Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞEIM, sem vilja fá birta minningar- grein á útfarardegi, er bent á að skila- frestur til birtingar í blaðinu er á há- degi tveimur vinnudögum fyrir útfarardag. Skilafrestur greina sem birtast á mánudögum og þriðjudög- um er á hádegi á föstudögum. Sami skilafrestur er á greinum vegna út- fara í kyrrþey. Þær greinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi. Hve margar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi ein- staklings, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Greinar, sem berast eft- ir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða ævi- ágripi sem birtist í blaðinu. Netgrein- arnar eru öllum opnar. Mikilvægt er að allar minningar- greinar séu sendar með innsendikerfi blaðsins. Kerfið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Þegar grein hefur verið send með kerfinu fær sendandinn tölvu- póst til staðfestingar og er það um leið trygging fyrir því að grein hafi borist blaðinu. Ljóð og sálmar aðgengileg Til að auðvelda aðstandendum að finna viðeigandi texta í bundnu máli sem gæti birst með í stað minning- argreinar hefur Morgunblaðið opnað vef með ýmsum ljóðum og sálmum. Hlekkur er í ljóðabankann á forsíðu innsendikerfis, eða á slóðinni www.mbl.is/sendagrein. Minningargreinar í Morgumblaðinu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÓVEÐUR og erfið færð trufluðu umferð á Aust- fjörðum í gær. Nokkur umferðaróhöpp urðu og fjallvegir voru ýmist lokaðir eða þungfærir í gærkvöldi. Veðurstofan varaði við stormi við austurströndina í nótt sem leið. Þrír árekstrar urðu með skömmu millibili í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði og komu þar alls sjö bílar við sögu. Tveir árekstranna urðu á sama klukkutímanum á veginum milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Í öðru tilvikinu var ek- ið aftan á sjúkrabíl þrátt fyrir að hann væri með öll neyðarljós blikkandi og hefði því átt að sjást vel. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum árekstrum. Einnig varð árekstur þriggja bíla á Dalavegi í Fáskrúðsfirði. Þar urðu meiðsl á fólki og var far- ið með það til læknis til skoðunar og aðhlynn- ingar. Dalavegur er hluti af samgöngubótum sem tengjast jarðgöngunum milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar. Veruleg hálka var á vegum fyrir austan og víða blint vegna snjófjúks. Vindur stóð út dalina inn af fjörðunum en þar hefur fallið mikið af púðursnjó á undanförnum dögum. Lög- reglumaður á Eskifirði sagði að undir snjónum hafi verið gljáandi hálka og vissulega mikil blinda vegna fjúksins, en bætti við að Austfirð- ingar væru ekki að lenda í henni í fyrsta skipti. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum varð minniháttar aftanákeyrsla á Fjarðarheiði í gær, en þá var mjög blint á heiðinni. Fjarðarheiðin lokaðist svo fyrir umferð síðdegis í gær. Óveður var á Fagradal og á Oddskarði í gærkvöldi og ekkert ferðaveður á þeim slóðum. Þá var þæf- ingsfærð og skafrenningur í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði. gudni@mbl.is Árekstrahrina í ófærðinni Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Blinda Fljúgandi hálka og blinda olli umferðaróhöppum á Austfjörðum í gær. Tveir árekstrar urðu milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og sá þriðji í Fáskrúðsfirði. Eins var aftanákeyrsla á Fjarðarheiði. Þrír árekstrar sjö bíla urðu á skömmum tíma á Austfjörðum í gær RÝMINGU húsa vegna snjóflóða- hættu á norðanverðum Vestfjörð- um var aflétt í gær. Í gær var ekki búið að aflétta rýmingu á vinnu- svæði Ósafls í Hnífsdal, þar sem unnið er að jarðgangagerð. Eins voru takmörk á umferð um sorp- eyðingarstöðina Funa. Varnar- garður er ofan við stöðina og gátu starfsmenn verið við störf í stöð- inni. Hins vegar var gámasvæði við stöðina lokað, að sögn lögregl- unnar. Í gær var unnið að opnun þjóð- vega og mokstri gatna í bæjum fyrir vestan. Flutningabílar kom- ust loks til Ísafjarðar í gær eftir að vegirnir voru opnaðir. Fimm snjóflóð féllu úr giljum í Eyrarhlíð ofan Ísafjarðarbæjar í fyrradag. Flóðin féllu ofan við at- vinnusvæði sem var rýmt. Snjór úr flóðunum lenti m.a. á húsi KNH og á gömlu íbúðarhúsi. gudni@mbl.is Rýmingu húsa aflétt  Fimm snjóflóð féllu úr Eyrarhlíð ofan Ísafjarðar í fyrradag  Umferð var takmörkuð við sorpeyðingarstöðina Funa Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mokstur Götur voru mokaðar og fastir bílar losaðir á Ísafirði í gær. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra fékk afgerandi kosn- ingu í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Norðaustur- kjördæmi. Kjör- sókn í forvalinu var tæplega 63 prósent. Alls gaf 21 kost á sér í for- valinu en kosið var í átta sæti. Þuríður Back- man hlaut annað sæti, Björn Valur Gíslason þriðja, Bjarkey Gunnarsdóttir fjórða, Þor- steinn Bergsson fimmta, Hlynur Hallsson sjötta, Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir sjöunda og Jóhanna Gísladóttir áttunda sæti. Vegna reglna um kynjajafnrétti á listum Vinstri grænna færist Dýr- leif Skjóldal upp fyrir Hlyn Halls- son í sjötta sætið. ingibjorg@mbl.is Steingrímur í fyrsta sæti Steingrímur J. Sigfússon JÓHANNA Sig- urðardóttir hef- ur óskað eftir því að Ríkisendur- skoðun fari yfir fyrirliggjandi samninga við ut- anaðkomandi ráðgjafa og verk- taka, einkum í kjölfar banka- hrunsins. Hún biður Ríkisendurskoðun um til- lögur um samræmd vinnubrögð við slíka samningagerð. Forsætisráðuneytið hefur greitt samtals rúmlega 300 milljónir fyrir sérfræðiþjónustu frá lokum maí 2007 til 1. febrúar sl. Þar af voru rúmlega 196,5 milljónir fyrir að- keypta sérfræðiþjónustu við mörg ráðuneyti í kjölfar hruns fjár- málakerfisins. Sérfræðiþjónusta við aðal- skrifstofu ráðuneytisins nam tæp- um 7 milljónum kr. og var rúmur helmingur af því vegna lögfræði- þjónustu. Sérfræðiþjónusta vegna annarra verkefna var m.a. vegna ráðgjafar um breytingar í heil- brigðis- og tryggingamálum upp á 44,3 milljónir og vegna efnahags- rannsókna upp á 20 milljónir. 300 milljóna króna ráðgjöf Jóhanna Sigurðardóttir LÖGREGLAN og björgunarsveitir Landsbjargar munu á ný hefja um- svifamikla leit að Aldísi Wester- gren í dag. Ekki hefur verið leitað síðan um helgina vegna veðurs. Síð- ast sást til Aldísar við Gvendar- geisla í Grafarholti í Reykjavík 24. febrúar sl. og að sögn lögreglunnar stendur til að leita betur á því svæði. Lögreglan beinir því til hús- eigenda og húsbyggjenda á svæð- inu og í grenndinni að svipast um í vinnuskúrum og nýbyggingum. jmv@mbl.is Allsherjarleit að Aldísi í dag FRAMBJÓÐENDUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fá í aðdraganda prófkjörsins að senda einn tölvupóst frá Valhöll til sjálf- stæðismanna í kjördæminu til að kynna sig og áherslur sínar. Er þetta gert til að draga úr kostnaði frambjóðenda við prófkjörið. Þetta kemur fram í tölvupósti, sem Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, hefur sent sjálfstæðismönnum í borginni. Einn tölvu- póstur á mann LÁNASTOFNANIR ráða yfir a.m.k. 67% af hlutafé í Icelandair Group hf., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stærstu eig- endur Icelandair, fjárfestinga- félagið Máttur ehf. og Langflug hf. sem hafa far- ið með 47% hlut í félaginu, eru báðir í miklum vanda og ráða lánveitendur þeirra nú yfir félögunum. Íslands- banki og gamli Glitnir eiga mestra hagsmuna að gæta. Þá hefur Spari- sjóðabanki Íslands tekið yfir hlut Ómars Benediktssonar fjárfestis en bankinn fer nú með 9,36% hlut í Ice- landair. Gunnlaugur Sigmundsson er framkvæmdastjóri Máttar og jafnframt stjórnarformaður Ice- landair. Hann stýrir félaginu að beiðni lánardrottna, skv. heim- ildum. Ráða yfir Icelandair Gunnlaugur Sigmundsson  Meira á mbl.is STERKA KONU Í FORYSTU! www.olofnordal.is Kjósum Ólöfu Nordal í 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna 13.-14. mars 2009 Verið velkomin á kosningaskrifstofu mína að Laugavegi 178, 4. hæð. Sími 840-6464 - Opið frá 14-21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.