Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 31
smáa og venjulega og njóta þess. Afi hafði gaman af svo mörgu. Hann dáði spænska gítartónlist, Þingvelli, íslensku, útiveru, fallegt handverk. Afa þótti vænt um okkur. Afabörnin á Hring, Arnljótur, Gylfi og Valgerður. Bróðir minn, Róbert Freeland Gestsson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Það voru fjögur ár á milli okkar bræðra, hæfi- legur tími til að sleppa við hefðbundn- ar bræðraerjur og við vorum sannir bræður og sannir vinir alla tíð. Aldrei féll skuggi á vináttu okkar. Sem yngri bróðirinn fékk ég smá slaka í ýmsum prakkarastrikum, en slíkt náði sjaldn- ast langt. En það er tímabært að biðja Berta afsökunar á örlitlu skammar- striki mínu sem að ósekju lenti á hon- um. Þannig var, að 1942 þá fékk ég „lán- aða“ áfengisskömmtunarbók móður okkar og við félagarnir dubbuðum vin okkar Ólaf Hannesson, sem þá var 16 ára, upp í jakkaföt og fínan hatt og sendum hann í ríkið með skömmtunar- bókina. Hann fékk fjórar léttvínsflösk- ur út á bókina, sem var stimpluð í bak og fyrir. Skömmu síðar hugðist faðir okkar ná sér í brjóstbirtu, en þá var búið að taka út allan skammtinn. Að sjálfsögðu hélt pabbi að Róbert bæri ábyrgð á þessu, og svo vel vildi til að Berti var í siglingum á þeim tíma og ekki náðist í hann til að ræða „glæp- inn“. Ég bið hann bróður minn afsök- unar á þessu, þó seint sé. Á kreppuárunum var ekki hlaupið að því að brjótast til mennta en fáa menn hef ég þekkt um ævina sem hefðu verið betur til langskólanáms fallnir en Róbert. Það gat ekki orðið, ungir menn þurftu að vinna fyrir sér og leggja til heimilisins. Það gerði bróðir minn svo sannarlega. Faðir okkar var ævintýramaður, hafði búið í Aberdeen á árunum 1900-1915 og millinafnið, Freeland, er frá þeim tíma í höfuðið á miklum vini föður okkar. Ævintýragenin hans pabba voru í ríkum mæli í Berta. Á stríðs- árunum réð hann sig á hollenskan fraktara sem sigldi til Englands. Mér eru áhyggjur móður okkar frá þeim tíma ákaflega minnisstæðar. Síðan fór Róbert í Iðnskólann og lagði fyrir sig málaraiðn. Ævistarf hans var á því sviði og hann var mikils metinn og starfaði að ýmsum félagsmálum á því sviði. Berti var lánsamur maður, eignað- ist góðan lífsförunaut, hana Ingveldi Einarsdóttur. Þau hjónin eignuðust þrjár myndardætur og voru einstak- lega samstiga alla tíð. Fjölskyldan bjó á Hringbraut, í kallfæri við æsku- heimili okkar á Ásvallagötunni. Ró- bert reyndist svo eiginkonu sinni stoð og stytta í erfiðum veikindum, en hún féll frá árið 2002. Það er ekki hægt að minnast Berta án þess að ræða útivist og stangaveiði. Bróðir minn var afburða veiðimaður, hægur og rólegur, gaf sér alltaf tíma til að doka við, líta á dýrðina í kringum sig skoða náttúruna og njóta. Framanaf veiddi hann lax og fór víða, en svo fór hjá honum, eins og hjá mörgum, að hugur hans hneigðist æ meira til sil- ungsveiði og þar var hann einfaldlega snillingur. Fáir þekktu urriðasvæðin í Laxá betur en hann og í Hlíðarvatni í Selvogi þekkti hann hvern einasta blett. Róbert var félagi í Ármönnum og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og mætti þar síðast á aðalfund, á níræð- isaldri, til að leggja bróðursyni sínum lið í formannskjöri. En nú er hann Berti fallinn frá. Þó baráttumenn gefi aldrei upp vonina, þá vissi hann vel að hverju stefndi og tók því af stöku æðruleysi. Hann ját- aði þó að sig langaði til að lifa eina vorkomu enn, sjá lífið og náttúruna kvikna eftir kaldan vetur. Það átti ekki að verða. Við hjónin vottum dætrum hans og aðstandendum öllum samúð okkar. Vertu sæll, Berti minn. Júlíus Gestsson. Dáinn er elsku frændi