Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 GRAFARÞÖGN, skáldsaga Arn- alds Indriða- sonar, kemur út á Spáni á laugar- daginn kemur. Í framhaldinu kemur hún út í öðrum löndum hins spænsku- mælandi heims. Í tilefni útgáf- unnar komu menningarblaðamenn frá þremur spænskum dagblöðum hingað til lands í vikunni, þar á með- al frá El País og La Vanguardia, og tóku ítarleg viðtöl við Arnald. Munu greinar þeirra birtast í helgar- útgáfum blaðanna á laugardag. Elsa Fernandes-Santos, menning- arritstjóri hjá El País, segir að nor- rænar spennubókmenntir séu mjög vinsælar á Spáni um þessar mundir og verk Arnaldar fylli þar flokk með höfundum á borð við Henning Man- kell og Stieg Larsson. Grafarþögn er önnur bók Arn- aldar sem kemur út á Spáni, en Mýr- in er komin út fyrir nokkru. Að sögn Valgerðar Benedikts- dóttur hjá Forlaginu, berast reglu- lega óskir frá blaðamönnum um að eiga viðtöl við Arnald. Þá hafi fleiri höfundar forlagsins verið í viðtölum í erlendum fjölmiðlum upp á síðkast- ið. Þannig hafi Hallgrímur Helgason verið í öllum stærstu norsku blöð- unum, vegna útkomu Roklands. Spænsk Grafarþögn Blaðamenn til fundar við Arnald Arnaldur Indriðason Metropolitan- óperan í New York er svo skuldsett að sam- kvæmt The New York Times hefur hún veðsett hin tvö gríðarstóru og frægu málverk eftir Marc Cha- gall sem eru í anddyri óperu- hússins og blasa við vegfarendum af Lincoln-torgi. Þá munu laun söngvara verða lækk- uð um 10% á næsta tímabili, eins og laun hljóðfæraleikara og annarra starfsmanna. Veð er tekið í verkunum fyrir um 35 milljón dala láni en rekstur Metropolitan-óperunnar á þessu ári mun kosta 291 milljón dala. Veðsetur Chagall Annað verka Chag- alls sést í glugga Óperunnar. Í KVÖLD, fimmtudag klukkan 20, er fyrsta kvöldið í „Sýna og sjá“-seríu Nýlistasafnsins. Þar munu þekktir tónlistarmenn mæta vikulega á næstu tveim- ur mánuðum og fjalla um sköp- unarverk sín, hljómsveitir, hugsjónir og tónleikahald. Dr. Gunni, öðru nafni Gunn- ar Lárus Hjálmarsson, var í hljómsveitunum S.H. Draumi, Bless og Unun. Þá hefur hann komið fram einn og rekið útgáfuna Erðanúmúsík sem gefið hefur út óháða tónlist síðan 1983. Hann mun fara yfir feril sinn í mynd og tóndæmum. Nýlistasafnið er að Laugavegi 26, gengið inn frá Grettisgötu. Tónlist Dr. Gunni í „Sýna og sjá“ í Nýló Dr. Gunni „ÍSLENSKUR symbolismi“ er yfirskrift fyrirlestra, umræðna og ljóðalesturs sem skáldið og sýningarstjórinn Sjón mun standa fyrir í Hafnarhúsinu í tengslum við sýninguna Skuggadrengur - Alfreð Flóki í kvöld, fimmtudagskvöldið 5. mars, kl. 20.00. Benedikt Hjartarson og Guðni Elísson verða með framsögu og einnig verður lesið úr ljóðum og textum Sigfúsar Blön- dals, Huldu, Sigurðar Nordals, Jóhanns Gunnars Sigurðssonar, Davíðs Þorvaldssonar og fleiri. Hálfri klukkustundu fyrr, kl. 19.30, mun Sirra Sigurðardóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar, verða með leiðsögn um sýninguna. Myndlist Rætt um symból- isma í Hafnarhúsi Sjón ARNAR Herbertsson, Guðrún Öyahals og Björk Viggósdóttir opna sýningar í START ART, Laugavegi 12b, klukkan 17 í dag. Einnig má sjá ný verk eft- ir þrjá listamannanna sem standa að galleríinu; Önnu Eyjólfsdóttur, Ragnhildi Stef- ánsdóttur og Þuríði Sigurð- ardóttur. Arnar var félagi í SÚM. Súr- realískur myndheimur og tímaleysi einkenna verk Arnars. sem hefur haldið fáar einkasýningar á ferlinum. Sýning Guðrúnar ber nefnist Vegleysa og eru verkin unnin með lími og blýi á