Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
Orð dagsins: Hver er sá er mun gjöra
yður illt, ef þér kappkostið það sem
gott er? (1Pt. 3, 13.)
Það er svo sem ekki í frásögur fær-andi, þótt með ólíkindum sé, að
Víkverji á þrjátíu ára ferming-
arafmæli í vor. Því nefnir Víkverji
þetta að honum varð nýlega hugsaðtil
menntaskólaáranna. Þá voru engar
tölvur til, en þó barst það út um
heimsbyggðina, þegar Víkverji var í
4. bekk menntaskóla, að einhver
töfragripur hefði verið skapaður, sem
gæti bókstaflega allt. Það var tölva og
hún fyllti heilt herbergi einhvers
staðar úti í heimi.
x x x
Börn Víkverja, sem nú eru um tví-tugt, eiga auðvitað bágt með að
skilja þessa fortíð. Árum saman hafa
þau átt gsm-síma, borðtölvur, fartölv-
ur, flakkara og hvað öll blessuð tækn-
in annars heitir. Gott samband er á
milli Víkverja og barna hans, hvernig
væri annað hægt þegar alltaf er hægt
að ná í þau í gegnum farsíma, msn,
fésbókina og tölvupóst? Fyrir nú utan
það að oft hittist fólkið líka heima við.
Þegar Víkverji var sextán ára gamall
fór hann að heiman til að feta
menntaveginn. Í mesta lagi einu sinni
í viku hringdi hann heim, kollekt, og
ræddi stutta stund við móður sína.
Móðirin gladdist svo sem við að heyra
í Víkverja, en hafði greinilega ekki
miklar áhyggjur af því að hann plum-
aði sig ekki vel.
x x x
Nú veltir Víkverji því fyrir sérhvort börn nútímans verði ekki
ósjálfstæðari heldur en börn fortíð-
arinnar neyddust til að vera. Þetta
mikla og stöðuga samband sem
mögulegt er að viðhafa hlýtur að gera
það að verkum að þau láta gjarnan
mömmu og pabba sjá um málin fyrir
sig. Fyrir þessum 20-25 árum, sem
liðin eru síðan Víkverji fór að heiman,
var þetta stöðuga samband ekki
möguleiki og bréf voru 2-3 daga að
berast milli landshluta. Víkverja var
því nauðugur einn kostur að sjá um
sig sjálfur.
Og þykist hafa tekist bara nokkuð
vel .
Nú finnst Víkverja hann hins vegar
skyldugur til að vera í stöðugu sam-
bandi við börnin, bara svona til að
heyra í þeim hljóðið! víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 erfitt að út-
vega, 8 fægja, 9 suð, 10
haf, 11 sjóða mat, 13
skýrir frá, 15 brattur, 18
fánýti, 21 skaut, 22 mast-
urs, 23 smáaldan, 24
hrakin af hríð.
Lóðrétt | 2 það sem veld-
ur, 3 skóf í hári, 4 næst-
um því, 5 blóðsugan, 6
vitur, 7 at, 12 hrúga, 14
mannsnafn, 15 ræma, 16
ráfa, 17 orðrómur, 18
ferma, 19 menn, 20 inn-
andyra.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 klökk, 4 nefnt, 7 polki, 8 laust, 9 stó, 11 ræma,
13 rita, 14 kafli, 15 lafa, 17 trog, 20 var, 22 gunga, 23
játar, 24 reisa, 25 lauga.
Lóðrétt: 1 kopar, 2 öflum, 3 keis, 4 nóló, 5 fauti, 6 totta,
10 tefja, 12 aka, 13 rit, 15 lógar, 16 fenni, 18 rottu, 19
garfa, 20 vala, 21 rjól.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú virðist hafa góða stjórn á hlut-
unum, en ekki er allt sem sýnist. Vertu
ekki óþarflega harður við sjálfan þig.
flestum finnst mikið til þín koma.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú leggur þig allan fram í starfi og
er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur
það vekur almenna hrifningu yfirmanna
þinna.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefðir gott af því að hreyfa
þig og losa um uppsafnaða spennu. Hug-
sjónir þínar eru vaktar og þú hefur það
sem til þarf til að ná takmarkinu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Samvinna skilar oft betri árangri
en einstaklingsframtakið. Upplýsingar
og hugmyndir flæða óhindrað á milli.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú eru það fjármálin og fjölskyldan
sem þú þarft að beina athyglinni að.
