Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 23
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi athugasemd frá
Kristínu Sólveigu Bjarnadóttur
hjúkrunarfræðingi vegna at-
hugasemdar landlæknis í blaðinu sl.
þriðjudag.
„Í framhaldi af rannsókn minni
um líðan og lífsgæði fólks með ban-
væna sjúkdóma ákvað ég og leið-
beinandi minn, dr. Sigríður Hall-
dórsdóttir prófessor, að senda
fyrirspurn og tillögur okkar til land-
læknis. Þetta var gert bréfleiðis síð-
astliðið vor og við erindinu barst
ekki svar frá landlækni.
Í athugasemd sinni í Morg-
unblaðinu 3. mars síðastliðinn lætur
landlæknir í veðri vaka að við höfum
fyrst og fremst verið að senda hon-
um námsritgerð til kynningar „eins
og algengt er“. Strax í formála
bréfsins kemur þó einnig fram að
þarna sé um tillögur til landlæknis
að ræða. Landlæknir birti síðan í at-
hugasemd sinni hluta úr bréfi okkar
dr. Sigríðar til að verja það að bréf-
inu hafi ekki verið svarað. Hann vel-
ur þó að birta ekki þann hluta sem
var aðalatriði bréfsins og fjallaði um
djúpstæða reiði þeirra sem höfðu
ítrekað leitað til lækna í langan tíma
en greindust of seint til að geta
læknast. Þessi hluti bréfsins var ein-
mitt feitletraður og var á þessa leið:
„Reiði þessara einstaklinga vakti
með okkur þá spurningu hvort ef til
vill væri hægt að bregðast með sér-
tækum stuðningi við þörfum fólks í
þessum sporum? Fyrst og fremst
með viðurkenningu á erfiðri stöðu
sinni og markvissri aðstoð við að
vinna sig í gegnum þá reiði sem
fylgir og bitnar annars svo mjög
bæði á einstaklingunum sjálfum,
fjölskyldum þeirra og fleirum til
langs tíma.“
Jafnframt var lögð fram sú tillaga
að stofnað yrði „embætti umboðs-
manns hinna deyjandi með það að
markmiði að standa vörð um réttindi
og hagsmunamál þessa viðkvæma
hóps“. Að lokum buðumst við dr.
Sigríður til að veita „allar þær upp-
lýsingar sem að notum gætu komið
við að kanna nánar líðan og þarfir
fólks í þessum sporum“ og gáfum í
því skyni upp símanúmer, netföng
og heimilisföng okkar beggja. Lái
okkur hver sem vill fyrir að hafa
gert okkur vonir um einhvers konar
viðbrögð frá landlæknisembættinu.
Mér hefði þótt réttlátara hefði
landlæknir sagt sem var, erindi okk-
ar dr. Sigríðar lenti milli stafs og
hurðar þegar landlæknisskipti fóru
fram og kom ekki í leitirnar fyrr en
eftir að um málið var fjallað í Morg-
unblaðinu. Þetta kom fram hjá land-
lækni í símtali við mig síðastliðinn
mánudag.
Landlæknir vitnar í athugasemd-
inni jafnframt í ofangreint símtal,
þar hefur setning verið tekin úr
samhengi þannig að önnur merking
hlýst af. Hið rétta er að þar sem við
höfðum ekki fengið viðbrögð við er-
indinu frá landlækni væri það ætlun
mín að fylgja þessum tillögum eftir
við hann, ég hefði hins vegar ekki
komist til þess ennþá þar sem ég
væri um þessar mundir að fylgja eft-
ir annarri tillögu í félags- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. Í lok símtals
sammæltumst við landlæknir um að
ég fundaði með honum næst þegar
ég ætti leið til Reykjavíkur.
Loks fer landlæknir ekki rétt með
nafn mitt en augljóst er að hann hef-
ur tekið rangfærsluna upp úr leiðara
Morgunblaðsins 2. mars síðastliðinn
þar sem ég var í eitt skipti rang-
nefnd Kristín Ólöf. Mitt rétta nafn
er Kristín Sólveig.
Virðingarfyllst,
Kristín Sólveig Bjarnadóttir
hjúkrunarfræðingur M.Sc.“
Vegna athuga-
semdar landlæknis
HALLUR Hallsson blaðamaður rit-
ar greinarstúf í Morgunblaðið fyrir
nokkru: „Af ljótasta einelti Íslands-
sögunnar“.
Því miður fer þessi að mörgu leyti
ágæti blaðamaður með furðulegar
fullyrðingar.
Hin mikla mótmælaalda und-
anfarnar vikur minnir um margt á
þegar alþýða Austur-Evrópu safn-
aðist saman þúsundum saman á göt-
um og strætum borga og krafðist
mannréttinda og frelsis frá kúgun
valdhafa kommúnismans. Það fólk
kallaði eins og við íslensku mótmæl-
endurnir: „Spillinguna burt“. Það
vildi valdhafana burt. Og það vildi
bæta þjóðfélagið, kosningar og nýja
stjórnarskrá.
Um Davíð er það að segja, að
hann er eins og hver önnur opinber
persóna. Hann hefur gegnt starfi
borgarstjóra í Reykjavík, forsætis-
ráðherra og nú seðlabankastjóra.
Margar umdeildar ákvarðanir hans
hafa oft sætt mikilli gagnrýni og
flestir líta á hann sem kaldrifjaðan
stjórnmálamann sem gjarnan vill
taka mikla áhættu rétt eins og sá
sem hefur gaman af að leggja stórfé
undir í spilum. Völd og valdagleði
getur því verið eins og hver önnur
fíkn. Davíð er engin undantekning
og hefur með kolröngum ákvörð-
unum sínum dregið allt þjóðfélagið
niður í hið lægsta svað þar sem ræð-
ur sálarlaus auðhyggja grundvölluð
á braski og frjálshyggju, þar sem
allt á að vera frjálst, rétt eins og í
frumskóginum. Sá kaldrifjaðasti og
áhættusæknasti á því að hafa óheft
og fullkomið frelsi til að féfletta ekki
aðeins fátækar ekkjur og ekkla,
barnafólk, fátækt og umkomulítið
fólk, heldur heila þjóð og koma fjár-
mununum undan í skattaskjól á fjar-
lægum slóðum.
Er því ekki nokkuð djúpt í árinni
tekið að taka sér orðið einelti í
munn?
Hvað Halli gengur til að nefna
okkur mótmælendur „skríl“ er með
öllu óskiljanlegt. Í orðabók þeirri
sem lengi vel var kennd við Menn-
ingarsjóð er orðið „skríll“ útskýrt:
„siðlaus múgur, ruslaralýður, aga-
og menningarlaust fólk“. Meðal
þeirra sem mótmælt hafa eru virtir
einstaklingar, margir hverjir með
afburðamenntun, meira að segja
einn núverandi ráðherra! Auðvitað
eru alltaf einhverjir svartir sauðir
innan um sem spilla fyrir þeim frið-
samari.
Það verður því að vísa skrílstimpl-
inum hans Halls Hallssonar yfir til
föðurhúsanna með þeirri von að
hann skoði betur eftirleiðis þann
texta sem hann ætlast til að aðrir
lesi í fjölmiðlum landsins og taki al-
varlega.
GUÐJÓN JENSSON,
bókfræðingur og leiðsögumaður.
Hallur Hallsson
og skríllinn
Frá Guðjóni Jenssyni