Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þú ert svo sannarlega minn
verndarengill, elsku mamma mín.
Betri mömmu en þig er ekki
hægt að hugsa sér, hlýi faðmurinn
þinn sem alltaf stóð mér opinn,
bjarta brosið þitt sem yljaði mér
ávallt um hjartarætur, þitt sérstaka
lundarfar því aldrei varð okkur
sundurorða, og þitt risastóra hjarta
sem ávallt skildi mig og studdi og
hvatti mig til dáða.
Ég var svo gæfusöm að búa hjá
ykkur pabba til 16 ára aldurs og
eftir það hér á Djúpavogi sem var
okkur öllum til mikillar gæfu, því
þá gat ég komið eins oft og ég vildi.
Manninum mínum, honum Þór, tók-
uð þið strax opnum örmum og var
hann ávallt eins og sonur ykkar.
Það var mikið gæfuspor í mínu lífi
að giftast honum og varst þú dug-
leg að minna mig á það og ekki
minnkaði gæfan þegar við Þór eign-
uðumst drengina okkar báða, þá
Sigurjón og Kristján Snæ. Dreng-
irnir mínir eru báðir afar þakklátir
fyrir að heita í höfuðið á ykkur
pabba og tengdaforeldrum mínum
og fylgir þeim nöfnum mikil bless-
Kristbjörg
Sigurðardóttir
✝ Kristbjörg Sigurð-ardóttir fæddist á
Skjöldólfsstöðum í
Breiðdal 29. sept-
ember 1927. Hún lést
16. janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Garðakirkju
23. janúar.
un. Að fá að alast
upp með ykkur
pabba eru forrétt-
indi. Það var afar
gott að alast upp á
Karlsstöðum. Þú
varst sérstaklega
mikill dýravinur og
lagðir mikið á þig til
að hjálpa dýrunum
þínum og annarra,
m.a. með aðstoð Há-
kons dýralæknis vin-
ar þíns, og upplifðuð
þið saman gleði og
sorg vegna dýranna.
Því er missir okkar mikill, elsku
mamma, og erfitt að kveðja þig nú,
þó svo að kroppurinn þráði orðið
hvíldina miklu enda heilsan engin
orðin, hugurinn var þó ávallt jafn
skýr og þú fylgdist með öllu í okkar
lífi til hinstu stundar. Við töluðumst
við í síma á hverjum degi og skipti
þá engu hvort þú værir á Karls-
stöðum, í Garðabæ eða á sjúkrahús-
inu. Við töluðum síðast saman
klukkan 21.30 hinn 15. janúar og
kvaddir þú mig þá eins og æv-
inlega: „Hafðu það ávallt sem allra
best, elskan mín, og takk fyrir allt
og kysstu Þór og Kristján frá mér
og skilaðu kveðju til Sigurjóns og
Karenar þegar þú heyrir í þeim.“
Þessi hlýja kveðja ómar stöðugt í
höfðinu á mér nú og svo margt ann-
að sem þú sagðir við mig, því þú
varst ekki bara mamma mín heldur
einnig mín besta vinkona og trún-
aðarvinur.
Ég veit að þú vakir yfir okkur og
leiðir og vil ég þakka þér, elsku
hjartans mamma mín, fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig, Þór og
drengina okkar og alla hlýjuna þína
og ástúðina.
Elsku besti pabbi minn, mikill er
missir þinn og get ég ekki ímyndað
mér hvernig er að standa í þeim
sporum er þú gerir nú, að missa
besta vininn þinn, eiginkonu, barns-
móður og ferðafélaga. En þið hafið
ferðast saman í gegnum lífið síðan
1950, sem er langur tími en góður
og hugljúfur. Guð veri með þér og
styrki þig og veiti þér huggun. Þú
veist að við þörfnumst þín og um-
hyggju þinnar. Þú ert eins og
mamma svo stór hluti af lífi okkar.
Elsku mamma, ég kveð þig nú
með tár á kinn og þakklæti fyrir líf
okkar saman. Ástarkveðja.
Þín dóttir,
Jóna Kristín.
Allt frá því ég hitti þig í fyrsta
skipti fann ég að við gætum orðið
vinir til æviloka, og svo hefur það
sannarlega verið.
Það var fyrir nær tuttugu og sjö
árum, eftir útför móður minnar,
sem lést langt fyrir aldur fram, og
ég átti mjög bágt og ekki tilbúinn
til að sætta mig við orðinn hlut og
allt heldur vonlaust, þá man ég að
þú sagðir við mig af þinni ósviknu
hlýju: „Elskan mín, þú getur alltaf
leitað til mín ef þú vilt!“. Þetta þótti
mér frekar skrítið – en afskaplega
notalegt – að kona sem ég vissi ekki
meira en rétt svo hver var, skyldi
tala til mín eins og hún væri mín
eigin móðir, og ég hef búið við
þessa móðurumhyggju þína alla tíð
síðan. Hverjir sem erfiðleikarnir
hafa verið, smáir eða stórir, þá var
alltaf pláss hjá þér, elsku mamma
mín, og hversu veik sem þú varst,
hversu erfitt sem þú áttir sjálf, þá
var það líðan annarra sem skipti
þig mestu máli, allt til okkar síðasta
samtals fyrir nokkrum dögum. Þó
að heilsa þín væri farin og lítil von
um bata voru þínar fyrstu spurn-
ingar: ertu ekki vondur í bakinu
eða þá í höndunum, auðvitað varð
maður að þykjast vera góður, því
annars hafðirðu endalausar áhyggj-
ur eins og alltaf ef eitthvað bjátaði
á hjá okkur.
Ástarþökk fyrir öll árin okkar
saman, og allt sem þú hefur kennt
mér í gengum árin, allan tímann
sem ég fékk hjá þér þó að hann
væri sennilega ekki til, að vera mér
móðir öll þessi ár, alla þá umhyggju
og ást sem þú áttir svo auðvelt með
að veita, öll huggunarorðin þegar
allt virtist vonlaust, því án þeirra
hefði ég sennilega ekki setið hér að
skrifa þessi orð til þín.
Ég kveð þig núna, með mikilli
sorg, en líka gleði fyrir þína hönd,
með að þessu erfiða stríði sé loks
lokið og þú loks fengið hvíld. Ég
kveð þig ekki bara sem tengda-
móður, heldur líka sem mesta vin
sem ég hef átt og veit ég að þú
kemur til með að vaka yfir okkur
Jónu og drengjunum okkar.
Guð geymi þig og hlúi að þér,
með allri sinni ást og umhyggju
sem þú átt skilið.
Og ekki má gleyma að eftir
stendur blessunin hann Sigurður
einn, megi hann fá stuðning Guðs
sem og allra ástvina, ekki bara á
þessum sorgartímum í kring um
andlát og útför heldur líka er frá
líður, þá er enn meiri þörf á fé-
lagsskap vina.
Ástarkveðja.
Þinn tengdasonur,
Þór.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumson.)
Elsku amma, það er með sárum
söknuði og eftirsjá sem við kveðjum
þig nú með tár á kinn. Þú varst allt-
af tilbúin að hugga mann og kæta,
hvernig sem ástatt var hjá þér
sjálfri. Þú varst svo hjartahlý,
hreinskilin og umhyggjusöm!
Allar þær minningar sem við eig-
um frá Karlsstöðum eru okkur dýr-
mætar. Hvort sem það var þátttaka
í búskapnum, eða þegar við lékum
okkur úti í „skriðu“ og úti í læk. Við
bjuggum ekki langt í burtu frá ykk-
ur, aðeins rétt um 45 km yfir á
Djúpavogi, og því höfðum við þau
forréttindi að hitta ykkur oftar og
þéttar en hin barnabörnin höfðu
tök á.
Alltaf hugsum við til þess góða
sem þú hefur gefið okkur. Fyrir ut-
an að vera okkur ljós í lífinu gleym-
um við seint öllum tertunum og
kökunum sem þú bakaðir handa
okkur og öllum fötunum sem þú
saumaðir á okkur. Við fórum marg-
ar ferðir saman, t.a.m. sumarbú-
staðaferðir í Lón, í Hjaltadal, að
ógleymdum ferðunum inn á Illa-
kamb, Mjóafjörð og þegar við heim-
sóttum frændfólkið þitt í Nesjun-
um. Ótal minningar eigum við um
þig sem við höfum ekki pláss til að
nefna hér.
Þrátt fyrir að lífsgleðin væri
ávallt mikil fram til þess síðasta fór
heilsu þinni hrakandi, svo þið
neyddust til að flytja á höfuðborg-
arsvæðið, eftir 55 ár á Karlsstöðum.
Það voru mikil viðbrigði að geta
ekki hitt þig jafnoft, þrátt fyrir að
Sigurjón heimsækti ykkur oftar
þann tíma sem hann bjó í Reykja-
vík. Þrátt fyrir að eftirsjáin og
söknuðurinn sé mikill, elsku amma
okkar, erum við fegnir fyrir þína
hönd að hinni löngu orrustu þinni
við dauðann er lokið og að þú getur
loks hvílst. Síðustu minningar okk-
ar um þig voru góðar og það er
okkur ákveðin huggun – fékk Krist-
ján meira að segja að hitta þig
kvöldið áður en þú féllst frá. Ávallt
vorum við sannfærðir um að í gegn-
um þína sterku trú á Guð héldirðu
verndarhendi yfir okkur, eins og ég
veit að þú munt gera fyrir okkur,
afa og pabba og mömmu. Þú
kenndir okkur bræðrum hversu
mikilvæg trúin er, því að til eru fáir
sem voru jafntrúaðir og þú.
Þegar Sigurjón hóf sambúð með
Karen sinni haustið 2006 tókuð þið
Vegir okkar Bjarna
lágu fyrst saman
haustið 1951, þegar
við hófum nám í 1.
bekk Versló.
Við vorum þá 14
ára, báðir aldir upp í
höfuðborginni, en
hvor í sínum hluta hennar. Ekkert
tengdi okkur saman, nema skólinn,
og báðir höfðum við gaman af að
dansa. Brátt fórum við að hittast á
dansstöðum borgarinnar, jafnvel öll
kvöld vikunnar, töldum tímanum
betur varið við að fylgjast með og
taka þátt í tjútti ungmeyjanna, læra
af þeim, frekar en hanga yfir vafa-
sömum skólabókum.
Bjarni valdist fljótlega til forystu
fyrir okkar árgang, bæði innan og
utan skólans. Hann hafði fljótt gam-
an af félagsmálum, var óhræddur
við að koma fram, hafði góðan tal-
anda, og leit á alla sem sína jafn-
ingja.
Á þessum tíma, var VÍ í gömlu
húsi við Grundarstíg. Eftir að
byggður hafði verið við það sam-
komusalur, þá vildum við fá frekari
afnot af honum, fyrir okkar fé-
lagsstarf, undirbúning Nemenda-
móts ofl. Stjórn skólans var ekki á
sama máli, sem leiddi til ágreinings.
Ekkert vald höfðum við, það eina
sem við gátum gert var að leggja
niður Nemendamótið 1955, árið sem
við útskrifuðumst. Ég lít svo á, að
þessi „uppreisn“ hafi verið eitt
fyrsta skrefið í að yngja upp starfs-
aðferðir skólans og kallað á meiri til-
litssemi gagnvart óskum nemenda á
komandi árum. Bjarni var fylginn
sér í þessu máli, eins og alltaf, og gaf
ekkert eftir.
Bjarni B. Ásgeirsson
✝ Bjarni B. Ásgeirs-son fæddist í
Reykjavík 31. ágúst
1937. Hann lést 24.
janúar síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Neskirkju 30. janúar.
Ýmsar fleiri
skemmtilegar sögur
eru frá skólaárunum,
en hér er takmarkað
pláss.
Með verslunarpróf-
skírteini í vasanum fer
Bjarni til Englands
1955, og síðar Þýska-
lands, til að læra og
kynnast rekstri kjör-
búða. Hann var einna
fyrstur Íslendinga til
að læra slíkt.
Um haustið 1957
kemur hann til baka
heim, fer að undirvinna stofnun
Kjörgarðs á Laugaveginum, kynnist
Elínu Guðmundsdóttur, Ellý, glæsi-
kvinnu ættaðri að vestan. Tánings-
árin eru liðin, og hillir undir fullorð-
insárin. Þau gifta sig 1959 um
haustið, en við Hjördís um vorið
1960.
Nú leitaði hugur Bjarna meira til
mannúðarmála, starfaði í Oddfellow-
reglunni og gerðist einn af braut-
ryðjendum í Kiwanishreyfingunni. Í
báðum þessum félögum valdist hann
fljótt til forystu, og er vinnan sem
hann lagði í það ómæld. Hann lagði
metnað sinn í að skila trúnaðarstörf-
um vel af hendi, var traustur, sam-
viskusamur og óvenjulega afkasta-
mikill.
Ýmislegt var í fari Bjarna, sem ég
dáðist að, en þó eitt alveg sérstak-
lega. Hann hafði gaman af að tala,
sem hann erfði beint úr karllegg, en
þrátt fyrir það, þá heyrði ég hann
aldrei, aldrei, tala illa um nokkurn
mann eða konu. Hann gat fussað,
sveiað og tuðað útaf ýmsu, en ef far-
ið var að tala illa um einhvern, þar
sem hann var staddur, þá tók hann
ekki þátt.
Það er sjaldgæfur mannkostur á
þessu landi okkar.
Við þökkum fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem ylja okkur um hjarta-
rætur, þökkum fyrir yfir 50 ára vin-
skap við þig, Bjarni minn, og þína.
Þökkum þér, Ellý mín, fyrir að hafa
alltaf staðið við bakið á honum.
Hjördís og Ásgeir Hjörleifsson.
Fallinn er frá Bjarni B. Ásgeirs-
son. fyrrverandi umdæmisstjóri
Kiwanishreyfingarinnar og forseti
Evrópustjórnar. Kiwanishreyfingin
var stofnuð á Íslandi árið 1964 og
var Bjarni einn af frumkvöðlunum
og félagi í fyrsta Kiwanisklúbbnum
Heklu. Hann tók einnig virkan þátt í
alþjóðlegu starfi og var kosinn Evr-
ópuforseti, hann var virtur á þeim
vettvangi sem og á Íslandi. Smitandi
áhugi hans á Kiwanisstarfinu hreif
áhugasama einstaklinga til þátttöku
í starfi hreyfingarinnar. Hann var
alla tíð mjög virkur og áhugasamur í
starfi, hvetjandi og leiðandi meðal
félaganna sem unnu að góðum mál-
efnum fyrir samfélagið.
Kiwanishreyfingin þakkar Bjarna
fyrir frábær störf í á fimmta áratug.
Eiginkonu hans Elínu og fjölskyldu
hans eru sendar samúðarkveðjur.
Matthías Guðm. Pétursson
umdæmisstjóri.
Síðastliðinn laugardag kvaddi ást-
kær frændi og vinur okkar hjóna til
50 ára þennan heim eftir erfið veik-
indi. Bjarni yfirgaf þennan heim í
faðmi fjölskyldunnar og nánustu
vina. Á stundum sem þessum leitar
hugurinn til baka á Sólvallargötu 32
og síðar Marbakka, sem segja má að
hafi verið ættaróðal þeirra. Á Sól-
vallagötunni hófust okkar fyrstu
kynni þegar við hjónin þurftum að
passa hnokkann þegar Ásgeir og
Rósa brugðu undir sig faraldsfæt-
inum. Þarna kynntumst við fjöruga
stráknum sem hélt tryggð við okkur
í öll þessi ár. Þær eru margar ferð-
irnar bæði utan- og innanlands sem
við hjónin höfum farið með þeim
Bjarna og Ellý. Heimsferðina okkar
fyrir um tíu árum ber þar hæst í um-
fangi en minningarnar frá fábrotn-
um útilegum hér heima hlýja okkur
þó ekki síður. Ófáar stundirnar átt-
um við í veiði, á skíðum, í golfi og við
að spila bridge. Við iðkun síðari
greinanna vottaði stundum fyrir
óveðursskýjum yfir okkar manni en
Bjarni var mikill keppnismaður. Það
leið þó aldrei langur tími þar til birti
að nýju og par á átjándu læknaði
örugglega öll mein.
