Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
ÞETTA opna bréf
fjallar um lögboðna
vernd íslenskra forn-
leifa og þjóðminja
sem skilar sér ekki
við framkvæmd forn-
leifauppgrafta. Ólíkt
fjárhagshruni þjóð-
arinnar þá eru van-
skil á þessu sviði, eðli
málsins samkvæmt,
óafturkræf og óbætanleg. Misfar-
inn fornleifauppgröftur verður
ekki aftur tekinn. Hvernig má
þetta vera, kynni löggjafarvaldið
að spyrja. „Regluverkið er það
sama og hjá öðrum þjóðum, í
þessu tilfelli lögvernd fornleifa og
þar hefur það sannað sig og virkar
vel (t.d. frændþjóðunum). Auk
þess hefur fjárstuðningur við
þennan málaflokk verið stóraukinn
hjá okkur að undanförnu.“ Því er
til að svara að reglur hafa hvorki
eigin hugsun né dómgreind til
ákvarðanatöku og duga því ekki
einar til. „Regluverkinu“ þarf að
stýra og til að það sé gert rétt
þarf raunverulegt fagfólk á við-
komandi sérsviði með þekkingu og
reynslu. Ef annað ræður vali þess
í embætti fer sem fer.
Þetta „opna bréf“ hefst að vísu
á nærtæku tilfelli á byggingareit
löggjafarvaldsins þar sem Alþingi
sjálft er verkbeiðandinn. Bréfið
skýrir jafnframt frá ýmsum öðrum
þáttum fornleifageirans þar sem
„regluverkinu“ hefur verið mis-
beitt svo að brýtur á lögum um
fornleifavernd. Safnast hefur upp
djúpstæður vandi sem fram-
kvæmdavaldið daufheyrist við.
Vandanum beinir undirrituð nú til
alþingismanna í opnu bréfi en
samantekt þess er að finna í formi
spurninga í lok bréfsins. Bréfið í
heild má finna á slóðinni
www.mbl.is/greinar
Hluti I: Brotið á fornleifavernd
á Alþingisreit
1.1 Beiting „regluverksins“
Hinn 6. apríl 2008 auglýstu Rík-
iskaup útboð á umfangsmiklum
fornleifauppgrefti á Alþingisreit,
með því sem næst engum fyr-
irvara, þó svo að um árabil hafi
legið fyrir að ráðast þyrfti í það
stórverkefni vegna fyrirhugaðra
byggingarframkvæmda á reitnum.
Samkvæmt útboðsgögnum var
væntanlegum bjóð-
endum m.a. sett það
skilyrði að byggja á
niðurstöðum fyrri
grunnrannsókna forn-
leifa á svæðinu, þ.e.
forleifauppgröftum
fyrirtækisins Forn-
leifastofnunar á Al-
þingisreit 1999.
Í útboðsgögnum
var aðeins vísað til
„heimilda“ um upp-
greftina. Þegar að var
gáð reyndist það sem
vitnað var í vera fjög-
urra blaðsíðna texti undir nafninu
„bráðabirgðaskýrsla“. Marktæk
faglega unnin skýrsla um heildar-
niðurstöður sem unnt væri að
reiða sig á er í þessu tilfelli ekki
til. Samkvæmt lögum ber Forn-
leifavernd ríkisins skýlaus skylda
til að ganga á eftir henni áður en
unnt er að hefja fínuppgröft í
stórum stíl á Alþingisreit. Farið
verður í saumana á þessu máli í
Hluta II í þessu bréfi.
En verkbeiðandinn, Alþingi,
gætir ekki að hvaða skyldu krafan
gerir honum sjálfum og brýtur
lögin með því að stofna til nýs
fornleifauppgraftar áður en nið-
urstöður fyrri fornleifauppgrafta á
eigin reit 1999 liggja fyrir. Sem
sagt, að láta „regluverkið“ eft-
irlitslaust hugsa fyrir sig getur
haft slæmar afleiðingar.
Þó tekist hafi að leiðrétta kröf-
una um uppgraftartímann í þessu
stórverkefni í fornleifauppgrefti á
Alþingisreit, þá er „kostn-
aðarmatið“ óraunhæft. Það og
margt fleira í þessu útboðsmáli
stangast á við lögboðna forn-
leifavernd, sem löggjafarvaldið Al-
þingi og verkkaupi setur öðrum,
en af þekkingarleysi eða skeyting-
arleysi virðir svo ekki sjálft.
Hvað varð um metnað
heimastjórnarmanna?
Það er illmögulegt fyrir þá sem
ekki þekkja til að átta sig á þeim
langvarandi djúpstæða vanda sem
einkennt hefur „lögboðna“ forn-
leifavernd hjá okkur. Eða botna í
því hvað veldur. Staða þeirra mála
væri allt önnur hefðu mennta-
málaráðherrar og stjórnendur Há-
skóla Íslands sýnt fornleifafræð-
inni nauðsynlegan áhuga og
skilning í tíma. Og skapað henni
þann sess sem henni ber sem
sjálfstæðri vísindagrein í Háskóla
Íslands til styrktar fornleifavernd
og fornleifarannsóknum hér í
landi.
Eins mótsagnakennt sem það
nú er við núverandi ástand, fólu
menningarsinnaðir heimastjórn-
armenn snemma á liðinni öld okk-
ar helsta norrænufræðingi og
fornfræðingi þess tíma – sem síð-
ar var ráðinn fyrsti rektor Há-
skóla Íslands – að koma að samn-
ingu laga um verndun fornmenja.
Þau lög frá 1907 voru ein fram-
sýnustu fornleifaverndarlög í Evr-
ópu á þeim tíma. Þau sýna að
menningarlegan metnað skorti
ekki hjá heimastjórnarmönnum og
verðandi háskólarektor, þrátt fyrir
að værum þá ein fátækasta þjóð í
Evrópu.
Það er því þrálát spurning
hvernig það megi vera, nú öld síð-
ar og gott betur, þegar þjóðin
skipaði sér a.m.k. á velferðatím-
anum fyrir efnahagshrunið á með-
al þeirra ríkustu á heimsvísu, að
„lögboðin“ fornleifavernd sé í
skötulíki hjá okkur. Því verður
ekki breytt með því að leiða hjá
sér allt það sem betur mætti fara í
menningarminjaverndinni hér.
Öllu heldur með því að löggjaf-
arvaldið, Alþingi, hugi að virkri
skipan á þeirri margþættu vernd
áður en ráðist er í enn eina um-
byltinguna á þjóðminjalögum.*
Lærum af reynslunni til framtíð-
arsýnar. * Áður en að stjórn-
arslitum kom var á dagskrá að
leggja fyrir Alþingi frumvarp til
menningarminjalaga þar sem fella
átti margþætta menning-
arminjavernd (þjóðminjavörslu)
undir ráðstjórnarlegt skrif-
finnskubákn í nafni Minja- og
safnastofnunar. Enda hafa tíðar
breytingar á þjóðminjalögum í
seinni tíð einkennst hvað mest af
því að virka ekki í framkvæmd.
Meira: mbl.is/greinar
Frumbyggjar í fleiru
en fjármálum
Margrét Hermanns
Auðardóttir skrifar
opið bréf til alþing-
ismanna.
» Það er því þrálát
spurning hvernig
það megi vera, nú öld
síðar og gott betur …
að „lögboðin“ forn-
leifavernd sé í skötulíki
hjá okkur.
Margrét Hermanns
Auðardóttir
Höfundur er doktor í fornleifafræði
með áratuga reynslu af fornleifarann-
sóknum heima fyrir og erlendis –
mha@akademia.is
ER ENGUM
brugðið?! Er engum
misboðið?!
Afturhvarf til for-
tíðar og yfir fálm-
kenndum hugmyndum
ráðherra í nýjustu
ríkisstjórn er tilfinn-
ing sem hlýtur að
skera í hjarta þess
hluta þjóðarinnar sem
ekki vill aftur lenda í sveltandi
kjöltu Norðmanna.
Nýjasta útspil vandræðagangs-
ins er nú að ráða Norðmann sem
Seðlabankastjóra ylhýru fóstur-
jarðarinnar. Það lítur því út fyrir
að ráðamenn íslenska hagkerfisins
og þjóðkjörnir fulltrúar á þingi
hafi ekki einungis brugðist á vakt-
inni í efnahagsmálum þjóðarinnar,
heldur hafi þeim einnig láðst að
lesa sögubækur um misþyrmingu
Konungsveldisins Noregs á ná-
grönnum sínum í norðurhöfum.
Þar áður var blekið varla þornað
á ráðherratitlunum hjá Steingrími
J. Sigfússyni, er hann var farinn
að belgja sig í fjölmiðlum um að
vel kæmi til greina að taka hér
upp norska krónu. Ég spyr, fyrir
hvern telur maðurinn sig vera að
vinna? Sagan segir okkur að öll
samskipti við Noreg, önnur en
kurteisishjal á mannamótum, hafa
haft gríðarlega slæm áhrif á bæði
land og þjóð. Það skýtur því
skökku við að leita á náðir slíkra
aðila, þegar á ríður að þjóðin sýni
samstöðu og finni það að sameinuð
stendur hún sterk.
Mikið leggur Steingrímur á sig
til að halda tengslum við Vinakeðj-
una sem hann er félagi í, nefnilega
hin alnorsku samtök Vinstri
græna. Svo mikil að hann snýr
baki við sjálfstæði Íslendinga til
þess eins að kynda undir vin-
áttueldum sem án breytinga munu
hér tröllríða landi og þjóð og skilja
eftir sig endanlegt sinubál.
Það kemur mér einkennilega
fyrir sjónir að Steingrímur sem
eitt sinn lét þau orð falla á Alþingi
að Davíð (Oddsson) væri : …
„gunga og drusla“ hagi sér nú á
þann máta sem raun ber vitni.
Sannast þá máltækið „margur
heldur mig sig“.
Undirrituð er almennur þjóð-
félagsþegn, bóndi í
Mýrdalshreppi, Ís-
lendingur sem mis-
býður sá sleikjuskap-
ur sem upphafinn er
af ráðamönnum í garð
Norðmanna og við-
gengst óátalinn í fjöl-
miðlum. Norðmenn
sem áður sáu til þess
að þjóðin sylti sáran
eru nú grátbeðnir um
að koma og bjarga ís-
lensku þjóðinni frá
glötun. Seðlabankastjórinn nýi,
Svein Harald Øygard, á víst, sam-
kvæmt ummælum vinar síns Har-
ald Magnus Andreassen, að vera
„frábær maður sem skilur senni-
lega vandamál Íslands betur en
margir Íslendingar“. Húrra! Fjöl-
miðlar tala við vin Sveins og þar
með er maðurinn kominn með
meðmæli sem ekki verða bornar
brigður á. Hvar er gagnrýn frétta-
mennska? Hvar er fólkið sem vill
vernda landið fyrir geðþótta-
ákvörðunum ríkisstjórnarinnar?
Ríkisstjórnar sem tilbúin er að
brjóta stjórnarskrá Íslands með
landráðum. Takið eftir: land-
ráðum. Hvenær ef ekki nú á rík-
isstjórn að víkja ? Eru þau að gefa
hinum almenna borgara leyfi fyrir
því að lög og reglur gildi ekki
lengur um öll mál? Að stjórn-
arskrá Íslands sé autt og ómerkt
plagg?
Ég spyr og ég vil fá svar.
Mér láðist að nefna það áður, en
undirrituð er jafnframt ¼ norsk að
uppruna. Það breytir í engu ást
minni á Íslandi og því sem það
stendur fyrir. Nefnilega sjálfstæði.
Íslendingar eru hvorki und-
irlægjur norskra yfirvalda – né ís-
lenskra.
Sjálfstæðir Íslendingar, látið í
ykkur heyra.
Er engum brugðið
eða misboðið? – Land-
ráð um hábjartan dag
Auður Hansen er
ósátt með nýja
Seðlabankastjórann
Auður Hansen
»Norðmenn sem áður
sáu til þess að þjóðin
sylti sárum, eru nú grát-
beðnir um að koma og
bjarga íslensku þjóðinni
frá glötun….er engum
misboðið?
Höfundur er bóndi og áhugamaður
um sjálfstæði Íslendinga.
SÓLARLJÓSIÐ
eða dagsbirtan er með
allt litrófið frá inn-
rauðum geislum til út-
fjólublárra geisla.
Niels Finsen, sem
lærði í MR, fékk árið
1903 Nóbels-
verðlaunin í lækn-
isfræði fyrir sóllamp-
ann m.a. Sóllampinn
gefur frá sér útfjólubláa geisla sem
eru orkuríkir og húðin verst þeim
með að dökkna, við verðum sól-
brún, sé rétt að staðið. Þá virka
þeir á kólesteról í húðinni og
breyta því í hormón, sem er alla
jafna kallað D-vítamín, en það á sér
sögulega skíringu. Húðlitur manna
á jörðinni er því háður sólargeislun.
Við hér á norðurhjaranum erum
því með húð, sem á auðveldara með
að nýta sér litla dagsbirtu..
Sólarljósið getur verið 50.000 lux,
en inniljós er í besta falli aðeins
brot af því eða undir 500 lux og
ekki með allt litróf dagsbirtunnar.
Þekkt er að skortur á
útiveru og þar með
sólarljósi getur valdið
sjúkdómum í fólki.
Beinkröm var algeng
hjá unglingum hér áð-
ur fyrr og var þá m.a.
brugðið á það ráð að
gefa lýsi í skólanum,
setja börn í háfjallasól
og reka þau út undir
bert loft í frímínútum í
skólanum. Þá bjargaði
hið langa sumarleyfi,
oft úti í náttúrunni,
miklu.
Varðandi eldra fólk er ekki
minna áríðandi að koma út undir
bert loft og fá þannig sólargeisl-
unina, sem er jú fyrir hendi þótt
skýjað sé. Þetta er talið geta forðað
frá þunglyndi, þreytu, húðvanda-
málum, svefnleysi og minnkandi
starfsemi ónæmiskerfisins.
Það er ekki fyllilega vitað hvaða
áhrif rafmagnið og þá rafmagnsljós
hefur á heilsuna og þá á eldra fólk,
sem fer lítið eða ekkert undir bert
loft.
En af hverju er ljósið svona mik-
ilvægt? Jú, það hefur áhrif á líklega
mest notaða líffæri okkar, sjálfan
heiladingulinn. Heiladingullinn er
agnar lítill kirtill undir heilanum og
tekur m.a.við boðum um birtu
gegnum augun. Heiladingullinn
framleiðir nokkra hormóna, sem
stjórna og hafa áhrif á alla líkams-
starfsemina og stjórna sólarhring-
sferli flestra.
Svefninn er okkur lífsnauðsyn-
legur, en þá endurnýjar líkaminn
skemmdir í frumunum og end-
urnýjar þær. Svefninum stjórnar
heiladingullinn með hjálp sólar-
ljóssins og er við sofum framleiðir
hann svefnhormónið, melatónín,
sem er einnig eitt sterkasta andox-
unarefni eða sindurvari líkamans,
sterkara en C-vítamín, E-vítamín
og Beta-caróteníð. Þetta hormón er
að finna frá árdaga í svo til öllu lif-
andi á jörðu hér frá einfrumungum
til fjölfrumunga eins og okkur.
Efnið er að finna í öllum frumum
líkamans. Að vísu er talið að örlítið
myndist í augnbotnunum og í melt-
ingarveginum
Aðalverkefni eða tilgangur lífsins
er viðhald tegundarinnar. Er við
höfum lokið okkar verkefni upp úr
40-45 ára aldri fer heiladingullinn
að hrörna og endar sem fituvefur
að lokum og okkar tilveru er þar
með lokið.
Nú er talið að heiladingullinn
eigi mesta sök á að við hrörnum og
verðum ellinni að bráð. Við 80 ára
aldur er hormónaframleiðsla t.d.
melatóníns orðin um helmingur
þess sem hún var milli 20-30 ára
aldur.
Ýmsar kenningar eru um elli-
hrörnun. Og vitað er að flestar
frumur líkamans geta ekki skipt
sér endalaust. Þá ber hæst nú um
mundir kenninguna um oxunar-
efnin eða sindurefnin. Efni sem
myndast í frumunum við bruna súr-
efnisins og geta bundist öðrum efn-
um og skemmt þau og þar með
valdið ýmsum sjúkdómum, elli-
hrörnun er einn þeirra. Andoxunar-
efnin eða sindurvararnir gera ox-
unarefnin óskaðleg. Það gefur því
auga leið að áhrifarík andoxunar-
efni þurfa að vera fyrir hendi í rík-
um mæli alla ævina.
En heiladingullinn með sínum
hormónum stjórnar líka og styrkir
ónæmiskerfið og framleiðslu horm-
óna í öðrum innrennsliskirtlum, en
þeir senda síðan hormónana út í
blóðið til frumnanna. Skjalkirtillinn
er einn þeirra, en hann stjórnar
efnaskiptum líkamans. Við þurfum
um 50 efni í fæðunni, sem líkami
okkar getur ekki efnasmíðað. Eitt
þessara efna er sjálft C-vítamínið,
en allur gróður og öll spendýr,
nema við og 2 önnur, geta búið það
til eftir þörfum. Það er því vissara
að taka inn C-vítamín daglega.
Er við eldumst þarf að hjálpa lík-
amanum við að gera við skemmdir,
sem oxunarefnin geta valdið í frum-
unum. Þetta getum við gert ein-
faldlega með því að vera nægilega
mikið úti í dagsbirtunni, sofa vel og
reglulega og taka aukalega andox-
unarefni með fæðunni eftir því sem
við eldumst. Þetta styrkir ónæm-
iskerfið, en það er lykillinn að lang-
lífi og góðri heilsu.
Sólarljósið, svefninn og ellihrörnunin
Pálmi Stefánsson
skrifar um sólar-
ljósið og heilsuna
»Ellin er í raun sjúk-
dómur sem stafar af
minnkandi hormóna-
starfsemi vegna hrörn-
unar heiladingulsins og
vaxandi skemmda í
frumum líkamans.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.