Leyfðu barninu innra með þér að
blómstra núna.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þýðingarmikil skilaboð berast úr
óvæntri átt. Gerðu þér glögga grein fyrir
öllum staðreyndum og gríptu svo til
þeirra ráðstafana sem þú veist að skila
þér heilum í höfn.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hugmyndir sem þú hefur sett fram í
starfi þínu vekja athygli. Treystu á ráð-
leggingar og vertu óhræddur; þetta eru
vinir sem standa alltaf með þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Sporðdrekinn er til í að
leggja sitthvað á sig til að koma umbót-
um og breytingum til leiðar í vinnunni.
Mundu samt að hóf er best á hverjum
hlut.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þetta er góður dagur til að
ræða við maka um ábyrgðina sem felst í
barnauppeldi. Vertu samt ekki að fegra
þinn hlut og sýndu þolinmæði og jafn-
aðargeð.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Hvort sem þú trúir því eður ei
er þetta rétti tíminn til að halda út á nýj-
ar brautir. Gerðu það fyrir alla muni því.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú er svoddan snillingur í að
skapa þér þína eigin velgengni, að þú
gleymir að stundum þarftu þess ekki.
Keyptu eða seldu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þótt þér sé illa við að vera í sviðs-
ljósinu koma þær stundir í þínu starfi að
þú verður að ganga fram fyrir skjöldu.
Samræður við foreldra eru mikilvægari
en ella á sama tíma.
Stjörnuspá
5. mars 1938
Bæjarhús í Húsavík í Norður-
Múlasýslu tók af grunni í af-
taka norðanveðri, með fólki
og öðru sem í þeim var. Húsin
fuku niður fyrir sjávarbakka
og þótti furðu gegna að fólk
kæmist lífs af. Einnig urðu
miklar skemmdir í Bakka-
gerði í Borgarfirði eystra.
„Heilt þorp í rústum eftir
óveðrið,“ sagði Morgunblaðið.
5. mars 1985
Kona fór heim af fæðing-
ardeild Landspítalans með
barn sem önnur kona átti. Mis-
tökin voru leiðrétt samdæg-
urs.
5. mars 1997
Þýska flutningaskipið Vik-
artindur strandaði í vonsku-
veðri á Háfsfjöru, austan við
Þjórsárós. Þyrla Landhelg-
isgæslunnar, Líf, bjargaði
nítján manna áhöfn skipsins.
Varðskipsmaður beið bana við
björgunaraðgerðir. Vik-
artindur eyðilagðist í fjörunni.
5. mars 1999
Vala Flosadóttir, þá 21 árs,
setti Íslandsmet og Norð-
urlandamet í stangarstökki á
heimsmeistaramóti innanhúss
í Maebashi í Japan, stökk yfir
4,45 metra og varð í öðru sæti.
5. mars 2005
Lyfjaval opnaði fyrsta bíla-
apótekið á Norðurlöndum í
Hæðarsmára í Kópavogi.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Sigurður Valur Sveinsson, fyrrverandi landsliðs-
skytta í handknattleik, er fimmtugur í dag. Að-
spurður segist hann ekki ætla að gera sér mikinn
dagamun í tilefni stórafmælisins heldur fara til
vinnu eins og aðra daga og elda síðan eitthvað
ljúffengt handa konunni og börnunum síðar um
kvöldið. Hann segist ekki ætla til útlanda í tilefni
af tímamótunum því honum líði best hér heima á
klakanum. „Ég verð með litla veislu fyrir vini og
vandamenn á föstudaginn,“ segir Sigurður sem
hefur starfað hjá Tryggingamiðstöðinni um árabil
auk þess að vera virkur í heimi íþróttanna. „Ég
hef verið að dunda mér við að þjálfa strákana í gamla félaginu mínu
Þrótti og í sameiningu erum við að reyna að lífga upp á það góða fé-
lag.“ Sigurður segist hlakka til afmælisdagsins og að hann bíði
spenntur eftir því að sjá hvort eitthvað breytist við að klukkan slái
tólf á miðnætti. „Maður hafði alltaf ímyndað sér þegar að þessum
aldri yrði náð yrði maður orðinn hrörlegt gamalmenni en veruleikinn
er alls ekki sá. Mér líður í raun eins og ég sé nýkominn með bílprófið.
Lífið verður bara betra og betra með hverju árinu sem líður,“ segir
Sigurður Valur Sveinsson að lokum.
