Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „MEGINNIÐURSTAÐAN er sú að hrefnan í kringum landið borð- ar verulega mikið af fiskmeti og meira en við ætluðum,“ segir Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, um nið- urstöður rannsóknar á fæðuvali hrefnu og breytingar á því. Hópur sérfræðinga Hafrannsóknastofn- unar, undir forystu Gísla Víkings- sonar, kynnti á laugardag fyrstu niðurstöður rannsókna á maga- innihaldi og orkubúskap hrefnu. Árin 2003-2007 voru 200 hrefnur veiddar til viðamikilla rannsókna á tegundinni hér við land. Meg- inmarkmið rannsóknanna laut að fæðuvistfræði, en auk þess fór fram gagnasöfnun til ýmissa ann- arra rannsókna á líffræði þessarar mikilvægu tegundar í lífríki hafs- ins við Ísland, segir í ágripi með niðurstöðunum. Heildarafrán hrefnustofnsins við Ísland 2 millj. tonna á ári Þar segir ennfremur: „Hrefna er algengasta tegund skíðishvala við Ísland. Heildarafrán hrefnu- stofnsins við Ísland er talið vera um 2 milljónir tonna á ári, sem er um þriðjungur af heildarafráni þeirra 12 hvalategunda sem halda sig reglulega á íslensku hafsvæði. Rannsóknir á fæðusamsetningunni hafa þó verið mjög takmarkaðar til þessa.“ Síðan segir: „Miðað við fyrri rannsóknir einkenndist fæðu- samsetningin nú af mun hærra hlutfalli af ýsu, þorski og öðrum tegundum bolfisks. Einnig var hlutfall sandsílis í fæðunni hátt, sérstaklega fyrri hluta tímabilsins. Hins vegar var minna af átu og loðnu en áður. Stærð bráðar var mjög breytileg, allt frá 1-2 sm átu til 90 sm (10 ára) þorsks. Tals- verður breytileiki var í fæðu- samsetningu eftir svæðum við landið og einnig sterkar vísbend- ingar um breytingar á fæðu- samsetningunni yfir rannsókn- artímabilið.“ Hrefnan talin aftur Jóhann Sigurjónsson segir að farið verði í endurtalningu á strandsvæðinu í sumar til að fá betri upplýsingar um fjölda hrefnu við landið, sem hafi áhrif á mat á heildarfæðunámi. Sjálfur gerði hann margvíslegar rannsóknir á hvalastofnum við landið á síðasta áratug og sýndu þær niðurstöður að afrán hvala á nytjafiskum við Ísland var verulegt. Hann segir að þessi sérstaka rannsókn sem gerð var 2003-2007 hafi verið mun fullkomnari og sér- hönnuð til að meta afrán hrefn- unnar. „Þessar niðurstöður benda ótvírætt til þess að hrefnan éti mun meira af fiskmeti, heldur en við fengum út úr gömlu athug- uninni, en breytileiki í tíma og eft- ir svæðum er mikill.“ Morgunblaðið/Jim Smart Sýning Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar innarlega í Faxaflóa, en mikið er af hrefnu allt í kringum landið.                                      ! " Fiskur oftar á matseðli hrefnu Fæðan allt frá 1-2 sentimetra átu til tíu ára þorsks OPNUÐ hafa verið tilboð í end- urbætur á þaki Víðihlíðar, Aust- urvegi 5 í Grindavík, sem er hjúkr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mikill áhugi var á því að taka að sér þetta verk, því alls bárust 27 til- boð. Er þetta í samræmi við þann mikla áhuga sem fyrirtæki hafa sýnt útboðum að undanförnu, bæði stórum og smáum. Kostnaðaráætlun fyrir verkið var rúmar 26,4 milljónir. Lægsta tilboð barst frá Grindinni ehf. og hljóðaði það upp á rúma 15,1 millj- ón króna. Er það um 57% af kostn- aðaráætlun. Hæsta tilboðið kom frá Ísblikki ehf., rúmar 31,8 milljónir. Meðal bjóðenda var eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ís- lenskir aðalverktakar hf. Þeir buð- ust til að vinna verkið fyrir 18,7 milljónir króna . sisi@mbl.is 27 vildu gera við þak í Grindavík EIN umsókn barst sjáv- arútvegsráðu- neytinu um leyfi til að veiða 49,72 tonn af bláugga- túnfiski í ár. Þar var sótt um leyfi til túnfiskveiða í Miðjarðarhafinu í samvinnu við erlend veiðiskip. Ákvörðun hefur verið tekin um að heimila ekki íslenskum skipum samvinnuveiðar á árinu 2009 og hefur umsókninni því verið hafnað. Það er niðurstaða ráðuneytisins, til samræmis við gildandi reglur Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins, að veiðiheimildir Íslands fyrir árið 2009 úr stofni Austur-Atlantshafs- bláuggatúnfisks verða geymdar. Fá ekki að veiða túnfisk Flug Túnfiski land- að í Reykjavík. Í LOK febr- úar á þessu ári höfðu 35 fasteignir verið seldar nauðung- arsölu hjá Sýslumann- inum í Reykjavík, 6 í janúar og 29 í febrúar. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra voru 27 fasteignir seldar á nauðungarsölu í Reykja- vík. Alls var 161 fasteign seld nauð- ungarsölu í Reykjavík í fyrra en 137 í hittifyrra. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru í lok febrúar í ár 372, 216 í janúar og 156 í febr- úar. ingibjorg@mbl.is Fleiri nauð- ungarsölur FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavík- urflugvelli fækkaði um tæplega 27,7% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra, úr 115 þúsund far- þegum árið 2008 í 83 þúsund far- þega nú. Farþegum til og frá Íslandi fækk- aði um tæplega 31% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlants- hafið fjölgaði um rúm 11%. Fækkun farþega í febrúar er upp á prósentubrot sú sama og varð í janúar síðastliðnum, samanborið við janúar í fyrra. Farþegum í Leifsstöð hefur fækkað í hverjum einasta mánuði frá því í apríl í fyrra. sisi@mbl.is Farþegum fækkar enn Hvað myndi hrefnan borða ef hún gæti valið af hlaðborði? „Hrefnan er tækifærissinni og erf- itt að meta hvað hún myndi velja fyrst,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Mér finnst þó líklegt að uppsjáv- arfiskur eins og loðna, sem er feit og orkurík, sé eftirsóknarverð fæða fyrir hrefnuna ef hún gefst á annað borð. Það er líka örugglega meiri fyrirhöfn að ná í þorskinn, svo dæmi sé tekið. Er matseðill hrefnunnar allt í kringum landið sá sami? „Alls ekki. Niðurstöður þessara rannsókna sýna okkur mikinn breytileika milli ára og svæða. Fæðuvalið mótast án efa af því hvað er orkuríkast, en líka af hvaða tegund er mest magn og þægilegast að komast yfir. Í þess- ari nýju rannsókn sjáum við að hún er nú almennt meira í ýmsu fiskmeti en áður; loðnu, síli, jafn- vel stórum þorski og öðrum bol- fiski, auk krabbasvifs,“ segir Jó- hann. S&S

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 62. tölublað (05.03.2009)
https://timarit.is/issue/333701

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. tölublað (05.03.2009)

Aðgerðir: