Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Það er á vissan hátt skondið aðaðskóknarmesta kvikmyndliðinnar helgar sé mynd sem fjallar um óráðsíu og peningasóun, á tímum kreppunnar ógurlegu. Alls staðar hafa hinir gráðugu verið út- hrópaðir, þeir sem kunnu sér ekki hóf þegar kom að veraldlegum gæðum. Reyndar eru hinir gagn- rýndu ekki kaupfíklar, ekki óðir í rándýrar flíkur tískuhönnuða á borð við Dolce og Gabbana eða Prada. Nei, þessir gráðugu voru meira í því að kaupa þyrlur og íbúðir á þremur hæðum í New York.    Confessions of a Shopaholic seg-ir af ungri konu sem ræður ekki við fíkn sína í rándýrar hönn- uðaflíkur. Martröð allra karlmanna að eiga slíka kærustu eða eig- inkonu! Nema þeir séu útrásarvík- ingar, auðvitað. Og hvílík tímasetn- ing á þessari kvikmynd! Tímasetningin kemur þó ekki að sök, eins og fyrr sagði, því aðsókn- ar nýtur hún mikillar. Þetta vill fólk greinilega sjá. Þó að umfjöll- unarefnið gæti allt eins verið kjörið í hádramatíska mynd er það hér notað í gamanmynd. Öllu frum- legra hefði þó verið að sjá dramaút- gáfuna, en hvað um það. Öllu gamni fylgir nokkur alvara, líka fatakaupum. Reyndar gerir aðalleikkonan Ishla Fisher sér grein fyrir hinni slæmu tímasetningu. Hún hefur bent á í viðtölum að um játningu kaupfíkils sé að ræða. Fíkillinn sé ekki að hreykja sér af kaupæðinu og læri sína lexíu á endanum. Hin kaupóða áttar sig á því að ástin er meira virði en allt annað. Frekar ástina en hönnuðarflík, sá er boð- skapurinn (afsakið meðan að ég æli, eins og söngvaskáldið orðaði það). Heldur hefði maður nú kosið djúpköfun í kaupfíknina og þá sér- staklega fatakaupfíkn sem hrjáir án efa margar konur og jafnvel karla. Hið kaldhæðnislega er að myndin virðist missa flugið þegar kemur að ástinni, ef marka má kvikmyndadóma og skal engan furða. Hún virkar best þegar að- alpersónan er stjórnlaus í kaup- æðinu. Hollywood á það til að eyði- leggja gamanmyndir með væmnum endi.    Auðvitað er ekkert erfitt aðskilja þetta fatakaupæði sem ég held að megi fullyrða að algeng- ara er meðal kvenna en karla. Framboðið er gífurlegt og tísku- þrýstingurinn mikill. Það virðist líka ríkja þegjandi samkomulag meðal kvenna um að svona eigi þetta að vera. Konur í vestrænum heimi megi og eigi að kaupa sér föt langt umfram raunverulega fata- þörf. Skókaup eru svo annar kafli og jaðra við trúarbrögð. Missi karl- maður út úr sér þá eðlilegu spurn- ingu hvort eiginkonan/kærastan eigi ekki nóg af skóm fær hann ís- kalt augnaráð og er ekki virtur svars. Maður spyr ekki strangtrú- aðan að því hvort guð sé til. En það gengur auðvitað ekki að við hættum öll að eyða peningum og kaupa föt. Þá yrðu allir púkaleg- ir og hægjast myndi á hjólum efna- hagslífsins. Svo er líka gaman að eyða peningum og ganga um í nýj- um fötum, ekki satt? „Money makes the world go around“ o.s.frv. Heim- urinn þarf á kaupóðum konum og körlum, að halda. Allir í Kringluna! helgisnaer@mbl.is Verslað fram í rauðan dauðann AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » Skókaup eru svo annar kafli og jaðra viðtrúarbrögð. Missi karlmaður út úr sér þá eðlilegu spurningu hvort eiginkonan/kær- astan eigi ekki nóg af skóm fær hann ískalt augnaráð og er ekki virtur svars. Aaaaah! Ætli það sé langt að bíða þess að heilbrigðiskerfið greini kaupæði sem geðsjúkdóm? Meðferðin væri þá kannski að senda fólk í Kolaportið án krítarkortsins. En það gengur auðvitað ekki að við hættum öll að eyða … LIÐSMENN írsku hljómsveit- arinnar U2 eru staddir í Bandaríkj- unum um þessar mundir þar sem þeir eru að fylgja eftir útgáfu sinn- ar nýjustu plötu, No Line On The Horizon. Sveitin hefur verið mjög áberandi vestanhafs í vikunni, og sem dæmi má nefna að þeir koma fram í spjallþætti Davids Letterm- ans öll kvöld vikunnar. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, bætti svo um betur á þriðjudaginn þegar hann nefndi götu á Manhattan eftir sveitinni, en næstu vikuna mun hluti 53. strætis heita U2 Way. „Bítlarnir höfðu Penny Lane, Elvis bjó við endann á Lonely Street,“ sagði Bono, söngv- ari U2, þegar hið nýja nafn göt- unnar var afhjúpað. „Þetta er fallegur dagur, svo ég vitni nú í fræga írska hljómsveit,“ sagði borgarstjórinn við sama til- efni. „Allir sem búa í þessari borg, þar á meðal ég, líta á þessa fjóra menn frá Dublin sem heiðursfélaga New York-borgar,“ bætti Bloom- berg við. Reuters U2 stræti Bono og The Edge með skilti með hinu nýja nafni götunnar. Gata í New York nefnd U2 A Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó 600 kr. fyrir b örn 750 kr. fyrir f ullorðna SÝND Í SMÁRABÍÓI - S.V., MBL - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS „Byggð á samnefndri bók sem slegið hefur í gegn um allann heim“ SÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 OG BORGARBÍÓI Bleiki pardusinn er mættur aftur í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN The International kl. 8 - 10:30 DIGITAL B.i. 16 ára The International kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL LÚXUS Ævintýri Desperaux ísl. tal kl. 4 - 6 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 5:15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Skógarstríð 2 kl. 3:45 Börn-600 kr./Fullorðnir 750 kr. LEYFÐ The Pink Panther 2 kl. 4 - 6 DIGITAL LEYFÐ Fanboys kl. 8 - 10:10 LEYFÐ Viltu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 4 LEYFÐ Frábær gamanmynd um fimm vini sem brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I. Bleiki pardusinn er mættur aftur í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 6 með íslensku tali SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI - D.V. - Tommi, kvikmyndir.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 “Sagan af hugprúðu músinni Desperaux er ljúf og lágstemmd og hentar flestum aldurshópum” - S.V., MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.