Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 5. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 62. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is AF LISTUM VERSLUNARFÍKN Á TÍMUM KREPPU HIÐ HÁRFÍNA JAFNVÆGI Watchmen af blöð- unum á hvíta tjaldið VIÐSKIPTI Innlendum og erlendum kröfu- höfum Exista hefur verið kynnt áætlun um það hvernig greiða megi 89% af kröfum þeirra til ársins 2010. Samtals er um að ræða skuld- ir upp á einn milljarð evra. Kynna áætlun um endurreisn Exista Hvorki eftirlitsstofnanir, skila- nefndir né nýju bankarnir geta bor- ið fyrir sig bankaleynd ef sérstakur saksóknari um efnahagshrunið ósk- ar eftir upplýsingum frá þeim, verði nýtt frumvarp að lögum. Bankaleynd gildir ekki um saksóknara Sex lykilstarfsmenn hafa sagt upp störfum hjá Kaupþingi í vikunni og má búast við frekari uppsögnum. Forstjóri og stjórn bankans njóta lítils trausts meðal starfsmanna samkvæmt könnun Capacent. Starfsmenn flýja Nýja Kaupþing ÍSLENSKA kvennalandsliðið sigraði það norska 3:1 í fyrsta leik liðsins á móti sem hófst í Portúgal í gær. Þetta var sjötta viðureign þjóðanna og í fyrsta sinn sem íslenska liðið hefur betur, en norska liðið er talið það sjötta besta í heimi miðað við styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, sem hér fagnar, átti frábæran leik. | Íþróttir Glæsilegur sigur á Norðmönnum Ljósmynd/Algarvephotopress STURLA Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, gagnrýnir að þingnefndir nýti ekki heimild til að halda fundi fyrir opnum tjöldum. „Ég tel því miður að þarna sé verið að sleppa mjög mikilvægu tæki- færi til að opna inn í störf þingsins fyrir almenn- ing, þegar bankastjórar eða forsvarsmenn fjár- málafyrirtækja og forsvarsmenn ríkisstofnana koma fyrir þingnefndir. Ég hefði til dæmis talið mjög eðlilegt að viðskiptanefnd Alþingis héldi opna fundi, þar sem fulltrúar þessara stofnana fjölluðu um lagafrumvörp frammi fyrir almenningi í landinu. Skýrasta dæmið um það hefði verið um- fjöllun um seðlabankafrumvarpið.“ | 14 Hefði átt að opna fundina Sturla Böðvarsson Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RANNSÓKNARNEFND Alþingis, sem rannsakar aðdraganda og or- sakir bankahrunsins, stendur frammi fyrir erfiðleikum við að afla upplýsinga tímanlega frá öðrum löndum. Nefndin á að skila Alþingi lokaskýrslu sinni í seinasta lagi 1. nóvember nk. ,,Þar er ákveðinn vandi því erfitt er að komast í gögn erlendis,“ segir Páll Hreinsson, formaður nefndar- innar. „Það er Fjármálaeftirlitið sem hefur í reynd möguleika á að komast í þær upplýsingar sem þörf er á til þess að skilja þá fjármálatilflutninga sem áttu sér stað síðustu vikurnar fyrir fall bankanna. Sú upplýsinga- öflun tekur hins vegar langan tíma, þannig að óvíst er að hvaða marki hún mun gagnast í störfum nefnd- arinnar. Ekki er víst að það komi að sök við að rækja það hlutverk nefndarinnar að draga upp heildarmynd af meg- inorsökum fyrir falli bankanna. Á hinn bóginn verður að ætla að slík gagnaöflun sé nauðsynleg við lög- reglurannsókn á ákveðnum málum.“ Stóru málin fara síðan til hins sérstaka saksóknara Nefndinni ber að tilkynna ríkis- saksóknara vakni grunur við rann- sókn hennar um að refsiverð hátt- semi hafi átt sér stað. ,,Þau mál sem þannig eru vaxin og nefndin hefur hingað til rekist á í störfum sínum eru nú þegar til rann- sóknar hjá FME. Þaðan fara síðan stóru málin til hins sérstaka sak- sóknara,“ segir Páll Hreinsson.  