Tryggðin há er höfuðdyggð,
helst ef margar þrautir reynir,
hún er á því bjargi byggð,
sem buga ekki stormar neinir.
(Sigurður Breiðfjörð.)
Við vottum Ellý, börnunum og
nánustu aðstandendum, okkar inni-
legustu samúð um leið og við þökk-
um fyrir allar góðu stundirnar.
Trausti og Gréta.
Einn af frumkvöðlum Kiwanis-
hreyfingarinnar á Íslandi og stofn-
félagi í Kiwanisklúbbnum Heklu,
Bjarni B. Ásgeirsson, er fallinn frá
aðeins 72 ára að aldri. Við félagar í
Heklunni söknum góðs vinar og öfl-
ugs félaga.
Bjarni var einn af stofnfélögum
Kiwanisklúbbsins Heklu en starfaði
síðan lengi í Nesklúbbnum á Sel-
tjarnarnesi, sem sameinaðist Heklu
fyrir nokkrum árum, og var Bjarni
þar með kominn aftur í Heklu, þenn-
an elsta Kiwanisklúbb landsins, sem
hann átti svo ríkan þátt í að var
stofnaður á sínum tíma.
Bjarni var einn fárra svonefndra
ævifélaga í Kiwanis og sá fyrsti til að
njóta slíkrar heiðursútnefningar. Nú
nýlega, í 45 ára afmælishófi Kiw-
anisklúbbsins Heklu var Bjarni
sæmdur silfurstjörnu, sem er heið-
ursviðurkenning klúbbsins til félaga
sem unnið hafa honum vel. Vegna
vanheilsu Bjarna gat hann því miður
ekki komið sjálfur til afmælishófsins
og tekið við þessari viðurkenningu,
en þar var kona hans, Elín Guð-
mundsdóttir, og tók fyrir hans hönd
við þessari viðurkenningu sem og
góðum kveðjum og hlýjum hugsun-
um félaganna.
Við félagar í Kiwanisklúbbnum
Heklu sendum Elínu Guðmunds-
dóttur og fjölskyldu hennar allri
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum guð að veita þeim styrk
við fráfall Bjarna B. Ásgeirssonar.
Fyrir hönd félaga í Kiwanis-
klúbbnum Heklu,
Ingólfur Friðgeirsson forseti.
Bjarni og Ellý bjuggu við hliðina á
okkur á Barðaströndinni í tuttugu
ár. Fimm árum síðar lágu leiðir okk-
ar aftur saman er við urðum ná-
grannar á Flórída. Við höfðum áður
dvalið hjá þeim nokkru sinnum á
þeirra glæsilega heimili. Vinátta
okkar þróaðist með árunum og varð
okkur mjög kær. Hlýja og umhyggja
einkenndi vináttuna og gerir enn.
Flórída átti vel við Bjarna. Þau
hjónin nutu þess að fá vini og vanda-
menn í heimsókn til lengri og
skemmri tíma. Allir voru velkomnir.
Aldrei taldi Bjarni það eftir sér að
sækja vini á flugvöllinn sem tók sinn
tíma. Þau hjónin voru ávallt
reiðubúin að rétta fram hjálpar-
hönd. Bjarni naut þess að spila golf
enda mikill keppnismaður. Hann var
hrókur alls fagnaðar. Það verður
tómlegra á Flórída eftir fráfall þessa
ljúfa vinar.
Það var sjaldan lognmolla í kring-
um Bjarna heldur gustaði af honum.
Hann var leiðtogi. Sanngjarn maður
með stórt hjarta en hvorki skaplaus
né skoðunarlaus.
Við eigum eftir að sakna þessa
mikla karakters með breiða brosið
og hvellu röddina sem ávarpaði okk-
ur aldrei öðruvísi en nafni minn og
frænka mín.
frá systur
Við komum til að kveðja hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri
þroskabraut,
hann má nú hverfa í jarðarinnar
skaut,
sem börnum átti að búa vernd og
skjól
er burtu kippt af lífsins sjónarhól.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þórdís.
HINSTA KVEÐJA