Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
ÞAÐ er þekkt að um-
fang skattasniðgöngu og
skattsvika er í réttu
hlutfalli við linkind
stjórnvalda í garð þeirra
sem uppvísir verða að
slíku. Á sama hátt er
það líka ljóst að sú
áhætta sem brotamað-
urinn tekur með hátterni
sínu markast af mögulegum sekt-
um og annarri refsingu, s.s. svipt-
ingu á rétti til rekstrar fyrirtækja
og stjórnarsetu og mögulegum
fangelsisdómum.
Undanfarinn áratug hafa auð-
menn á Íslandi, með aðstoð einka-
bankaþjóna, skatta- og við-
skiptalögfræðinga og stórra
ráðgjafa- og endurskoðunarfyr-
irtækja stundað það að færa auð
sinn í skattaskjól til aflandssvæða.
Tilgangur þess að stofna með
málamyndagjörningum skúffufyr-
irtæki var í raun tvíþættur: Að
koma undan auði svo ekki þyrfti
að greiða af honum skatta og
skyldur og að tryggja að ekki yrði
að auðæfunum gengið ef illa færi í
rekstri viðkomandi og hins vegar
að leyna raunverulegu eignarhaldi
fyrirtækja. Í báðum tilfellum var
því tilgangurinn augljóslega gegn
almannahagsmunum og svik-
samlegur.
Svikin felast í því að innan úr
öllum fyrirtækjum á Íslandi t.d. í
sjávarútvegi voru tekin
öll verðmæti, þau
skuldsett, og auðurinn
fluttur úr landi. Eig-
endurnir hættu að
greiða eðlilegan skatt
til samfélagsins og
rekstur ríkissjóðs lagð-
ist enn þyngra á al-
menna launamenn.
Eina leiðin til þess
að ná þessum fjár-
munum til baka er að
taka með festu á þessum brotum
og þvinga hina brotlegu til sam-
starfs og að koma aftur með fjár-
munina til Íslands vilji þeir vera
íslenskir áfram.
Ég hef gert það að sérstöku
baráttumáli mínu að lágmarka
tjón okkar af óreiðumönnum og
liður í því er að ná til baka hinum
illa fengnu fjármunum sem liggja
á reikningum á aflandssvæðum.
Það er mikilvægt fyrir allan al-
menning, líka þá sem starfað
hafa við fjármálaþjónustu, að við
ljúkum þessum ljóta kapítula í ís-
lenskri efnahagssögu með und-
anbragðalausum reikningsskilum
svo uppbyggingin megi hefjast.
Við þurfum að gera nýjan sátt-
mála um betra og heiðarlegra
þjóðfélag og þá mun eitthvað
gott koma út úr þeim efnahags-
legu áföllum sem á okkur hafa
dunið.
Nýr sáttmáli og
undanbragðalaus
reikningsskil
Eftir Ara
Matthíasson
Ari Matthíasson
Höfundur býður sig fram í forvali VG
í Reykjavík norður.
ALLT frá því að hrunið mikla varð hér á
landi á liðnu hausti, hefur hópur fólks komið
saman reglulega úr öllum flokkum og utan
flokka til að ræða ástand mála. Slík grasrót-
arumræða átti sér stað víða. Þessa myrku
vetrarmánuði hefur verið sívaxandi krafa í
samfélaginu um algera uppstokkun, end-
urnýjun og endurreisn. Margir fóru mikinn í
mótmælum og á borgarafundum og strengdu
þess heit að nú myndi ný tíð renna upp á Ís-
landi. Allt skyldi endurskoðað, menn ætluðu
að sjá til þess að þeir flokkar og þau öfl sem
hafna öfgum hvort sem er frá hægri eða vinstri.
Stuðningsmenn L-listans telja að fullveldi
landsins sé forsenda fyrir endurreisn efnahags
og þess að hér geti þrifist lýðræði. Vald sem
flutt hefur verið út fyrir landsteinana verður
ekki innan seilingar í baráttu íslenskra kjós-
enda fyrir lýðræði. Því hafna þeir alfarið öllum
hugmyndum um ESB-aðild. Fyrst og fremst
vill L-listinn vinna að endurreisn landsins eftir
óstjórn liðinna ára og bjóða upp á raunveruleg-
an, lýðræðislegan valkost í kosningunum á
þessu vori.
valkost. Á sama tíma eru heimilin og fyrirtækin
í landinu að kikna. Spaugstofan liðna helgi
sagði allt sem segja þarf um ástandið.
Þess vegna hefur áðurnefndur hópur ákveð-
ið að bjóða fram undir heitinu L-listinn. L- list-
inn er bandalag frjálsra frambjóðenda sem
vilja efla lýðræði í landinu og vinna með því
gegn ríkjandi flokksræði. Enginn flokkur
stendur þar að baki, einungis frambjóðendur
sem bjóða fram krafta sína í þágu lands og
þjóðar. Stuðningsmenn L-listans hafa ákveðin
sameiginleg grunngildi. Fyrst og fremst eru
þeir lýðræðissinnar. Sem lýðræðissinnar eru
þeir talsmenn hófsamra borgaralegra gilda og
settu landið í gjaldþrot
skyldu ekki framar fara
með forystu. Nú, tæplega
tveimur mánuðum fyrir til
kosningar er eins og ekk-
ert hafi gerst. Flokkarnir
sem hafa stjórnað landinu
undanfarna áratugi hafa
skipt út einhverjum and-
litum. En víða er það
sama höndin sem heldur
um stjórnvölinn, hvort
sem hún er blá, græn eða
rauð. Hvergi hillir undir
L-listinn, ný hreyfing fyrir nýja tíma
Eftir Þórhall Heimisson
Þórhallur
Heimisson Höfundur býður sig fram fyrir L-listann.
ÉG HEF alla tíð verið vinstrisinnuð jafn-
aðarmanneskja, allur jöfnuður er mér hug-
leikinn, hvort sem er milli kynja, vegna
þjóðernis, heimilisaðstæðna, kynhneigðar,
aldurs, líkamlegs og andlegs atgervis, bú-
setu eða menntunar o.s.frv.
Til að reisa efnahag, gjaldmiðil, siðferði
og traust í landinu við aftur, tel ég mik-
ilvægt að ganga rösklega til verks, skúra út
í öll horn og snúa við steinum þó það kunni
að koma einhverjum illa. Byrðunum verður
að skipta á okkur út frá jafnaðarsjónarmiði.
Fiskveiðistjórnunin þarfnast að mínu mati endur-
skoðunar. Ég tel stjórnlagaþing vera tímabært og að
strax verði farið í könnunarviðræður um inngöngu í
Evrópusambandið.
Það er mikilvægt að búseta í kjördæminu verði fýsi-
legur kostur. Til þess að svo verði þurfum við að
fylkja okkur um góða heilbrigðisþjónustu, styðja fjöl-
breyttan vinnumarkað til lands og sjávar, efla at-
vinnuþróunarfélög, nýsköpunarmiðstöðvar og rann-
sóknarsetur. Halda áfram að byggja upp mennta- og
félagskerfið, efla áfram framhalds- og há-
skóla á svæðinu og styrkja símenntunina.
Góðar samgöngur og nútímafjarskipti
þykja sjálfsögð í dag og ættu ekki að þurfa
að vera baráttumál sumra byggðarlaga. Ég
tel að halda þurfi áfram að sameina sveit-
arfélög, endurskoða tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga og fjölga verkefnum sem eru
færð til okkar frá ríkinu.
Ég býð mig fram vegna þess að ég tel
mig hafa margt fram að færa og vil leggja
mitt af mörkum. Ég set hnattræna og vist-
væna hugsun á oddinn. Við erum hluti af
náttúrunni og eigum að umgangast hana af
varúð, vistvæn hugsun er grundvallaratriði þegar
stóriðjukostir og aðrar aðgerðir sem hafa áhrif á um-
hverfi eru skoðaðir, svo afkomendur okkar taki við
góðu búi.
Ég hvet allt samfylkingarfólk til að taka þátt í próf-
kjöri og starfi flokksins og til að kjósa Samfylkinguna
25. apríl næstkomandi.
