Morgunblaðið - 05.03.2009, Side 26

Morgunblaðið - 05.03.2009, Side 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins EKKI þarf að lýsa fyrir lesendum ástandi þjóð- félagsins eins og það hefur þróast síðan í haust. At- vinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja og heimila er fyrirsjáanlegt og allar þær hörmungar sem slíku ástandi fylgja. Stór hluti af þessu öllu saman eru háir vextir, að maður tali nú ekki um vitlausar for- sendur verðtryggingar. Vextir sem hlaðið er ofan á skuldir sem fólk og fyrirtæki ráða ekki við eru ein- ungis tölur á pappír og verða aldrei greiddir. Einnig kröfur lögfræðinga bankanna sem eru him- inháar, skipta milljónum á hvern þann sem lendir í greiðsluþroti. En þetta eru tölur sem prýða eigna- stöðu bankanna þó að þetta séu einungis tölur með enga innistæðu á bak við. Sama svikamyllan og gengið hefur undanfarin ár er á fullu ennþá. Mér þætti fróðlegt að vita hvort ástandið í landinu væri nokkuð verra þó vextir hefðu verið lækkaðir niður í 2 til 3 prósent strax í haust. Þá væru allnokkur fyr- irtæki með rekstur og þar af leiðandi fólk í vinnu og greiddu laun og þeir sem fengju launin gætu greitt af lánum sínum og bankarnir fengju þá alla- vega höfuðstólinn greiddan. En eins og horfir eru ekki miklar líkur á að það gerist. Því að þó bank- arnir eignist hús og fyrirtæki eru ekki margir sem kaupa, og líklegt að bankarnir megi kallast heppn- ir ef þeir losna við að greiða fastan kostnað af þess- lánsins í upphafi brostnar, og ekki tekið neitt tillit til þess af hálfu bankanna, bara vaðið yfir fólkið með fullkominni óbilgirni. Ég fullyrði að í þessum tilfellum hefði farið betur að lækka vexti og halda eins mörgum fyrirtækjum gangandi og kostur var og gera fólki kleift að standa skil á skuldbindingum sínum og ná þar með að minnsta kosti í flestum til- fellum höfuðstólnum til baka. Það mundi kallast varnarsigur. Fé til reksturs bankanna á skilyrðislaust að taka af þeim fáu óreiðumönnum, eða eigum við að kalla þá afglapa, sem komu þjóðinni þrot. Ef svo skyldi bera til að það þyrfti að gera breyt- ingar á lögum til þess að framkvæma vaxtalækkun, þá hefur mönnum dottið annað eins í hug til óverð- ugri hluta en að gera tilraun til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Lesandi góður, vextirnir sem þú hefur verið að streða við að greiða undanfarin ár eru suður á Tor- tola eða á sambærilegum stöðum. Skemmtileg til- hugsun eða hitt þó heldur. Höfundur gerir ráð fyrir að víða verði settar nið- ur kartöflur í vor. um eignum sínum í framtíð- inni, en fái aldrei neitt upp í höfuðstólinn. Ég hefði gjarnan viljað sá einhvern tölspeking setja þetta niður á blað. Ég hef grun um að ástandið væri jafn- vel betra og framtíðin bjartari en nú er. Ég hef fyrir framan mig kröfugerð frá einum þessara banka sem var svo illa stjórnað að hann komst í þrot. Innheimtubréfið er dagsett 4. febrúar sl. Þar gefur að líta að höfuðstóll láns við greiðsluþrot greiðanda 1.11.2008, er kr. 20.563.036, við þetta bætast samningsvextir kr. 55.858, dráttarvextir kr. 1.383.184, banka og stimpilkostnaður 7.050, inn- heimtuþóknun og haldið ykkur, fast eitt bréf sem vafalaust er til í tölvunni og ekki þarf annað en setja kennitölur og upphæðir inn á, kr. 601.993, veðbókarvottorð 1.000, vanskilaskrá 2.000, og virð- isaukaskattur á innheimtuþóknunina kr. 147.488. Samtals eru þetta kr. 22.761.609 kr. Þetta er sú mynd sem venjulegt fólk sem misst hefur vinnuna horfir á. Það er gert að