Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ keypti ráðgjöf og þjónustu verktaka fyrir 32.544.821 krónu á tímabilinu frá maí 2007 til janúar 2009. Meira en helmingur af greiðslunum, eða tæp- lega 17 milljónir króna, fóru til fjögurra verktaka. Verkfræðistofan Efla hf. fékk rúmlega 5,1 milljón króna fyrir vinnu við staðarval vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Aðkeyptur kostn- aður ráðuneytisins vegna Dreka- svæðisins nam nær tíu milljónum króna á umræddu tímabili. Alþjóðaver Ráðgjöf ehf. fékk rúmlega fjórar milljónir króna fyr- ir „ráðgjöf um alþjóðleg verkefni“. Eigandi fyrirtækisins, Kristján G. Burgess, er nú orðinn aðstoð- armaður Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra. Net- spor ehf. fékk tæpar fjórar milljónir vegna ráðgjafar við stofn- un Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Capacent ehf. fékk nær 3,6 millj- ónir vegna ráðningar sex starfs- manna. 10 milljónir vegna þýðenda Dóms- og kirkjumálaráðuneytið greiddi 26.445.982 kr. fyrir að- keypta þjónustu, verktakagreiðslur og ráðgjafarkostnað frá lokum maí 2007 til 1. febrúar sl. Þar af voru rúmlega 20,6 milljónir vegna að- alskrifstofu ráðuneytisins. Helmingur aðkeyptrar þjónustu aðalskrifstofu, rúmar tíu milljónir, var vegna þýðenda og túlka. Aðkeypt þjónusta vegna ýmissa verkefna og safnliða nam 5,8 millj- ónum. Þar var stærsti liðurinn rúm- lega 4,6 milljónir til verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta vegna vinnu við greiningu á rekstri emb- ættis lögreglustjóra á Suðurnesjum ásamt tillögum að breytingum. Ráðgjafar ráðuneyt- anna Tvö ráðuneyti greiddu nær 59 millj. Morgunblaðið/Brynjar Gauti SINDRI Lúðvíksson sótti í gær þá muni sem lögregla lagði hald á 16. júní 2007 þegar pókermót sem hann hélt var stöðvað. Ekki dugði minna en sendibifreið undir herlegheitin en á meðal muna voru stór pókerborð. „Þetta er enn einn lítill sigurinn í þrotlausri baráttu fyrir frelsinu,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Sindra, við tilefnið. Sigríður J. Friðjónsdóttir, vara- ríkissaksóknari, segir að þetta ein- staka mót hafi ekki fallið undir lýs- ingu ákvæða laganna, s.s. 183. gr almennra hegningarlaga né 184 gr. Í þeim segir að sá sem geri sér fjár- hættuspil eða veðmál að atvinnu skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári og að hver sem afli sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það var enginn að stunda þarna fjárhættuspil í atvinnuskyni og þó svo að [Sindri] hafi selt þarna vörur hafði hann ekki óbeinar tekjur af spilamennskunni. Það er alla vega orðið mjög fjarlægt að heimfæra sölu varnings undir þetta ákvæði.“ Spurð hvort einhver hafi ekki afl- að sér tekna með því að láta mótið fara fram í húsnæði sem hann hafði umráð yfir segir Sigríður að hún telji lögin ekki ná til einstaks spilamóts. „Það þarf að vera starfsemi í gangi, í einhvern tíma,“ segir hún og vísar til spilavíta. andri@mbl.is Lítill sigur í frelsisbaráttu Morgunblaðið/Ómar  Sindri Lúðvíksson sótti pókermuni sem lögregla lagði hald á  Vararíkissaksóknari segir dagljóst að lög voru ekki brotin MIKILVÆGT er að finna leiðir til þess að nýta á sem skynsamleg- astan hátt þau hráefni sem til falla við matvæla- vinnslu í landinu. Einnig til að auka fóðuröryggi í loð- dýraræktinni. Búnaðarþing 2009 vakti athygli stjórnar Bændasamtakanna á þess- um atriðum og lagði til að hún beitti sér fyrir því að settur yrði á stofn starfshópur til að fjalla um málið. „Til þessa hefur verið fargað stórum hluta þess úrgangs sem til fellur við slátrun og vinnslu fisk- og sláturafurða. Ljóst er að verulegan hluta þess sem fargað er má nýta til verðmætasköpunar,“ segir í grein- argerð. T.d. er nefnt að 6.500 tonn af fisk- og sláturúrgangi sem loð- dýrarækt á Íslandi nýtti til skinna- framleiðslu árið 2008 gáfu 600 millj- ónir í útflutningstekjur. Hvert kg af úrgangi sem notað var hafi því skilið eftir sig 92.300 kr. gudni@mbl.is Verðmætur úrgangur Nýta úrganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.