Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Fullar búðir af nýjum vörum Kringlan – Smáralind Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is STÖÐ 2 verður ekki með hefð- bundna útsendingu á kosninganótt að þessu sinni, eins og venjan hefur verið frá því stöðin hóf útsendingar árið 1986. Þess í stað verður skemmtiþáttur með kosningaívafi að kvöldi kosningadagsins 25. apr- íl. Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, segir að kostnaður við útsendingu á kosn- inganótt hlaupi á tugum milljóna og í þessu árferði verði menn að sníða sér stakk eftir vexti. „Við er- um lítil og fátæk einkarekin stöð, sem getur ekki keppt við Rík- issjónvarpið þótt við fegin vildum,“ segir Óskar. Ríkissjónvarpið mun halda sínu striki á kosninganótt, að sögn Óð- ins Jónssonar fréttastjóra. Um verður að ræða hefðbundna út- sendingu, þar sem fléttað verður saman nýjustu úrslitum, við- brögðum stjórnmálamanna og sér- fræðinga og öðru efni. Útsendingin mun standa eins lengi um nóttina og þörf þykir. Þá verður sérstök kosningavaka á Rás 1. Ríkisútvarpið hóf kosn- ingaumfjöllun í gærkvöldi með um- ræðuþætti leiðtoga stjórn- málaflokkanna. Síðan verða borgarafundir í hverju kjördæmi og hefst sá fyrsti á mánudaginn. Á undan borgarafundunum verða ít- arlegar fréttaskýringar, að sögn Óðins. Kvöldið fyrir kosningar verður hefðbundinn umræðuþáttur formanna flokkanna í sjónvarpssal. „Við verðum með öfluga umfjöllun og leggjum áherslu á að skapa gott samband við kjósendur,“ segir Óð- inn. Síðustu vikuna fyrir kosningar verður Stöð 2 með hálftíma þátt á hverju kvöldi. Þar munu fulltrúar allra flokka, sem bjóða fram á landsvísu, fjalla um afmarkað um- ræðuefni sem brennur á þjóðinni, að sögn Óskars Hrafns. Formenn flokkanna munu sitja fyrir svörum kvöldið fyrir kosningar og verður sá þáttur í kappræðustíl. Botninn verður sleginn í kosn- ingaumfjöllun Stöðvar 2 með þriggja tíma skemmtiþætti undir stjórn Loga Bergmanns og hefst hann klukkan 21 á kosningadaginn. RÚV verður eitt um hituna Morgunblaðið/Kristinn Stöð 2 Fréttamenn stöðvarinnar munu ekki birta landsmönnum fyrstu tölur úr kjördæmum landsins eins og þeir hafa gert áratugum saman. BARNSHAFANDI konur æfa hér með- göngusund í sundlaug Hrafnistu í Reykjavík. Í meðgöngusundi er lögð áhersla á stöðugleika- þjálfun fyrir mjóbak og mjaðmagrind, auk liðk- andi og styrkjandi æfinga fyrir allan líkamann. Sundið hefur reynst vel gegn ýmsum kvillum á meðgöngunni og hefur verið kennt í Reykjavík samfleytt frá árinu 2001, að því er fram kemur á vefnum medgongusund.is. Sundleikfimi fyrir barnshafandi konur Morgunblaðið/Heiddi Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG hef mikla samúð með blaða- mönnunum í þessu og vona að þeir verði ekki hengdir og ef þeir verða hengdir þá mun ég hreinlega skera þá niður úr snörunni,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær. Átti hann þar við rannsókn Fjármálaeftirlits- ins á hugsanlegum brotum fjögurra blaðamanna, Agnesar Bragadóttur, Egils Helgasonar, Kristins Hrafns- sonar og Þorbjörns Þórðarsonar, á bankaleynd. „Ég held að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki við að upplýsa þessi mál og veita aðhald, þannig að ég myndi nú halda að það væru mjög ríkir almannahagsmunir fyrir því al- mennt að blaðamenn geti upplýst sérstaklega ef það er um einhver stórmál eins og mjög miklar og óeðli- legar lánveitingar banka,“ sagði Gylfi. Hann kvað FME verða að framfylgja lögunum og því væri kannski erfitt að andmæla því að stofnunin skoðaði málið, en sagði jafnframt að málið væri innlegg í umræðuna um fyrirhugaða endur- skoðun bankaleyndar. Gagnrýnin ómálefnaleg Fjármálaeftirlitið sendi frá sér til- kynningu í gær vegna málsins og sagði gagnrýni á sig hafa verið ómál- efnalega. Stofnunin geti ekki ákveðið hvaða lagaákvæðum skuli fylgt eftir og hverjum ekki. Þá sé bankaleyndin byggð á ákvæði stjórnarskrár og al- þjóðlegum mannréttindasáttmálum og verði ekki afnumin með öllu, nema með breytingu á stjórnlögum. Þá skýrir FME lög um banka- leynd. Í þeim felist „sú meginregla að trúnaðarskylda fylgi upplýs- ingum“. Þeir sem fái upplýsingar bundnar bankaleynd megi ekki miðla þeim áfram. Það megi þeir fréttamenn vita, sem hafi þekkingu til að fjalla um fjármálamarkaði. Einnig segir í tilkynningunni að traust og trúverðugleiki bankakerf- isins verði ekki endurheimtur ef grundvallarréttindi eins og friðhelgi einkalífs verði virt að vettugi og trúnaðar ekki gætt við viðskiptavini banka um viðkvæmar upplýsingar. Bankaleynd komi ekki í veg fyrir eft- irlit eða rannsóknir á hugsanlegum lögbrotum, heldur geri lög ráð fyrir greiðum aðgangi stjórnvalda að upp- lýsingum banka sem séu þeim nauð- synlegar svo þau geti sinnt hlutverki sínu. onundur@mbl.is Myndi hreinlega skera blaðamenn úr snörunni FME: Trúverðugleiki fæst ekki aftur án friðhelgi einkalífs FJÓRAR umsóknir bárust í gær um starf sölumanns hjá Fánasmiðjunni á Þórshöfn í kjölfar fréttar Morg- unblaðsins um að staðan hefði verið auglýst án árangurs í fjóra mánuði. „Tveir þeirra sem sóttu um eru úr Reykjavík, einn frá Akureyri og einn frá Selfossi. Þeir vita hvar starfið er og eru því greinilega tilbúnir að færa sig um set. Við höfðum áður fengið umsækjendur sem hættu við þegar þeir heyrðu hvar vinnan var,“ segir Karen Rut Konráðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fánasmiðjunnar. Hún var farin að velta því fyrir sér hvort fólk væri hrætt við að vinna á landsbyggðinni. Það hefði ef til ekki rétta mynd af henni. ingibjorg@mbl.is Við hún Fánasmiðjunni á Þórshöfn gekk illa að fá sölumann. Tilbúnir í sölumennsku Fjórir sóttu um L-LISTI fullveld- issinna hefur hætt við framboð í komandi alþing- iskosningum. Þetta var ákveð- ið á fundi full- veldissinna í gær en hreyfingin ætlar að halda áfram að starfa sem „frjáls framboðs- og sjálfstæð- ishreyfing“. „Það er nú fyrst og fremst vegna þess að við sjáum að það er ekki lag fyrir framboðið sem við héldum að væri,“ sagði Bjarni Harðarson, einn forsvarsmanna listans, í samtali við mbl.is um ástæður þess að hætt var við framboð. Hann bætti við að full- veldissinnar hefðu náð ákveðnum árangri í baráttunni gegn aðild Ís- lands að Evrópusambandinu með því að stuðla að því að vinstri-græn og sjálfstæðismenn sveigðu ekki frá andstöðu við ESB-aðild. L-listi hættir við framboð Bjarni Harðarson Hættir við þingframboð MBL.IS | SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.