Sigurður Sveinsson handboltamaður 50 ára
„Aldrei liðið betur“
Sudoku
Frumstig
6 4 7 8 9 1
8 6 3 7 4
3 9 4
2 8 5
8 1 9 2
7 2 4
1 8 9
7 8 2 9 6
9 4 2 7 8 3
6 3 1 8 5
8 5 6 3
7 1
5 7 4
9 8 3 1
6 3 7
7 2
2 9 3 7
7 3 4 1 9
9 8 1 3
3 9 2
3 4 7
9 7 2
4 7 8 1
5 2 3
2 3 8
5 8 6
3 5 4 2
5 7 6 3 1 4 8 9 2
4 1 3 9 2 8 6 5 7
2 8 9 5 7 6 3 4 1
6 2 1 8 5 3 9 7 4
7 9 8 2 4 1 5 3 6
3 4 5 6 9 7 2 1 8
1 6 2 7 3 5 4 8 9
8 5 7 4 6 9 1 2 3
9 3 4 1 8 2 7 6 5
3 6 2 9 7 5 1 8 4
5 1 9 4 6 8 3 7 2
7 4 8 3 1 2 9 6 5
8 5 1 7 3 6 4 2 9
4 3 7 2 9 1 8 5 6
2 9 6 5 8 4 7 1 3
6 7 3 1 2 9 5 4 8
9 2 5 8 4 7 6 3 1
1 8 4 6 5 3 2 9 7
2 8 9 1 7 5 3 6 4
3 7 4 9 2 6 1 8 5
1 6 5 8 3 4 2 9 7
9 5 7 2 6 3 8 4 1
4 2 1 5 8 7 9 3 6
6 3 8 4 9 1 5 7 2
8 9 6 7 5 2 4 1 3
5 1 3 6 4 9 7 2 8
7 4 2 3 1 8 6 5 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er fimmtudagur 5. mars, 64. dag-
ur ársins 2009
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 a6 4. g3 b5 5. Bg2
Bb7 6. a3 Rd7 7. Rge2 e5 8. h3 Bg7 9.
dxe5 dxe5 10. Be3 Rgf6 11. g4 O-O 12.
Rg3 Re8 13. Dd3 Rd6 14. O-O-O Dh4 15.
Kb1 Hfd8 16. g5 Rf8 17. Rd5 Re6 18.
Dc3 Rc4 19. Bc1 Bxd5 20. exd5 Rf4 21.
Be4 Hab8 22. Df3 Dxg5 23. h4 Df6 24.
h5 b4 25. a4 Db6 26. hxg6 hxg6 27. Db3
Ra5 28. De3 b3 29. Dxb6 Hxb6 30. c3 f5
31. Bf3 Hbd6 32. Bxf4 exf4 33. Re2 g5
34. Bg2 He8 35. Rc1 g4 36. f3 Rc4 37.
Rd3 He2 38. Hhg1 Hxd5 39. fxg4
Staðan kom upp á opnu móti í Gí-
braltar sem lauk fyrir skömmu. Banda-
ríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura
(2699) hafði svart gegn ungverska al-
þjóðlega meistaranum Miklos Nemeth
(2472). 39… Hxd3! og hvítur gafst upp
enda taflið tapað eftir t.d. 40. Hxd3
Hxb2+ 41. Ka1 Ha2+ 42. Kb1 Ra3+
43. Kc1 b2+.
Svartur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Tveir hissa.
Norður
♠4
♥KG742
♦G43
♣KG109
Vestur Austur
♠Á965 ♠ –
♥10 ♥ÁD98653
♦10962 ♦Á87
♣7532 ♣Á64
Suður
♠KDG108732
♥ –
♦KD5
♣D8
Suður spilar 4♠ doblaða.
Spilin koma sífellt á óvart. Tveir
keppendur Reykjavíkurmótsins urðu
alla vega mjög hissa þegar nið-
urstaðan lá fyrir í 4♠ suðurs. Eftir
pass vesturs og norðurs vakti austur í
þriðju hendi á 4♥. Taktísk sögn á
jöfnum hættum til að setja pressu á
næsta mann. Suður tók sínar lög-
bundnu tíu sekúndur, seildist svo
djúpt í sagnboxið eftir þykkum bunka
með 4♠ ofan á. Smellidobl í vestur og
norður grét innra með sér yfir þess-
um aumu örlögum: „Af hverju gat
makker ekki frekar doblað 4♥?“ Aust-
ur var hins vegar kátur yfir þróun
mála og bjóst við mikilli slátrun. En
spilin lúta aldrei neinni forsögn. Norð-
ur reyndist eiga þarflegar myndir í
laufkóng og tígulgosa og 4♠ stóðu
sem stafur á bók. Sem kom norðri
þægilega á óvart, en austri óþægilega.
Nýirborgarar
Reykjavík Sævar Þór
fæddist 15. ágúst kl. 13.26.
Hann vó 1.600 g og var 40
cm langur. Foreldrar
hans eru Linda Ósk Þór-
mundsdóttir og Ómar
Gísli Sævarsson.
Reykjavík Nína Sif fædd-
ist 18 febrúar kl. 11.32.
Hún vó 4.255 g og 52 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Herborg Drífa Jón-
asdóttir og Daði Hrafn-
kelsson.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is