vanskila- og óreiðufólki án nokkurrar gildrar ástæðu. Einnig eru þær for- sendur sem lagðar voru til grundvallar greiðslu Pétur Guðmundsson er í mið- stjórn Frjálslynda flokksins. Er hugsanlegt að það sé hagnaður af því að fella niður vexti? ÉG BÝ við þá sérstöðu að vera Íslendingur, en hafa samt augu gests, þar sem ég hef búið er- lendis í tuttugu ár. Ég horfi með undrun á það sem gerst hefur á Íslandi en undrast enn meira af hverju umræðan snýst ekki um rætur vand- ans, augljósar frá mínu sjónarhorni. Ég undrast líka að þær raddir sem borið hafa vandann á borð fá ekki betri hljómgrunn. Reiðin sem beinst hefur að stjórnvöldum er skiljanleg, en virkjun hennar vanhugsuð og af virðingarleysi. Við skulum öll trúa því, þó enginn segi það í orðum, að stjórnmálamenn fyrr og nú unni Íslandi og vilji því allt hið besta. Þeir eru hins vegar fastir í stjórnkerfi þar sem aðgreining löggjafar- og framkvæmdavalds hefur verið máð út með alvarlegum afleiðingum. Skýrasta dæmi þessa er að einstaklingar framkvæmdavalds eru jafnframt leiðtogar þingsins. Sjálfstæði og að- haldshlutverk Alþingis er því gert óvirkt. Efnahagsvandinn sem nú er raunin er ekki einum hópi að kenna. Það voru reglurnar sem ís- lenskt þjóðfélag vann eftir, sem brugðust. Al- þingi samdi reglurnar, stjórnin vann eftir þeim. Efitrlitsstofnunum og fjölmiðlum bar skylda til að fylgjast með þessu samspili af gagnrýni. Öll ofantalin krosstré brugðust. Á endanum er öll þjóðin ábyrg fyrir því hvernig komið er, því ofan- greindar stofnanir heyra undir hana alla. Svo á raunin að vera í lýðræði. Og nú, við myndun nýrrar stjórnar, er þetta efst í huga: Hér eru á ferð sömu leiðtogarnir að leiða sömu flokkana og þeir gerðu fyrir nánast tuttugu árum. Jafnvel áður en núverandi flokkar tvístruðust og límdust saman aftur, var um sama fólkið að ræða. Heil kynslóð hefur vaxið úr grasi á Íslandi án verulegra breytinga á forystu flokk- anna og við skyldum spyrja: Til hvers eru stjórn- skipti þegar ekki er skipt um neinn í stjórn landsins? Og til hvers verður gengið til kosninga í vor? Um hvað er verið að kjósa? Stjórnarskráin mælir fyrir flokkaskipulögðu fulltrúalýðræði, sem er ekki hið sama og virkt lýðræði. Eðli flokksskipulags er opið meðlimum þess, og lokað öllum öðrum. Þó innganga sé opin, eru raddir og frami innan flokks háð sam- komulagi fyrir sitjandi forystu. Á meðan fólk vel- ur sjálft sig til langsetu komast nýjar raddir ekki að. Til þess að ná fram verða einstaklingar að laga sig að flokkslínu. Við slíkt langtíma uppeldi innan flokkanna er erfitt að halda nýjum hug- myndum og hugsjónum í forsæti. Þetta er enn frekar opinberað þar sem nýir leiðtogar hafa verið og munu verða kallaðir til með blóðskyld- leika til sögu flokkanna. Flokkarnir hafa þannig fullkomnað kerfi þar sem tekist er á um völd en ekki um hugmyndir og leiðtogahæfileika. Hvar eru leiðtogar Íslands samtímans, leiðtog- ar sem hvetja þjóðina, blása anda í huga hennar og virkja ímyndunarafl henn- ar með góðum hugmyndum og framtíðarvon? Fjarvera þeirra er sorglegur dómur yfir stjórnkerfinu sem nú ríkir. Í stað þeirra eru þaulsætið flokksræðisfólk sem setið hef- ur um áratuga skeið. Og flest halda áfram að sitja burtséð frá getu til að sinna starfi af hvaða ástæðu sem er, og sanna með því að valda- seta þeirra þjónar ekki þjóðinni heldur því sjálfu. Við slíkar aðstæður verður að spyrja hvernig við kennum ungu fólki Íslands verðmæti lýðræð- is í þjóðfélagi sem viðheldur stöðnun stjórnkerf- isins. Hvernig byggjum við trú á framtíð Íslands og stjórnar þess til handa afkomendum okkar? Hvernig virkjum við nýja kynslóð til þátttöku á forsendum vonar í stað reiði? Hvernig hvetjum við unga Íslendinga til þess að vera heima, snúa heim eftir nám, og hverfa ekki í fjölmenni þjóð- anna? Nýafstaðnar forsetakosningar hér í Banda- ríkjunum sýna hvernig hægt er að brjóta niður múra staðnaðra hugmynda og virkja áhuga og nútímaskilning. Gleymum ekki að demókrata- flokkurinn hafði þegar greitt atkvæði sitt til Hillary Clinton áður en almenningur, ekki síst ungt fólk, sagði: ekki svona hratt. Þeir völdu svo í staðinn einstakling með miklu minni flokks- reynslu en með hugsjónir og nýjar hugmyndir í takt við tímann. Við skyldum bera saman leikreglur fjármál- anna og hvert þær leiddu íslenska þjóð og gild- andi leikreglur stjórnmálanna og hvert þær leiða nú Ísland. Einstein skilgreindi vitstol sem það að vænta nýrrar útkomu eftir óbreyttum aðferðum. Útkoman mun ekki breytast fyrr en aðferðunum er breytt. Breytingin ætti að vera Íslendingum auðveld því hugmyndin um virkt lýðræði, frelsi, virðingu og sjálfsákvörðunarrétt er Íslendingum í blóð borin. Hún var undirstaða landnáms. Sagt hefur verið að hver þjóð fái þá stjórn sem hún á skilið. Ísland á betra skilið. Ég trúi að ís- lenska þjóðin geti breytt stjórnarskrá sinni og skapað lýðræðisaðstæður sem leiða af sér traust þegar á móti blæs og stolt þegar vel gengur. Ég trúi að þegar góðar hugmyndir frá góðu fólki eru bornar undir góða þjóð muni hún undantekn- ingalaust velja það sem farsælast er og standa saman á bak við ákvarðanir sínar. Þetta byrjar allt á hugmynd, hugmynd sem er sterkari en valdatogstreita flokkanna. Hug- myndin hér er endurnýjun lýðræðis og þaðan munu allar lausnir finna sína réttu leið. Hvers vegna Obama gæti ekki sigrað á Íslandi Freyr Þormóðsson, MBA, MA og framkvæmdastjóri Vanguard. Í MORGUNBLAÐINU birtist fyrsta grein mín af nokkrum hinn 24. nóv. sl. þar sem ég spáði því að með styrk- ingu krónunar myndi verð- bólguvísitalan falla úr óðaverð- bólgu niður í neikvæða verð- bólgu á nokkrum vikum. Ég sagði þetta í ljósi þess hve margir löstuðu íslensku krón- una og litu til ESB öfundaraugum í von um að losna við verðtrygg- inguna. Verðbólguna hafa svo stjórnmálamenn og fréttastofur, vil ég meina, notað sem eldsneyti á ESB-umræðuna, í þeirri von að ýta Íslendingum í ESB með hand- afli. Þegar þetta er skrifað er nýaf- staðinn Kastljósþáttur þar sem Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga fullyrða að verðbólga sé komin í 0% og stefni í mínustölu. Þessa spá fékk ég ekki hjá neinni véfrétt, né heldur vegna eigin snilldar, heldur með að lesa erlendar fréttaveitur. Það er stórundarlegt að fréttaskýrendur hafi ekkert á þetta minnst allan þennan tíma þrátt fyrir að hættan á verðhjöðnun hafi verið á for- síðum fréttaveitnanna hvern dag. Undarlegasta við það er að verðhjöðnun hefur sérstök áhrif á Íslendinga vegna verðtryggingar lána. Um er að ræða skaðlegan hlut, og er verðhjöðnun ekkert fagnaðarefni. Þó ber að fjalla um hana frá öllum hliðum. Nú er viðbúið að þeir sem stóðu hvað mest gegn afnámi verðtrygg- ingar, þ.e. forsvarsmenn lífeyr- issjóðanna, verði fyrir hugljómun og mæli nú afdráttarlaust með af- námi hennar. Ástæðan fyrir því er sú, að verðtryggð lán rýrna í nei- kvæðri verðbólgu, sem er gott fyr- ir skuldara. Það er hins vegar öm- urlegt fyrir lífeyrissjóði, banka og ríkissjóð, því skuldir þeirra aukast á meðan tekjur