Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 ✝ Róbert FreelandGestsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1924. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans, Landakoti, 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Júl- íusdóttir saumakona, f. í Skrapatungu í Vindhælishreppi í A- Húnavatnssýslu 19. ágúst 1894, d. 28. mars 1976 og Guð- mundur Gestur Páls- son sjómaður og verkamaður, f. á Brennistöðum í Borgarhreppi 24. febrúar 1877, d. 7. janúar 1963. Ró- bert var fjórði í röð fimm alsystkina. Hin eru: Inga Sigríður, f. 1918, Rósa, f. 1920, d. 2001, Guðný, f. 1922 og Júlíus, f. 1928. Róbert var kvæntur Ingveldi Ein- arsdóttur, f. 8. júlí 1925, d. 5. júní 2002, dóttur hjónanna Einars Ein- arssonar, bónda í Nýjabæ, Vestur- Eyjafjöllum, f. 6. september 1897, d. Fyrri maki (skilin) Viðar Jónsson, sonur þeirra Róbert, f. 26. apríl 1981. 3) Kristín, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 26. júní 1959, maki (skilin) Sæmundur Auðunsson. Róbert ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum og bjó lengst af í gömlu verkamannabústöðunum. Hann gekk í Miðbæjarskólann og lauk þaðan barnaprófi og vann á unglingsárum við það sem til féll. Hann lærði málaraiðn hjá Baldvin Magnússyni í Reykjavík 1947-1951 og tók sveinspróf frá Iðnskólanum. Veturinn 1953 var hann við nám í skrautmálun í Kaupmannahöfn. Hann vann við iðn sína hjá Páli Wii- um og fleirum til 1969 þegar hann var ráðinn fyrsti starfsmaður Mæl- ingastofu MFR. Honum var umhug- að um réttindi og kjör málara og átti sæti í samninganefnd og verk- fallsstjórn um tíma. Starfi sínu hjá Mælingastofunni gegndi hann þar til hann fór á eftirlaun. Róbert unni náttúrunni, ferðaðist vítt og breitt um landið og naut útiveru að sumri sem vetri. Útför Róberts fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13. 2. júlí 1970, og Katr- ínar Vigfúsdóttur ljós- móður, f. 29. ágúst 1891, d. 15. ágúst 1967. Dætur Róberts og Ingveldar eru: 1) Ingveldur, próf- arkalesari í Reykja- vík, f. 30. maí 1953. Dóttir hennar og Þór- arins Sigvaldasonar er Ingveldur Stein- unn, f. 6. september 1975, börn hennar eru Lúkas, f. 1. nóvember 2001 og Stella, f. 16. janúar 2004. Börn Ingveldar og Sigurðar Örlygs- sonar eru Unnur Malín, f. 17. febr- úar 1984, Þorvaldur Kári, f. 3. mars 1983, Arnljótur, f. 20. nóvember 1987, Gylfi, f. 17. september 1990 og Valgerður, f. 14. september 1992. 2) Guðný, kennari á Siglufirði, f. 26. janúar 1955. Sambýlismaður Örlyg- ur Kristfinnsson, f. 21. mars 1949, börn þeirra eru tvíburarnir Hrafn og Hildur, f. 29. september 1995. Róbert Gestsson hefur gengið far- sælan æviveg á enda. Að honum látn- um er mikilvægt að spyrja hver var maðurinn? Róbert var alþýðumaður af bestu gerð. Hann var ekki langskólageng- inn en víðlesinn og vel menntaður af eigin rammleik. Hann sigldi um heimshafið en gönguferðir um landið voru honum kærastar. Eftir barnaskólanám og almenna verkamannavinnu um skeið lá leið hans um Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann nam málaraiðn og gegndi síðan ýmsum störfum að húsamálun stærstan hluta ævi sinnar. Vegna rótgróins heiðarleika og nákvæmni voru honum falin vandasöm störf á vegum Málarafélagsins. Sem fulltíða maður lagði hann stund á spænskunám, ýmist upp á eigin spýtur eða á námskeiðum. Svo vel varð hann að sér í því tungumáli að honum bauðst fararstjórastarf í upphafi sólarlandaferða Íslendinga – það þáði hann ekki. Og sér til skemmtunar las hann heimsbók- menntir spænskumælandi þjóða og tók einkaglímu