Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 FRAMGANGUR byggingar nýs hátæknisjúkra- húss er nú í höndum stjórnar Landspítala- Háskólasjúkra- húss. „Hún hyggst leggja fram hugmyndir að tveimur val- kostum fyrir lok marsmánaðar. Það er verið að kanna hvort hægt er að ná sömu markmiðum og áður var lagt upp með, en á hagkvæmari og ódýrari hátt,“ segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Hann segir að ekki sé verið að skoða hvort fresta eigi bygging- unni í heild sinni, eins og þings- ályktunartillaga þriggja þing- manna Sjálfstæðisflokks gerir ráð fyrir. „Hver svo sem niðurstaðan verður í þessari könnun, þá ræðst okkar ákvörðun af henni,“ segir Ögmundur þó. Ljóst sé að umgjörð þurfi samt sem áður utan um þá starfsemi sem eigi að vera í nýja sjúkrahúsinu. onundur@mbl.is Stjórn LSH mun ákveða Tillaga í lok mars um hátæknisjúkrahúsið Ögmundur Jónasson NEFND sérfróðra manna verður falið að móta tillögur sem styrkja stöðu minni hluthafa í hlutafé- lögum, ef þingsályktunartillaga Einars Kr. Guðfinnssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks, nær fram að ganga. Í greinargerð segir að Alþingi hafi alls ekki gengið nægi- lega langt í vernd minni hluthafa á undanförnum árum. Nefnt er sem dæmi að í banka- hruninu hafi hópur ellefu þúsund Íslendinga, 65 ára og eldri, tapað um 30 milljörðum króna, eða um þremur milljónum hver að með- altali, á sama tíma og fregnir berist af gífurlegri áhættutöku og lánveit- ingum til stórra hluthafa. „Mik- ilvægt er að nú verði sérstaklega hugað að þessum málum og þess freistað að læra af þeirri bitru reynslu sem við höfum orðið fyrir,“ segir þar. onundur@mbl.is Staða þeirra smáu styrkt FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÖFLUGASTA þyrla Landhelgis- gæslunnar hefur verið óflughæf í tvo mánuði vegna viðhalds og ekki er líklegt að hún komist aftur í gagnið fyrr en í lok mars eða byrjun apríl. Gæslan ræður yfir tveimur þyrlum til viðbótar en önnur þeirra hefur bilað nokkrum sinnum á þessu tímabili og á fimm daga tímabili um miðjan janúar var aðeins ein björg- unarþyrla flughæf. Reglubundið viðhald á TF-LÍF hófst í byrjun janúar. Um er að ræða svonefnda 500 tíma skoðun sem er afar umfangsmikil og fer að jafnaði fram annað til þriðja hvert ár. Vildu þrjár langdrægar þyrlur Í skýrslu starfshóps dóms- málaráðherra um þyrlumál, sem skipaður var eftir að ljóst varð að varnarliðið ætlaði af landi brott í október 2006, segir að fjórar þyrlur séu nauðsynlegar til að tryggja lág- marksviðbúnað, þar af þrjár lang- drægar þyrlur til að tryggja megi að ávallt séu tvær flughæfar. Ástæðan er einkum sú að ef eitthvað bjátar á hjá einni þyrlunni, t.d. þegar hún er í björgunarflugi langt á hafi úti, sé önnur tiltæk til að koma áhöfn þyrl- unnar til bjargar og til að sinna öðr- um björgunarstörfum. Gæslan ræður nú yfir þremur þyrlum. TF-LÍF er sú eina sem er í eigu Gæslunnar en hinar tvær, TF- GNÁ og TF-EIR, eru leigðar af er- lendum fyrirtækjum. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni hefur TF-EIR verið óflughæf í 11 daga frá áramótum en TF-GNÁ tvisvar verið óflughæf hluta úr degi. TF- LÍF hefur verið úr leik nánast allt þetta ár, eins og fyrr segir. Þá verður að hafa í huga að að- eins önnur þeirra þyrlna sem nú eru flughæfar er langdræg, þ.e. TF- GNÁ. Hin, TF-EIR, getur ekki far- ið í björgunarflug lengra en 150 sjó- mílur frá landi. Ef TF-GNÁ hlekkt- ist á meira en 150 sjómílur frá landi gæti TF-EIR því ekki bjargað áhöfn TF-GNÁ, gerðist þess þörf. Aðstæður skoðaðar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að það þýði þó ekki að Gæslan muni ekki fara í lengra björgunarflug en sem nemur flugdrægni TF-EIR, þ.e. 150 sjómílur. „Ég get ekki fullyrt hvort við myndum fara eða ekki. Það verður að skoða veður og aðrar að- stæður í hverjum leiðangri,“ segir Georg. Ákvörðunin sé ávallt í hönd- um flugstjóra. Meðal þess sem yrði skoðað er hvort þyrlan gæti haft ör- yggi af dönskum eða norskum varð- skipum sem oft séu í grennd við landið og séu að öllu jöfnu með þyrlu um borð, hvort önnur skip væru í grennd o.s.frv. „En ég get ekkert þrætt fyrir að þetta þýðir skerta björgunargetu og skerta þjónustu með einhverjum hætti,“ segir Georg. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur danska varðskipið Hvidbjörnen verið stað- sett innan leitar- og björg- unarsvæðis Íslands í 61 af 63 dögum sem liðnir eru af árinu og varðskipið Ejnar Mikkelsen í níu daga. Hafa verður í huga að leitar- og björg- unarsvæðið er mun stærra en ís- lenska fiskveiðilögsagan. Aðspurður segir Georg að ástæð- an fyrir því að Gæslan hafi nú þrjár þyrlur en ekki fjórar sé þríþætt. Í fyrsta lagi sé skortur á björg- unarþyrlum í heiminum. Í öðru lagi búi Gæslan við takmörkuð fjárráð. Í þriðja lagi sé verið að bjóða út þyrlukaup í samvinnu við Norð- menn og það hefði þótt óskyn- samlegt að ráðast í skuldbindingar til margra ára á meðan það ferli sé í gangi. Á hinn bóginn sé auðvitað ljóst að hefði Gæslan verulega hærri fjármuni mætti útvega fleiri björg- unarþyrlur. En þá þyrfti jafnframt að afturkalla uppsagnir á þyrlu- flugmönnum. Morgunblaðið/Ómar Vængbrotin Við skoðun á TF-LÍF kom í ljós að skipta þarf um væng í stéli. Vængurinn er væntanlegur í lok mars og þá ætti skoðun fljótlega að ljúka. Treysta á eina þyrlu  Ein af þremur þyrlum Gæslunnar hefur verið ónothæf frá byrjun janúar  Önnur þyrla hefur bilað nokkrum sinnum á þessu tímabili  Skert björgunargeta Í HNOTSKURN » Nýlega var þremur þyrlu-flugmönnum sagt upp störfum. Þegar uppsagnirnar taka gildi fækkar þyrluáhöfn- um úr sex í fimm. Þar með er ljóst að ekki verður tvöföld þyrluvakt allan sólarhringinn. » Varnarliðið á Keflavík-urflugvelli átti 2-5 lang- drægar björgunarþyrlur. TF-EIR er frönsk af gerðinni Ae- ropspatial Dauphin. Í áhöfn eru fimm og hún getur tekið átta far- þega. Hámarks flugdrægni er 400 sjómílur og hámarks flugþol er 3:15 klukkustundir. TF-EIR getur tekið eina sjúkraböru. Þyrlan var leigð eftir að TF-SIF sem var svipuð að gerð eyðilagðist við að fara í sjóinn. Sérbúnaður: Eldsneytistæmingu á flugi. Fjögurra ása sjálfstýring. Ut- análiggjandi flotholt. 400 sjómílur TF-GNA er frönsk af gerðinni Ae- rospatiale Super Puma. Fimm eru í áhöfn og hún getur tekið 20 far- þega. Hámarks flugdrægni er 570 sjómílur og hámarks flugþol er 4:45 klukkustundir. TF-GNA getur tekið 2-3 sjúkrabörur. Sérbúnaður: Afísingarbúnaður. Fjögurra ása sjálfstýring sem auð- veldar flug við erfiðar aðstæður. Tvöfalt björgunarspil, hitamynda- vél, leitarljós, vörukrókur o.fl. 570 sjómílur TF-LÍF er frönsk af gerðinni Ae- rospatiale Super Puma. Fimm eru í áhöfn og hún tekur 20 farþega. Há- marks flugdrægni er 625 sjómílur og hámarks flugþol er fimm klukku- stundir. TF-LÍF getur getið 6-9 sjúkrabörur. Sérútbúnaður: Afísingarbúnaður. Fjögurra ása sjálfstýring sem auð- veldar flugið við erfiðar aðstæður. Tvöfalt björgunarspil, hitamynda- vél, leitarljós, vörukrókur o.fl. 625 sjómílur ÁRMANN Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill breyta lögum um fjárreiður ríkisins. Samkvæmt nýju frumvarpi hans verða greiðslur úr ríkissjóði, án lögfestr- ar heimildar, einungis heimilaðar ef brýn nauðsyn krefur og ef sam- þykki löggjafans kemur til. Líka að fjárlaganefnd fái virkara hlutverk við framkvæmd laganna, svo sem að hún fái til sín allar beiðnir um greiðslur sem ekki er þegar heim- ild fyrir. Nefndin fái vald til að sam- þykkja eða hafna þessum beiðnum. Meðflutningsmenn Ármanns eru sex samflokksmenn hans og Ellert B. Schram, þingmaður Samfylking- arinnar. onundur@mbl.is Völd til fjár- laganefndar MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.