Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 ✝ Halldór Brynj-ólfur Stefánsson fæddist í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 3.3. 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 25.2. síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Halldórsson, f. 9.6. 1903, d. 25.3. 1997 og Ástríður Þorgeirs- dóttir, f. 20.9. 1908, d. 28.6. 1929. Þau giftust 11.9. 1926. Halldór kvæntist 1.10. 1949 Hallgerði Pálsdóttur, f. 5.10. 1927. Foreldrar hennar voru Páll Anton Þóroddsson, f. 16.8. 1898, d. 20.5. 1978, og Elín Anna Björnsdóttir, f. 10.8. 1894, d. 30.8. 1983. Börn þeirra Halldórs og Hall- gerðar eru: 1) Páll, f. 4.8. 1950, kvæntur Sólveigu Ásgrímsdóttur, f. 30.1. 1947. Dóttir þeirra er Hall- gerður Pálsdóttir, f. 29.8. 1974, gift 28.7. 1998, og Stefán Páll, f. 24.12. 2005. Fyrir átti Halldór son, Ólaf, f. 27.11. 1947, kvæntan Auði Sig- urðardóttur, f. 27.4. 1949. Börn þeirra eru a) Erla, f. 27.5. 1968, gift Hreiðari Páli Haraldssyni, f. 24.1. 1966, þau eiga 5 börn, b) Arnar, f. 14.5. 1970, kvæntur Heiðrúnu Haraldsdóttur, f. 9.4. 1975, þau eiga 3 börn, og c) Brynja, f. 11.5. 1976, gift Matthíasi Matthíassyni, f. 24.9. 1975, þau eiga 2 syni. Halldór var aðeins 2 ára þegar hann missti móður sína og flutti þá með föðurbróður sínum Ólafi Halldórssyni og ömmu Elísabetu Brynjólfsdóttur frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur og ólu þau hann upp. Halldór fór í Loftskeytaskólann og var loft- skeytamaður á togurum í nokkur ár. Eftir að hann kom í land starf- aði hann fyrst sem vörubílstjóri en lengstan hluta starfsævinnar vann hann við skrifstofustörf hjá Sam- bandi íslenskra Samvinnufélaga. Halldór verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Jesper Hansen, f. 9.9. 1972. Hún á tvö börn. 2) Ásta, f. 6.3. 1955, gift Einari Erlends- syni, f. 15.5. 1954. Börn þeirra eru a) Margret Rós, f. 19.2. 1975, hún á tvær dætur, b) Edda, f. 7.3. 1983, sambýlismaður Róbert Freyr Jó- hannsson, f. 29.7. 1981, þau eiga einn son, c) Brynja, f. 15.10. 1986, sambýlis- maður Sigurður Mar- cus Guðmundsson, f. 17.9. 1984, og d) Íris, f. 23.1. 1993. 3) Elín Ýrr, f. 22.6. 1958, gift Kristjáni M. Bald- urssyni, f. 6.12. 1955. Börn þeirra Anna Rut, f. 16.8. 1987, Ásta Ýrr, f. 16.8. 1987, Herdís, f. 27.4. 1992, og Halldór, f. 27.4. 1992. 4) Ólöf Eir, f. 4.9. 1969, gift Jenna Guðjóni Clau- sen, f. 27.2. 1960. Börn þeirra eru Ólafur Þór, f. 24.7. 1994, Axel, f. Halldór ólst upp í Reykjavík hjá ömmu sinni og föðurbróður Ólafi, á verkamannaheimili á kreppuárun- um. Hann kynntist því snemma lífs- baráttu verkafólks og lærði þá lexíu að til að geta lifað mannsæmandi lífi þarf alþýðufólk að skipuleggja sig faglega og pólitískt. Hann varð ung- ur róttækur, gekk sem unglingur í Dagsbrún og í Æskulýðsfylkinguna. Hann var alla ævi mjög pólitískur og hafði gaman af að ræða pólitík. Hall- dór las mikið, bókmenntir, innlendar sem erlendar, pólitík og síðast en ekki síst allt sem hann komst yfir af bókum um síðari heimsstyrjöldina. Á því sviði var aldrei komið að tóm- um kofunum hjá Halldóri. Hann þekkti flest það sem laut að kafbáta- útgerð Þjóðverja, vissi um alla her- leiðangra þeirra, hvaða hershöfð- ingjar fóru fyrir og síðast en ekki síst hvernig Sovétríkjunum tókst að brjóta innrás þeirra á bak aftur. Halldór var einstakur málamaður og hafði mikinn áhuga á tungumál- um. Hann talaði ensku vel og þó að hann hafi ekki lært þýsku í skóla tal- aði hann hana reiprennandi, þegar hann heimsótti okkur Pál í Göttin- gen og ég hef spurnir af því að hann hafi brugðið fyrir sig ítölsku og rúss- nesku þegar þess þurfti. Hann var einhver sá orðhagasti og orðheppnasti maður sem ég hef kynnst. Hann lagði áherslu á að börn hans töluðu góða íslensku. Ekki síst að uppræta þá hljóðvillu Norðlendinga að gera ekki greinar- mun á hvölum og kvölum. Í rökræð- um stóðu fáir honum tengdaföður mínum á sporði, hann varð aldrei orðlaus og tilsvör hans stutt, hnit- miðuð og húmorinn óborganlegur. Halldór var afar handlaginn og bar heimili þeirra Gerðu vitni um handlagni hans, snyrtimennsku og hugkvæmni. Að koma inn í bílskúr- inn hans var sérstakt, öll verkfæri áttu sér sinn stað, allt hreint og fág- að. Hann hafði gaman af því að smíða, laga og endurbæta hluti og smekkvísin var óbrigðul. Því var það honum sárt, þegar þau Gerða fluttu í íbúðina í Lautasmára að hafa ekki heilsu til að taka þátt í að búa þeim heimili þar. Ég kynntist Halldóri, þegar ég og Páll sonur hans höfðum gengið sam- an heila Keflavíkurgöngu. Frá fyrstu stundu tók Halldór mér eins og einu barna sinna. Alltaf hlýr og umhyggjusamur. Halldór var mikill fjölskyldumaður og tryggur vinur vina sinna. Alltaf tilbúinn að aðstoða væri til hans leitað. Hann hafði mikla ánægju af því að hitta fólk og þau Gerða voru höfðingjar heim að sækja. Þótt hann í tilsvörum orðaði hugsanir sínar umbúðalaust var hann alltaf næmur á tilfinningar annars fólks. Þegar ég lít til baka er það þó ekki húmorinn og glæsileik- inn sem ég minnist helst, heldur við- kvæmnin, þegar hann fann að ein- hverjum leið illa og hlýjan sem hann gaf svo ríkulega af sér. Síðustu árin voru Halldóri erfið. Heilsu hann var þannig komið að hann þurfti að dvelja á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ síðustu árin. Eiga allir þeir vandamenn, vinir og starfsfólk Skógarbæjar sem reyndu að gera honum lífið léttara þakkir skildar. Sólveig Ásgrímsdóttir. Mín fyrstu kynni af mínum ást- kæra tengdaföður Halldóri B. Stef- ánssyni sem nú er kvaddur voru lýs- andi fyrir hans persónulegu eiginleika sem lýstu sér í jákvæðni gagnvart ókunnugum, félagslyndi, fróðleiksfýsn, mælsku, greind, lífs- gleði, stolti og húmor. Þetta eru mörg og lýsandi orð og þætti honum eflaust nóg um ef hann sæi þau og auðvitað áttaði ég mig ekki á öllum þessum þáttum fyrr en við nánari kynni. Í sambandi við fyrstu heim- sóknir mínar í Skipholtið, þar sem tengdaforeldrar mínir höfðu komið sér vel fyrir, var það fyrsta verk Halldórs að í stað þess að bjóða til- vonandi tengdasyni til sætis í stofu var ég drifinn út í bílskúr. Ég fékk það reyndar fyrst á tilfinninguna að hann væri að taka mig afsíðis til þess að leggja mér lífsreglurnar, en ég er sannfærður um að þetta hefur verið meira gert til að við kynntumst betur. Þarna var hann að sýna mér bílskúr sem var með verkfærum þar sem öllu var haganlega komið fyrir og allt var ótrúlega hreint og fágað. Ég komst að því fljótlega að tengda- faðir minn var sérlega verklaginn maður, en tvívegis byggði hann ein- býlishús yfir fjölskylduna. Auðvitað var þetta að draga mann út í bílskúr við fyrstu kynni dæmigert fyrir húmor sem var dýpri en ég áttaði mig á strax. Hann nefndi að ég gæti fengið að ganga í þessi