Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Sopinn vermir Íslendingar eru ekki seinir á sér að setjast út um leið og sólin lætur sjá sig. Jóna, Hafsteinn og Hrafnhildur létu ekki frostið aftra sér frá ljúf- fengum kaffibolla á Lækjartorgi, enda vel hægt að þola öll veður þegar hlý vetrarföt hylja kroppinn og góður kaffisopinn setur svo punktinn yfir i-ið. Ómar Svavar Alfreð Jónsson | 3. mars 2009 Blóm og brækur Ber ekki öllum málsmet- andi hagfræðingum sam- an um að neyslan haldi hagkerfum okkar gang- andi? Neyslan er erótík efna- hagslífsins. Neyslan örvar vöxt. Neyslan er lögmálið. Og það lögmál gerði okkur að neyt- endum frekar en manneskjum. Lögmál neyslunnar er ekki einungis eitthvað í fræðiritum sprenglærðra hag- fræðinga. Lögmál neyslunnar birtist okk- ur í daglega lífinu. Vegna lögmáls neyslunnar er sælgæt- ið haft í augnhæð barna okkar við af- greiðslukassa stórmarkaðanna. Lögmál neyslunnar breytir börnunum okkar í neyslusvipur. Hið sama lögmál lætur spila út- spekúleraða neysluhvetjandi tónlist í mollunum. Lögmál neyslunnar krefst þess að stjarnfræðilegum upphæðum sé varið í auglýsingagerð. Meðalborgarinn í vest- rænu samfélagi er talinn verða fyrir sirka tólfhundruð auglýsingaáreitum daglega. Lögmál neyslunnar endurhannaði fyrir okkur lífið. ... Meira: svavaralfred.blog.is Jón Gerald Sullenberger | 4. mars 2009 Viðtalið við Kenneth Rogoff Í kvöld var viðtal við Kenneth Rogoff á RÚV. Bogi Ágústsson var með þennan flotta mann í frá- bæru viðtal og mæli ég með að allir horfi á þenn- an þátt. Mr Rogoff er pró- fessor í hagfræði við Harvard háskóla og vann hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Alþjóðabankanum. Ég vona að nú hlusti loks þjóðin og taki þeim ábendingum sem hann leggur þar fram. Við ættum a.m.k. að vera búin að læra að betra er að hlusta á fagfólk sem komið hefur með ábendingar fremur en stinga hausnum í sandinn eða öllu heldur snjóskaflinn eins og dagurinn í dag er búinn að vera. Við megum ekki alltaf halda því fram að við séum best og kunnum allt best ... Meira: jonsullenberger.blog.is Jóhann F. Kristjánsson | 4. mars 2009 Að berjast við vindmyllur Fyrirtæki um landið berj- ast við minnkandi við- skipti og ofurvexti. Gjaldþrotum fjölgar og fólk missir vinnuna. Fyrirgreiðsla eða yf- irtaka banka gerir ekkert, í raun bara illt, því enginn getur staðið undir vaxtaokrinu. Yfirgnæfandi fjöldi á varla fyrir afborg- unum af lánum svo ekkert er til skipt- anna. Hvenær ætla stjórnmálamenn að átta sig á þeirri staðreynd að hagfræðikenn- ingar virka ekki í svona árferði? Meira: issi.blog.is NEFND um endurreisn fjármálakerfisins með Mats Josefsson í fararbroddi hefur lagt til að ríkið setji á stofn eignasýslufélag líkt og fjölmörg önnur ríki hafa gert við svipaðar aðstæður. Þetta félag færi með eignarhluti ríkisins í stórum fyrirtækjum sem þurfa á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda vegna þess að þau skulda nýju ríkisbönkunum meira en sem nemur verðmæti eigna þeirra. Það myndi annast rekstur fyrirtækjanna um tíma og síðan selja þau hæstbjóðanda. Talsmenn fyrirtækjaeigenda hafa brugðist ókvæða við og talað um að hér sé um ríkisvæðingu atvinnulífsins að ræða. Viðbrögð fyrirtækjaeigenda eru skiljanleg. Hug- mynd af þessu tagi fæli í sér að hlutafé núverandi hluthafa í félögum sem eiga ekki fyrir skuldum verði að mestum eða öllum hluta þurrkað út. Frá sjón- armiði núverandi eigenda væri mun betra að skuldir fyrirtækja þeirra væru einfaldlega færðar niður og þeir fengju að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Með öðrum orðum, frá þeirra sjónarmiði væri betra að þeir fengju að byrja upp á nýtt á kostnað skattgreiðenda. Slíka fyrirgreiðslu má út- færa á margs konar vegu, svo sem með því að lengja eða fresta óhóflega greiðslu skulda tiltekinna fyr- irtækja. Málflutningurinn sem sumir fyrirtækjaeigendur nota er að vara við pólitískum afskiptum af atvinnu- lífinu. Þetta er villandi. Við eigum því miður ekkert val um það hvort stjórnmálamenn skipti sér af at- vinnulífinu úr því sem komið er. Hrun bankanna er orðinn hlutur. Skattgreiðendur eiga nýju bankana og vitaskuld verða kjörnir fulltrúar þeirra að tryggja hagsmuni þeirra varðandi rekstur bank- anna. Spurningin snýst ekki um hvort það verða pólitísk afskipti heldur hvernig þau afskipti verða. Þau geta orðið þannig að stjórnvöld færi fyrri eigendum fyr- irtækin aftur á silfurfati á kostnað skattgreiðenda. Eða þau geta orðið þannig að stjórnvöld reyni eftir fremsta megni að hámarka verðgildi þeirra eigna sem bankarnir eiga og þannig lágmarka framtíð- arskattbyrði landsmanna. Tillögur Mats Josefs- sonar og félaga ganga út á hið síðarnefnda. Umræð- an á að snúast um hvaða leiðir eru heppilegar að þessu marki. Almennt séð er ríkisvaldið illa til þess fallið að reka fyrirtæki. Tilkoma félags sem færi með eign- arhlut ríkisins í stórum fyrirtækjum sem ríkisbank- arnir leysa til sín vegna skuldastöðu þeirra væri þess vegna einungis fyrirkomulag sem ætti að brúa millibilsástand sem skapast vegna þess að: 1) Mörg stór fyrirtæki hafa nú samtímis lent í fjárhagsvanda og eiga ekki fyrir skuldum sínum hjá nýju bönk- unum; 2) Aðstæður á mörkuðum eru ekki góðar til þess að selja mikinn fjölda umfangsmikilla fyr- irtækja. Það á að vera skýrt frá upphafi að ríkið stefnir að því að selja fyrirtækin einkaaðilum eins fljótt og kostur er. Til þess að undirstrika þetta ætti félagið að heita Eignasölufélag ríkisins fremur en eigna- sýslufélag (samanber Resolution Trust Corporation í Bandaríkjunum). Jafnframt ætti starfsemi félags- ins að vera settur strangur tímarammi, til þess að tryggja að afskipti ríkisvaldsins af fyrirtækjum vari ekki lengur en þörf krefur. Það eru mörg fordæmi fyrir tímaramma af þessu tagi, til að mynda frá Pól- landi, eftir hrun bankakerfisins þar 1993. Kostir eignasölufélags Grunnvandinn er að mörg fyrirtæki landsins eiga ekki fyrir skuldum sínum gagnvart bönkunum. Fyrsta skrefið er að „leysa“ þennan vanda. Ein „lausn“ er að halda lífinu í slíkum fyrirtækjum með því að halda áfram að veita þeim lánafyrirgreiðslu og vona að ástandið batni. Þessi svokallaða „svefn- genglaleið“ (e. zombie lending) hefur reynst afleit- lega í öðrum löndum, t.d. Japan. Við slíkar aðstæður er hætta á verulegum hagsmunaárekstrum eigenda fyrirtækjanna og kröfuhafa. Eigendurnir hafa hvata til þess að skjóta undan eignum og til þess að taka of mikla áhættu þar sem þeir hagnast ef allt gengur upp en eru hvort eð er sokknir ef allt fer illa og er því sama hversu illa það fer. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt fyrir kröfu- hafa að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í raun og sann gjaldþrota. Það segir sig sjálft að mikilvægur þáttur í því að há- marka verðmæti kröfuhafa í gjaldþrota fyrirtæki er oftast nær að þurrka út hlutafé fyrri eigenda fyr- irtækisins að mestu eða öllu leyti. Ef eignir og rekst- ur félagsins eru ekki nægilega verðmæt til þess að standa undir skuldum þess þá er eðlilegt að kröfu- hafar fái þó öll þau verðmæti sem eru til staðar. Oft- ast nær er hinn grunnþátturinn í skynsamlegri fjár- hagslegri endurskipulagningu gjaldþrota fyrirtækja skuldbreyting hluta af skuldum félagsins í nýtt hlutafé í eigu kröfuhafa. Á Íslandi í dag er staðan sú að nýju ríkisbank- arnir eru langstærstu kröfuhafarnir í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins. Ef stjórnvöld velja að tryggja hagsmuni skattborgara með því að þurrka út megnið af hlutafé fyrri eigenda illa stæðra félaga og breyta hluta af skuldum þeirra í nýtt hlutafé, kemur upp sú staða að nýju bankarnir munu eiga stóra eignarhluta í mörgum fyrirtækjum landsins. Hugmyndin um eignasölufélag snýr að því að bregðast við þeirri stöðu með því að flytja hlutabréf ríkisbankanna í sérstakt félag. Almennt er talið óskynsamlegt að bankar eigi fyrirtæki sem þeir lána til. Ef málum er þannig háttað er bankinn í rauninni báðum megin við borðið í öllum ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækjanna. Í Bandaríkjunum eru lög þess efnis að banki má ekki eiga meira en 5% í fyrirtæki sem hann lánar til. Kosturinn við stofnun eignasölufélags er að eftir stofnun þess geta bankarnir einbeitt sér að því að vera bankar, þ.e. að taka ákvarðanir um lánveitingar og veita fjármálaþjónustu. Þeir þyrftu ekki á sama tíma að hugsa um að reka stóran hóp fyrirtækja. Slíkt eignasölufélag var þungamiðjan í uppstokkun sænska hagkerfisins í kjölfar bankakreppunnar þar í landi á níunda áratugnum. Aðgerðir Svía eru oft nefndar sem dæmi um vel heppnaða úrlausn banka- kreppu. Gallar eignasölufélags Það eru ýmsir ókostir á eignasölufélögum í eigu ríkisins. Stærsti ókosturinn er hætta á spillingu. Reynslan hefur kennt Íslendingum – og raunar öðr- um þjóðum – að þegar ríkið selur eignir er mikil hætta á því að umsjónarmenn söluferlisins selji vin- um, ættingjum eða jafnvel sjálfum sér verðmætar eignir á undirverði. Hugmyndum um eignasölufyr- irtæki verða því að fylgja raunhæfar leiðir til þess að takmarka spillingu. Til að lágmarka hættu á spillingu er nauðsynlegt að settar verði skýrar, almennar reglur um sölu þessara eigna. Hér skiptir sköpum að allt söluferlið fari fram fyrir opnum tjöldum og almenningur hafi aðgang að öllum gögnum sem ákvarðanir eru byggðar á. Einnig er hægt að hugsa sér að erlend ráðgjafarfyrirtæki eða bankar komi að þessari end- urskipulagningu og sölu. Margt annað er nauðsynlegt að hafa í huga í rekstri félags af þessu tagi. Eftir að stjórnmálamenn hafa sett almennar reglur er eðlilegt að dagleg ákvarðanataka verði tekin af borði stjórnmála- manna. Það á ekki að vera hlutverk stjórnmála- manna að ákveða hvaða einstaklingar eða fyrirtæki eru þeim þóknanleg sem kaupendur fyrirtækja sem komist hafa í eign ríkisins í gegnum ríkisbankana. Hættan á spillingu einskorðast ekki við eignasölu- félag. Hún er jafnalvarleg innan ríkisbanka. Því verða hallmælendur þessara hugmynda að tefla fram raunhæfum hugmyndum um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að stjórnendur og starfsmenn nýju bankanna selji sjálfum sér, vinum eða vanda- mönnum verðmætar eignir á undirverði, eða veiti fyrri eigendum óeðlilega fyrirgreiðslu. Við þær aðstæður sem komnar eru upp eru því miður engir góðir kostir í boði. Til þess að hámarka þau verðmæti sem fást upp í kröfur nýju bankanna er óumflýjanlegt að bankarnir leysi til sín fjölda fyr- irtækja. Að ríkisbankarnir fari bæði með eignarhlut í fyrirtækjum og veiti þeim lán hefur ýmsa ókosti sem fyrr var um getið. Af þessum sökum virðist okkur að af mörgum slæmum kostum sé skásti kost- urinn sá að eignarhlutur ríkisbankanna í stórum fyr- irtækjum verði færður í sérstakt eignasölufélag og síðan seldur innan fyrirfram ákveðins tímaramma eftir gegnsæjum, almennum reglum. Eftir Gauta Eggertsson og Jón Steinsson » Almennt er talið óskyn- samlegt að bankar eigi fyr- irtæki sem þeir lána til. Ef mál- um er þannig háttað er bankinn í rauninni báðum megin við borðið í öllum ákvörðunum um fjár- mögnun fyrirtækjanna. Gauti B. Eggertsson Höfundar eru hagfræðingar. Á ríkið að setja upp eignasölufélag? Jón Steinsson BLOG.IS Kristjana Bjarnadóttir | 4. mars 2009 Mannlíf á biðstofu tannlæknis Ég sat á biðstofu tann- læknis í gær. Þar gluggaði ég í gamalt Mannlífsblað frá apríl 2008. Í blaðinu var umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og hversu tæpt bankarnir stæðu. Rætt var við Eddu Rós Karlsdóttur, Þor- vald Gylfason og Vilhjálm Egilsson, mögulega fleiri. Það sem vakti athygli mína var að nið- urstaða umfjöllunarinnar var á þá leið að bankastjórar Seðlabankans ættu allir að segja af sér. Þeir hefðu ekki brugðist við vexti bankanna með þeim ráðum sem þeir hefðu. Bindiskyldan vó þar hæst. Hlutverk seðlabanka væri að vera lán- veitandi til þrautavara. Ef bankarnir stækkuðu seðlabankanum yfir höfuð bæri honum að hefta vöxt þeirra. Bindi- skyldan væri tæki til þess. ... Hvernig var hægt að sigla svona steinsofandi fram af hengifluginu eins og þáverandi stjórn- völd og bankastjórn seðlabankans gerði? Meira: bubot.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.