Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 RÚSSNESKT forlag, sem ætlaði að gefa út bók um lífið á dögum Stalíns, hefur nú hætt við út- gáfuna. Var það ákveðið eftir að yfirvöld létu til skarar skríða gegn samtökunum, sem stóðu að bókinni. „Hvíslararnir: Lífið í Rússlandi Stalíns“ heit- ir bókin og er höfundur hennar Orlando Figes. Vann hann að henni í samvinnu við mannrétt- indasamtökin Memorial en fyrir skömmu var ráðist inn á skrifstofu þeirra í Pétursborg og allt gagnasafnið gert upptækt. Þá ákvað forlagið að hætta við. „Þessar aðgerðir yfirvalda eru liður í barátt- unni um það hverjir eigi að skrifa söguna og hverjir eigi að kenna hana,“ sagði Figes í viðtali við breska blaðið The Telegraph. „Sagan, sem ég segi í bókinni, fellur ekki í kramið hjá núver- andi ráðamönnum í Rússlandi. Þeir vinna að því að endurreisa Stalín, ekki með því að neita glæpum hans, heldur með því að hampa honum fyrir ýmis afrek.“ Figes vakti á því athygli 2007, að Vladímír Pútín, þáverandi forseti, hefði hvatt rússneska kennara til að kenna og líta á Stalínstímann öllu jákvæðari augum en þá hafði tíðkast um hríð. svs@mbl.is Bóndinn í Kreml Ofsóknir og aftökur í 30 ár. Verður Jósef Stalín hampað fyrir afrek? Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LAGT er til í tillögum frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, að samstarf milli fjármálaeft- irlitsstofnana í aðildarríkjunum verði stóraukið og sérstakri stjórn eða stofnun veitt vald til að refsa þeim bönkum eða bankamönnum, sem ekki fara að settum reglum. Ekki er lagt til, að eftirlitið verði á hendi einnar samevr- ópskrar stofnunar með yfirþjóð- legu valdi en hugmyndir um það eiga samt mikinn hljómgrunn inn- an sambandsins. Brennt barn forðast eldinn Hugmyndir um samevrópskt fjármálaeftirlit komu fyrst fram í skýrslu frá Jacques de Larosiere, fyrrverandi yfirmanni Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, og franska seðlabankanum og var þeim fagn- að víða, t.d. í Þýskalandi. Alistair Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, snerist hins veg- ar öndverður gegn þeim í fyrstu en nú virðist honum og bresku stjórninni hafa snúist hugur. Darling sagði í fyrradag, að ESB þyrfti eina stofnun, sem sam- ræmdi reglur um starfsemi og eft- irlit með bönkum og trygginga- félögum. Hann væri þó andvígur því, að stofnunin fengi að hlutast til um fjármálaeftirlit í einstökum ríkjum. Auk þessa vill Darling herða mjög eftirlit með erlendum banka- útibúum og þá um leið með móð- urbankanum. Er ástæðan sá fjár- hagslegi skellur, sem Bretar urðu fyrir þegar útibú íslenskra banka í Bretlandi urðu gjaldþrota. ABI, Samtök breskra trygg- ingafélaga, sem ná til 90% mark- aðarins í Bretlandi og 20% innan ESB, vilja hins vegar skoða hug- myndina um yfirþjóðlegt eftirlit. Heildarmyndin mikilvæg Segja þau í samþykkt sinni, að 27 sjálfstæðar eftirlitsstofnanir innan ESB hafi fyrst og fremst einblínt á þrönga hagsmuni eigin ríkis en látið sig heildarmyndina litlu varða. ABI nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings, til dæmis hrun bandaríska bankans Lehman Brothers og Fortis í Belgíu, til- raunir til að koma í veg fyrir skortsölu og ólíkar reglur um inn- stæðutryggingar. Megi refsa bönkunum ESB ræðir samvinnu við fjármálaeftirlit Reuters Barroso Forseti framkvæmda- stjórnar ESB fundaði um tillögur. YFIR hundrað ógiftir íbúar bæj- arins Barwaan Kala í indverska ríkinu Bihar hafa hafist handa við að leggja sex kílómetra langan veg sem þeir vona að hjálpi þeim að ganga í hjónaband. Íbúar bæjarins eru alls 1.500 og um 120 bæjarbúar á aldrinum 16- 80 ára eru ógiftir. Þeir segja meg- inástæðuna þá að bærinn sé ein- angraður. Margar fjölskyldur hafi neitað að gifta dætur sínar pip- arsveinum bæjarins vegna ein- angrunarinnar. Pipruðu íbúarnir fengu von um að einangrunin yrði senn rofin þegar frambjóðandi í kosningum til ríkisþings Bihar fullvissaði þá um að hann myndi ekki kvænast fyrr en vegur yrði lagður að bæn- um. Frambjóðandinn var kjörinn á þing en sveik loforðið og er nú hamingjusamlega giftur. Pip- arsveinarnir gripu þá til þess ráðs að leggja veginn sjálfir með hönd- unum og verkið er nú þegar hálfn- að. bogi@mbl.is Leggja veg í þágu ástarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.