Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 37
Menning 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Ég horfist í augu við þennanmann á hverjum degi. Ogþreytist ekki á því. Hann hangir nefnilega uppi á vegg í stof- unni hjá mér. Frekar lítið svart- hvítt frumprent eftir ljósmynd- arann, 17 x 23 cm. Ljósmyndarinn var enginn aukvisi, hvorki í að mynda ábúðarmikla menn með sítt skegg, eða skapa einstaklega falleg prent í myrkraherberginu. Sagt hefur verið að enginn ís- lenskur ljósmyndari hafi náð jafn fallegum svörtum tóni og Jón Kal- dal. Sagan segir að á námsárunum í Kaupmannahöfn hafi sænskur vin- ur Kaldals, sem einnig var í læri hjá hirðljósmyndaranum P. Elfeldt, kennt Kaldal ýmsa galdra, þar á meðal sérstakar uppskriftir að framköllurum og tónurum. Og víst er svart einstaklega hlýlega svart í þessari mynd; áferðin er eins og flauel en grátónaskalinn samt jafn og fallegur. Ljósmyndarinn hefur bætt örsmáum hvítum punktum í augun, fyrir vikið verður augn- sambandið við bóndann svo sterkt. Þegar honum tókst best upp varJón Kaldal frábær portrett- ljósmyndari. Hann var unnandi fag- urra lista; sótti myndlistarsýningar og tónleika, og varð vinur margra kunnustu listamanna okkar. Lista- menn eru einmitt hans þekktustu fyrirmyndir – auk skeggjaðra bænda, með „andlit sem eru orðin formuð og meiri karakter kominn í þau“, eins og Kaldal orðaði það. Margar myndanna sem Kaldal tók af listamönnum eru síðan orðnar opinberu „myndirnar“ af viðkom- andi. Ásta Sigurðardóttir, með bera bringuna að sjúga vindling, Halldór Laxness í gráu jakkafötunum, Guð- mundur frá Miðdal kempulegur í silúettu og einbeittur Finnur Jóns- son, með þýska abstraktheima í höfðinu nærri árinu 1925. Og svo allar myndirnar af Jóhannesi Kjar- val, frá ýmsum tímaskeiðum. Í safni bestu mynda Kaldals erumargar sem ættu heima í Frægðarhöll íslenskrar myndlistar, ef hún væri til, en eftirlætismyndin mín er alltaf þessi mynd af Bjarna Bjarnasyni bónda frá Geitabergi. Ég veit ekki hver hann var þessi bóndi, og sumum finnst sér- kennilegt að ókunnugt fólk skipi heiðurssess í nánasta umhverfi ann- arra með þessum hætti. En þetta er glæsilegt og eftirminnilegt lista- verk, hvernig sem á það er litið. Tæknilega fullkomið í einfaldleika sínum – lýst með einu ljósi, sem gef- ur svo sterka tilfinningu fyrir skeggi og andlitsfalli. Engir auka- hlutir, bara þessi ásjóna, þessi tími sem var frystur uppi á lofti við Laugaveginn endur fyrir löngu; ásjóna sem er vissulega þessa nafn- greinda manns en um leið tákn- mynd íslenska bóndans, alvarlegs alþýðumannsins, á öllum tímum. Rétt eins og bóndinn horfist í augu við okkur enn í dag og hvikar hvergi, horfist Jón Kaldal í þessu myndverki í augu við listasöguna og lítur heldur ekki undan. Við vit- um að hann skoðaði málverk Rem- brandts vandlega og dáðist að lýs- ingunni í málverkum hans, rétt eins og hann dáðist að portrettteikn- ingum Kjarvals og annarra málara. Allt það má sjá – en umfram allt sýnir þessi mynd okkur vel hvað Kaldal var snjall. Horf- umst í augu Ljósmynd/Jón Kaldal MYNDVERKIÐ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þessi ljósmynd af Bjarna Bjarnasyni, bónda frá Geitabergi, er ein þeirra mynda sem Jón Kaldal (1896-1981) tók af íslensku alþýðufólki í stúdíóinu að Laugavegi 11 og hann átti eftir að telja til sinna eftirlætis myndverka. Jón Kaldal er einn fremsti ljósmyndari sem hér hefur starfað. Hann opnaði stofu árið 1925 og einbeitti sér að portrettmyndum. Samhliða því að þjónusta al- menning tók hann margar mannamyndir sem teljast klassískar. Bjarni Bjarnason frá Geitabergi Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fim 5/3 kl. 20:00 U Fös 6/3 kl. 20:00 U Fös 13/3 kl. 20:00 frums. U Fim 19/3 kl. 20:00 2.sýn. Ö Fös 20/3 kl. 20:00 3.sýn. Lau 7/3 kl. 13:00 U Lau 7/3 kl. 14:30 Lau 14/3 kl. 13:00 Ö Mán16/3 kl. 21:00 fors. Ö Þri 17/3 kl. 20:00 fors. Ö Lau 14/3 kl. 20:00 aukas. U Mið 18/3 kl. 20:00 U Fim 26/3 kl. 20:00 4.sýn. Fös 27/3 kl. 20:00 5.sýn. Ö Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn. Lau 14/3 kl. 14.30 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 