rýrna. Eitt ein- kennið á neikvæðri verðbólgu er mikið atvinnuleysi, þó að kaup- máttur aukist hjá þeim sem á ann- að borð hafa vinnu. Ef við erum að sigla inn í tímabil neikvæðrar verðbólguvísitölu mun allt okkar félagslega kerfi breytast hvað varðar þjónustu og atvinnulíf. Það mætti segja mér að leikskólum myndi fækka um 60% og einsetnir skólar yrðu færðir í fyrra horf. Þjónustan færist yfir á heimilin, og fyrirvinnufyrirkomulagið mun festa rætur. Það þýðir að kynja- baráttan verður kýld aftur um 60 ár. Það er þó von mín að frétta- menn taki upp þessa umræðu, þó ekki væri nema til þess að fólk átti sig á því hvað það er nauðsyn- legt að breyta óverðtryggðum lán- um í verðtryggð. Hér er einnig mikilvægt að sem flestir verði sér úti um jöfnunarúrræði íbúðaveðl- ána svo afborganir lækki, á meðan höfuðstóllinn gerir það líka með komandi neikvæðri verðbólgu- vísitölu. Neikvæð verðbólgu- vísitala Gunnar Kristinn Þórðarson guðfræðingur. Efnahagsvandinn sem nú er raunin er ekki ein- um hópi að kenna. Það voru reglurnar sem ís- lenskt þjóðfélag vann eftir, sem brugðust. Alþingi samdi reglurnar, stjórnin vann eftir þeim. Efitrlits- stofnunum og fjölmiðlum bar skylda til að fylgjast með þessu samspili af gagnrýni. ... ’ Á DÖGUNUM birtust blaðafréttir um reynslulitla starfsmenn í bönkum á Íslandi. Í kjarakönnun kom fram að 41% starfsmanna, flestir ungir karlmenn, hefðu unnið þar í fimm ár eða skemur. Einn- ig var sagt frá því að al- mennt væru þeir vel menntaðir. En er það svo? Nú þekki ég ekki til námsefnis í við- skiptafræði og hagfræði í háskólum Íslands en sjálf- sagt er námið þar í háum gæðaflokki. Ég tel víst að unga fólkið útskrifist með kunnáttu og hæfni til að fást við tæknileg vandamál, greiningar alls konar og notkun stærðfræðilíkana af ýmsu tagi. En hvað hafa skólarnir gert til að stuðla að hæfni nemenda til að þroska með sér skynbragð, tilfinningu, ímyndunarafl og innlifun? Þetta eru áleitnar spurningar nú þegar í ljós kemur að ungir stjórnendur ís- lensku bankanna, stuttbuxnadrengirnir svo- kallaðir, hafa geyst fram af kappi meir en af forsjá og þannig átt sinn þátt í því að keyra bankana í kaf. Í nýlegri grein í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri er reynt að finna svör við áþekkum spurningum. Niðurstaða blaðsins er sú að nemendur í ofangreindum fræðum þurfi eins og við öll að þroskast sem mann- eskjur. Þeir þurfi að læra að hugsa á annan hátt. Þeir ættu að þjálfa sig að nota hægra heilahvel meira en áður. Þar sést heild- armyndin og samhengi hlutana. Það er sem sagt ekki nóg að notast eingöngu við grein- ingarhæfni vinstra heilahvels. Listamenn og hönnuðir eru sagðir nota hægra heilahvel betur en annað fólk. Til að ráða bót á þessu er lagt til að listir, menning og húmanísk fræði verði innleidd í námsskrár verslunarháskóla. Nefnd eru áhugaverð dæmi: Í Madrid eru siðfræði og samtímalist byrjunarkúrsar við meistaranám í viðskiptafræðum. Í Grenoble eru það fag- urbókmenntir og í Harvardháskólanum mun listfræði verða hluti af námi í hagvísindum. Svona má lengi telja en boðskapurinn er sá að þarna sé ef til vill fundin leið til að end- urvekja traust almennings á frjálslyndum hagkerfum lýðræðisríkja. Kannski er auð- hyggjan, þrátt fyrir mörg sársaukafull hnign- unarskeið síðastliðin þrjú hundruð ár, áfram- haldandi grunnur aukinnar hagsældar. Bankahrun og menntun starfsmanna Ingimundur Gíslason er augnlæknir og býr í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.