við ljóðskáldið Lorca. Spænskur gítarleikur heillaði hann og náði hann þeim tökum á hljóðfær- inu að litlu telpurnar heima fengu stöku sinnum að heyra pabba sinn spila. Skáklistina stúderaði Róbert af einskærum áhuga eins og mikill fjöldi rita í bókahillum hans ber með sér og lengi var hann virkur í félagsstarfi skákunnenda í Reykjavík. Þótt Róbert væri að sumu leyti al- þjóðasinni í hugsun og verki stóðu rætur hans djúpt í íslenskri jörð. Ís- lensk tunga var málamanninum góða eðlileg og áreynslulaus og sífellt átti hann vísur og kvæði í minni sínu sem féllu að daglegum athöfnum og sam- ræðum. Hina fornu reiknikúnst Ís- lendinga, fingrarím, kunni hann upp á sína tíu. Róbert var gagnrýninn á alla sýnd- armennsku og yfirdrepsskap og svo sjálfstæður að hann lét enga misvitra dagskrárgerðarmenn ráða frítíma sínum. Átti því sín löngu vetrarkvöld við fjölbreytilegustu tómstundaiðju eins og áður getur að viðbættum fluguhnýtingum og undirbúningi næsta útivistar- og silungasumars. Engan mann hef ég þekkt sem var eins vel að sér um landið sitt og unni því jafnheitt. Og hugur hans var sí- vakandi um margbreytilegan fróðleik um land og þjóð. Enn ber bókaskáp- urinn vitni um hans stærsta áhuga- mál: Ísland. Og mörg var ferðin þeirra Ingu konu hans um fjöll og eyðidali meðan heilsan leyfði. Ást hans og áhugi á Íslandi komu einkar vel fram síðasta áratuginn þegar hann fylgdist af lífi og sál með umræðum um orkunýtingu og með- ferð okkar á íslenskri náttúru. En að- eins hans nánustu vita hve sárlega honum rann það til rifja að fegurð landsins skyldi falboðin og seld út- lenskum gróðaöflum. Að lokum skal enn nefndur þáttur sem lýsir mannkostum Róberts Gestssonar. Það var einlæg og fölskvalaus vin- átta hans við sína nánustu. Dætur hans og barnabörn sjá því á bak góð- um föður og afa. Fyrir afabörnin, Hildi og Hrafn, eru þessi minningarorð skrifuð. Örlygur Kristfinnsson. Margs er að minnast er ég hugsa um afa sem nú er horfinn úr heimi vorum. Þó langar mig ekki að skrifa um þær fjölmörgu minningar sem skreytt hafa líf mitt hingað til heldur langar mig að skrifa þakkarorð fyrir alla þá hluti sem ég hef fengið að upp- lifa og þann stóra arf sem mér var gefinn. Hann afi var einstakur maður og hann vissi ótrúlega margt. Hann sagði mér tröllasögur tímunum sam- an, sögur um Bakkabræður, og kenndi mér svo ótalmargt þegar hann, amma og ég fórum í göngutúra um landið okkar fallega. Hann gaf mér í bernsku ástina á íslenskri tungu, menningu og sögu, kenndi mér að vera sjálfri mér næg og vera ekki að bíða eftir utanaðkomandi hlutum og það sem er langdýrmætast og ég mun ætíð heiðra, ástina sem hann hafði á Íslandi og virðinguna sem hver og einn á að bera fyrir nátt- úrunni. Allt þetta hefur mótað mig og ég hef aldrei getað þakkað honum nógu vel fyrir það. Afi, þú ert mér svo kær. Ingveldur Steinunn. Það er erfitt að sjá á bak góðum manni eins og afa. Hann var vinur okkar, þátttakandi í því sem við systkinin vorum að baksa þá og þá stundina. Hann var vandaður maður. Allt sem hann gerði var vel gert. Hann gaf okkur vandaðar gjafir sem áttu að duga vel og lengi og best þótti honum að þær kæmu okkur að notum ævi- langt og væru auðgandi fyrir andann. Samt unni hann ýmsu drasli sem við færðum honum og lét það aldrei frá sér. Einu sinni var peningaveskinu hans stolið af honum. Í því voru dálitlir peningar en hon- um var alveg sama þótt hann tapaði þeim. En hann var miður sín yfir því að tapa myndinni sem Malla hafði teiknað handa honum þegar hún var þriggja ára og hann hafði haft í vesk- inu sínu alla tíð. Mikið var hann glað- ur þegar veskið hans fannst og mynd- in hennar Möllu var þar óskemmd. Heilunarsteinana sem afi og Þor- valdur fundu í Dritvík hafði afi uppi á bókaskáp. Þeir voru dýrmæti. Hann hafði alltaf tíma til að taka skák og skemmti sér konunglega við að horfa á Völu sippa og hafði tíma til að telja upp í þúsund. Hann rammaði inn myndina sem Gylfi teiknaði handa honum og hengdi hana upp heima hjá sér. Hann kom á lúðrasveitartónleika og fylgdist með því sem við vorum að læra. Honum var mest að skapi að við værum dugleg og gerðum eins vel og okkur var unnt. Hann kenndi okkur að meta hið Róbert F. Gestsson Elsku afi, þú varst svo ríkur af hæfileikum og kímnigáfan einstök. Það sem skákar þó öllu öðru er hvað þú varst góður maður og góður vinur minn. Ég er stoltur af því að vera nefndur eftir þér og þakklátur fyrir allan tímann sem við áttum saman. Þinn vinur og nafni Róbert. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORLÁKSSON lögfræðingur, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 28. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Anna Sigurveig Ólafsdóttir, Björn Magnússon, Ragna Ólafsdóttir, Jón Árnason, Emil Ólafsson, Lara Arroyo, Sunna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hrauni, Tálknafirði, verður jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju laugar- daginn 7. mars kl. 14.00. Birgir Aðalsteinsson, María Jónsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Svandís Jeremíasdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Ástráður Ö. Gunnarsson, Ingibergur Aðalsteinsson, Stella Aðalsteinsdóttir, Örn Þórisson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, JÓNÍNA V. ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Stella, andaðist á Hrafnistu mánudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á styrktarsjóð SÍBS og/eða sjómannadagsráð. Þökkum starfsfólki Hrafnistu á deild 2H fyrir framúrskarandi umönnun og mikinn hlýhug. Þórdís Hildur McDonald, Harold McDonald, Friðlín Valsdóttir, Benedikt Þór Valsson, Þuríður Ingunn Nikulásdóttir, Jóna Vala Valsdóttir, Sigurður Arnar Gunnarsson, Jón Haukur Valsson, Guðbjörg María Ólafsdóttir, Eyjólfur Valsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sverrir Valsson, Örn Valsson, Hulda Margrét Waddell, Ída Valsdóttir, Gunnar Björnsson, Ína Valsdóttir, Sigurgeir Óskar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, CECILIE SOFIE HJELVIK MIKAELSSON, Sóltúni 2, sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 24. febrúar, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19, föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélagið Alfa, sími 588 7800 eða minningarsjóð Sóltúns, sími 590 6000. Björgvin M. Snorrason, Ásta Guðjónsdóttir, Erling B. Snorrason, Jeanette A. Snorrason, Anna M. Snorradóttir, Jón Æ. Karlsson, Ragnhildur L. Snorradóttir, David West, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ÞORLÁKUR JÓNSSON frá Kiðjabergi, Kistuholti 3, Biskupstungum, lést fimmtudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Jarðsett verður á Stóru-Borg. Fyrir hönd samferðamanna og vina, Sigríður Stefánsdóttir, Bræðratungu. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, ARNÓR KARLSSON fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10, Bláskógabyggð, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 7. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði. Systkini hins látna og aðrir venslamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.