minn, Ró- bert Gestsson málarameistari. Mynd af ástkærum fjölskylduföður kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til baka, lífsglaður og öllum góður. Móðir mín, systir Róberts reyndi meðan hún lifði að halda fjöl- skyldunni saman m.a. með heimboð- um og fl. Ég man sérstaklega eftir gamlárskvöldunum að Kvisthaga 29 þar sem öll fjölskyldan sameinaðist, þá var mikill glaumur og gleði. Róbert var mikill veiðimaður og hnýtti sínar flugur sjálfur enda veiddi hann manna mest þegar sá gállinn var á honum. Ég man þegar pabbi og Róbert voru að tala um veiði, þeir voru sam- mála um að það ætti bara að veiða á flugur og ég maðkadorgarinn fékk að heyra ýmislegt um það. Ég hef reyndar fengið marga fiska á flugu þar á meðal marga á flugur sem frændi hnýtti enda voru flugur frá honum á heimsmælikvarða, en nóg um það. Róbert átti þrjár dætur og yndislega konu sem fór alltof fljótt. Móðir mín og kona Róberts voru með sama sjúkdóm og lágu báðar á elliheimilinu Grund. Ég man þegar við pabbi fórum að heimsækja mömmu þá hittum við oft Róbert, sem stóð eins og klettur hjá Ingu sinni (það kallast ást). Það er margt sem mig langar að segja, en læt þetta nægja. Ég votta dætrum Róberts og að- standendum innilega samúð mína. Virðingarfyllst Ólafur Logi Jónasson. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist á Eyrarbakka 8. júlí 1920. Hún lést á Hrafnistu á Víf- ilstöðum 24. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir Guðmundar Guðmundssonar, f. 28. ágúst 1888, d. 26. júní 1981, kenndur við Hæl í Hreppum og konu hans Ingibjarg- ar Gunnarsdóttur, f. 23. nóvember 1891, d. 27. september 1964. Bræður Guð- rúnar eru, Guðmundur, f. 14. sept- ember 1916, látinn, Páll, f. 13. febr- úar 1918, látinn, Gunnar, f. 11. júní 1919 og Ingibergur, f. 19. október 1922, látinn. Guðrún fluttist 5 ára gömul til syni, börn þeirra eru a) Þorvaldur Halldór, kvæntur Rannveigu Önnu Jónsdóttur, þau eiga tvær dætur. b) Óðinn, kvæntur Önnu Þórhalls- dóttur, þau eiga þrjú börn. c) Bjarni, sambýliskona Ása Birna Ís- fjörð, þau eiga tvö börn. 4) Guð- mundur, f. 22. júní 1953, kvæntur G. Sigurrós Ólafsdóttur, börn þeirra eru, a) Jóna Dagbjört, gift Herði Sævari Harðarsyni, b) Sævar Bjarki. 5) Ingibergur, f. 15. janúar 1957, kvæntur Elsu Þorfinnu Dýr- fjörð, börn þeirra eru, a) Hrafn- hildur, sambýlismaður Ívar Örn Pálsson, þau eiga þrjú börn. b) Bergdís, sambýlismaður Hermann Ingi Guðbrandsson, þau eiga tvær dætur, c) drengur, andvana fædd- ur, d) Birgir. Áður en Guðrún giftist vann hún ýmis þjónustustörf en eftir að börnin fæddust vann hún lítið utan heimilisins. Hún hafði yndi af alls kyns handavinnu og lestri góðra bóka og undi sér við það á meðan heilsan leyfði. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13. Hafnarfjarðar og bjó í foreldrahúsum þar til hún hóf búskap með Bjarna Einarssyni frá Túni á Eyrarbakka, f. 15. júní 1920, d. 2. október 1996. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru, 1) Halldór, f. 14. október 1942, börn hans eru, a) Guð- rún, gift Gunnari Ár- mannssyni, þau eiga þrjú börn. b) Þór- arinn, sambýliskona Helga Harðardóttir, þau eiga tvær dætur. 