14:30 Fim 19/3 kl. 21:00 fors. Ö Fös 20/4 kl. 21:00 frums. U Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Ö Mið 1/4 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Lau 28/3 kl. 13:00 U Lau 28/3 kl. 14:30 Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Aukasýningar í sölu, sýningum lýkur í apríl Í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ Fim 26/3 kl. 21:00 Fös 27/3 kl. 21:00 Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 17:00 U Sun 8/3 kl. 14:00 U Sun 8/3 kl. 17:00 U Lau 14/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 17:00 U Lau 21/3 kl. 14:00 U Lau 21/3 kl. 17:00 U Sun 22/3 kl. 14:00 U Sun 22/3 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00U U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Lau 7/3 kl. 19:00 Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Lau 04/04 kl. 19.00 Fim 17/04 kl 19.00 Yfir 140 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Sun 8/3 kl. 20.00 Fim 12/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Síðasta sýning 15. mars. . Fös 6/3 kl. 19.00 Fös 6/3 kl. 22.00 Fös 13/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 22.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 22.00 Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 21/3 kl. 22.00 Fös 27/3 kl. 19.00 (Stóra sviðið) Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 20.00 Sun 15/3 kl. 20.00 (síð.sýn.) Lau 28/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 22.00 Mið 1/4 kl. 20.00 Fim 2/4 kl. 20.00 Fim5/3 kl. 20.00 3kort Fös 6/3 kl. 20.00 4kort Mið 11/3 kl. 20.00 5kort Fim 12/3 kl. 20.00 6kort Sun 15/3 kl. 20.00 7kort Fim 19/3 kl. 20.00 8kort Fös 20/3 kl. 20.00 9kort Fim 26/3 kl. 20.00 10kort Sun. 29/3 kl. 20.00 Fim. 2/4 kl. 20.00 Fös. 3/4 kl. 19.00 Lau 18/4 kl. 19.00 Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Æðisgengið leikrit um græðgi, hatur og ást. Fim 5/3 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 20.00 Lau 7/3 kl. 20.00 Óskar og bleikklædda konan (Litla sviðið) Fim 05/3 kl. 20.00 frums Sun 08/3 kl. 20.00 2. kort Mið 11/3 kl. 20.00 3. kort Fim 12/3 kl. 20.00 4. kort Sun 15/3 kl. 20.00 5. kort Fös 20/3 kl. 19.00 Fim 26/3 kl. 20.00 Fös 27/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 19:00 aukas. Fös 13/3 kl. 22:00 aukas. Óskar og bleikklædda konan. Frumsýningí kvöld Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Falið fylgi Lau 7/3 kl. 19:00 Aukas Sala í fullum gangi Fúlar á móti Fim 5/3 kl. 20:00 Aukas Fös 13/3 kl. 19:00 10.kort Lau 21/3 kl. 19:00 Sýning Fös 6/3 kl. 19:00 7.kortas Fös 13/3 kl. 21:30 Aukas Lau 21/3 kl. 21:30 Aukas Fös 6/3 kl. 21:30 Aukas Sun 15/3 kl. 20:00 11.kort Fös 27/3 kl. 20:00 Sýning Lau 7/3 kl. 20:00 8.kortas Fim 19/3 kl. 20:00 Sýning Fim 12/3 kl. 20:00 9.kortas Fös 20/3 kl. 19:00 Sýning Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 12. mars kl. 19.30 Elfa Rún og Bringuier Stjórnandi: Lionel Bringuier Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir Esa-Pekka Salonen: Helix Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 4 Sergej Prókofíev: Fiðlukonsert nr. 2 Elfa Rún hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Á tónleikunum flytur hún fiðlukonsert nr. 2 eftir Prókofíev, sem er einn lagrænasti og vinsælasti fiðlukonsert 20. aldarinnar. Hljómsveitarstjóri er hinn bráðungi og efnilegi Lionel Bringuier, aðstoðarstjórnandi Esa-Pekka Salonen í Los Angeles. Örfá sæti laus. ■ 19. mars kl. 19.30 Atli Heimir sjötugur - afmælistónleikar Stjórnandi: Baldur Brönnimann Einleikari: Melkorka Ólafsdóttir Atli Heimir Sveinsson: Hreinn Gallerí SÚM Atli Heimir Sveinsson: Flautukonsert Atli Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 6 (frumflutningur) SÖNG OG PÍANÓVERK EFTIR RICHARD WAGNER VIÐ LJÓÐ MATHILDE WESENDONCK OG FLEIRI SKÁLDA SOPHIYA PALAMAR, MEZZÓSÓPRAN ALBERT MAMRIEV, PÍANÓ SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR, LEIKARI TÓNLEIKAR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI LAUGARDAGINN 7. MARS KL. 16 WWW.OPERA.IS „MÉR LIGGUR MIKIÐ Á HJARTA“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.