Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is VONIR standa til að á allra næstu dögum takist samningar um upp- gjör á skuldum og eignum Kaup- þings og dótturfélagsins í Lúx- emborg. Takist ekki að ganga frá samningum við lánardrottna dótt- urfélagsins og þessum samningi við skilanefnd Kaupþings innan tveggja vikna stefnir í gjaldþrot þess. Þetta er mat fjármálaeftirlits Lúx- emborgar (CSSF). Bankinn hefur verið í hálfs árs greiðslustöðvun sem rennur út fyrstu vikuna í apríl. Tvennt þarf til áður en hægt er að selja bankann, samkvæmt fjár- málaeftirlitinu. Annars vegar þarf skilanefnd Kaupþings að skrifa undir samninginn um uppgjörið en starfsmaður eftirlitsins segir að undirskrift hans hafi ítrekað frest- ast. Segir hann að til dæmis hafi átt að skrifa undir á föstudag en undir- skrift var frestað til þriðjudags. Fyrir hádegi í gær hafði hún heldur ekki borist, en heimildir Morg- unblaðsins herma að vinna við mál- ið sé á lokastigi og pennar skila- nefndarinnar fari væntanlega brátt á loft. Hins vegar á svo í kjölfarið eftir að bera endurskipulagða áætl- un um rekstur bankans undir lán- ardrottna, sem meira en helmingur þeirra þarf að samþykkja svo salan geti gengið í gegn. „Við erum að renna út á tíma, sérstaklega þar sem undirskrift samkomulagsins við Kaupþing hefur frestast í fjöl- mörg skipti.“ Skilanefndin stendur á gati Steinar Þór Guðgeirsson, formað- ur skilanefndar Kaupþings, kannast ekki við að sala dótturfélagsins strandi á skilanefndinni. Honum hafi skilist sem nú væri rætt við lánardrottna bankans. „Þetta stjórnast af lánardrottn- unum. Samþykki þeir ekki að lækka skuldir sínar og lengja í þeim og svo framvegis, þá fer bankinn í gjaldþrot. Hann er þannig stadd- ur.“ Enn hafi því ekki reynt á hvort bankinn verði seldur og því ekki komið að samþykki skilanefnd- arinnar að hans mati. Aðrir mögu- leikar séu í stöðunni eins og að skipta honum upp eins og gert var hér heima. „Fyrst og fremst þarf að liggja fyrir að kröfuhafarnir fallist á þessa leið. Ég get ekki séð að það gerist á undan því að ákvörðun verði tekin hérna um hvort bankinn verði seld- ur,“ segir hann. Erfitt að skilja seinaganginn Fjármálaeftirlitið ytra segir að svo hafi virst sem skilanefndin hafi ekkert út á sáttagerðina að setja. Samt sem áður vanti undirskriftina. Erfitt sé að skilja seinaganginn, því þegar hafi dótturfélag bankans í Svíþjóð verið selt finnskum banka. Það veki spurningar um jafnræði milli lánardrottna bankans. „Við stöndum þó enn í þeirri trú að sáttagerðin verði undirrituð. Hún er grundvallaratriði þess að hægt sé að halda ferlinu áfram.“ Eftirlitið í Lúxemborg hitti Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra í heimsókn sinni til Íslands fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar þess komu þá til Íslands til að fylgja málinu eftir og komast að því hvar hnífurinn stæði í kúnni. Eftirlitið hafi ekki skilið betur en íslensk stjórnvöld vilji sjá bankann seldan. „VIÐ erum valkostur fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á sömu frös- unum, sömu andlitunum, sömu lausnunum og vilja gegnsætt rétt- læti,“ sagði Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, á kynningarfundi í Iðnó í gær. Slembiúrtak á stjórnlagaþing Hreyfingin vill að gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja, t.d. með því að færa vísi- tölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins, að lands- menn semji sína eigin stjórnarskrá og að fram fari rannsókn undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu en með- an á henni stæði yrðu eignir grun- aðra auðmanna frystar. Fækka eigi þingmönnum og kjördæmum á suð- vesturhorninu og setja átta ára há- markstíma á setu ráðherra í emb- ætti. Þær lýðræðisumbætur sem flokkurinn vill ná fram strax eru persónukjör til Alþingis og að 5% þröskuldurinn verði afnuminn, að þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram um mál sem varði þjóðarhag og að stjórnlagaþing fólksins verði sett í haust en valið verði inn á það með slembiúrtaki. Borgarahreyfingin mun bjóða fram í öllum kjördæmum en hún verður lögð niður þegar fyrr- greindum markmiðum hefur verið náð eða þegar augljóst er að þeim verður ekki náð. Spurður um afstöðu til inngöngu í ESB sagði Herbert æskilegt að fara í samningaviðræður og í kjölfarið leggja málið í hendur þjóðarinnar. ylfa@mbl.is Vilja valdið aftur til þjóðarinnar Morgunblaðið/Ómar Stofnfundur Forráðamenn Borgarahreyfingarinnar kynna baráttumál sín.  Borgarahreyfingin – þjóðin á þing kynnti stefnu sína í gær  Vill persónukjör til Alþingis og að valið verði með slembiúrtaki inn á stjórnlagaþing í haust OPINBER líberískur fjárfestingasjóður hefur áhuga á að kaupa dótt- urfélag Kaupþings í Lúxemborg. Hann vill halda rekstri Kaupþings í Lúx- emborg áfram sem sjálfstæðri einingu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu 6. febrúar og var fréttin byggð á bréfi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Björns Jónssonar aðstoðarforstjóra til viðskiptavina. Samkomulag var gert við fjárfestingasjóðinn með sam- þykki stjórnvalda þar í landi. Kaupþing í Lúxemborg var fyrsti erlendi bankinn í eigu Íslendinga. Hann var stofnaður þar sem verðbréfafyrirtæki árið 1998. Í ársbyrjun var bankanum veitt almennt bankaleyfi. Hann fór í greiðslustöðvun við fall Kaupþings hér á landi í október. Hver kaupir bankann í Lúx? TRAUST almennings til stofnana hefur almennt minnkað verulega frá því í febrúar í fyrra samkvæmt nýrri könnun Capacent. Af 12 stofnunum sem spurt var um 11. til 25. febrúar hefur traust aukist til tveggja, það er til heilbrigðiskerfisins sem 71% treystir og borgarstjórnar Reykja- víkur sem 18% treysta vel. Traust til Háskóla Íslands er mest, 80%. Traust til lögreglunnar stendur nán- ast í stað og mælist 79%. Aðeins 13% bera traust til Alþing- is sem er 29 prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu. Nú var í fyrsta sinn spurt um traust til Fjármálaeft- irlitsins og Seðlabankans. Aðeins 11% bera mikið traust til Seðlabank- ans en 5% til Fjármálaeftirlitsins. Bankar eru í neðsta sæti, aðeins 4% treysta þeim vel. ingibjorg@mbl.is Færri treysta stofnunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Formaður skilanefndar Kaupþings Steinar Þór Guðgeirsson og skilanefndin að störfum við uppgjör bankans. Tvísýnt um sölu Takist ekki að ganga frá samningum við skilanefnd Kaup- þings og lánardrottna fer dótturfélagið í Lúxemborg í þrot Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingar, flutti frum- varp um breytingar á kosningalög- um á þingi í gær. Efni frumvarpsins er að veita stjórnmálaflokkum heim- ild til að viðhafa persónukjör í kom- andi alþingiskosningum. Frumvarp- ið er stutt af öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Geir H. Haarde gagnrýndi frum- varpið og meðferð þess við um- ræðuna í gær. Geir vísaði í tilmæli Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um lýðræðislegar kosningar. „Ætla menn að hafa þessar ráðleggingar algerlega að engu?“ spurði Geir og sagði Lúðvík ekkert þekkja tilmælin og engan áhuga hafa á þeim. Auk þess hefði í raun ekki verið samráð um málið, enda ekki óskað eftir gagntillögum, heldur mönnum aðeins sýnt frum- varpið. Sagði Geir að m.a. ÖSE teldi ekki eiga að breyta kosningalögum síð- asta árið fyrir kosningar. Bara heimild fyrir flokkana Lúðvík sagði breytinguna hins vegar ekki stóra. Einungis væri ver- ið að gefa flokkum möguleika á því að leyfa kjósendum að raða fram- bjóðendum á lista þegar þeir kjósa, líkt og í prófkjörum. Ekki væri í frumvarpinu neitt sem truflaði starf þeirra flokka sem væru búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að stilla upp sínum listum. Geir var í raun ekki bara að vísa til ÖSE. Regluna um ársfyrirvara er að finna í samþykktum Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá árinu 2002, en ekki hjá ÖSE. Þetta leiðrétti Geir sjálfur þegar umræðunni var fram haldið í gærkvöldi. Fótum troðnar kosningar? Feneyjanefndin segir slæmt að breyta kosningalögum oft eða rétt fyrir kosningar. Jafnvel þótt mis- notkun sé ekki höfð í hyggju, muni breytingarnar virðast þjóna skamm- tímahagsmunum stjórnmálaflokka. ÖSE mælir hins vegar almennt gegn breytingum skömmu fyrir kosningar, sérstaklega ef „geta kjós- enda, stjórnmálaflokka eða fram- bjóðenda til að sinna hlutverkum sínum í kosningunum gæti verið fót- um troðin,“ eins og þar segir. Und- antekning er veitt frá þessari reglu þegar alvarlegir annmarkar hafa leitt í ljós galla á löggjöfinni og al- mennt pólitísk og opinber samstaða er um að henni þurfi að breyta. Þá er bara spurningin hvort slík skilyrði séu fyrir hendi. Alltof stutt í kosningarnar Lúðvík Bergvinsson Geir H. Haarde Bara heimild – truflar ekki áform flokka ÁRNI Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í framhalds- umræðum í gærkvöldi um breytt kosningalög að kröfur væru uppi um kerfisbreytingar og opnari stjórn- sýslu. Óhjákvæmilegt væri að taka ekki tillit til þess. Geir H. Haarde sagði Sjálfstæð- isflokkinn ekki á móti því að opna möguleika á persónukjöri. Til slíkra breytinga þyrfti þó meiri undirbún- ing og umræður í þjóðfélaginu. Lagði Geir til að ef stíga ætti þetta skref yrði gerð tilraun til þess í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sagði Geir það ekki boðlegt að leggja frumvarpið fram þegar flokk- arnir væru komnir af stað í und- irbúningi í forvali og prófkjörum. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að ef málið færi ekki í gegn nú ætti stjórn- lagaþing að koma með tillögur í því. Þar væru aðilar ekki uppteknir af eigin stöðu, eins og þingmenn væru í raun. Sagði hún þess vegna stjórn- lagaþing kjörinn vettvang til þess að skera úr um málið. ingibjorg@mbl.is Kröfur um opnari stjórnsýslu og kerfi Rætt um kosningalög fram á kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.