Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Fjárfestirinn Robert Tchenguizskrifar grein um viðskipti sín við Kaupþing í Morgunblaðið í gær.     Þar upplýsir hann meðal annarsað Kaupþing hafi veitt félögum hans lán til þess að uppfylla samn- inga þegar eignaverð fór lækkandi á öllum helstu mörkuðum.     Orðrétt segirTchenguiz: „Síðustu tólf mánuðina fyrir fall Kaupþings veitti bankinn fé- lögum mér tengdum ein- göngu lán til þess að verja stöðu þessara félaga vegna tiltek- inna hlutafjárkaupa og til að verja stöðu bankans sem lánveitanda í þessum viðskiptum.“     Tchenguiz segir að fullyrðingarum að hans félög hafi fengið fyrirgreiðslu sem aðrir fengu ekki eigi ekki við rök að styðjast og séu algerlega ósannar.     Hins vegar var það svo í aðdrag-anda hrunsins að gengið var hart fram í að kalla eftir auknum tryggingum hjá þeim sem upp- fylltu ekki ákveðna samninga, eins og lánasamninga.     Veðköll svokölluð, þar sem kallaðvar eftir auknum tryggingum eða fólki gert að gera upp samn- inga ella, voru algeng.     Hins vegar fengu ákveðnir vild-arviðskiptavinir Kaupþings aðra afgreiðslu í bankanum.     Grein Tchenguiz sýnir það. Í staðþess að gera upp samninga lánaði Kaupþing honum meiri pen- inga til að verja stöður hans og lán bankans. Robert Tchenguiz Fyrirgreiðsla fyrir fall                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -                  !""  #   !""  # "" $" $       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        !""  # % ! % !   % ! % !    & '!% :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $  $ $ $    $   $ $ $ $  $ $ $  $                                   *$BC                          ! "  # $     %      &     ' ( )     *! $$ B *! ( )*"!  ") "! % '!  +' <2 <! <2 <! <2 ( %!* ",  # -".  ' /   D                  6 2  *)      "    B  *)  + $  ,   ,  "     -  #    <7         " .        / ,! !  # $   "    ) ")   ) - " 0    (      )   01 ""'22 '!""3'  '",  # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR SALA áfengis í febrúar dróst saman um 9% miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Samdráttur var í sölu á öllum áfeng- istegundum. Sala lagerbjórs dróst saman um 8,1%, rauðvíns um 11,2% og hvítvíns um 3,2%. Samkvæmt upplýsingum ÁTVR má að ein- hverju leyti rekja þennan samdrátt til hlaupárs- dags, en hann bar upp á föstudag í fyrra. Það voru því fimm föstudagar í febrúar 2008 á móti fjórum í ár. Ekki er hægt að rekja breytingu á neyslu til 20 ára afmælis bjórsins 1. mars sl. Ef bornir eru sam- an laugardagurinn 28. febrúar í ár og 1. mars í fyrra er samdrátturinn í sölu 9,7% en samdráttur í sölu bjórs 10,1% Hlutfall bjórs af heildarsölunni er einnig mjög svipað þennan dag eða rétt um 80% af seldu magni. Alls seldust 1.321 þúsund lítrar af áfengi í febr- úar. Lagerbjór var uppistaðan í sölunni eða 1.041 þúsund lítrar. Athygli vekur að samdráttur í sölu á öðrum bjórtegundum er rúm 52%. Sala áfengis í lítrum janúar-febrúar, miðað við sama tíma fyrir ári, jókst um 0,1%, í 2.605 þús. lítra úr 2.603 þús. lítrum. Sala rauðvíns dróst saman um 4,6% en sala lagerbjórs jókst um 1,9%. sisi@mbl.is Samdráttur varð í sölu áfengis Hlaupársdagur í fyrra er talinn hluti af skýringunni, en hann bar upp á föstudag Morgunblaðið/Árni Sæberg VARNARGARÐAR gegn snjóflóð- um eru í byggingu í Bolungarvík, Bíldudal, Ólafsvík, Siglufirði og Nes- kaupstað og liggja fyrir drög að byggingu varnargarða á Ólafsfirði og Ísafirði. Þetta segir Magnús Jó- hannesson, formaður stjórnar Ofan- flóðasjóðs. Dregið var úr fram- kvæmdum í þenslunni en að sögn Magnúsar á nú að koma þeim aftur í fullan gang. Sjóðurinn var stofnaður í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík og er verkefni Ofanflóðanefndar að endurmeta hættu á snjóflóðum í þeim byggðum þar sem snjóflóða- hætta er fyrir hendi og vinna tillögur að uppbyggingu varna. Sjóðurinn stendur vel „Sjóðurinn stendur tiltölulega vel og er vel í stakk búinn til að vinna þessar framkvæmdir,“ segir Magn- ús. Hann segir að eins og með aðra starfsemi ríkisins geti sjóðurinn ekki skuldbundið sig umfram þær heim- ildir sem hann hefur á fjárlögum, þó peningar séu til í sjóðnum til að fjár- magna meiri framkvæmdir. Heim- ildir þessa árs eru milli 600 og 700 milljónir króna. „Árið 1996 var stefnt að því að ljúka þessum varnarað- gerðum í kringum 2010-12 en fram- kvæmdaáætlun raskaðist í þenslunni 2004-7. Þá ákvað ríkisstjórnin að fara hægar í framkvæmdir, meðan aðrar stærri voru í gangi. Núna eru menn hins vegar að fara af stað aft- ur.“ ylfa@mbl.is Fullur kraftur í framkvæmdir Snjóflóðavarnargarðar víða í byggingu Í HNOTSKURN »Ofanflóðasjóður er fyrstog fremst forvarnasjóður og er meginhlutverk hans að standa straum af kostnaði við varnarframkvæmdir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir sem eiga að tryggja öryggi íbúa á snjóflóðahættusvæðum. »Samkvæmt lögum frá 1997á sjóðurinn að fjármagna kostnað við gerð hættumats og allt að 90% af kostnaði við undirbúning og gerð varn- arvirkja á hættusvæðum. »Sjóðurinn fær tekjur af ár-legu gjaldi sem lagt er á allar brunatryggðar húseignir og nemur 0,3 prómillum af vá- tryggingarverðmæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.