Morgunblaðið - 04.04.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 04.04.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@ mbl.is VERIÐ er að skoða möguleika á að tengja betur starfsemi Íslensku óp- erunnar og Íslenska dansflokksins við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn, jafnvel með framtíð- araðsetur í huga undir æfingar, sýn- ingar og skrifstofuaðstöðu. Er þetta hluti af hugmyndum um breytta nýtingu á tónlistarhúsinu eft- ir að verkið hefur verið endur- fjármagnað af ríki og borg. Innan veggja menntamálaráðuneytisins er verið að vinna að endurskoðun á menningarstefnu ríkisins í ljósi efna- hagsaðstæðna og nýting tónlistar- hússins er stór liður í þeirri vinnu. Verði niðurstaðan sú að óperan og dansflokkurinn fái inni í tónlistarhús- inu bætast þau í hóp með Sinfón- íuhjómsveit Íslands, sem frá upphafi hefur verið reiknað með að flytji starfsemi sína og aðstöðu í húsið. Jafnframt hefur verið talað um að Ís- lenska óperan fái inni í fyrirhuguðu tónlistarhúsi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir þessar hugmyndir um breytta nýtingu tónlistarhússins í Reykjavík engu breyta um þeirra áform. Ef óperan fari þar inn þurfi að gera miklar breytingar á húsinu. „Óperan mun aldrei geta átt heima þarna nema til bráðabirgða,“ segir Gunnar sem ætlar að bíða eftir því að efna- hagsfárviðrið gangi niður. Óperustjórinn spenntur Þegar rætt var við Stefán Bald- ursson óperustjóra í gær var hann nýkominn úr skoðunarferð um tón- listarhúsið ásamt stjórn óperunnar. Hann er vel kunnugur framkvæmd- inni og sat á sínum tíma í dómnefnd sem fór yfir tillögur að hönnun tón- listarhússins. Ekki er annað að heyra en að hann sé spenntur fyrir hug- myndinni. „Húsið er upphaflega ekki hannað fyrir óperuflutning en ég hef alltaf haldið því fram að þarna sé hægt að flytja óperur í stóra aðalsalnum. Það er vel þess virði að skoða þetta og alls ekki útilokað að við getum farið þarna inn. Enn er óráðstafað ýmsum rým- um í húsinu þannig að þetta er ekki óraunhæfur kostur,“ segir Stefán og telur stjórn óperunnar verða að skoða þennan möguleika gaumgæfi- lega. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu hafi áformum um tónlistarhús í Kópa- vogi verið ýtt til hliðar í bili. Kópa- vogsbæ sé vel kunnugt um viðræður óperunnar við ríki og borg. Stefán segir salarkynni hússins hafa upp á margt að bjóða varðandi æfingar og annað en óperan kæmi fyrst og fremst til með að flytja sín verk í aðalsalnum. Ekki þurfi að gera miklar breytingar á honum, enda sé hann hannaður með fyrsta flokks hljómburð í huga. „Í ljósi kringumstæðna er skyn- samlegt að reyna að nýta húsið á sem fjölbreytilegastan hátt, ekki síst hjá þeim menningarstofnunum sem reknar eru á vegum hins opinbera.“ Fyrstu danssporin stigin Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, segir áform um að flytja flokkinn í tónlistarhúsið á algjöru frumstigi. „Ég vil skoða þetta með jákvæðum huga en fyrst verður húsnæðið að henta okkar þörf- um,“ segir Katrín og telur að hug- myndin hefði mátt koma fram strax í upphafi hönnunar á húsinu. Nú þurfi að gera á því nokkrar breytingar ef dansinn eigi að fá þar aðstöðu. Að ýmsu er að hyggja í þeim efnum, ekki bara fyrir sýningar, heldur æfingar, búningsklefa, skrifstofur og fleira. Íslenski dansflokkurinn er með að- stöðu í Borgarleikhúsinu og hefur þar samning til ársins 2012. Þó að sam- starfið við leikfélagið hafi gengið vel segir Katrín að draumur dansflokks- ins hafi alltaf verið sá að reist yrði sérstakt danshús. Nú verði hins veg- ar að taka mið af breyttum aðstæðum og skoða betur þennan möguleika með tónlistarhúsið. Sungið og dansað í húsinu? Tölvumynd/Austurhöfn Tónlistarhús Svona kemur tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn til með að að líta út að utan. Ólafur Elíasson listamaður hannaði glerhjúpinn utan um húsið en í því verða fjórir salir, aðalsalurinn tekur um 1.800 manns í sæti.  Íhugað að Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn fái aðstöðu í tónlistarhúsinu við Austurhöfn  Breytir ekki áformum okkar um tónlistarhús í Kópavogi, segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Í HNOTSKURN »Samkvæmt endurnýjuðusamkomulagi um tónlistar- húsið við Austurhöfn á verk- inu að vera lokið í byrjun árs 2011 og húsið tekið í notkun í apríl það ár. »Bygging tónlistarhúss viðSalinn og Gerðarsafn í Kópavogi átti að hefjast á síð- asta ári en hefur verið sett í bið. Einkaaðilar ætluðu að koma að fjármögnun hússins til hálfs á móti bænum. AUSTURHÖFN-TR, félagið sem tek- ið hefur yfir byggingu tónlistar- hússins, reiknar með 856 millj- ónum króna í raunvexti á byggingartíma til 2011. Án vaxta er stofnkostnaður áætlaður 13,3 milljarðar en til að hafa lánaheim- ildina ekki of þrönga er sam- bankalánið upp á 14,5 milljarða. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR, segir að 14,5 milljarðar króna séu því kostnaðarverð hússins. Afar villandi sé að tala um að 28 millj- arðar króna fari í tónlistarhúsið, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Sú tala var fengin með því að taka framlag ríkis og borgar til tónlistarhússins upp á ríflega 800 milljónir á ári í 35 ár, eins og samningur um byggingu og rekst- ur hússins frá 2006 kvað á um. Stefán segir það villandi að taka árlegar afborganir og vexti á löngum lánum, margfalda það með árafjölda og tala um það sem kostnaðarverð. „Þetta er eins og að segja um mann sem kaupir íbúð á 25 milljónir, og tekur lán til 40 ára fyrir stærstum hluta verðsins, að hann hafi keypt fyrir 50 millj- ónir, sem gæti verið það sem hann borgar í vexti og afborganir á 40 árum. Ef ríki og borg eiga húsið áfram gætu þau hvenær sem er borgað lánin upp,“ segir Stefán. 856 milljónir króna í vexti á byggingartíma Sóknarnefnd Sel- fosssóknar óskar eftir því að séra Gunnar Björns- son komi ekki aft- ur til starfa sem sóknarprestur við Selfosskirkju. Gunnar var ný- lega sýknaður í Hæstarétti af ákæru um að hafa sýnt tveimur stúlkum kynferðislega áreitni. Gunnari var á sínum tíma veitt lausn frá störfum um stund- arsakir. Biskupsstofa hefur upplýst að hann snúi aftur til starfa 1. maí nk. Sóknarnefndin óskaði eftir því, eft- ir dóm undirréttar, að Gunnar kæmi ekki aftur til starfa. Sagði Eysteinn Ó. Jónasson sóknarnefndarformaður að vegna atriða sem fram komu í dómnum væri ekki við hæfi að Gunn- ar kæmi inn í það mikla barnastarf sem unnið væri. „Það var afstaða okkar að þar sem orð væri gegn orði myndu börnin njóta vafans.“ Æsku- lýðssamband þjóðkirkjunnar hefur lýst sömu skoðun. Lögmaður Gunnars hefur rætt við fulltrúa Biskupsstofu um bætur vegna þess tjóns sem málið hefur valdið honum. Honum hafa ekki verið boðin starfslok, samkvæmt upplýs- ingum Biskupsstofu. Sr. Gunnar snúi ekki til starfa á ný Eysteinn Ó. Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.