa landið
hálfstjórnlaus fram á sumar? Ég
held ekki, nema að mynduð verði
þjóðstjórn á meðan. Ætlum við að
láta komandi kynslóðir framtíð-
arinnar minnast okkar með því að
segja að öll þjóðin hafi lagst á eitt í
þessari kreppu til að leysa hana,
eða eigum við að láta minnast okkar
fyrir sundrung og ósamstöðu sem
bitnaði á þeim.
Það er komið að okkur að velja
hvor leiðin skuli farin.
Lárus Stefán Ingibergsson,
umsjónamaður.
Kosningar