Ég vil leggja mitt af mörkum
Eftir Huldu Skúladóttur
HuldA Skúladóttir
Höfundur býður sig fram í 5.-6. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
KÆRU sjálfstæðismenn.
Þar sem ég hef ákveðið að gefa kost á mér í
formannskjör Sjálfstæðisflokksins er rétt að
skrifa nokkur orð til að hnykkja á nokkrum
atriðum. Sjálfstæðismenn hafa oft á tíðum
fylgt leiðtoga sínum í blindni, um það þarf
ekki að taka dæmi. Þessi foringjahollusta hef-
ur á stundum verið flokknum og þjóðinni til
trafala eins og nýlegir atburðir sanna. Ég tel
að nú sé tími til að losa flokkinn við leifar
gamalla tíma og leyfa nýjum og ferskum
mönnum að njóta sín.
Það er mikill heiður að vera valinn fulltrúi
á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, en því fylgir einnig
mikil ábyrgð. Ekki eingöngu hvað varðar Sjálfstæð-
isflokkinn og framtíð hans, heldur einnig, og ekki síður,
hvað varðar framtíð Íslands. Það þarf að kjósa nýjan
leiðtoga. Leiðtoga sem getur leitt flokkinn og þjóðina í
gegnum þessar efnahagsþrengingar sem við nú stöndum
frammi fyrir. Ég held að ég sé tilvalinn í það mikilvæga
hlutverk og stuðningsyfirlýsingar flokkssystkina minna
um land allt hafa eflt mig í þeirri trú. Einhverjir kunna
að halda að hér sé um fíflagang að ræða því
andstæðingar mínir hafa oft borið það upp á
mig að ég sé einhvers konar grínisti eða að
mín pólitísku afskipti séu listgjörningur. Þá
spyr ég á móti: Hvað er gjörningur? Og má
ekki segja að aðgerðir og stefna ríkisstjórnar
Geirs H. Haarde hafi verið eitt allsherjar
gjörningagrín? – Það væri þá nær að hafa
gjörningameistara við stjórnvölinn, ekki satt?
Fordómar verða til í ótta og einhverjir kunna
jú að hafa ærna ástæðu til að óttast fram-
göngu mína og þá gjörninga sem ég hyggst
fremja sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ég t.d. líð ekki að ógeðfelldir, gráðugir drullu-
sokkar hafi eitthvað með hagsmuni þjóð-
arinnar að gera. Þeir hinir sömu kunna að óttast að ég
sigri í formannskjörinu og losi flokkinn undan oki spill-
ingarinnar. Kæru fulltrúar á flokksþingi, losið okkur úr
viðjum óttans og takið fagnandi á móti nýjum og breytt-
um tímum með bjartsýnan og kjarkmikinn leiðtoga með
gráblá augu sem kallar ekki allt ömmu sína.
Snorri Ásmundsson formaður
Sjálfstæðisflokksins?
Eftir Snorra Ásmundsson
Snorri
Ásmundsson
Höfundur er myndlistarmaður og gefur kost á sér
í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins.
ÍSLENSKA þjóðin
hefur gengið í gegnum
mikla erfiðleika á síð-
ustu mánuðum. Fyrir
dyrum standa miklar
breytingar á samfélagi
okkar en í þeim felast
jafnframt mikil tæki-
færi.
Forgangsmál er að
vinna bug á atvinnu-
leysinu. Við megum
ekki sætta okkur við það. Fyr-
irtækin verða að geta fengið eðli-
lega fyrirgreiðslu frá bönkunum og
til þess þarf ríkisvaldið að setja
fjármagn inn í þá og lækka vexti.
Til lengri tíma á að vinna að því að
gera bankana að hlutafélögum í
dreifðri eign.
Gæta þarf vel að því að sam-
skipti þjóðarinnar í heild við al-
þjóðasamfélagið verði virk og góð
og að landið einangrist ekki í neinu
samhengi.
Áfram þarf að leggja áherslu á
menntun og líta á hana sem fjár-
festingu til framtíðar og forsendu
fyrir nýsköpun og fram-
förum. Í heilbrigðiskerf-
inu þarf að ná fram betri
nýtingu fjármuna, m.a.
með samningum við
einkaaðila, til að geta
haldið uppi góðri þjón-
ustu.
