Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Endurreisnar-nefndSjálfstæðis- flokksins hefur vak- ið talsverða athygli undanfarið. Öllu hljóðara hefur verið um aðra nefnd flokksins, Evrópunefnd- ina. Hún var komin á fremsta hlunn með að skila af sér til- lögum til landsfundar, þegar honum var frestað þar til síðar í þessum mánuði. Ekkert bólar enn á tillögunum. Þó er Evrópustefna Sjálf- stæðisflokksins sá þáttur í stefnu hans sem einna helzt þarf endurskoðunar við. Það blasir við öllum eftir fjármálahrunið – að minnsta kosti öllum sem vilja að Ísland fái í framtíðinni not- hæfan gjaldmiðil – og þeir eru ófáir í Sjálfstæðisflokknum eins og öðrum flokkum. Ólíkar skoðanir eru á Evrópu- málunum innan Sjálfstæðis- flokksins. En kyrrstaða, óbreytt stefna, er varla til þess fallin að efla vígstöðu flokksins fyrir komandi kosningar. Slík afstaða myndi bæði fæla frá flokknum fylgi og fækka möguleikum hans við stjórnarmyndun eftir kosn- ingar. Á landsfundinum hlýtur að verða gerð einhver mála- miðlun í Evrópumálunum. Bjarni Benediktsson alþing- ismaður, sem augljóslega nýtur mikils stuðnings í embætti for- manns Sjálfstæðisflokksins, er byrjaður að fikra sig í átt að slíkri málamiðlun. Á fundi Evr- ópunefndar flokksins fyrr á árinu talaði hann fyrir því að sjálfstæðismenn reyndu að ná samstöðu við aðra flokka um samningsmarkmið í aðildar- viðræðum við ESB. Aðildarsamningur yrði síðan lagður fyrir þjóðina í allsherjar- atkvæðagreiðslu. Bjarni talaði sömuleiðis fyrir því að í aðildarviðræður yrði far- ið af varfærni og með ströngum skilyrðum, t.d. um yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar. Umboð frá landsfundi yrði „að gera flokksforustunni kleift að taka heilshugar þátt í samninga- viðræðum sem kunna að leiða til ESB-aðildar á grundvelli tiltek- inna samningsmarkmiða“. Bjarni benti líka á að slíkt um- boð mætti ekki verða þannig úr garði gert að „sá sveigjanleiki sem nauðsynlegur er til að leiða megi flóknar samningaviðræður til lykta sé ekki fyrir hendi“ og minnti á að samningsniðurstöð- unni gæti þjóðin hafnað, eins og Norðmenn hefðu gert tvívegis. Þetta er skynsamleg afstaða. Í viðtali við sjónvarp mbl.is í fyrradag ítrekaði Bjarni að um- boð til forystu Sjálfstæðis- flokksins þyrfti að vera opið, en taldi jafnframt að hagsmunum Íslands væri „bezt borgið á grundvelli EES-samningsins“. Sá, sem ætlar sér að fara í að- ildarviðræður við ESB með því hugarfari að hagsmunum Ís- lands sé engu að síður bezt borgið utan þess, nær varla fram aðildarsamningi, sem þjóð- in sættir sig við. Þeir sem á ann- að borð vilja skoða ESB-aðild hljóta að gera það vegna þess að þeir telja að aðildarsamningur, þar sem hagsmunum Íslands væri vel til haga haldið, væri betri en óbreytt ástand. Með hvaða hugarfari vilja menn fara í viðræður við ESB?} Í átt að Evrópustefnu Frétt Morgun-blaðsins í gær, um að fjármálaeft- irlit Lúxemborgar undrist hvers vegna íslenzk yf- irvöld hafi ekki komið þangað meiri upplýsingum um slæma stöðu bankanna, fyrst bæði Seðlabanki og ríkisstjórn vissu af slíku snemma á síðasta ári, hefur vakið talsverða athygli. Starfsmaður eftirlitsins í Lúxemborg, sem blaðið ræddi við og telur trausta heimild, segist undrast að lesa á netinu að þessir aðilar hafi haft vitn- eskju um slæma stöðu bankanna í febrúar og apríl. Hefði fjár- málaeftirlitið í Lúxemborg feng- ið þessar upplýsingar fyrr, hefði verið hægt að grípa til aðgerða, að mati heimildarmannsins. Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeft- irlitsins, segir í Morgunblaðinu í dag að samskipti FME og Seðlabankans við stjórnvöld í Lúxemborg hafi verið góð. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Engu að síður vaknar sú spurning hvort þessar eft- irlitsstofnanir hafi um of ein- blínt á samskipti og upplýs- ingagjöf innanlands. Í Morgunblaðinu í dag eru tvær aðr- ar fréttir, sem varpa nokkru ljósi á umræðuefnið. Annars vegar kvartar Páll Hreinsson, for- maður rannsóknarnefndar Al- þingis, undan því að erfitt og tímafrekt sé að fá upplýsingar um erlenda starfsemi bank- anna. Hins vegar segir blaðið frá umræðum innan Evrópu- sambandsins um að styrkja mjög samvinnu fjármálaeftirlits aðildarríkjanna; í raun samevr- ópskt fjármálaeftirlit. Fjármagnsmarkaðurinn er löngu orðinn alþjóðlegur. Eft- irlitið með honum hefur hins vegar áfram verið skipulagt á grundvelli þjóðríkjanna. Við- brögðin við hinni alþjóðlegu fjármálakreppu og leiðin til að fyrirbyggja aðra slíka er ekki að hneppa fjármagnsmarkaðinn aftur í viðjar þjóðríkisins. Það er ávísun á stöðnun og fátækt. Það á að efla eftirlitið og reglu- verkið á alþjóðlegum vettvangi, þannig að upplýsingar gangi greiðlega á milli og viðbrögð við vanda séu sameiginleg. Viðbrögð við vanda eiga að vera sameiginleg} Alþjóðlegt fjármálaeftirlit Þ jóðin er yfir sig hneyksluð á ýmsu og þar er svo sannarlega af nógu að taka. En það er vont að hneyksl- ast yfir sig, þá lendir maður fljótt í öngstræti og sér enga leið út; gerir sjálfum sér ógreiða og neyðist til að fara sjálfur eftir þeim reglum, sem maður ætlaði sér að setja öðru og verra fólki með upphrópunum sínum og fullyrðingum. Ofurlaun eru núna eitt uppáhalds hneyksl- unarefnið. Allir eru sammála um að í bönk- unum hegðuðu menn sér eins og vitfirrtir. Laun stjórnendanna, með alls konar kauprétt- arsamningum og árangursgreiðslum, sem höfðu að sjálfsögðu ekkert með raunverulegan árangur að gera, voru margar milljónir á mán- uði, jafnvel tugir milljóna. Þetta var ekkert annað en græðgi. Bjarni Ármannsson hefur meira að segja viðurkennt að þetta hafi verið fullmikið af því góða og restin af þjóðinni getur auðvitað kvittað upp á það. Bankarnir hrundu og hin stórskuldugu fyrirtækin hrundu. Enn eru fjölmörg fyrirtæki sem ramba á barmi gjaldþrots. Mörg þúsund manns hafa misst vinnuna, aðrir þurft að sætta sig við launalækkun og enn óttast menn að staðan eigi eftir að versna. Og eitt eru menn sammála um: Ekki er verjandi að greiða nokkrum manni ofurlaun. En þar láta menn ekki staðar numið. Þeir endurskil- greina hugtakið „ofurlaun“ eins og ekkert sé. Ef fréttist af einhverjum, sem fer yfir milljón krónur á mánuði í laun- um, hvað þá að hann nálgist tvær, þá verður allt vitlaust. Ofurlaun! Ofurlaun! er hrópað og þess krafist að strax verði látið af þeim vonda sið að borga stjórnendum fyrirtækja þessar svimandi fjárhæðir. Fyrirtæki skera af launum starfsmanna og taka þá mörg þann kostinn að miða launalækk- unina við alla sem hafa yfir 300 þúsund krónur í laun. Þar er eitthvert heimatilbúið viðmið og enginn hrópar um ofurlaun. Málið vandast þegar ofar dregur. 400-600 þúsund krónur á mánuði eru fín laun, þau eru vissulega ofar en heilagi 300 þúsund kallinn, en samt hrópa fæstir um ofurlaun. Um leið og komið er í 700 þúsund fer málið að vandast. Milljónin og allt þar yfir kallar á flestar blogg- færslurnar og upphrópanirnar. Þannig tekur almenningur, líklega óafvit- andi, fullan þátt í að lækka launin sín, í nafni þess að barist sé gegn ofurlaunum. Því ef sá sem núna fær 1,7 á mánuði lækkar í 1,2 þá lækkar milljón króna fólkið í 7-800 þúsund og fólkið með þau laun þarf að fara enn neðar og áður en við vitum af er 300 þúsund kallinn ekki heilagur lengur. Hvað gerum við þá? Verðum við gjaldþrota og alsæl með jöfnuðinn sem við höfum náð fram? Eða horfum við öfundaraugum til þeirra sem nálgast milljónina og höldum áfram að hrópa og kalla um ofurlaun? Ímyndum við okkur kannski að á Nýja Íslandi verði enginn launamunur, allir fái sín 400 þúsund, óháð starfi? Gleðilega launalækkun. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Hvernig á að tala launin sín niður Reynt að sporna við misnotkun á bótum FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is V innumálastofnun mun samkvæmt nýju frum- varpi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur félags- málaráðherra fá auknar heimildir til að kanna hagi umsækj- enda um atvinnuleysisbætur. Grunur er uppi um að fólk hafi verið að mis- nota bæturnar enda hefur ekkert kerfi verið fundið upp á Íslandi sem fólk hefur ekki reynt að misnota. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, ítrekar að þessi grun- ur beinist einungis að litlum hópi þeirra rúmlega 16 þúsund ein- staklinga, sem eru á atvinnuleysis- skrá. En Gissur bendir ennfremur á að þetta geti orðið dágóðar upphæðir ef ekkert sé að gert. Atvinnulausu fólki hefur fjölgað geysilega. Mestöll orka starfsfólks Vinnumálsstofnunar hefur farið í það að tryggja þessu fólki framfærslu. Nú hefur hægst um í nýskráningum og starfsfólkið getur snúið sér að því að tryggja að allt fari fram eftir sett- um reglum. Samkeyrt við nemendaskrár Eitt af því sem hefur verið til skoð- unar er hvort fólk á atvinnuleyisskrá stundi nám í skólum landsins og þiggi atvinnuleysisbætur í stað þess að vera á námslánum. Að sögn Gissurar skrifaði Vinnumálastofnun öllum há- skólum bréf og óskaði eftir því að fá nemendaskrár til að samkeyra þær við atvinnuleysisskrána. Allir háskól- arnir, að Háskóla Íslands undan- skildum, hafa sent inn slíkar skrá. HÍ, sem er langfjölmennasti skólinn, taldi sig þurfa að fá leyfi Persónu- verndar og er málið í því ferli núna. Að sögn Gissurar hafa til þessa komið upp 120 nöfn úr samkeyrsl- unni, og verða mál þeirra skoðuð sér- staklega. Reiknar Gissur með því að nöfnin verði á þriðja hundrað þegar búið verður að samkeyra nemenda- skrá Háskóla Íslands. Hann bendir á að búið sé að rýmka reglur til að auð- velda atvinnulausu fólki að sækja námskeið af ýmsu tagi hjá símennt- unarmiðstöðvum. Annar hópur, sem verður skoðaður sérstaklega, er sjálfstætt starfandi atvinnurekendur. Með lagabreyt- ingu, sem gerð var í nóvember, var þessum hópi heimilað að sækja um atvinnuleysisbætur, ef samdráttur varð í rekstri. Fjölgað hefur gífurlega í þessum hópi, eða úr 7 í nóvember í 586 í janúar. Tölur fyrir febrúar eru ókomnar. Gissur segir að Vinnumálsstofnun sé að bregðast við grun um að fólk í sjálfstæðum atvinnurekstri skrái sig atvinnulaust en haldi engu að síður áfram að vinna. Þetta fólk þarf eins og aðrir að stunda atvinnuleit og sækja námskeið og önnur úrræði, sem boðið er upp á. Slök mæting á námskeið „Við höfum verið að boða þennan hóp á námskeið en mætingin hefur því miður verið slök. Hugsanlega er fólkið svo upptekið við vinnu að það hefur ekki tíma til að sækja nám- skeiðin,“ segir Gissur. Þriðji hópurinn er fólk sem skráir sig atvinnulaust, mætir reglulega á námskeið og önnur úrræði en er samt að vinna „svart“. Að sögn Gissurar er þetta lítill hópur og sá sem erfiðast er að ná til. „Ég vil ítreka að 99% þeirra ein- staklinga sem eru á atvinnuleysiskrá er fólk sem virkilega þarf á þessari framfærslu að halda og er að gera allt rétt. En það er alltaf nöturlegt að vita til þess að fólk reyni að misnota kerf- ið,“ segir Gissur Pétursson. Morgunblaðið/Ómar Biðraðir Þúsundir manna hafa misst atvinnuna á síðustu mánuðum. Heldur hefur hægst á nýskráningum hjá Vinnumálastofnun á allra síðustu dögum. EF sannast að fólk misnotar at- vinnuleysisbótakerfið er hægt að krefja það um endurgreiðslu og að auki þarf það að greiða sektir. Þá getur viðkomandi misst rétt til atvinnuleysisbóta í allt að tvö ár. Vinnumálastofnun hefur nú þegar skrifað nokkrum ein- staklingum bréf og krafið þá um frekari skýringa á þeirra högum. Hún er opinber stofnun og þarf að fara að settum reglum um andmælarétt og annað slíkt. „Hér er um að ræða framfærslu fólks svo við verðum að vera með 100% staðfestingu á því að verið sé að misnota kerfið. En ef menn mæta ekki í viðtöl og boðuð úrræði og geta ekki gefið fullnægjandi skýringar á því er komin upp önnur staða,“ segir Gissur Pét- ursson. Hann segir að heilmikil vinna sé í þessu fólgin og skoða þurfi hvert mál mjög gaumgæfilega. GREIÐA SEKTIR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.