Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FYRIR setningu laganna um rannsóknarnefnd Al- þingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls bankanna, tókust á ólík sjónarmið í þjóðfélaginu um hvort skýrslutökur ættu að fara fram fyrir opn- um tjöldum eða ekki. Rannsóknarnefndir þjóð- þinga í ýmsum löndum halda iðulega opnar yfir- heyrslur en þá eru þær yfirleitt að fást við afmörkuð atriði sem snúa að stjórnvöldum. Að und- anförnu hefur einnig mátt fylgjast með yfir- heyrslum þingnefnda yfir bankamönnum vegna bankakreppunnar í beinni útsendingu, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Æðstu yfirmenn fjármálastofnana á borð við Royal Bank of Scotland hafa auðmjúklega beðist afsökunar en það hefur lít- ið sefað reiði almennings. Hvað kemur á eftir „af- sakið“? var spurt í nýlegri umfjöllun BBC. Hér á landi ljá stjórnmálamenn yfirleitt ekki máls á að kalla forystumenn í yfirheyrslur fyrir opnum tjöld- um og sú aðferð varð ekki fyrir valinu þegar lögin um rannsóknarnefnd þingsins voru sett. „Hugsunin var sú að rannsóknarnefndin hefði miklu víðtækari rannsóknarheimildir en fordæmi eru fyrir hér á landi,“ segir Birgir Ármannsson, sem var formaður allsherjarnefndar er frumvarpið var til meðferðar á Alþingi. „Á móti kom að ákveðið var að hafa þetta lokað, þannig að nefndin mæti það hvaða upplýsingar ættu að fara út og hverjar ekki. Þetta var að hluta til hugsað til þess að hægt væri að afla upplýsinga, sem ólíklegt væri að kæmi frá fólki ef um opnar yfirheyrslur væri að ræða.“ „Rannsóknarnefnd Alþingis er ekki einungis fal- ið að rannsaka þátt stjórnvalda heldur einnig or- sakir fyrir falli bankanna. Við þá rannsókn þarf ekki aðeins að fjalla um fjárhag bankanna heldur einnig fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem þagnarskylda ríkir almennt um. Við skýrslu- gjöf fyrir nefndinni þarf því jafnframt að fjalla um slíkar fjárhagsupplýsingar,“ segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar. Hann segir að hægt hefði verið að viðhafa þær aðferðir að skýrslutökur færu fram fyrir opnum tjöldum ef athugunin hefði eingöngu beinst að op- inberum stofnunum. „Fyrst okkur var falið svo vítt hlutverk þá hlaut alla vega sá hluti rannsókn- arinnar að vera lokaður þar sem komið gat til þess að fjalla þyrfti um fjárhagsmálefni einstaklinga.“ Að sögn Páls hefur rannsóknarnefndin þegar kallað til sín einstaklinga í viðtöl en meginstarfið fram að þessu hefur falist í að afmarka og greina viðfangsefnin og afla gagna frá stjórnvöldum og bönkunum. „Þar sem við höfum mjög skamman tíma til stefnu skiptir miklu að afmarka verkefni nefndarinnar skýrt og vinna skipulega að gagna- öflun og greiningu upplýsinga.“ Eru nú til rannsóknar hjá FME – Nú voru umsvif banka og fjármálastofnana að stærstum hluta í öðrum löndum. Hvernig gengur nefndinni að afla upplýsinga erlendis frá? ,,Þar er ákveðinn vandi því erfitt er að komast í gögn erlendis. Það er Fjármálaeftirlitið sem hefur í reynd möguleika á að komast í þær upplýsingar sem þörf er á til þess að skilja þá fjármálatilflutn- inga sem áttu sér stað síðustu vikurnar fyrir fall bankanna. Sú upplýsingaöflun tekur hins vegar langan tíma, þannig að óvíst er að hvaða marki hún mun gagnast í störfum nefndarinnar. Ekki er víst að það komi að sök við að rækja það hlutverk nefndarinnar að draga upp heildarmynd af megin- orsökum fyrir falli bankanna. Á hinn bóginn verður að ætla að slík gagnaöflun sé nauðsynleg við lög- reglurannsókn á ákveðnum málum.“ Nefndinni ber að tilkynna ríkissaksóknara vakni grunur við rannsókn hennar að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. ,,Þau mál sem þannig eru vaxin og nefndin hefur hingað til rekist á í störfum sínum eru nú þegar til rannsóknar hjá FME. Þaðan fara síðan stóru málin til hins sérstaka saksóknara.“ Erfitt að fá gögn að utan Óvíst að upplýsingar frá öðrum löndum gagnist rannsóknarnefndinni Morgunblaðið/Ómar Lokað að óþörfu? Fundir viðskiptanefndar um Seðlabankafrumvarpið hefðu átt að fara fram fyrir opn- um tjöldum að mati Sturlu Böðvarssonar, fyrrv. forseta Alþingis. Fjölmiðlar fengu að mynda við upphaf fundar nefndarinnar með þáverandi bankastjórum Seðlabankans, en honum var því næst lokað. Stjórnarskráin veitir Alþingi heimild að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka tiltekin mál en lítið hefur reynt á þetta ákvæði þar sem þingið hefur aðeins einu sinni skipað slíka nefnd fyrir rúmlega hálfri öld síðan. Björg Thorarensen lagaprófessor segir að e.t.v. væri eðlilegt að Alþingi hefði heimild til að skipa nefndir sérfræðinga til þess að rann- saka tiltekin mál, eins og nú hefur verið gert með setningu sérstakra laga um rannsókn- arnefnd Alþingis. „Þegar fjallað er um eftirlits- hlutverk þingsins við endurskoðun stjórn- arskrárinnar gæti verið ástæða til að setja slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Hún er mjög fátæk af úrræðum fyrir þingið til að fara ofan í svona mál.“ Stjórnarskráin fátæk af úrræðum fyrir þingið GÓÐ þátttaka var í Lífshlaupinu, en heildarfjöldi þátttakenda var 9.282. 7.149 tóku þátt í vinnustaða- keppni, 1.330 tóku þátt í grunn- skólakeppninni og 803 einstakl- ingar eru í einstaklingskeppninni. 997 lið frá 335 vinnustöðum tóku þátt í vinnustaðakeppninni en 126 lið frá 26 skólum tóku þátt í hvatn- ingarleiknum. Sú tegund hreyfingar sem var vinsælust meðal þátttakenda var ganga með 20,18%, líkamsrækt er með 14,86%, skíði með 3,47% og hlaup með 3,46%. Alls voru skráðir þátttakendur í 62 af 79 sveitarfélögum. Flestir tóku þátt, miðað við heildarfólks- fjölda, í Grímsnes- og Grafnings- hreppi sem var með 24,54% þátt- töku. Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er enn í gangi og um 332 einstaklingar hafa unnið sér inn bronsmerki, 172 einstaklingar silfurmerki og 67 hafa unnið sér inn gullmerki. Nánari úrslit má finna á vef Lífs- hlaupsins www.lifshlaupid.is Góð þátttaka í Lífshlaupinu LANDSSAMBAND bakarameistara leggur Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur lið með sölu á „hjálparsnúð- um“ dagana 5.-8. mars nk. í bak- aríum um allt land. Af andvirði hvers snúðs renna 25 krónur til Mæðrastyrksnefndar. Í fyrra studdi Landssamband bakarameistara ABC-barnahjálp með snúðasölunni og söfnuðust þá tæplega 900.000 krónur. Snúðar til styrktar Mæðrastyrksnefnd VARNARMÁLASTOFNUN og Al- þjóðastofnun Háskóla Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um að efla rannsóknir, fræðslu og út- gáfu um varnarmál á Íslandi. Alþjóðastofnun mun vinna að rannsóknarverkefnum fyrir Varn- armálastofnun. Að auki mun Varn- armálastofnun veita þrjá styrki til lokaverkefna meistaranema við Háskóla Íslands. Hervarnir Íslands KÓPAVOGSDEILD Rauða krossins hefur sett á fót verkefnið „Nýttu tímann“, en markmið þess er að skapa jákvæðar aðstæður fyrir fólk til að hittast, rjúfa einsemd og fé- lagslega einangrun og auka þekk- ingu og færni. Um er að ræða nám- skeið, fyrirlestra, og samveru- stundir sem haldnar verða í sjálf- boðamiðstöðinni í Hamraborg 11 alla mánudaga kl. 10-13, öllum að kostnaðarlausu. Skráning er á redcross.is/kopavogur, kopavog- ur@redcross.is Sjálfshjálparnám- skeið í Kópavogi EKKI var sérstaklega rætt um að störf rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið yrðu opnari en lög- in kveða á um, þegar frumvarpið var samið, að sögn Sturlu Böðvarssonar, fyrrv. forseta Alþingis. Hann átti frumkvæði að undirbúningi frum- varpsins í samvinnu formanna flokk- anna. „Lokaskýrsla nefndarinnar verður öllum opin og málið lagt fyrir þingið,“ segir hann. ,,Við völdum þá leið að setja sérstök lög fremur en að velja þingnefndarleiðina. Það gerð- um við með það í huga að reyna að hafa þetta eins ólitað af stjórnmála- starfinu og kostur væri á.“ Á síðasta ári var opnað fyrir þann möguleika í þingsköpum að fundir í nefndum Alþingis þar sem gestir sitja fyrir svörum, fari fram fyrir opnum tjöld- um og í beinni út- sendingu fjöl- miðla. Sturla beitti sér fyrir þessu með það að markmiði að styrkja eftirlitshlut- verk þingsins. „Þessi heimild að halda opna nefndafundi með sjónvarpsútsend- ingu og að viðstöddum blaðamönn- um, er hluti af auknu eftirliti, sem ég tel mjög mikilvægt fyrir þingið og er liður í að styrkja það gagnvart fram- kvæmdavaldinu og öðrum í sam- félaginu,“ segir Sturla. Nokkuð var um að nefndarfundir væru opnir sl. haust en þeir hafa ekki verið það síðustu mánuði. „Ég hefði gert ráð fyrir því sem forseti að í tengslum við þessar aðgerðir stjórnvalda núna og lagasetningu væri þetta nýtt. Ég tel því miður að þarna sé verið að sleppa mjög mik- ilvægu tækifæri til að opna inn í störf þingsins fyrir almenning, þegar bankastjórar eða forsvarsmenn fjár- málafyrirtækja og forsvarsmenn ríkisstofnana koma fyrir þingnefnd- ir. Ég hefði til dæmis talið mjög eðli- legt að viðskiptanefnd Alþingis héldi opna fundi, þar sem fulltrúar þess- ara stofnana fjölluðu um lagafrum- vörp frammi fyrir almenningi í land- inu. Skýrasta dæmið um það hefði verið umfjöllun um Seðlabankafrum- varpið,“ segir Sturla. „Ég saknaði þess að það var ekki gert og tel að þar hafi verið sleppt mjög mikilvægu tækifæri til þess að sýna vinnubrögð þingsins.“ omfr@mbl.is Sleppa mikilvægu tækifæri  Sturla Böðvarsson gagnrýnir að þingnefndir nýti ekki heimild til að funda fyrir opnum tjöldum  Mjög eðlilegt að viðskiptanefnd Alþingis héldi opna fundi Sturla Böðvarsson NÁMSSTYRKIR Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 3 styrkir til listnáms, 350.000 kr. 30. SÆkTU UM FYRIR: mars 2009 E N N E M M / S ÍA / N M 3 6 7 6 0 umsóknarblað má finna á landsbankinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.