striga. Björk tekur hluti úr hversdags- leikanum og fléttar inn í myndbönd og hljóðverk Myndlist Arnar, Guðrún og Björk sýna Arnar Herbertsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA verður baðstofustemmning og allt sem bendir til þess að það hafi verið stundað í gegnum aldirnar, að fólk sæti saman á kvöldin í fullri stofu, og einn tekið sig til og sagt sögur, jafnvel langar sögur,“ segir Einar Kárason. Á föstudagskvöld stígur Einar á svið sagnamannsins á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi og segir sögur úr Sturl- ungu. Einar er efninu gjörkunnugur en tvær síðustu bækur hans, Óvina- fagnaður og Ofsi, eru byggðar á at- burðum úr Sturlungu. „Þetta er örugglega eldgömul hefð. Það segir frá því á einum stað í gömlum bókum er Sturla Þórðarson segir sögur og helst á því að skilja að það hafi tekið hálfan daginn og allir hlýtt hugfangnir á.“ Einar ætlar að segja frá tveimur dramatískum atburðabálkum úr Sturlungu. „Þetta er hefðbundin saga að því leyti að þarna koma fyrst persónur og aðstæður, þá kemur upp spenna sem á einhvern hátt leysist, eins og gengur og gerist. Efnið er auðvitað skylt því sem er í bókunum mínum byggðum á Sturl- ungu,“ segir Einar. Fæstir höfðu aðgang að bókum „Það er alveg ljóst að fyrstu aldir Íslandssögurnar höfðu menn ekkert nema munnlega frásögn. Og þótt sögur sem segir frá í Sturlungu ger- ist eftir að menn tóku ritmálið í sína þjónustu, þá er alveg augljóst að sögurnar hafa verið sagðar, því fæstir höfðu aðgang að bókum.“ Einar segir það ekki mikið mál að standa langa kvöldstund og segja frá. Hann segir það skemmtilegt. „Oft í gegnum tíðina hef ég verið að segja þessar sögur og aðrar fólki sem situr í stofu að kvöldi, mismikið til þess kvaddur. Nú um daginn var svo stór hópur fólks sem kom í Landnámssetrið og vildi fá dagskrá. Þeim var boðið að ég kæmi og segði sögur. Það gekk vel og varð til þess að það var ákveðið að auglýsa þetta sem dagskrá og selja inn – þetta var einskonar generalprufa fyrir mig,“ segir Einar. Þarf að vinna í friðþjófunum Spurður um hvort það hafi breytt bókmenntum og sagnagerð að munnlegri frásögn hafi verið hætt, svarar Einar því til að hann sé ekki viss um að sú hefð hafi nokkurn tíma verið alveg aflögð. „Þetta er alveg sérstök listgrein, alveg nátengd því að skrifa sögur, en munurinn er sá að í munnlegri sögu er fólk allt í kring, og maður þarf að halda at- hygli fólks og hreyfa við því. Stund- um finnur maður vel hvernig það tekst og þá er voðalega gaman. En svo getur komið fyrir að sá sem seg- ir finni fyrir því að einhver friðþjófur í salnum sé ekki með athyglina við efnið. Þá þarf að starfa í því. Góða sögu má bera fram á ýmsan hátt. Ég áttaði mig á því fyrir löngu að það er mikill munur á því að út- búa sögu fyrir ritverk eða kvikmynd. Það er miklu óskyldara en maður hefði ímyndað sér. Munnlega frá- sögnin er enn önnur tegund af sagnagerð.“ Einar segir það alveg hreinar lín- ur að það sé gott fyrir skáld að segja sögur. „Margt af því sem ég hef skrifað hefur komið þannig til að eitthvað leitar á mig, eitthvað sem maður ímyndar sér eða hefur heyrt. Svo fer maður að segja frá því, og það er í þeim prósess að sagan tekur á sig mynd og maður áttar sig á því að hún gæti ratað í bók. Ef það gengur vel með Sturlungu gæti vel farið svo að ég fari að prófa eitthvað sem ég hef unnið minna með.“ Alveg sérstök listgrein  Einar Kárason segir sögur úr Sturlungu á Sögulofti Landnámssetursins  Hann segir skáld hafa gott af því að segja sögur í munnlegri frásögn Morgunblaðið/Kristinn Einar Kárason „Oft í gegnum tíðina hef ég verið að segja þessar sögur og aðrar fólki sem situr í stofu að kvöldi, mismikið til þess kvaddur.“ EIN mesta sópransöngkona heims, og örugglega sú mest umtalaða, Deborah Voigt, heldur ein- söngstónleika á Listahátíð í Reykjavík 31. maí í vor á einum stærsta viðburði Listahátíðar. Deborah Voigt er bandarísk og hefur lengi ver- ið meðal fremstu óperusöngkvenna heims og ferill hennar hefur verið glæstur og viðburðaríkur. Ferill hennar og afrek á óperusviðinu hafa sum- part fallið í skuggann af þeim óvenjulega atburði árið 2004 þegar hún var rekin frá konunglegu óp- erunni Covent Garden í London fyrir allt annað en ótvíræða sönghæfileikana. Það þótti ekki síst gremjulegt þar sem sú sem tók við hlutverkinu var mun lakari söngkona. Vinsældir sínar og að- dáun sækir Deborah Voigt í frábæra túlkunar- hæfileika og einstaka rödd, en það er ekki sjálf- gefið að slíkt fari saman. Nýlega var sagt um hana í New York Times, að hún væri á hátindi ferils síns. Hún er þekkt fyrir magnaða túlkun á hlut- verkum í óperum Richards Strauss og Wagners, en hefur dramatísk hlutverk ítölsku óperuskáld- anna einnig fullkomlega á valdi sínu. Fyrir þremur árum söng Kolbeinn Ketilsson á móti henni í tónleikauppfærslu á Tristan og Ísold í París, en Kolbeinn var beðinn að taka að sér hlut- verkið með örskömmum fyrirvara. Um kynni þeirra Voigt sagði hann í Morgunblaðinu: „Ég hitti Deboru Voigt rétt fyrir tónleikana og hún kynnti sig: „Hi, I’m Debbie“. Ég er búinn að syngja með mörgum frægum söngvurum en hún er alveg sérstök. Hún er númer eitt í þessu fagi í dag.“ Á Listahátíð syngur Voigt verk eftir Amy Beach, Verdi, Strauss og Leonard Bernstein. begga@mbl.is Debora Voigt syngur á Listahátíð Deborah Voigt Hún þykir einstakur túlkandi.  Númer eitt í sínu fagi og á hátindi ferils síns  Afburða-túlkandi með fallega rödd Ljósmynd/Joanne Savio Eftir að bækur Einars Kárasonar, Óvinafagnaður og Ofsi komu út, hefur áhugi á Sturlungu aukist til muna, og ganga sögur af fólki sem fer búð úr búð til að leita að henni, og bíður á löngum biðlistum á bókasöfnum eftir að fá hana. Hjá helstu bókabúðum er Sturl- unga uppseld og hefur verið um hríð. Hjá Borgarbókasafninu fengust þær upplýsingar að af fjórtán ein- tökum af Sturlungu á nútímamáli, sem gefin voru út 1988, sé aðeins eitt inni, en að þrjú eintök af fjór- um séu inni af útgáfu frá 1948, en hún er með gamla rithættinum. Hjá Máli og menningu, sem gaf Sturlungu síðast út og heitir nú Forlagið Mál og menning, er Sturl- unga uppseld og ekki stendur til að gefa hana út aftur í bráð. Sturlunga er orðin mikið fágæti Þessir gráðugu voru meira í því að kaupa þyrlur og íbúðir á þremur hæðum í New York. 41 » Árið 2004 var Deborah Voigt ráðin að Konunglegu óperunni í Covent Garden í London til að syngja hlutverk Ariadne auf Nax- os í samnefndri óperu Richards Strauss. Í miðju æfingaferlinu var henni fyrirvaralaust sagt upp Ástæðan, jú, litli svarti kjöllinn sem búningahönnuðurinn hafði hannað fyrir lokaatriðið, passaði ekki á Voigt, hún var með öðrum orðum rekin fyrir að vera of feit. Óperuhúsið var harðlega gagn- rýnt fyrir að taka útlit framyfir hæfileika og miklar umræður spunnust um málið í óperuheim- inum. Voigt hefur mikinn húmor fyrir kjólnum eins og sjá má á gríni hennar á Youtube.com. Svarti kjóllinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.