Höfum grunn sjálfstæð-
isstefnunnar í huga: ein-
staklings- og atvinnufrelsi
og sterkt öryggisnet fyrir
þá sem á þurfa að halda.
Þetta er enn í fullu gildi.
Ég er tilbúin að leggja
mikið á mig til að vinna að breyt-
ingunum sem eru framundan. Þar
eiga heiðarleiki og von að vera leið-
arljósin. Við eigum að læra af
reynslunni, horfast í augu við þau
mistök sem hafa verið gerð og
gæta þess að þau verði ekki gerð
aftur. Við eigum mikla von því við
höfum allar forsendur til að vinna
okkur hratt út úr erfiðleikunum á
grundvelli þess mannauðs og nátt-
úruauðlinda sem þjóðin og landið
búa yfir.
Með heiðarleika
og von að leiðarljósi
Eftir Grétu
Ingþórsdóttur
Grétu
Ingþórsdóttur
Höfundur sækist eftir 4. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
ÉG VERÐ að segja að pistlahöfundurinn
Kolbrún Bergþórsdóttir á Morgunblaðinu
vekur mér furðu í blaðinu sunnudaginn 1.
mars sl. Frjálslyndi flokkurinn er til og
andlátstilkynning Kolbrúnar algjörlega
ótímabær. Ég er hins vegar ekki hissa á því
að nú skuli lagt af stað á vegum Morg-
unblaðsins með aðför að okkur sem fylgjum
Frjálslynda flokknum að málum og höfum
árum saman hafnað því kvótabraskskerfi
sem þjónað hefur hag fárra á kostnað
mannréttinda heildarinnar. Aðkoma nýrra
hluthafa að Morgunblaðinu mun auðvitað
kalla fram skrif í þessa veru sem nú er lagt upp með.
Það þarf auðvitað að fela það sem gefið var til útgáfu
Morgunblaðsins af ríkinu undanfarna mánuði og jafn-
framt það sem fellt var niður af uppsöfnuðum skuldum
í ríkisbönkunum til þess að selja Morgunblaðið á
„réttu“ verði til útvalinna.
Skrif Kolbrúnar eru árás á skoðanafrelsið í landinu
og til vansa þeim sem svona skrif birta. Það er auðvit-
að sorglegt þegar niðurstaða Kolbrúnar sem mannveru
er sú að líta þannig til annarra að þar fari illmenni
haldin útlendingahatri. Sjá hennar eigin orð. „Það var
mikið mein þegar fulltrúar þessa flokks
komust á þing og töldu sig vera gilda full-
trúa þjóðarinnar, jafn illa talandi og illa
þenkjandi og þeir sýndu sig vera“, tilvitnun
lýkur. Það er í raun sorglegt að launaður
pistlahöfundur Morgunblaðsins skuli leggj-
ast svo lágt að lýsa mannfyrirlitningu sinni á
tug þúsunda Íslendinga sem kusu að styðja
stefnu Frjálslynda flokksins. Þar er hvergi
að finna útlendingahatur en margar ábend-
ingar um það sem betur mátti fara í mál-
efnum innflytjenda og erlends vinnuafls sem
hingað sótti mjög á þenslutíma á bygg-
ingamarkaði sem yfirkeyrði í byggingu hús-
næðis sem ekki var þörf fyrir. Betur að
stjórnvöld hefðu hugsað fyrir niðursveiflunni.
Nú ráða nýir menn á Morgunblaðinu og telja ekki
ráð nema í tíma sé tekið að ráðast að Frjálslynda
flokknum sem vill kvótann aftur til þjóðarinnar. Sú af-
staða okkar snertir gefin sérréttindi og eigin hagsmuni
nýrra eigenda. Væri ekki ráð að Morgunblaðið gerði
fólkinu í landinu grein fyrir eignahagsmunum nýrra
eigenda og fjármunaeign vegna kvótans sem nú er haf-
in vörn fyrir á blaði „Allra landsmanna“.
Frjálslyndi flokkurinn
Eftir Guðjón A. Kristjánsson
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins