Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
BEITING hryðjuverkalaga á
Landsbankann og Ísland er gagn-
rýnd í nýrri skýrslu fjárlaganefndar
breska þingsins, sem birtast mun op-
inberlega í dag.
Hvetur nefndin breska fjármála-
ráðuneytið til að fara yfir lögin og
velta því fyrir sér hvort rétt yrði að
beita þeim undir svipuðum kringum-
stæðum í framtíðinni. Þá kallar
nefndin eftir breytingu á lögum svo
að yfirvöld hafi önnur úrræði en að
beita hryðjuverkalögum í tilvikum
eins og þeim þegar Landsbankinn
fór á hliðina. Óhjákvæmilegt sé að
beiting hryðjuverkalaga hafi alvar-
leg neikvæð áhrif á ímynd þess sem
fyrir henni verður. Því væri heppi-
legt að stjórnvöld byggju yfir öðrum
verkfærum sem ekki hefðu jafn af-
drifaríkar afleiðingar.
Kaupþing hefði farið á hausinn
Í skýrslunni er einnig tekið á þeim
ástæðum, sem Alistair Darling, fjár-
málaráðherra Breta, gaf fyrir að
beita hryðjuverkalögunum. Þann
áttunda október sagði Darling að ís-
lensk stjórnvöld hefðu sagt sér að
þau hefðu ekki í hyggju að standa við
skuldbindingar sínar í Bretlandi. Er
í skýrslunni vísað til samtals Dar-
lings og Árna Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra Íslands, og er þar
ekkert sagt vera sem styðji fullyrð-
ingar Darlings.
Þvert á móti hafi Árni sagt að Ís-
land vildi reyna að mæta skuldbind-
ingum í Bretlandi með trygginga-
sjóði innistæðueigenda. Hins vegar
segir þingnefndin að ekkert hafi
komið fram sem hreki þá trú Dar-
lings að komið yrði fram með mis-
munandi hætti gagnvart íslenskum
og breskum innistæðueigendum í ís-
lensku bönkunum.
Segir í skýrslunni að orð og að-
gerðir Darlings hafi haft alvarleg
áhrif á traust markaðsaðila í garð
Kaupþings, sem á þeim tíma stóð eitt
eftir af þremur stærstu íslensku
bönkunum. Hins vegar hafi nefndin
ekki séð nein gögn sem bendi til að
Kaupþing hefði getað forðast gjald-
þrot þótt Darling hefði ekki tjáð sig
með áðurnefndum hætti.
Þá segir að með aðgerðum sínum
hafi bresk stjórnvöld gripið með
beinum hætti inn í fjármálamarkað-
inn og hafi þar með hætt að vera
hlutlægur áhorfandi. Íslenskum
stjórnvöldum hafi ekki þótt hjálp í
þessum aðgerðum bresku stjórnar-
innar.
Gagnrýnir hryðjuverkalögin
Fjárlaganefnd breska þingsins segir samtal Alistairs Darlings og Árna Mathiesen ekki hafa réttlætt
þau orð sem Darling lét falla fyrir beitingu hryðjuverkalaga Segir þörf á nýjum lagaheimildum
Morgunblaðið/Kristinn
Lög Sú ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalöggjöf á Íslend-
inga kom íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og var málsókn íhuguð.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
GOTT samstarf er milli lögreglu og
barnaverndaryfirvalda og eru þessir
aðilar duglegir við að láta hvorir aðra
vita af málum sem upp koma er
varða kynferðislegt ofbeldi gegn
börnum. Mál enskukennarans í
Menntaskóla Kópavogs, sem var
dæmdur fyrir vörslu barnakláms,
vekur hins vegar spurningar um
hvort breytinga sé þörf á verkferl-
um.
Að sögn Hildar Jakobínu Gísla-
dóttur, yfirmanns fjölskyldudeildar
félagsþjónustu Kópavogs, hafa
barnaverndaryfirvöld engar beinar
heimildir til að grípa til þvingunar-
ráðstafana sé ekki brugðist við til-
lögum þeirra. „Verklag okkar er
skýrt,“ segir Hildur Jakobína. „Við
höfum eingöngu heimild til að rann-
saka málið og tilkynna svo niðurstöð-
una vinnuveitanda, ef hann á í hlut.
