Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 DÖGG Pálsdóttir gefur kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Dögg er lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands. Hún stund- aði nám við Stokk- hólmsháskóla og nám í lýðheilsufræðum í Bandaríkj- unum. Heimasíða hennar er www.dogg.is. Dögg Pálsdóttir Dögg Pálsdóttir stefnir á 2.-4. sæti MAGNÚS Þór Haf- steinsson varafor- maður Frjálslynda flokksins gefur kost á sér í 2. sæti á lista Frjálslynda flokks- ins í NV-kjördæmi. Magnús sat á þingi fyrir flokkinn árin 2003-2007. Hann er með há- skólamenntun í landbúnaði og sjáv- arútvegi. Heimasíða hans er www.magnusthor.is. Magnús Þór í fram- boð í NV-kjördæmi Magnús Þór Hafsteinsson MAGNÚS M. Norð- dahl, lögfræðingur ASÍ, býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingar í SV- kjördæmi. Magnús hefur verið stjórn- arformaður Hús- næðisstofnunar, er nú gjaldkeri Sam- fylkingar. Hann nam Evrópurétt við Kaupmanna- hafnarháskóla og lauk diplóma- prófi í Alþjóðasamskiptum frá HÍ. Magnús býður sig fram í 4.-5. sæti Magnús M. Norðdahl RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, lög- fræðingur í Evr- ópurétti, gefur kost á sér í 2.-5. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í SV- kjördæmi. Ragnheiður hef- ur starfað á skatt- stofu, sem sýslu- mannsfulltrúi og við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún vill beita sér fyrir aðild að ESB. Ragnheiður sækist eftir 2.-5. sæti Ragnheiður Jónsdóttir KRISTÍN Linda Jónsdóttir, Mið- hvammi í Þingeyj- arsveit, gefur kost á sér í 3. sæti í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í NA- kjördæmi. Kristín hefur sinnt marg- víslegum störfum, m.a. sem blaðamaður, bankamaður, ritstjóri og í ferðaþjónustu. Kristín Linda gefur kost á sér í 3. sæti Kristín Linda Jónsdóttir EINAR Ólafsson gefur kost á sér í 5.-6. sæti á lista Vinstri grænna í SV-kjördæmi. Einar er bóka- vörður og rithöf- undur. Hann seg- ist í tilkynningu hafa starfað í ýmsum „And- heimsvaldasinnuðum samtökum“. Heimasíðan hans er http:// einarolafsson.blog.is. Einar stefnir á 5.-6. sæti í Reykjavík Einar Ólafsson YFIRMÖNNUM Ísfélags Vest- mannaeyja hefur verið sagt upp vegna áhættusamra ákvarðana sem teknar voru í fjármálum félagsins og leiddi til mikils taps af afleiðusamn- ingum við íslenska banka. Ægi Páli Friðbertssyni, fram- kvæmdastjóra félagsins og Baldvini Johnsen fárreiðustjóra var báðum sagt upp. Stjórn félagsins telur að framkvæmdastjórinn hafi farið út fyrir sínar heimildir í störfum sínum. Í fréttatilkynningu segir að stjórnin harmi að til uppsagnanna þurfi að koma en telji ekki undan því vikist í ljósi alvarleika málsins. „Við teljum að umræddir starfs- menn hafi gert mistök í starfi og að ekki sé forsvaranlegt annað en að þeir sæti ábyrgð vegna þeirra,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, formað- ur stjórnar Ís- félagsins, í samtali við Morg- unblaðið. „Við erum sjáv- arútvegsfyrir- tæki en ekki fjár- málafyrirtæki og því telur stjórnin umfang umræddra samninga hafa verið langt umfram það sem eðlilegt getur talist.“ Gunnlaugur sagði enn- fremur að það gæti vel talist eðlilegt að útflutningsfyrirtæki reyni að tryggja sig gegn gengissveiflum, en þessir samningar hafi verið langt ut- an eðlilegra marka. „Okkar starf er að veiða, vinna og selja fisk og það er því annarra að reyna að hagnast á fjármálabraski.“ Að sögn Gunnlaugs liggur ekki fyrir hversu mikið tap Ísfélags Vest- mannaeyja er vegna þessa en ljóst sé að það hlaupi á hundruðum milljóna króna. Stjórn fyrirtækisins hafi ekki fengið upplýsingar um þessa samn- inga eða um hversu stórir þeir væru fyrr en mjög nýlega. Því hafi stjórnin ekki gert sér grein fyrir umfangi þeirra. Til stendur að auglýsa störf mannanna en Gunnlaugur hyggst sjálfur, með hjálp góðra starfs- manna, hafa yfirumsjón með dagleg- um rekstri í millitíðinni. una@mbl.is Yfirmönnum sagt upp vegna milljónataps  Stjórnendur Ísfélags Vestmannaeyja tóku mikla áhættu í fjármálum  „Annarra að reyna að hagnast á fjármálabraski“ Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Í KASTLJÓSI í fyrradag kom fram að engin gögn væru til í breska fjármálaeftirlitinu og breska fjár- málaráðuneytinu um sérstaka flýtimeðferð til að koma Icesave-reikningum Landsbankans yfir í breska lög- sögu. Vísað var í orð Björgólfs Thors í Kompásþætti frá því fyrr í vetur þar sem hann sagði að Landsbankanum hefði verið boðin þessi flýtimeðferð. Björgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segir þessa umfjöllun hafa verið ónákvæma og villandi og að orð hans hafi verið rangtúlkuð. Þá segir hann að fyr- irspurnin til breskra yfirvalda hafi verið margræð og orðalag óskýrt og svörin útiloki ekki að tilboð um flutn- ing á Icesave í breska lögsögu hafi komið fram. „Vegna yfirlýsingar Björgólfs vill Kastljós taka fram að ummæli hans í Kompásþættinum voru afar skýr. Hann fullyrti þar að breska fjármálaeftirlitið hefði, sunnudaginn 5. október, komið fram með nýja stefnu og boðið flýtimeðferð til að koma Icesave í breska lögsögu gegn 200 milljón punda tryggingu. Engin gögn finnast um það boð hjá breska fjármálaeftirlitinu, þrátt fyrir að stofnunin taki sérstaklega fram að leitað hafi verið í pappírsgögnum og rafrænum gögnum. Þá hafnar Kast- ljós því að spurningin til breska fjármálaeftirlitsins hafi verið ónákvæm. Kastljós stendur í einu og öllu við frétt sína.“ Mótmælir orðum Björgólfs „Friðrik Þór Guðmundsson, sjálfstætt starfandi blaðamaður og stundakennari við HÍ, mótmælir því harðlega sem Björgólfur Thor heldur fram, að fyr- irspurnirnar til breska fjármálaráðuneytisins og breska fjármálaeftirlitsins hafi verið margræðar og óskýrar. Þær voru vandlega orðaðar og skýrar og spurt var um „understanding“ eða þaðan af áþreifanlegra meint sam- komulag. Æskilegt væri hins vegar að Björgólfur Thor og félagar gætu sýnt fram á réttmæti fyrri fullyrðinga með áþreifanlegum gögnum – en það hafa þeir ekki gert.“ Kastljósið stendur við fréttina HEILSUSETUR fyrir langveika, sem verið er að reisa á Sólheimum í Grímsnesi, er óðum að taka á sig mynd. „Það gengur dásamlega,“ segir Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls sem stend- ur að byggingunni. Síðustu helgi unnu sjálfboðaliðar við að parketleggja fjórtán svefnherbergi setursins en mestöll vinnan við húsið er unnin í sjálfboðavinnu. Kolbrún segir mikilvægt fyrir langveika að hafa að- gang að hvíldarheimili sem þessu. „Heilbrigðu fólki finnst mikið áreiti að vera í borgum og bæjum allan ársins hring. Fólk þarf að komast burt úr erlinum og það er enn nauðsynlegra fyrir þá sem eru veikir.“ Að sögn Kolbrúnar hefur það mikið að segja fyrir veikt fólk að geta hlakkað til einhvers og eiga góðar minn- ingar þegar farið er til baka á sjúkrahúsið. „Við leggj- um mikið upp úr vináttunni. Það hefur mikið að segja fyrir veikt fólk að kynnast fólki sem talar sama mál og það og er að berjast á sama velli.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/RAX Skapa veikum góðar minningar Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. . Alþingiskosningar 2009 telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n 9 vikna námskeið 2x í viku. Ath aðeins 15 í hóp. Verð kr: 29.900. Kennari: Bára Magnúsdóttir. üVaxtarmótun üMýkt - liðleiki ü Styrkur - reisn ü Upphitun í tækjasal 20 mín üMÓTUN, æfingakerfi 40 mín ü Hentar öllum aldursflokkum Miðvikudaga og föstudaga ü Kl 16:20 barnapössun ü Kl 17:00 barnapössun Þriðjudaga og fimmtudaga ü kl 8:30 kl 10:30 barnapössun Hefst 17. mars. Innritun er hafin í síma 581 3730 Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Mótun - Nýtt námskeið í boði! Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur LAGERSALA 50-70% afsláttur • Góð tilboð Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.