verkfæri hve- nær sem væri og í því fólust auðvit- að ótvíræð skilaboð. Stoltið kom þó sterkast fram gagnvart fjölskyld- unni sem hann taldi sína mestu gæfa í lífinu. Þau Hallgerður tengdamóðir mín og hann voru bæði einbirni svo ég held honum hafi fundist hann hafa unnið stóra vinninginn í happ- drætti lífsins að að eignast fjölda myndarlegra afkomenda. Fé- lagslyndi og lífsgleði lýsti sér ekki aðeins í því að hann var maður sem kunni að gera sér glaðan dag, heldur leið honum best þegar hann hafði sem flesta úr fjölskyldunni sem næst sér. Félagslyndið lýsti sér ekki í því að hann tæki þátt í starfsemi fé- laga, en hann hafði þó örugglega allt til að bera til að ná langt hvort sem var á vettvangi stjórnmála, stéttar- félaga eða almennra félagasamtaka með sínar sterku skoðanir og mælsku, en honum leiddust fundir. Það eru ótalmargar gleði- og sam- verustundir sem við geymum í minningunni, ekki síst krakkarnir, Anna Rut, Ásta Ýrr, Halldór og Herdís. Þær minningar eru mjög sterkt tengdar heimsóknum í Skip- holtið, ökuferðum um bæinn og ferðalögum, ekki síst sumarbústaða- ferðum. Í ökuferðunum þar sem leiðin lá um æskustöðvarnar í Vest- urbænum og niður á höfn kom sögu- legur áhugi vel í ljós. Þessum sam- verustundum fækkaði hins vegar því miður eftir að Halldór veiktist sem var sannarlega stórt áfall fyrir mann sem hafði notið lífsins og ekki kennt sér meins stóra hluta ævinnar að fá Parkisonssjúkdóminn á efri árum. Tengdamóðir mín, Hallgerður og börn þeirra Halldórs, Elín Ýrr eig- inkona mín, Ólafur, Páll, Ásta og Ólöf sinntu tengdaföður mínum í veikindum hans ótrúlega vel svo ekki var betur gert. Blessuð sé minningin um Halldór B. Stefánsson. Kristján M. Baldursson. Hann afi Dóri er dáinn. Hann átti við erfið veikindi að stríða og var orðinn mjög þreyttur. Við kjósum að líta svo á að núna líði honum betur. Við systkinin eigum ógrynni góðra minninga um afa Dóra. Hann var bankastjóri sælgætisbankans sem við alltaf gátum gengið að vísum. Eftir að veikindin tóku að herja á afa hélt hann uppteknum hætti og sá til þess að barnabörnunum yrði út- hlutað sínum skerfi úr bankanum. Það er hefð fyrir því í fjölskyldunni að fara í sunnudagskaffi til afa og ömmu og fyrst eftir að afi fór á hjúkrunarheimilið Skógarbæ kom hann heim á sunnudögum þar til hann var orðin svo lasin að hann gat það ekki lengur. Það var erfitt fyrir okkur öll. Einna sterkust er minningin um sunnudagsbíltúrana og oftar en ekki lá leiðin niður á höfn. Afi var svo ein- staklega fróður um allt og alla og þá vitneskju nýtti maður sér oftar en ekki þegar skila átti söguverkefnum í skólanum. Afi var ótæmandi visku- brunnur og húmoristi mikill og gat allt til loka dags séð spaugilegu hlið- arnar á lífinu. Við erum mjög þakk- lát fyrir árin sem við áttum með afa Dóra. Anna, Ásta, Halldór og Herdís. Það er ómetanlegt að hafa átt vin- áttu Halldórs B. Stefánssonar, sem við kveðjum héðan úr heimi í dag, og Hallgerðar Pálsdóttur konu hans í ríflega hálfa öld. Dóri og maðurinn minn Ketill Jensson, d. 12.6. ’94, kynntust og bundust vináttu kornungir menn, sem varaði meðan báðir lifðu. Fljót- lega eftir að ég kom inn í líf Ketils eða Kalla eins og Dóri og Gerða köll- uðu hann yfirleitt, hófst vinátta okk- ar fjögurra sem óx og dafnaði með hverju ári. Við fylgdum spakmælum Hávamála og fundumst oft. Við ferð- uðumst saman