2) Ingibjörg, f. 20. apríl 1946, börn hennar eru, a) Bjarni, kvæntur Dagmar Bragadóttur, þau eiga þrjú börn. b) Guðrún Halldóra, hún á einn son. 3) Halldóra, f. 24. júlí 1949, gift Gunnari Þorvalds- Elsku Guðrún amma. Ég kveð þig með miklum söknuði, ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert, en söknuðurinn er mikill. Minningarnar sitja eftir og mun ég geyma þær og passa að börnin mín fái að heyra þær. Ég á margar minn- ingar um þig. Og man ég alltaf þegar við vorum litlar systurnar, þegar var farið í sunnudagsbíltúr, þá var yf- irleitt endað á Kleppsveginum í kaffi. Þar hitti maður yfirleitt mörg frændsystkinin og þá var leikið sam- an. En þegar við urðum eldri fór þessum heimsóknum fækkandi. Allt- af þegar ég kom til þín í kaffi sátum við og spjölluðum um daginn og veg- inn. Við gátum alveg spjallað lengi vel. Krakkarnir léku sér inni í stofu með dótið á meðan. Svo liðu árin og minningarnar urðu fleiri og fleiri, þær geymi ég vel í hjarta mínu. Því miður kemst ég ekki að kveðja þig í dag, en ég mun gera það á minn hátt hérna í Danmörku. Ég fékk nú að kveðja þig þegar ég kom í heimsókn til Íslands í lok janúar, og var það al- veg æðislegt, það lá svo vel á þér á sjúkrahúsinu, þú reyttir af þér brandarana og við gátum hlegið saman í síðasta skipti, það var ynd- isleg stund. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Ástar- og saknaðarkveðjur Hrafnhildur Ingibergsdóttir. Elsku Guðrún amma. Við kveðjum þig, kæra amma, með kinnar votar af tárum. Á ást þinni enginn vafi, til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Saknaðarkveðjur Gunnhildur Eva Hrafnhild- ardóttir, Elmar Orri Ívarsson og Ingibergur Páll Ívarsson. Guðrún Guðmundsdóttir Elsku besta amma. Þú gafst mér alltaf koss og þú varst alltaf svo góð. Ég elska þig, amma. Þú áttir mjög mikið dót sem ég Elmar og Ingiberg- ur máttum alltaf leika með þeg- ar við komum til þín í heim- sókn. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Ástar- og saknaðarkveðjur Gunnhildur Eva Hrafnhildardóttir. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Ró- bert F. Gestsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hlíðarvegi 14, Ísafirði. Halldór M. Ólafsson, Guðrún Halldórsdóttir, Hálfdán Hauksson, Ólafur Halldórsson, Valgerður Jónsdóttir, Björg Sörensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum, síðast til heimilis Skúlagötu 20, Reykjavík. Starfsfólki Vífilsstaða sendum við sérstakar þakkir fyrir alúðlega og persónulega umönnun. Þórarinn Jens Óskarsson, Gunnar Þórarinsson, Steinunn Sighvatsdóttir, Ágúst Þórarinsson, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, Sæmundur Þórarinsson, Kristjana Daníelsdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Haukur Ingason, Sigrún Þórarinsdóttir, Stefán Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SJÖFN HALLDÓRSDÓTTIR frá Þverholtum, Ánahlíð 2, Borgarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 24. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Halldór Sigurðsson, Guðrún Samúelsdóttir, Arilíus Sigurðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Inga Lilja Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Andrés Jóhannsson, Ámundi Sigurðsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Þóra Þorgeirsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Bjarki Jónasson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ríkharður Örn Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Valgeir Þór Magnússon, Ásta Margrét Sigurðardóttir, Tómas Þórðarson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HELGA ÍVARSSONAR bónda frá Hólum, Stokkseyrarhreppi. Guðmundur Ívarsson, Jón Ívarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, RAGNARS JÓNS MAGNÚSSONAR flugvélstjóra. Sérstakar þakkir til Flugvirkjafélags Íslands fyrir umhyggju og sýnda virðingu. Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen, Anna María Danielsen og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 62. tölublað (05.03.2009)
https://timarit.is/issue/333701

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. tölublað (05.03.2009)

Aðgerðir: