Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 KOMIÐ var í veg fyrir kaup Kaupþings á hollenska bankanum NIBC eftir ítarleg samtöl við Fjármálaeft- irlitið. Eftirlitið hafði áhyggjur af örum vexti bankanna og lá ekki á upplýsingunum, segir Jón Sigurðsson, fyrr- um stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. „Menn höfðu áhyggjur af örum vexti bankanna fram til loka ársins 2007. En það verða einmitt straumhvörf á árinu 2008. Þá hætti þessi vöxtur og umfangið fer að dragast saman.“ Jón segir að kaup Kaupþings á NIBC hefðu haft í för með sér mjög mikla stækkun á efnahags- reikningi þess banka. Spurður hvort Fjármálaeftirlitið hafi komið í veg fyrir kaupin svarar Jón: „Ég vil ekki orða það öðruvísi en þannig að rætt var við Fjármálaeftirlitið hér í langan tíma og niðurstaðan varð þessi.“ Morgunblaðið sagði frá því 30. janúar að í ljósi þess óróleika sem nú væri á fjármálamörkuðum hefðu Kaupþing banki og NIBC ákveðið að falla frá fyrirhug- aðri þriggja milljarða evra yfirtöku Kaupþings banka á NIBC. Jón segir að sér finnist merkilegt að nafnlaus yfirlýsing komi frá fjármála- eftirliti Lúxemborgar, en starfsmaður eftirlitsins undrast að það hafi ekki verið upplýst um stöðu bankanna fyrst nú sé að koma í ljós að menn vissu af vondri stöðunni. „Ég tel og veit ekki betur en að samskiptin milli íslenskra eftirlits- stofnana og stofnana í Lúxemborg hafi verið í góðu lagi og reglubundið samráð og samskipti haft við þá,“ seg- ir Jón. „Við þá var rætt einslega og í trúnaði bæði af starfsmanni Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka,“ segir Jón. Það sé venjan, því eftirlitsstofnanir sendi ekki skrif- legar ábendingar um stöðu fjármálafyrirtækja sín á milli. „Eðli málsins samkvæmt byggjast svona samtöl á trún- aði. Sama máli gegnir um samskipti eftirlitsins við stofn- anirnar sem það lítur eftir.“ gag@mbl.is Kaup á NIBC stöðvuð  FME var áhyggjufullt yfir stöðu bankanna og sagði frá í trúnaðarsamtölum við aðrar eftirlitsstofnanir  Það leiddi til þess að Kaupþing fékk ekki að kaupa NIBC Í HNOTSKURN »Starfsmaður fjármálaeft-irlitsins í Lúxemborg undrast að hafa ekki fengið að vita af slæmri stöðu bankanna. »Jón Sigurðsson hefur vitn-eskju um að svo hafi verið en bendir á Jónas Fr. Jónsson sem fór með daglegan rekstur FME. Ekki náðist í Jónas. »Jón bendir einnig á aðseðlabankastjóri Lúxem- borgar kom á fund seðla- bankastjóra hér á vordögum í fyrra. Jón Sigurðsson Ólafsvík | Mjög góð aflabrögð eru hjá bátum sem róa frá Snæfellsnesi, og að sögn Péturs Boga- sonar, hafnarvarðar í Ólafsvík, er mokafli í öll veiðarfæri. Pétur sagði í samtali við Morg- unblaðið að netabátar fengju mjög góðan afla í fá net. „Netabátarnir Ólafur Bjarnarson og Geir ÞH voru með 20 tonn hvor á þriðjudag, drag- nótabátarnir fá einnig mjög góðan afla. Þeir eru með allt að 31 tonni í róðri, svo það er óhætt að segja að vertíð sé í fullum gangi núna,“ sagði Pétur. Pétur Ólafsson, skipstjóri á dragnótabátnum Sæbergi HF, rær frá Ólafsvík og á þriðjudag kom báturinn með 31 tonn að landi. Pétur sagði að aflann hefðu þeir fengið í aðeins þremur köst- um og þar af voru 20 tonn í einu kastinu. „Þetta er mest ýsa sem við höfum fengið, en aflinn á þriðjudag var blandaður þorskur og ýsa,“ sagði Pétur og bætti við að á sunnudag hefðu þeir ver- ið með 30 tonn af ýsu en mánudagurinn hefði verið rólegur, aðeins 14 tonn. Pétur sagði ýsuna fara á markað og einnig hluti þorsksins. Afli Sæ- bergs í febrúar var 235 tonn í 26 róðrum og var hann aflahæsti dragnótabáturinn á landinu. Vertíð í fullum gangi á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Alfons „VIÐ erum búin að fá jákvæð við- brögð frá ríkinu um frekari fjár- mögnun, þannig að til allrar ham- ingju er ekkert sem bendir til þess núna að framkvæmdir stöðvist,“ segir Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Kirkjan hefur verið hulin bygg- ingarpöllum í tæpt ár en óvissa hef- ur ríkt um áframhald viðgerð- arinnar eftir að ljóst varð að skemmdirnar eru mun meiri en upphaflega var ráðgert og áætlaður kostnaður því hækkað úr 280 millj- ónum í 540. Allt stefndi í að það lánsfé sem fengist hafði yrði uppurið um páskana og að framkvæmdir stöðv- uðust væri ekkert að gert. Alls vantar um 206 milljónir kr. til að ljúka verkinu, en þar af er hlutur ríkisins um 86 milljónir króna. Mjög kostnaðarsamt væri hinsvegar að hætta framkvæmdum í miðju kafi. Í skýrslu sem unnin var með hjálp sérfræðinga hjá Verkís kemur fram að kostnaðurinn felst að lang- stærstum hluta í vinnulaunum. Vegna atvinnuástandsins má reikna með að meirihluti þeirra 15-20 verkamanna sem að jafnaði vinna að viðgerðinni yrðu atvinnulausir ef viðgerðin stöðvaðist sem þýddi um 25,5 milljónir króna í bótakostnað fyrir ríkið á því tímabili sem verk- efnið tæki. Samtals má áætla að óbeinn heildarkostnaður ríkisins yrði um 88 m/kr. næstu 8 mánuðina. Við þetta bætist beint tekjutap kirkjunnar, m.a. vegna minnkandi aðsóknar í Hallgrímskirkjuturn á meðan vinnupallar þekja hann. Um 80% allra erlendra ferðamanna heimsækja kirkjuna en nú þegar er áætlað tekjutap kirkjunnar frá að- gangseyri í turninn um 7 m/kr, auk þess sem leiga á sölum og kirkju hefur minnkað vegna viðgerðanna. Það var því mikið hagsmunamál fyrir kirkjuna að viðgerðinni yrði fram haldið. „Þetta er mjög ánægjulegt,“ seg- ir Jóhannes. „Við eigum eftir að tala við bankann um fyrirgreiðslu en miðað við þessar forsendur er ráðgert að framkvæmdunum ljúki síðla í haust.“ una@mbl.is Grænt ljós á viðgerðirnar Morgunblaðið/Ómar Kennileiti Vinnupallarnir hafa ver- ið fyrirferðarmiklir á kirkjunni. YFIR 300 evr- ópskir háskóla- nemar sóttu um að komast á nám- skeið á Íslandi í nýsköpun í nær- ingu og mat- vælatækni sem hefst í næstu viku. Nám- skeiðið, sem er undir yfirskrift- inni Eat that! Innovation in food technology and nutrition, er á veg- um íslenskrar deildar evrópskra samtaka háskólanema í tæknigrein- um, BEST. Forseti íslensku deildarinnar, Berglind Rós Gunnarsdóttir, leggur stund á nám í matvælafræði og það er meðal annars þess vegna sem fjallað er um mat og nýjungar á námskeiðinu sem haldið er í sam- starfi við Matís og Háskóla Íslands en auk þeirra koma Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Marel og Lýsi að verkefninu. „Það var gríðarlega mikill áhugi á þessu námskeiði en það var aðeins pláss fyrir 22 og þeir eru frá næstum því jafnmörgum löndum í Evrópu,“ segir Berglind Rós. Að sögn Berglindar var það hóp- urinn hér sem fór yfir umsóknirnar. „Við reyndum að velja fjölbreyttan og góðan hóp sem hefur áhuga á því sem fjallað verður um á námskeiðinu og jafnframt áhuga á Íslandi.“ ingibjorg@mbl.is 300 vildu á námskeið til Íslands Berglind Rós Gunnarsdóttir Nýsköpun í mat UNNIÐ er að stofnun heilsufélags á Suðurnesjum með það að markmiði að skapa 300 ný störf á heilbrigð- issviði á næstu þremur árum. Hug- myndin er að sveitarfélögin komi að félaginu ásamt Keili, Háskóla Reykjavíkur og Háskóla Íslands, Þróunarfélaginu og aðilum í ferða- þjónustu. Víkurfréttir greindu frá þessu í gær. Félagið hefði með höndum rann- sóknir og þróunarstarf, heilsu- tengda ferðaþjónustu og læknis- þjónustu sem höfðaði til erlendra sjúklinga sem kæmu hingað til lands að leita sér lækninga. Keilir hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu ásamt Reykjanesbæ og Þróunar- félaginu. Sandgerðisbær og Sveitar- félagið Garður hafa tekið jákvætt í hugmyndirnar. Heilsufélag á Suðurnesjum tilboðinu lýkur 8. mars Aðeins 5 DAGAR til stefnu Tryggðar tilboð N1 -5kr. / -15% Sæktu um núna á n1.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.