með yngstu krökk- unum okkar innanlands sem utan. Svo þegar aldurinn færist yfir leitar hugurinn æ oftar til baka og þá er gott að ylja sér við allar skemmti- legu minningarnar sem tengjast okkur fjórum og fjölskyldum okkar. Það koma svo margar skemmilegar minningar upp í hugann, það var alltaf gaman þegar við hittumst í gagnkvæmum heimsóknum hvers- dags ásamt börnum okkar og á fjöldamörgum helgarvinafundum ýmist okkar fjögurra eða með mörg- um vinum og kunningjum. Ég man betur eftir boðunum hjá Dóra og Gerðu, þau löðuðu að sér fólk, eins og t.d. marga nágranna sína, sem enn þann dag í dag þekkja þau og hitta. Þau kunnu að halda skemmti- leg vinaboð þar sem mikið var spjall- að og sungið. Öll boð hjá þeim end- uðu með að sunginn var kveðjusöngurinn, þ.e. fyrsta vísan í hinu stórmerka kvæði „Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ“! Hún var fyrst sungin rétt og svo aftur á bak. Kannski eru einhverjir búnir að gleyma henna svo ég læt hana flakka hér með. Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ, sú kann að gera skóna, ha ha ha hæ. Eilífar rosabullur, ha ha ha hæ. Alltaf er Gvöndur fullur í Brekkubæ! Ég sé vin minn Dóra Stefáns fyrir mér frá þessum stundum. Myndar- legan á velli, fallega klæddan og skæddan, sem hann lagði alltaf rækt við, glaðan og skemmtilegan, vel les- inn með óteljandi lausa- og tækifær- isvísur á takteinum og snjallan að svara fyrir sig. Hann naut þess að taka vel á móti gestum með Gerðu sína sér við hlið. Nú, þegar komið er að kveðju- stund sendum við synir mínir, Kol- beinn Jón og Ólafur Brjánn Ketils- synir okkar góðu og tryggu vinkonu Gerðu, öllum börnum þeirra Dóra og þeirra fjölskyldum okkar bestu og fallegustu hugsanir og kveðjur sem við eigum og biðjum Almættið að að gæta þeirra og hugga. Við minnumst okkar góða fjölskylduvin- ar Dóra Stefáns með söknuði og virðingu. Minning hans lifi! Selma Samúelsdóttir. Halldór B. Stefánsson ✝ Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR HELGI ÞÓRÐARSON læknir, Smáraflöt 5, Garðabæ, er látinn. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Lóa Stefánsdóttir. ✝ Móðir okkar, OLGA HRAFNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR DOELL, Perth, Vestur-Ástralíu, lést miðvikudaginn 4. mars. Sigurþór Baldursson, Tryggvi Baldursson, Jón Erik Kristinsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA REGÍNA JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 7. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Elva Regína Guðbrandsdóttir, Friðleifur Björnsson, Alma Elísabet Guðbrandsdóttir, Páll Þórðarson, Bryndís Sif Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Símonarson, Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, JÓN KRISTINSSON frá Mosfelli, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 1. mars. Jarðsett verður í kyrrþey. Ragnheiður Þorsteinsdóttir og afkomendur hins látna. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORVALDUR ÞORVALDSSON, Arnarkletti 30, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 2. mars. Sigríður Björk Þórisdóttir, Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Jón Þór Þorvaldsson, Þórir Valdimar Indriðason, María Hrund Guðmundsdóttir, Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir, Samúel Helgason, Þorvaldur Ægir Þorvaldsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.