Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 5. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Fyrirgreiðsla fyrir fall Forystugreinar: Í átt að Evrópu- stefnu | Alþjóðlegt fjármálaeftirlit Pistill: Hvernig á að tala launin sín … Ljósvaki: Hvar er íslenska ofurfyrirsætan? Notar skófatnað til að rabba við vini Byrjunin á árinu lofar ekki góðu Tækifæri til endurskipulagningar Leið yfir brattasta hjallann VIÐSKIPTI » 4 ! #5"( / ",  # 67889:; (<=:8;>?(@A>6 B9>96967889:; 6C>(B"B:D>9 >7:(B"B:D>9 (E>(B"B:D>9 (3;((>$"F:9>B; G9@9>(B<"G=> (6: =3:9 .=H98?=>?;-3;H(B;@<937?"I:C>? J J  J J J J J J J ?  ""$"! " J  J J J J J . B'2 (  J J  J J J J Heitast 0°C | Kaldast -5°C  NA 10-15 m/s NV til og él, en norðan 8-15 austan til og snjókoma með köflum. Norðlæg átt S og SV til. »10 Hún er örugglega umtalaðasta sópran- söngkonan í dag. Debora Voigt kemur fram á Listahátíð í vor. »36 TÓNLIST» Númer eitt í sínu fagi FÓLK » Rokkarar heiðursfélagar New York-borgar. »41 Rétt eins og bóndinn horfist í augu við okkur og hvikar hvergi horfist Jón Kaldal í augu við listasöguna. »37 MYNDVERKIл Eftirminni- legt verk TÓNLIST» Öll þjóðin á erindi á Norðurljósablús. »38 TÓNLIST» 70 taka þátt í rokk- óperunni !Hero. »38 Menning VEÐUR» 1. Þúsundum vísað úr HÍ vegna … 2. Lánastofnanir ráða yfir í Icelandair 3. Glæsilegur sigur Íslendinga … 4. Gæti orðið mesta vinstri sveifla …  Íslenska krónan styrktist um 1% »MEST LESIÐ Á mbl.is Morgunblaðið/RAX Sala í höfn Sigurður Kr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hrauntaks, Mohamed Amirat, fulltrúi Sarl Ramdami, og Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri Hrauntaks, standa við vinnuvélar á sýningarsvæði fyrirtækisins. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á ANNAÐ hundrað vélar og tæki hafa verið seld úr landi fyrir tilstilli fyrirtækisins Hrauntaks und- anfarna fjóra mánuði. Kaupendur eru m.a. frá Evrópu, Suður- Ameríku og Afríku. Í gærdag var Mohamed Amirat frá Alsír að velja vinnuvélar til kaups í sinni sjöundu ferð hingað til lands. Mohamed er búsettur í Frakk- landi þar sem fyrirtæki hans, Sarl Ramdami, er með útibú. Fyrirtækið hefur verið einn jafnbesti við- skiptavinur Hrauntaks og keypt um tuttugu vélar og tæki, svo sem gröf- ur, traktora og jarðýtur. Fyr- irhugað er að Mohamed komi aftur hingað til lands í næstu viku til frekari kaupa. Í samtali við Morgunblaðið sagði Mohamed að í gegnum árin hefði Sarl Ramdami keypt vélar og tæki víðs vegar í Evrópu, m.a. frá Spáni, Portúgal og Frakklandi. Um þessar mundir borgar það sig hins vegar að kaupa þau á Íslandi. Hann segir verðið sanngjarnt og tækin í góðu ásigkomulagi. Þau eru svo seld áfram bæði í Frakklandi og Alsír. Ný tæki of hátt metin Sigurður Kr. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hrauntaks, segir fyr- irtækið hafa á sínum snærum marga viðskiptavini. „En við reyn- um þó að halda nokkrum kúnnum nær sem við hlúum vel að. Sumum sendum við vélar og tæki án þess að þeir sjái þau.“ Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá því í nóvember og er hlutverk þess að miðla viðskiptunum. Sig- urður segir að framboð af notuðum tækjum sé mikið hér á landi. „Þau tæki sem menn eiga og eru ekki skuldsett eða veðsett seljast vel og fengist hefur mjög gott verð fyrir þau. En nýjustu tækin eru flest í eigu fjármögnunarfyrirtækja og þau eru svo hátt metin í þeirra bók- um að verðið hér er hærra en mark- aðsverðið úti. Við höfum því ekki náð að selja nóg af þeim.“ Sigurður bætir við að því fyrr sem fjármögnunarfyrirtækin og handhafar tækjanna átti sig á að aldrei fáist uppsett verð fyrir tækin og slái af verðinu, þeim mun meiri möguleika eigi þau á að losa sig við þau fljótlega. Vinnuvélar rokseljast úr landi Viðskiptavinur í sinni sjöundu ferð hingað til lands HÆNUR eiga mikinn þátt í endurvinnslunni hjá Önnu Soffíu Halldórsdóttur á Húsavík. Hún heldur nefnilega fjórar hænur, Huldu, Ingibjörgu, París og Halldóru, í garðinum hjá sér og fóðr- ar þær á öllum þeim matarafgöngum sem til falla á heimilinu. Fóðurkostnaður vegna hænanna er þess vegna ekki hár og þannig verða eggin sem heimilismenn leggja sér til munns hrein og klár end- urvinnsluafurð. Önnu Soffíu þykir mikið til um nýju gæludýrin sín og situr gjarnan á spjalli við þau í hænsnakofanum. Hún var í fyrstu rög við að fá sér hana hænunum fjórum til yndisauka, því hún óttaðist að með gali sínu myndi hann trufla nágrannana. Hún lét þó verða af því að fá hanann Kúta lánaðan og stefnir á að leyfa hænunum að unga út í vor. | 18 Hænur góðar fyrir endurvinnsluna OFT í gegnum tíðina hef ég verið að segja þessar sögur og aðrar fólki sem situr í stofu að kvöldi, mismikið til þess kvaddur,“ segir Einar Kárason rithöfundur. Hann segir sögur úr Sturlungu á Sögulofti Landnámsset- ursins í Borgarnesi annað kvöld. Ein- ar er gjörkunnugur efninu en síðustu bækur hans, Óvinafagnaður og Ofsi, byggjast á efni úr Sturlungu. „Þetta er alveg sérstök listgrein,“ segir hann; munnleg frásögn er „önn- ur tegund af sagnagerð“. | 36 „Sérstök listgrein“ Hver voru verðmæti útfluttra flutningatækja til atvinnurekstrar á síðasta ári? Flutningatæki til atvinnurekstrar voru flutt út fyrir rúmlega 3,1 milljarð, mest vörubílar, nýir og notaðir, en einnig kranabílar, demparar og vöru- og sendiferðabílagrindur með húsi. Mestur útflutningur fór fram á síðari hluta ársins og fór mest af bílum og tækjum til Hollands og Þýskalands. Hefur útflutningurinn eitthvað breyst á undanförnum mánuðum? Framkvæmdastjóri Hrauntaks, sem sér um miðlun viðskipta við útlenda viðskiptavini, segir mun minna flutt til Hollands, Belgíu og Þýskalands, enda séu menn þar farnir að finna fyrir efnahagskreppunni. Meira fer af eldri gerðum til Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. S&S Skoðanir fólksins ’Ef svo skyldi bera til að það þyrftiað gera breytingar á lögum tilþess að framkvæma vaxtalækkun, þáhefur mönnum dottið annað eins í hugtil óverðugri hluta en að gera tilraun til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. » 26 PÉTUR GUÐMUNDSSON ’Ég tel víst að unga fólkið útskrif-ist með kunnáttu og hæfni til aðfást við tæknileg vandamál, greiningaralls konar og notkun stærðfræðilíkanaaf ýmsu tagi. En hvað hafa skólarnir gert til að stuðla að hæfni nemenda til að þroska með sér skynbragð, tilfinn- ingu, ímyndunarafl og innlifun? » 26 INGIMUNDUR GÍSLASON ’Heil kynslóð hefur vaxið úr grasi áÍslandi án verulegra breytinga áforystu flokkanna og við skyldumspyrja: Til hvers eru stjórnskipti þegarekki er skipt um neinn í stjórn lands- ins? Og til hvers verður gengið til kosninga í vor? Um hvað er verið að kjósa? » 26 FREYR ÞORMÓÐSSON ’Eitt einkennið á neikvæðri verð-bólgu er mikið atvinnuleysi, þó aðkaupmáttur aukist hjá þeim sem áannað borð hafa vinnu. Ef við erum aðsigla inn í tímabil neikvæðrar verð- bólguvísitölu mun allt okkar fé- lagslega kerfi breytast hvað varðar þjónustu og atvinnulíf. » 26 GUNNAR KRISTINN ÞÓRÐARSON Vinir Anna Soffía og haninn Kúti spjalla mikið saman. Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.