Erfitt að fá gögn | 14 Óvíst að gögn að utan nýtist nefndinni Rannsóknarnefndin hefur rekist á mál sem eru nú komin til rannsóknar FME Í HNOTSKURN »Rannsóknarnefndin á aðdraga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bank- anna og finna orsakir hruns- ins. »Nefndin er farin að kallatil sín einstaklinga í við- töl og fæst nú við að af- marka og greina viðfangs- efnin og afla gagna frá stjórnvöldum og bönkunum.  Á fimm daga tímabili um miðj- an janúar var að- eins hægt að fljúga einni af þremur þyrlum Landhelgisgæsl- unnar. Önnur hinna, TF-LÍF, var í viðhalds- skoðun en í hinni, TF-EIR hafði brotnað rúða. Rúðan brotnaði 14. janúar og við- gerð var lokið 19. janúar. Frá 1. janúar hefur TF-EIR verið óflughæf í 11 daga og TF-GNÁ tvisvar óflughæf hluta úr degi. Í janúarmánuði voru þyrluvaktir Gæslunnar kallaðar út 15 sinnum og hafa útköll ekki verið svo mörg í janúarmánuði frá því rafræn skrán- ing útkalla hófst árið 1999. »14 Í fimm daga var aðeins ein björgunarþyrla til taks Gæsluþyrlur hafa verið í viðgerð.  Menningar- blaðamenn frá þremur af stærstu dagblöð- unum á Spáni, þar á meðal El País, voru hér í vikunni að eiga samtöl við Arn- ald Indriðason rithöfund. Ein bóka Arnaldar, Grafarþögn, kemur út á Spáni á laugardag og birtast greinar blaða- mannanna sama dag. Í framhaldinu kemur bókin út í öðrum löndum hins spænskumælandi heims. Mýrin er þegar fáanleg á spænsku. »36 Viðamikil umfjöllun um Arnald Indriðason á Spáni Bækur Arnaldar koma út víða.  Hlutfall bolfisks á borð við ýsu og þorsk í fæðu hrefnu reyndist mun hærra í nýlegum rannsóknum en það mældist áður. Hins vegar var minna af átu og loðnu í fæðu hrefn- unnar en áður. Stærð bráðar hrefn- unnar var allt frá 1-2 sm langri átu til 90 sm langs þorsks. Þetta kom fram í rannsókn Haf- rannsóknastofnunarinnar á fæðu- vali hrefnu og breytingum á því. „Meginniðurstaðan er sú að hrefnan í kringum landið borðar verulega mikið af fiskmeti og meira en við ætluðum,“ segir Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. »8 Hlutfall bolfisks í fæðu hrefnunnar hefur aukist MEÐ því að stytta fyrningarfrest við gjaldþrotaskipti úr 4, 10 eða 20 árum í tvö ár, eins og frumvarp rík- isstjórnarinnar gerir ráð fyrir, er miðað að því að draga úr óvissu þeirra heimila sem lenda í einna mestum greiðsluerfiðleikum. Það á sérstaklega við um þau heimili sem fara jafnframt í gegnum greiðsluað- lögun, en ríkisstjórnin gerir einnig ráð fyrir að frumvarp þar um verði samþykkt á Alþingi innan tíðar. Fjallað er um frumvarp um breyt- ingar á lögum um aðför, nauðung- aruppboð og gjaldþrotaskipti í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er einnig grein eftir Agnar Tóm- as Möller og Gísla Hauksson, þar sem þeir segja frá hugmyndum um hvernig þeir telja mögulegt að létta verulega undir með verst settu heimilunum. Hafa þeir sett upp reiknilíkan sem gerir ráð fyrir lækkun afborgana yf- ir tiltekinn árafjölda samhliða leng- ingu lána. Segja þeir að með því megi létta verulega greiðslubyrði á raunhæfan hátt. | Viðskipti Aukið svigrúm fyrir heimili í erfiðleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.