Þar með er það vinnuveitandans að
bregðast við.“
Hún segir nefndina ekki fá upplýs-
ingar um hver viðbrögð vinnuveit-
andans séu. „Ég man þó raunar ekki
eftir öðru svipuðu máli. En við getum
ekki gert annað en treysta því að við-
komandi stofnun taki á máli þegar
það er komið frá okkur. Auðvitað er
svo hægt að læra af öllum málum og
alltaf spurning hvort eitthvað gefi til-
efni til annars fyrirkomulags.“
Lögin engin hindrun
Að sögn Braga Guðbrandssonar,
forstjóra Barnaverndarstofu, er ekk-
ert í lögum sem hindrar barnavernd-
aryfirvöld í að fylgja málum frekar
eftir. Hann kveðst hins vegar ekki
þekkja til þessa máls sérstaklega.
„Í barnaverndarlögum er ákvæði
sem sérstaklega veitir barnavernd-
arnefndum sérstaka heimild til að
láta sig varða mál starfsmanna sem
vinna með börnum.“
Bragi telur nefndina því hafa full-
ar heimildir telji hún ástæðu til að
krefja skólameistara um skýringar
og jafnvel snúa sér til yfirboðara
stofnunarinnar sé hún ekki sátt við
framvindu mála.
„Það koma oft upp mál sem gefa
tilefni til að búa til nýjar verklags-
reglur og verkferla þegar menn
komast að því í ljósi reynslunnar
hvað er ekki nægjanlega skýrt,“ seg-
ir Bragi og kveður mikilvægt að fara
vel yfir öll slík mál.
Engin heimild
til þvingunar-
ráðstafana
Vinnuveitandans að bregðast við
Morgunblaðið/Kristinn
Hlutverk Barnaverndaryfirvöld
segjast aðeins geta rannsakað mál.
• Nýir tímar, nýjar hugmyndir www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
45
75
5
03
/0
9
Þinn styrkur
– okkar
framlag
Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsókn-
um um styrki til mannúðar- og samfé-
lagsmála, menningarmála, umhverfis- og
útvistarmála og til íþrótta- og æskulýðsmála,
þ.m.t. styrkjum til afreksfólks.
Við vekjum sérstaka athygli á að eingöngu er hægt að sækja
um styrk á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is
Sækja skal um styrk fyrir 30. apríl næstkomandi.
MARGIR Bretar höfðu lagt fé sitt í
Icesave-reikninga Landsbankans.
Þar á meðal voru einstaklingar,
góðgerðasamtök margs konar og
sveitarfélög. Í skýrslu þingnefnd-
arinnar er lagt til að ríkið greiði
góðgerðasamtökum til baka það fé
sem samtökin hafi tapað á hruni
Icesave. Leggur nefndin á það
áherslu að ekki verði um framtíð-
arreglu að ræða, heldur að að-
stæður nú séu svo sérstakar að
ástæða sé til að víkja í þessu ein-
staka tilfelli frá meginreglunni um
ábyrgð fjárfesta á eigin gjörðum.
Við núverandi aðstæður þurfi góð-
gerða- og líknarsamtök á öllu sínu
að halda til að geta sinnt þjónustu
sinni við þá sem höllum fæti
standi í samfélaginu.
Hins vegar segir nefndin að
sveitarfélög, sem tapað hafi fé í
Icesave, þurfi að axla ábyrgð á af-
leiðingum gjörða sinna. Þeim beri
skylda til að ávaxta fé sitt með
ábyrgum hætti. Afar rangt væri að
verðlauna þau sveitarfélög, sem
tapað hefðu fé í Icesave á meðan
önnur sveitarfélög hefðu tekið
minni áhættu.
Sveitarfélögum ekki bjargað
Í SKÝRSLUNNI er frá því sagt að
þegar yfirtaka Kaupþings á breska
bankanum Singer and Friedlander
stóð fyrir dyrum hafi þáverandi
forstjóri Singer, Tony Shearer, vak-
ið athygli breska fjármálaeftirlits-
ins á íslenska bankanum.
Hafi Shearer haft illan bifur á
Kaupþingsfólkinu, sem hann taldi
reynslulítið auk þess sem stjórn-
endateymi íslenska bankans væri
of einsleitt.
Í samtali við nefndina sagði
Shearer að við lestur ársreikninga
Kaupþings hefði hann rekið augun
í nokkra hluti sem valdið hefðu
honum áhyggjum. Ekki er farið
með nánari hætti yfir hvað það var
nákvæmlega sem Shearer sá í
reikningum bankans sem hann
kunni svo illa við.
Þrátt fyrir þetta hafi Shearer
talið sig knúinn til að mæla með
því að eigendur Singer tækju
kauptilboði Kaupþings, enda hafi
það verið gott. Hrósar þingnefndin
honum fyrir að hafa vakið athygli
fjármálaeftirlitsins á málinu, en
segir áhyggjuefni að eftirlitið hafi
ekki tekið á málinu sem skyldi.
Varaði við yfirtöku Kaupþings á Singer