Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
✝ Þorbjörn Frið-riksson fæddist í
Reykjavík hinn 22.
apríl 1934. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
Grund hinn 25. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Friðrik Einarsson, f.
17.3. 1911, d. 30.1.
1970, og Hannesína
Rut Þorbjörnsdóttir,
f. 11.9. 1915, d. 20.6.
1976, þau voru búsett
í Reykjavík. Systkini
Þorbjörns eru Frið-
rik, f. 6.10. 1937, Guðbjörg, f. 3.8.
1943 og Þórunn, f. 9.4. 1947.
Hinn 7.12. 1957 kvæntist Þor-
björn Elínu Helgadóttur, f. 8.8. 1936
og eignuðust þau tvo syni. 1) Frið-
rik, f. 9.4. 1958, kvæntur Huldu
Mjöll Hauksdóttur. Þau eiga þrjú
börn a) Elínu, f. 27.9. 1981, gift
Andra Þ. Kristinssyni, þau eiga Ey-
rúnu Freyju, f. 30.3. 2007, b) Þór-
anna í hverfinu sem var upphaf að
löngu og árangursríku íþrótta-
starfi. Í KR æfði hann og keppti í
mörg ár fót- og handbolta við góð-
an orðstír. Þegar Þorbjörn hætti
keppni tóku við ýmis störf fyrir KR
sem hann vann af ánægju, dugnaði
og einlægni. Studdi hann félagið
sitt og sína menn í leik og starfi til
æviloka. Hann var í gönguklúbbi
með gömlu félögunum úr KR og
hittust þeir reglulega í félagsheim-
ilinu bæði í tengslum við getraunir
og til að spjalla um KR og pólitík,
þá var oft heitt í kolunum honum
til mikillar skemmtunar. Kjörorð
hans voru eitt sinn KR-ingur alltaf
KR-ingur.
Þorbjörn hafði mjög gaman af
veiðum og frá 1988 fóru feðgarnir
oft saman til veiða í Brúará. Hann
gekk í Golfklúbb Reykjavíkur árið
2000 og stundaði hann golf hér á
landi sem og erlendis meðan heils-
an leyfði.
Hinn 13.1. 2009 fluttist hann á
Hjúkrunarheimilið Grund.
Þorbjörn verður jarðsunginn frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
unn, f. 1988 og c)
Hauk, f. 28.7. 1994. 2)
Helgi Magnús, f. 1.9.
1962, hann á tvö börn.
a) Önnu Björgu, f. 4.5.
1986. Hún á tvær dæt-
ur, Elínu Helgu, f.
3.10. 2005 og Emilíu
Ósk, f. 25.8. 2007. b)
Þorbjörn, f. 1.5. 1992.
Þorbjörn hóf nám í
Víkingsprenti 8.4.
1954, tók sveinspróf í
prentun 14.6. 1958 og
hóf nám í setningu
1.2. 1967 og lauk
sveinsprófi 5.7. 1969. Hann starfaði
í Víkingsprenti 1954-1991 bæði sem
starfsmaður og meðeigandi en síð-
ar í prentsmiðjunni Umslagi frá
27.8. 1991 til 15.4. 2001.
Þorbjörn var einn af þeim sem
með sanni má kalla Vesturbæing.
Hann ólst upp á Vesturgötunni og
var mikill KR-ingur. Þar mynd-
uðust sterk vinatengsl milli drengj-
Elsku Tobbi,
Þú hvarfst
þér sjálfum og okkur
hvarfst
inn í höfuð þitt
dyr eftir dyr luktust
og gátu ei opnast á ný
þú leiðst
hægt á brott
gegnum opnar bakdyr
bústaður sálarinnar
er hér enn
en stendur auður
sál þín er frjáls
líkami þinn hlekkjaður
við líf
sem ekki er hægt að lifa
þú horfðir framhjá mér
tómum augum
engin fortíð
engin framtíð
engin nútíð
við fengum aldrei að kveðjast.
(Tove Findal Bengtsson – þýð. Reynir
Gunnlaugsson.)
Þín
Elín.
Í okkar huga er afi Tobbi algjör
hetja sem okkur þykir mjög vænt
um og við erum stolt af. Hann var
frá unga aldri mikill dugnaðarfork-
ur. Heyrðum við til dæmis sögur af
því að strákarnir í Vesturbænum
léku sér mikið í Örfirisey þar sem
þeir dorguðu og fundu sér ýmislegt
til dundurs. Á þessum tíma fengu
strákarnir að fara með trillukörlun-
um út á sjó og fengu að kynnast al-
vöru vinnu. Einu sinni lenti afi í lífs-
háska þegar hann fékk „lánaðan
bát“ sem hann fann í fjörunni, hann
fór upp í bátinn og vinur hans ýtti
honum frá landi. Hann rak hratt frá
landi og báturinn míglak en sem
betur fer var annar bátur þarna á
ferð og bjargaði honum.
Afi byrjaði að æfa fótbolta ungur
og strákarnir í hverfinu voru nátt-
úrulega allir KR-ingar og urðu síðar
gullaldarlið KR í fótbolta. Aðalstað-
urinn til að spila fótbolta, var Fram-
nesvöllurinn en þar stendur Vest-
urbæjarskóli í dag. Hann spilaði líka
handbolta með KR og varð Íslands-
meistari og Reykjavíkurmeistari
mörgum sinnum. Það var árið 1951
sem hann byrjaði í meistaraflokki í
fótbolta hjá KR. Ári síðar var hann
orðinn fastamaður í meistaraflokki.
Árið 1955 var deildaskiptingin tekin
upp á Íslandi. Afi okkar skoraði
fyrsta markið sem skorað var í efstu
deild karla. Hann þurfti að hætta í
knattspyrnu 1958 vegna meiðsla. Afi
skoraði mörg mörk en allra mikil-
vægasta markið skoraði hann úr
vítaspyrnu árið 1957 á móti Akur-
eyri. Með þeirri spyrnu hélt KR sæti
sínu í deildinni. Þegar árin færðust
yfir byrjaði hann að æfa golf með
ömmu. Afi lauk námi í prentiðn og
starfaði hann sem prentari allan
sinn starfsaldur. Hann hóf störf í
Víkingsprenti þar sem hann varð
síðar einn af eigendunum. Þar voru
meðal annars prentaðar allar Lax-
ness-bækurnar og allar málverka-
bækur sem Ragnar í Smára gaf út.
Afi og amma bjuggu lengi á
Kaplaskjólsvegi, þangað var alltaf
gott að koma og eigum við þaðan
margar góðar minningar. Sumar
þeirra tengjast áramótunum en afi
hafði mjög gaman af flugeldum og
hafa margir fjölskyldumeðlimir erft
flugeldagenin frá honum. Við gátum
alltaf gengið að því vísu að afi og
amma áttu eitthvað gott handa okk-
ur, t.d. harðfisk í skúffunni, beiskan
brjóstsykur í skápnum eða grænan
frostpinna í frystinum. Við áttum
ófáar ferðir með afa út í KR-heimili
til að kíkja á leiki, hitta félagana eða
sinna öðrum erindum. Sunnudags-
máltíðirnar á Kapló voru líka fastur
punktur í tilverunni. Það sem okkur
þykir einnig mjög vænt um er að afi
kenndi okkur hve mikilvægt er að
njóta hvers tíma og dags fyrir sig
því maður veit aldrei hvað morg-
undagurinn ber í skauti sér. Elsku
afi, þín er sárt saknað en takk fyrir
allar góðu stundirnar og minning-
arnar sem þú gafst okkur. Þær eiga
án efa eftir að verða gott efni í sögur
handa börnum okkar og barnabörn-
um.
Ástarkveðja
Elín, Þórunn og Haukur.
Elsku afi og langafi
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við þökkum þér allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Nú vit-
um við að þú ert laus úr viðjum veik-
indanna og guð passar þig fyrir
okkur. Við skulum gæta ömmu vel
fyrir þig. Þú varst besti afi í heimi
og við eigum eftir að sakna þín mik-
ið. Með tímanum mun þessi sökn-
uður breytast í fallegar minningar
sem við munum geyma í hjörtum
okkar.
Þín afabörn og litlu langafastelp-
urnar þínar,
Anna Björg og Þorbjörn, Elín
Helga og Emilía Ósk.
Kveðja frá KR
Um allmörg ár hafa þó nokkrir
KR-ingar komið saman í Frosta-
skjóli á laugardagsmorgnum í
tengslum við knattspyrnugetraunir.
Einn laugardag í febrúar kom syst-
ursonur minn þangað í heimsókn og
lét svo ummælt, að þarna væri alltaf
sami mannskapurinn og engin væri
endurnýjunin hjá svo stóru félagi.
Og nú hefur fækkað í hópnum, er
fastagesturinn og öðlingurinn Þor-
björn Friðriksson hefur fallið frá.
Þorbjörn var alinn upp vestast við
Vesturgötuna og gekk ungur til liðs
við KR. Það var ekki að furða, því að
af þessu svæði hafa komið um ára-
tugaskeið margir af framámönnum
félagsins, með annarra Erlendur Ó.
Pétursson af Bakkastígnum, Krist-
inn Pétursson, Sigurjón Pétursson
og Birgir Þorvaldsson af vegamót-
um Vesturgötu og Bræðraborgar-
stígs.
Þorbjörn lék handknattleik og
knattspyrnu upp alla yngri flokka
félagsins, var aðeins of snemma í því
til þess að taka þátt í árangursríkum
samskiptum yngri knattspyrnu-
flokka við Dani, en var þegar í 2.
flokki valinn í meistaraflokka beggja
greinanna. Hann varð Íslandsmeist-
ari í knattspyrnu 1952 og 1955 og
hann var í liðinu 1957, er kynslóða-
skipti áttu sér stað og liðið var við
það að falla í 2. deild. Í lokaleiknum í
einfaldri umferð var leikið gegn Ak-
ureyringum, sem voru með stigi
meira en KR. Þegar 5 mínútur voru
eftir var KR einu marki undir, er
Gósi varnarmaður Akureyringa
greip knöttinn, sem hann áleit vera
á leið í markið. Vítaspyrna, sem eng-
inn KR-inganna hafði kjark til þess
að framkvæma. Þá kom Þorbjörn að
og sagði: „Látið mig um þetta.“
Jafntefli og nýr leikur gegn Akur-
eyringum og KR tryggði sér áfram
sæti í 1. deild.
Í handknattleik kom Þorbjörn inn
í meistaraflokk árið 1950 og varð Ís-
landsmeistari 1958 eftir harða og
tvísýna baráttu við FH. Að auki varð
hann oft Reykjavíkurmeistari í
handknattleik og knattspyrnu á ár-
unum 1950 – 1960, í knattspyrnu 3
ár í röð. Þá tók hann að sér um skeið
þjálfun 5. flokks í knattspyrnu. Og
vafasamt er, að hann hafi misst úr
bridge-mót á vegum félagsins á
þessum árum.
Þorbjörn gekk ungur að eiga El-
ínu Helgadóttur, sem lék með meist-
araflokki KR í handknattleik og síð-
ar starfaði í aðalstjórn félagsins.
Þau tóku þátt í byggingu raðhúsa-
lengju við Kaplaskjólsveg og var því
ekki langt að fara fyrir syni þeirra,
Friðrik og Helga að feta í fótspor
foreldranna og taka virkan þátt í
knattspyrnu og handknattleik vest-
an megin við götuna.
Félagar í KR þakka áratuga sam-
fylgd, keppni og vináttu og senda
Ellu, Friðrik og Helga og fjölskyld-
um samúðarkveðjur.
Sigurgeir Guðmannsson.
Æskuvinur minn, hann Þorbjörn
Friðriksson (Tobbi), lést miðviku-
daginn 25. febrúar síðastliðinn.
Hann hafði glímt við illvígan sjúk-
dóm undanfarin ár, sem hægt og
sígandi leiddi hann til dauða.
Við ólumst báðir upp á sömu torf-
unni í Vesturbænum, hann á Vest-
urgötu 51 C (í Framfarafélagshús-
inu) en ég á Bræðraborgarstíg 4. Við
lékum okkur ásamt félögum okkar á
götunum, á auðum lóðum, á Gamms-
vellinum við Seljaveg, á Framnes-
vellinum (þar er núna Vesturbæj-
arskólinn), í fjörunum, úti í
Örfirisey, í Slippnum og við höfnina.
Alltaf var nóg að gera svo að sumum
fannst nóg um.
Og við vorum allir KR-ingar, enda
bjuggu í næstu húsum menn sem
voru í KR-liðinu, sem vann fyrsta Ís-
landsmeistaratitilinn í knattspyrnu
1912. Tveir okkar urðu leikmenn og
síðar þjálfarar í handknattleik en við
Tobbi leikmenn bæði í handknatt-
leik og knattspyrnu. Allir unnum við
þó nokkra meistaratitla, mismarga
að vísu.
Tobbi lærði prentiðn og hóf störf í
Víkingsprenti, sem þá var í Garða-
stræti 17.
Það var í eigu Ragnars í Smára.
Gárungarnir sögðu að það ætti að
heita KR-prent því að forstjórinn
væri KR-ingur og fjórir starfsmenn
væru leikmenn í meistaraflokki KR.
Á tímabili eignuðust starfsmenn-
irnir fyrirtækið, sem síðan var selt
og heitir nú Umslag ehf. Hjá þessu
fyrirtæki vann Tobbi þar til hann
hætti fyrir aldurs sakir. Þetta segir
meira um Tobba en margt annað.
Og í KR kynntist hann henni Ellu
sinni. Hún var ein af máttarstoð-
unum í sterku KR-liði í handknatt-
leik kvenna á sínum tíma. Einnig
starfaði hún í aðalstjórn KR og
stjórn KR-kvenna. Synir þeirra,
Friðrik og Helgi, léku með KR, ann-
ar í handknattleik en hinn í knatt-
spyrnu. Þetta var mikil KR-fjöl-
skylda. Ella og Tobbi lifðu í farsælu
hjónabandi.
Tobbi var ætíð reiðubúinn að taka
til hendinni ef KR kallaði. Árum
saman mætti hann á vorin til að
hreinsa KR-svæðið með öðrum.
Hann krafðist aldrei neins, honum
þótti vænt um félagið sitt og hann
vissi að maður á aðeins það sem
maður gefur.
Eftir að við hættum í keppnisí-
þróttum fórum við fjórir félagar að
spila bridge einu sinni í mánuði. Það
var ef til vill lítið spilað en mikið tal-
að og mikið hlegið og neytt frábærra
veitinga eiginkvennanna. Síðar fór-
um við saman í ferðir til Evrópu og
Bandaríkjanna og nutum lífsins og
spiluðum bridge á laugarbökkum.
Og nú er hann Tobbi, vinur minn,
farinn í síðustu ferðina, þessi ljúfi
tryggi drengur, sem vildi öllum vel.
Við félagarnir í spilaklúbbnum og
eiginkonur sendum Ellu, sonum og
öðrum ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ég vil enda þessa minningargrein
með síðasta erindi ljóðsins Í Vest-
urbænum eftir Tómas Guðmunds-
son.
Því særinn er veraldarsærinn
og sjálfur er vesturbærinn
heimur, sem kynslóðir hlóðu
með sálir, sem syngja og gleðjast
og sálir, sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.
Hörður Felixson.
Tobbi var hann kallaður en fullu
nafni hét hann Þorbjörn Friðriks-
son. Dagfarsprúður, farsæll og
traustur í allri framkomu. Dagfars-
prúður að því leyti að vera alltaf til
friðs, ætíð til sóma, áreiðanlegur og
ábyrgur. Farsæll með því að ganga
til starfa og verka af skyldurækni og
heiðarleika og traustið var fólgið í að
standa með sínum og standa við
hlutverk sitt sem starfsmaður, fjöl-
skyldufaðir og félagi. Ég man fyrst
eftir Tobba sem ungum manni, gott
ef ekki í öðrum flokki í kappliði KR,
efnilegur leikmaður sem ungur fékk
lykilstöðu í meistaraflokki KR í
knattspyrnu og handknattleik. Þeir
voru margir leikirnir á Melavellin-
um og í Hálogalandi, þar sem Tobbi
var liðsmaður sem aldrei brást, sem
aldrei lét sitt eftir liggja og gegndi
sínu hlutverki í þágu heildarinnar og
liðsins.
Ferill hans var miklu styttri en
hæfileikarnir stóðu til. Meiðsli
bundu enda á íþróttaþátttöku hans
alltof snemma, en áfram var Tobbi
sami gamli félaginn sem hélt tryggð
við sitt gamla félag og allt til þessa
dags, í fjörutíu, fimmtíu ár, hefur
hann verið óaðskiljanlegur hluti af
þeim dygga hóp sem hefur staðið
vörð um KR og verið fastagestur á
vellinum, í félagsskapnum og í KR-
heimilinu. Bjó reyndar hænufet frá
bækistöðvunum, kvæntur Elínu,
fyrrum handboltakonu úr KR og ól
upp syni sína og fjölskyldu í sama
anda. Ein stór samhent KR fjöl-
skylda.
Tobbi var prentari að mennt,
starfaði lengst af í Víkingsprenti,
þar sem var samansafn af frægum
KR-ingum. Þangað var alltaf gott að
koma, hvort sem var í Garðastræt-
inu eða við Hverfisgötuna. Þorbjörn
Friðriksson var vel meðalmaður á
hæð, sterklegur og þéttur á velli.
Framkoma hans einkenndist jafnan
af hógværð og staðfestu. Sagði fátt
en allir vissu hvar þeir höfðu hann.
Kurteis maður og jarðbundinn. Rót-
fastur og raungóður. Sannur fulltrúi
þeirrar kynslóðar sem mundi tím-
anna tvenna og hélt sínu jafnaðar-
geði í blíðu sem stríðu. Það er mikil
eftirsjá að þessu fólki, sem nú er að
hverfa eitt af öðru.
Síðustu árin voru Tobba og hans
nánustu erfið. Það er lífsins gangur.
En eftir situr minningin um góðan
félaga.
Ég sendi Ellu og fjölskyldunni
mínar dýpstu samúðarkveðjur með
KR-kveðju
Ellert B. Schram.
Þorbjörn Friðriksson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN B. GUÐJÓNSSON
járnsmíðameistari,
Sundstræti 36,
Ísafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði miðviku-
daginn 4. mars.
Geirþrúður Charlesdóttir,
Ólöf Jónsdóttir, Jóhann Á. Gíslason,
Guðjón Davíð Jónsson, Brynja Margeirsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Torfi Einarsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÖRN INGÓLFSSON,
Heiðarvegi 21a,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn
3. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lovísa Jóhannsdóttir,
Ingólfur Arnarson,
Linda Arnardóttir, Sveinn Sveinsson,
Pétur Jónsson,
Signý Arnardóttir, Sigurður Heimisson,
Elín Arnardóttir, Bjarni Gunnólfsson
og barnabörn.